Morgunblaðið - 19.06.1997, Page 2

Morgunblaðið - 19.06.1997, Page 2
2 B FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Stálsmíðjan sækir um skráningu á Verðbréfaþingi STJÓRN Stálsmiðjunnar hf. ákvað á fundi sínum í gær að sækja um skráningu fyrir Stálsmiðjuna á Verðbréfaþingi íslands í haust. Að sögn Ágústar Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Stálsmiðjunnar, hafa engar ákvarðanir verið teknar um útgáfu á nýju hlutafé í félaginu en hluthafar fyrirtækisins eru 65 tals- ins og segir Ágúst að ekki sé útlit fyrir að erfitt verði að uppfylla það skilyrði fyrir skráningu að hluthafar séu fleiri en tvö hundruð talsins. „Nokkur viðskipti hafa verið með hlutabréf í Stálsmiðjunni á Opna tilboðsmarkaðnum að undanfömu án þess að fyrirtækið hafi verið skráð formlega og hefur gengi þeirra verið á bilinu 3,5-3,7.“ Hagnaður Stálsmiðjunnar á síð- asta ári nam 32,7 milljónum króna sem er 6,7% aukning frá árinu 1995 þegar hagnaðurinn nam 30,7 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi hefur aukist mun meira á milli ára eða um 72,3%, úr 17,8 milljónum í 30,7 milljónir. Viðsnúningur hefur verið á af- komunni frá því að félagið gekk í gegnum greiðslustöðvun og nauða- samninga fyrir tæpum þremur árum. Að sögn Ágústs er bjart framundan í rekstrinum í ár og verkefnastaða þess mjög góð. „Stálsmiðjan á tæpan helming hlut- afjár í Landssmiðjunni og er náið samstarf með fyrirtækjunum tveimur. Stálsmiðjan sinnir fyrst og fremst viðgerðum á skipum en við höfum einnig verið með stór verkefni í landi. A síðasta ári stofn- uðum við fyrirtækið Stálverktak þar sem við eigum 68% en Normi í Garðabæ 32%. Stálverktak hefur tekið að sér ýmis verkefni í álver- inu í Straumsvík. Má þar nefna uppsetningu á hreinsistöð, uppsetn- ingu á öllum álleiðurunum í Straumsvík, þrýstiloftskerfi og smíði á öllum lokum á kerin. Auk þess höfum við unnið verkefni fyr- ir Járnblendiverksmiðjuna á Grund- artanga." Að sögn Ágústar starfa um 150 manns hjá Stálsmiðjunni en meðal stærstu eigenda eru Málningar- verksmiðja Slippfélagsins, Olíu- verslun íslands, Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Flugumferðar- stjórnar, Ágúst Einarsson auk ýmissa útgerðarfyrirtækja og Sjó- vár-Almennra og Tryggingamið- stöðvarinnar. Stjórn Stálsmiðjunnar hf. er skipuð þeim Valgeiri Hallvarðs- syni, stjórnarformanni, Gunnari Þór Ólafssyni, Hilmi Hilmissyni, Jóni Kristjánssyni og Sigurði R. Helgasyni. STÁLSMIÐJAN hf. Úr ársreikningum 1996 Rekstrarreikninqur 1996 1995 Breyt. Rekstrartekjur Milljónir króna 632,8 429,9 47,2% Rekstrargjöld 579,3 394,5 46,9% Hagnaður tyrir afskriftir 53,5 35,4 51,1% Afskriftir (12,7) (8,0) 59,6% Fjármagnsgjöld (10,1) (9,6) 4,8% Hagnaður af reglulegri starfsemi 30,7 17,8 72,3% Önnur starfsemi 2,0 13,6 -85,0% Hagnaður fyrir skatta 32,7 31,4 4,2% Reiknaðir skattar (0,01) (0,8) -98,5% Hagnaður ársins 32,7 30,7 6,7% Efnahagsreikningur 3l.des. 1996 1995 Breyt. I Eianir: \ Veltufjármunir Milljónir króna Fastafjármunir 134,1 228,4 110,8 132,6 21,0% 72,3% Eignir samtals 362,6 243,4 49,0% I Skuldir og eigið fé: i Skammtímaskuldir 122,5 86,7 41,3% Langtímaskuldir 116.4 83.4 39,7% Skuldir samtals 239,0 170,1 40,5% Eigiðfé 123,6 73.3 68.6% Skuldir og eigið fé samtals 362,6 243,4 : 49,0% Veltufé frá rekstri 41,3 34,5 \ 19,7% * Utboð á ríkisvíxlum Meðal- ávöxtun lægri en á VÞÍ TEKIÐ var tilboðum í ríkisvíxla að fjárhæð 2.609 milljónir króna hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Um var að ræða útboð á þriggja, sex og tólf mánaða ríkisvíxlum. Alls bár- ust 16 gild tilboð í ríkisvíxla að fjárhæð 3.959 milljónir króna. Meðalávöxtun samþykktra til- boða í ríkisvíxla til þriggja mánaða er 6,99%, sex mánaða 7,30% og tólf mánaða 7,60%. Meðalávöxtun samþykktra tilboða í ríkisvíxla er nokkru lægri en ávöxtunarkrafa á Verðbréfaþingi íslands. Stefán Stefánsson, hjá áhættu- stýrisviði Landsbréfa, segir að er- lendar fjármálastofnanir séu farnar að taka þátt í útboðum á ríkisbréf- um og það sé að öllum líkindum vegna þess vaxtamunar sem er á milli íslensku krónunnar og mynt- anna í gengisvoginni. „Þessi munur hefur verið nokkuð mikill og segja má að hann sé óeðlilega mikill. Það eru því forsendur til þess að hann eigi eftir að minnka vegna minnk- andi lánsfjárþarfar íslenska ríkis- ins, aukins lánshæfis íslenska ríkis- ins á erlendum mörkuðum og vegna þess að fyrirtæki og stofnanir hafa í auknum mæli leitað til erlendra lánastofnana um lánsfé.“ Rekstrartekjur Dagsprents námu 144 milljónum króna á síðasta ári Tapið nam 26 millj. króna Hlutaijárútboði í Plastos-Umbúðum hf. lokið Bréfin seldust upp á klukkustund TAP Dagsprents hf., útgefanda Dags-Tímans, nam 26 milljónum króna á síðastliðnu ári. Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins munu rekstrartekjur fyrirtækisins aukast um 60% á þessu ári eða úr 144 í 230 milljónir króna. Í skýrslu Eyj- ólfs Sveinssonar, stjórnarformanns Dagsprents, til aðaifundar, sem birt- ist í Degi - Tímanum, segir að tekjuáætlanir vegna sameiningar Dags og Tímans hafi staðist að mestu Ieyti en kostnaður hafí orðið meiri en upphaflega var ráðgert. Á aðalfundinum kom fram að rekstrartekjur Dagsprents í fyrra Metfjöldi til Spánaríár Madrid. Reuter. FLEIRI ferðamenn munu koma til Spánar í ár en nokkru sinni fyrr og mun þeim fjölga um 2-3% á einu ári að sögn Jose Manuel Fernandez Norniella ferðaþjónusturáðherra. Alls komu 41,3 milljónir ferða- manna til Spánar 1996 og námu tekjur af þeim 3,5 milljörðum peseta eða 24 milljónum dollara. Fernandez Norniella sagði að 21,4 milljónir gesta hefðu komið á fyrstu fímm mánuðum þessa árs, sem er 4,5% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Af þeim sem komu voru 64% flokkaðir sem ferðamenn en 36% var skipað í flokk gesta sem komu í stutt- ar skoðunarferðir án þess að gista. Fernandez Norniella sagði að ferðamönnum frá Norðurlöndum mundi fjölga langmest á þessu ári. Búizt er við fleiri ferðamönnum frá Englandi og að þeir verði jafnvel fleiri en 1994 þegar um átta milljón- ir Englendinga fóru til Spánar vegna styrks pundsins. hefðu numið 144 milljónum króna en 120 milljónum árið 1995. „Áætl- anir féiagsins gera ráð fyrir enn frekari tekjuaukningu og að tekjur verði um 230 milljónir á árinu 1997. Lagt hefur verið í töluverðar fjár- festingar í tengslum við stofnun hins nýja dagblaðs. Einungis hluti þeirra fjárfestinga var eignfærður á árinu en afgangurinn gjaldfærður og nam því tap af rekstri félagsins um 26 milljónum króna á síðasta ári.“ í skýrslu Eyjólfs segir að tekjuá- ætlanir hafí staðist að mestu leyti en kostnaður hafi orðið meiri en áætlað var þar sem ákveðið hafi verið að standa að útgáfunni með mun veglegri hætti en upphaflega var ráðgert. Að öllu leyti sé þó um ákvarðanir að ræða en ekki óvænta liði. „Þessi kostnaðarauki veldur þó seinkun á því að rekstur blaðsins standi undir sér. Upphaflega var ráðgert að færa blaðið til hagkvæm- ara horfs um áramót en síðar var horfið frá þeirri tímasetningu. Þar er því strax orðin fimm mánaða frestun á því að blaðið standi undir sér og líklegt er að reynt verði að halda þessari auknu útgáfu eitthvað áfram. Það er hins vegar með halla- lausum rekstri og skráningu á hluta- bréfamarkaði sem blaðið mun end- anlega festa sig í sessi því að þang- að er hægt að sækja fé til góðra verka og frekari uppbyggingar." Eigið fé féiagsins var um síðustu áramót um 64 milljónir króna sem er 16 milljóna króna aukning frá árinu áður og er eiginfjárhlutfallið 37,7%. Ný stjórn hefur ákveðið að nýta rétt til útgáfu á nýju hlutafé auk sölu á eigin bréfum og verður miðað við gengið 1,7. Stefnt er að skráningu fyrirtækisins á Verð- bréfaþingi íslands á næsta ári. Dagur-Tíminn er nú gefinn út í tæplega 15 þúsund eintökum sam- kvæmt skýrslunni. ÖLL hlutabréf í útboði Plastos- Umbúða hf. seldust upp á einum klukkutíma í gærmorgun eftir að það hófst hjá verðbréfadeild Búnað- arbankans. Um var að ræða nýtt hlutafé í fyrirtækinu að nafnvirði 17,5 milljónir króna sem voru seld á tæpar 43 milljónir króna eða á genginu 2,45. Svarar það til um 20% af heildarhlutafé fyrirtækisins. Að NORRÆNI fjárfestingarbankinn (NIB) hefur samþykkt að veita Ung- verska þróunarbankanum (Magyar Fejlesztési Bank) allt að 50 milljóna bandaríkjadala (3,5 milljarða króna) lán. Þessum fjármunum skal varið til fjárfestingarlána til smárra og meðal- stórra fyrirtækja í Ungverjalandi þar sem bæði ungversk og norræn fyrir- tæki koma við sögu. Þá hefur NIB undirritað almennan samstarfssamn- ing við ungversk stjómvöld um sam- starf á sviði fjármögnunar. Tilgangur þessara samninga milli NIB og Ungveija er að auka sam- starf milli norrænna og ungverskra fyrirtækja að því er fram kemur í frétt frá bankanum. Samningunum er einkum ætlað að auka samstarf á sviði orku-, umhverfis, fjarskipta- og samgöngumála og í innviðarupp- byggingu sveitarfélaga. Norræni fjárfestingarbankinn er nú þegar aðili að allmörgum lána- sögn húsvarða í Búnaðarbankanum var röð áhugasamra fjárfesta byijuð að myndast fyrir utan bankann um klukkan fimm í morgun og er bank- inn var opnaður voru um 30 manns í röðinni. Sölufyrirkomulag var með þeim hætti að hver og einn mátti í mesta lagi kaupa bréf fyrir 490 þúsund krónur að markaðsvirði og var verkefnum í Ungveijalandi. Fyrir skömmu var veitt lán til uppsetning- ar GSM farsímakerfis í Ungveija- landi en að því verkefni vinna m.a. fínnsk, dönsk, norsk og sænsk síma- fyrirtæki. Nýja samningnum er ætlað að auka möguleika NIB á að taka þátt í verkefnum í Ungveijalandi. Hliðstæður samstarfssamningur var gerður við pólsk stjórnvöld árið 1996 og hefur hann þegar leitt til aukinna lánveitinga til Póllands. Norræni fjárfestingarbankinn sér- hæfír sig í fjármögnun verkefna sem stuðla að eflingu atvinnulífs með samstarfi yfir landamæri milli Norð- urlandanna fímm og styrkja stöðu norrænna fyrirtækja á alþjóðavett- vangi. Lán bankans er bæði veitt fyrirtækjum í einkaeign og í eigu hins opinbera. Bankinn hefur nú hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn (Aaa/AAA) frá Moody’s og Stand- ards & Poors. hveijum einstaklingi aðeins heimilt að kaupa fyrir sjálfan sig og einn annan aðila samkvæmt umboði. Alls keyptu um 120 einstaklingar hlutabréf og fengu færri en vildu. Að auki var starfsmönnum gefinn kostur á að kaupa hlutafé fyrir sömu upphæð á lægra gengi eða 2,25. Plastos-Umbúðir hf. hefur þegar fengið auðkenni á Opna tilboðsmark- aðnum og er því hægt að hefja við- skipti með hlutabréf þess þar. Síð- degis í gær hafði þegar verið skráð kauptilboð á genginu 2,70 en lægsta sölutilboð var á genginu 3,05. Andri Sveinsson, verðbréfamiðlari hjá Búnaðarbankanum, segir að markmiðið með þessu fyrirkomulagi hafi verið að koma í veg fyrir að fólk biði klukkustundum saman í biðröð án þess að fá neitt. Þessi áætlun hafi tekist þar sem flestir þeirra sem biðu gátu keypt hluta- bréf. Bréf voru seld í gegnum síma til að þjóna íbúum landsbyggðarinn- ar og segir hann marga hafa nýtt sér þá þjónustu. Plastos-Umbúðir hf. framleiðir allar tegundir plastumbúða fyrir inn- anlandsmarkað. Helstu vörutegund- ir fyrirtækisins eru áprentaðir burð- arpokar, heimilispokar og lagerpok- ar. Mest er selt til fyrirtækja í mat- vælaiðnaði og sjávarútvegi eða rúm- lega 55% af heildarframleiðslu. Tii- gangurinn með útboðinú var að afia fjár til fjárfestinga í nýjum fram- leiðsluvélum, greiða niður skuldir og breikka hluthafahóp fyrirtækisins en hingað til hefur fyrirtækið nær eingöngu verið í eigu Sigurðar Odds- sonar, framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins, og fjölskyldu hans. Áð sögn Sigurðar nam velta fyrirtækisins um 180 milljónum króna fyrstu fimm mánuði ársins og er það nokkuð hærra en rekstraráætlun gerði ráð fyrir. Norræni fj árfestingarbankinn Lánar tíl samvinnu norrænna og ung- verskra fyrirtækja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.