Morgunblaðið - 19.06.1997, Side 3

Morgunblaðið - 19.06.1997, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1997 B 3 Aðalfundur Hlutabréfasjóðsins Auðlind hf. Hagstætt rekstrarár aðbaki HLUTHÖFUM Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. fjölgaði um 3.300 á síðasta rekstrarári, l.maí 1996-30. apríl 1997, og er Auðlind nú þriðja ijölmennasta hlutafélag landsins með tæplega sjö þúsund hluthafa. Eignir sjóðsins hækkuðu um 266% á síðasta ári og námu rúmlega íjór- um milljörðum króna í lok reikn- ingsársins. Þetta kom meðal annars fram í máli Sveins Hannessonar, stjórnarformanns Hlutabréfasjóðs- ins Auðlindar, á aðalfundi sjóðsins þann 10. júní síðastliðinn. í skýrslu stjórnar kemur fram að hagnaður Hlutabréfasjóðsins Auðlindar samkvæmt rekstrar- reikningi nam 326,2 milljónum króna á síðasta rekstrarári saman- borið við 46,4 milljónir rekstrarárið á undan. Tekið skal fram að það reikningsár stóð einungis í tíu mán- uði. Þá eru að auki færðar beint yfir á eigið fé 477,9 milljónir króna en sú tala er þannig fengin að óinn- leystur gengishagnaður þessa reikningsárs er 758,2 milljónir króna en þar dregst frá reiknuð hækkun á tekjuskattsskuldbindingu sem nemur 280,3 milljónum króna á þessu reikningsári. Sambærileg hækkun óinnleysts gengishagnaðar umfram hækkun skattskuldbind- ingar nam á fyrra reikningsári 216 milljónum króna. Raunverulegur hagnaður sjóðsins að teknu tilliti til þessa er því um 800 milljónir króna á síðasta reikningsári saman- borið við rúmar 260 milljónir króna reikningsárið á undan. Góðæri tekið að láni í máli Sveins kom fram að af- koma flestra félaga á Verðbréfa- þingi íslands hafi haldið áfram að batna á árinu 1996. „Þennan bata má að miklu leyti rekja til áfram- haldandi stöðugs efnahagsum- hverfis þrátt fyrir umtalsverða aukningu bæði í neyslu og fjárfest- ingu. Fjárfesting í atvinnulífinu jókst talsvert miðað við árið á und- an, en þrátt fyrir umtalsverða aukn- ingu síðustu tvö ár, er fjárfesting hér á landi enn i lægri kantinum hvort sem miðað er við fyrri ár eða nýtt meðaltal OECD ríkja. Mikill hagvöxtur á síðasta ári átti þannig að hluta til rætur að rekja til auk- innar fjárfestingar sem tvímæla- laust er af hinu góða. Hitt er lak- ara að hagvöxturinn er að miklu leyti til kominn vegna aukinna út- gjalda umfram aukningu þjóðar- tekna. Góðærið er því að verulegu leyti tekið að láni af heimilum í landinu. Afkoma fyrirtækja hefur senni- lega ekki verið betri það sem af er þessum áratug og jafnvel þó lengra væri litið til baka. Fyrirtækin hafa af sama skapi styrkt eiginfjárstöðu sína jafnt og þétt, sem veitir þeim betri möguleika til sóknar og vaxt- Hola í höggi LANDSBRÉF og auglýsinga- stofan Hér & nú hafa komið fyrir nýrri tegund auglýs- inga sem ætlað er að höfða til kylfinga á Grafarholt- svelli. Auglýsingarnar eru ekki á yfirborði jarðar held- ur ofan í golfholunum og á þeim stendur „Góð sveifla hæfir okkur“. Að sögn Kristjáns Guð- mundssonar, markaðsstjóra Landsbréfa, er auglýsingun- um ekki síður ætlað að hafa skemmtanagildi en auglýs- ingagildi. „Við hjá Lands- bréfum höfum á undanförn- um árum átt gott samstarf við Golfklúbb Reykjavíkur og fleiri og unnið markvisst að því að kynna þjónustu okkar fyrir kylfingum. Yfirleitt höf- um við farið hefðbundnari leiðir en við fögnum hveiju tækifæri til að reyna eitthvað nýtt og spennandi." Aðalsteinn Leifsson hjá auglýsingastofunni Hér & nú segir að auglýsingarnar veki mikla athygli hjá kylf- ingum sem hreinlega komist ekki hjá því að komast í snertingu við skilaboðin. „Auglýsingarnar valda engri sjónmengun eins og stór og mikil auglýsinga- skilti gera gjarnan og golf- holur eru nýstárlegur og skemmtilegur miðill fyrir auglýsingar sem hingað til hefur ekki verið nýttur til þeirra nota.“ VIÐSKIPTI HLUT ABRÉF AS J ÓÐURINN Auðlind hf. er orðinn þriðja stærsta hlutafélag landsins. ar á komandi árum. Ástæðumar fyrir betri afkomu eru margar, en almennt má segja að sá stöðuleiki sem ríkt hefur í efnahagslegu um- hverfi fyrirtækja á íslandi sé undir- staðan, sem þessi bati byggist á. Gengi íslensku krónunnar hefur verið stöðugt undanfarin fjögur ár og verðbólga hefur verið með minnsta móti.“ Verð hlutabréfa hækkað umfram afkomubata „Á sama tíma hefur rekstrarum- hverfi fyrirtækjanna verið bætt með ýmsum hætti, ekki síst vegna áhrifa af EES-samningnum. Við höfum smám saman verið að hverfa frá þessu einkennilega samblandi af óstjórn og ofstjórn sem við höfum búið við í áratugi eftir að aðrar vestrænar þjóðir höfðu hafnað hag- stjórn af þessu tagi. Þá hefur skatt- lagning fyrirtækja á margan hátt verið samræmd því sem tíðkast meðal okkar nágranna- og sam- keppnislanda. Þarna gætir auðvitað óbeinna áhrifa EES-samningsins. Þegar við höfum galopnað efnahag- skerfi okkar fyrir samkeppni á öll- um sviðum getum við ekki burðast með annað og lakara skattkerfi en ÖSSUR hf. hefur þróað og fram- leitt tækninýjung sem ætlað er að auka til muna þægindi þeirra er þurfa að nota gervifót. Um er að ræða nýja tegund hulsu, svonefnda Iceross Duo hulsu, sem gerð er úr tveimur mismunandi sílikonlög- um. Mun Össur vera fyrsti fram- leiðandinn í heiminum sem tekst að þróa nothæfa tveggja laga síli- konhulsu. í frétt kemur fram að innra lag nýju hulsunnar auki viðloðun við húðina og dragi þannig úr hættu á núningssárum. Auk þess leggst hulsan mjög jafnt að stúfnum og keppinautarnir. Með batnandi starfsskilyrðum fyrirtækjanna og betri afkomu hef- ur verð á hlutabréfum haldið áfram að hækka og að mínu mati umfram það sem afkomubatinn gefur tilefni til, m.a. vegna umframeftirspurnar á hlutabréfamarkaði. Þannig hækkaði þingvísitala hlutabréfa á þessu ári um tæp 38% frá áramót- um til aprílloka samanborið við tæp 28% á sama tíma í fyrra. Þessi mikla hækkun á verði hlutabréfa hefur að vonum verkað sem hvati á stjórnendur óskráðra hlutafé- laga, enda eykst stöðugt sá fjöldi félaga sem skráir hlutabréf sín á Verðbréfaþingi íslands. Sex ný félög hafa verið skráð það sem af er þessu ári og eru þau nú orðin 38. Breikkun markaðarins á þenn- an hátt er mjög jákvæð og nauð- synlegt skref fyrir þróun hans,“ segir Sveinn Hannesson. Á aðalfundinum var ákveðið að auka hlutafé félagsins í þijá millj- arða króna með sölu nýrra hluta í áföngum næstu fímm árin. Einnig var samþykkt að greiða hluthöfum- 10% arð af nafnvirði hlutafjár og verður arðurinn sendur til hluthafa 1. ágúst næstkomandi. stuðlar þannig að aukinni vellíðan notandans. Nýja Duo hulsan hefur þegar verið sett á fyrstu íslensku sjúklingana og er væntanleg á al- þjóðlegan markað í haust. Össur hefur gengið til samstarfs við nýja umboðsaðila í Þýskalandi, Ortho-Rea Neuhof Gmbh. og Medi Gmbh. Ákveðið hefur verið að þessi tvö fyrirtæki skipti með sér þýska markaðnum, sem aðeins einn um- boðsaðili hefur sinnt hingað til. Þannig að nú verður þjónustunet Össurar hf. á þessu mikilvæga svæði þéttriðnara en áður, segir ennfremur í fréttinni. SUNDABORQ 1, RVK • SÍMI568 3300 • FAX 568 3305 Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi fyrir vólvædd vörugeymsluhús sem minni lagera. Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar. Aðeins vönduð vara úr sænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. Þjónusta - þekking - ráðgjöt. flratuga reynsla. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Sirazsmur SUNDABORG 1, RVK • SÍMI568 3300 • FAX 568 3305 Össur með nýjungar í þróun og framleiðslu Fyrsta tvöfalda síli- konhulsan á markað IBESTAI Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 Útibú Suðurnesjum: Brekkustígur 39 • 260 Njarðvik Sími: 421-4313 »Fax 421-4336

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.