Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 B 3
DAGLEGT LIF
Samkynhneigð
er ekki bara
fyrst í gegnum verkefnin með
þeim.“
Lelð tii að sigrast á feimni
Aðspurður um hvað framtíðin
beri í skauti sér segist Sigurður
vonast til að fá áframhaldandi
kentisluafslátt í Fóstruskólanum
svo hann geti fylgt rannsóknum
sínum eftir: „Mig langar að fylgjast
með því hvemig þeim börnum sem
tóku þátt í verkefninu vegnar í
grunnskóla. Hvort það er sjáanleg-
ur munur. Eins hef ég mikinn
áhuga á heimspekilegum samræð-
um sem lækningu við feimni og til-
finningalegum höftum.
Matthew Lipman segir einhvers
staðar að böm eigi ekkert skilyrð-
islaust nema eigin hugsanir. Allt
„MÉR hefur fundist skemmtilegt og
gagnlegt að taka þátt í þessu verk-
efni,“ segir Ólína Sigurgeirsdóttir,
leikskólakennari. „Pað hefur breytt
heilmiklu um það hvemig við vinn-
um, tölum og hegðum okkur gagn-
vart bömunum."
Ólína segist hafa séð stóran mun á
bömum sem hafi verið óframfærin
og ósjálfstæð. Þau hafí smám saman
komið inn í umræðumar og fengið
aukinn kjark. Kennararnir hafi ekki
síður haft gagn af þessu. „Við erum
miklu meðvitaðri um hvernig við töl-
um við bömin og reynum að fá þau
til að vera sjálfstæðari; finna lausnir
sjálf á aðsteðjandi vandamálum."
Hvernig er hægt að teikna
það sem er ekki til?
Til marks um þann áhuga sem
gripið hefur um sig í leikskólanum
fyrir þessu verkefni hittast kennar-
amir einu sinni í mánuði, bera sam-
an bækur sínar og ræða heimspeki.
„I vetur lásum við bókina Draumur
> eða veruleiki, fórum yfir hvern kafla
fyrir sig og skiptumst á að stjóma
umræðum á eftir. Það var góð þjálf-
un fyrir okkur.“
Ekki gengu allar samræður í leik-
skólanum jafn vel fyrir sig. Böm á
annað sem þau eigi í orði kveðnu sé
á valdi hinna fullorðnu. Hugsanir
séu þeim þvf afskaplega dýrmætar.
Hætt er við að feimin og uppburð-
arlítil böm beri hins vegar ekki
mikla virðingu fyrir eigin hugsun-
um, finnist þær ómerkilegar.
Þegar þau loksins segja eitthvað
í samræðum, sem getur tekið lang-
an tíma, er mikilvægt að þau fái
viðurkenningu bæði frá kennara og
bömum sem taka þátt í umræð-
unni. Viðurkenningu á því að
þeirra hugmyndir séu merkilegar.
Þau geti haft áhrif með hugsunum
sínum. Þetta er í mörgum tilvikum
algjörlega ný reynsla fyrir þau og
getur hjálpað þeim að yfirstíga
feimnina." ■
fjórða aldursári voru helst til of ung.
Kennaramir á leikskólanum gerðu
því tilraunir til að vekja með þeim
gagnrýna hugsun og lukkuðust þær
ágætlega. Notuðust þeir við myndir,
leikfóng, teikningar og látbragð í
kennslunni. Börnin voru t.d. látin
teikna ósýnilega hluti, það sem er
ekki til og hugtök eins og lygi.
Að lokum fékk blaðamaður að
heyra sögu af því hvemig bömin
fyndu málamiðlanir og nýjar lausnir
þegar þeim bæri ekki saman. „Þeg-
ar líða fór á verkefnið fóm þau að
geta sagst vera ósammála og færa
rök fyrir því. Eitt sinn var dauðinn
til umræðu. Hvað yrði um hina
látnu. Einn krakki sagði þá að mað-
ur yrði lagður í kistu og færi ofan í
jörðina.
„Ég er ósammála," sagði annar.
„Dánir fara til Guðs og verða
englar." Þegar hinn krakkinn hélt
staðfastlega við fullyrðingu sína
kom sá síðarnefndi loks með mála-
miðlunartillögu: „Þegar maður er
kominn ofan í jörðina í kistunni þá
kemur Guð og tekur það sem er inn-
an í okkur, fer með það upp í himna-
ríki og þá verðum við englar" ■
Pétur Blöndal
í BÓKUM þar sem verið er að fjalla
um samkynhneigð er það gert í
mjög stuttu máli og á allt öðrum
nótum heldur en ef um gagnkyn-
hneigð sé að ræða. Ef talað er um
tilfinningar, s.s. ást og ástarsorg, er
alltaf átt við gagnkynhneigða. Sam-
kynhneigðin er höfð
í sérkafla en ekki
inni í heildinni og er
aðaláherslan lögð á
kynlífið en ekki til-
finningarnar sem
liggja að baki,“ segja
kennaraefnin Jóna
Björk Sigurjóns-
dóttir og Reynir Þór
Sigurðsson.
„í öllu efni sem
fjallar um breyting-
ar sem verða á ung-
lingsárunum er talað
um þegar strákur
verður hrifinn af
stelpu, stelpa af
strák, eða þau hríf-
ast af hinu kyninu og
síðan í fimmta kafla
er talað um samkyn-
hneigð í fimm lín-
um.“
„Á ég að gæta
bróður míns?“ er heiti á lokarit-
gerðinni sem Jóna Björk og Reynir
Þór unnu að í sameiningu og fengu
verðlaun fyrir en þau voru bæði að
útskrifast frá Kennaraháskóla Is-
lands hinn 7. júní. Verðlaunin voru
veitt úr minningarsjóði Ásgeirs S.
Björnssonar og eiga að stuðla að út-
gáfu verkefnisins, sem fjallar um
fræðslu á samkynhneigð í gunnskól-
um. Einnig fengu þau styrk frá ný-
sköpunarsjóði námsmanna. Verkið
tileinka þau öllum þeim sem unnið
hafa að bættum mannréttindum og
betra lífi, eins og fram kemur í rit-
gerðinni, sem finna má á alnetinu.
Orðaforða ábótavant
„Við byrjum á að rökstyðja um-
fjöllunina um efnið og svo komum
við með tillögu um hvernig hægt sé
að fjalla um samkynhneigð í skólun-
um,“ sagði Jóna Björk.
Þau skoðuðu hvernig tekið væri á
samkynhneigð í því kennsluefni sem
Glefsur
úr ritgerðinni
SAMKYNHNEIGÐ er djúpstæð
þrá eftir nánu kynferðislegu og til-
finningalegu sambandi við einstak-
ling af sama kyni. Þannig hljóðar
skilgreining Hákansson..
.(Skýrsla nefndar um málefni
samkynhneigðra, 1994).
2.1 Sjálfsmynd samkyn-
hneigðra unglinga
Verði fjallað um samkynhneigð
sem eðlilegt tilbrigði í litrófi mann-
lífsins í grunnskólum teljum við
miklar líkur á að sjálfsmynd sam-
kynhneigðra ungmenna styrkist og
að möguleikar þeirra á hamingju-
sömu og heilbrigðu lífi aukist.
2.2 Opinber stefna
Fram á síðustu ár ríkti sú stefna
að samkynhneigð og málefni sam-
kynhneigðra skyldu ekki rædd.
Því er mikill skortur á náms- og
kennsluefni í þessum málum, ekki
bara hér á landi heldur víðast
hvar.
Grunnskólinn skal leitast við að
haga störfum sínum í sem fyllstu
samræmi við eðli og þarfir nem-
enda og stuðla að alhliða þroska,
heilbrigði og menntun hvers og
eins... Skólastarfið skal.. .leggja
til er fyrir grunnskóla og ýmsum
fræðiritum sem ætluð eru fyrir ung-
linga og foreldra. I bókunum fer
ekki mikið fyrir fræðslu um sam-
kynhneigð en þau töldu meininguna
með henni alltaf jákvæða. „Höfunda
og þá sérstaklega þýðendur ritanna
vantar oft orðaforða til að geta
skrifað um samkynhneigð,“ sagði
Reynir og tók orðið kynvilla eða
kynvillingur sem dæmi um orð sem
notað er yfir samkynhneigð.
í framhaldi af þessu skoðuðu þau
hvemig kennarar og kennaranemar
í KHÍ væru undirbúnir til þess að
fjalla um samkynhneigð og taka á
fordómum sem birtast í skólunum.
„í Ijós kom að það var ekkert nám-
skeið sem hefur í skipulagi sínu
beina umfjöllun um samkynhneigð,
fyrir utan eitt sem haldið er á öðru
ári og fjallar um unglingsárin. Ann-
ars er ekki rætt um samkynhneigð
nema ef nemamir sjálfir eiga frum-
kvæðið að því,“ sagði Jóna Björk.
Vfkka sjóndeildarhrlnginn
En meginniðurstaða ritgerðar-
innar er að umfjöllun um samkyn-
hneigð ætti að hefjast í einhverju
formi strax í skólabyrjun. „Sú um-
ræða gæti styrkt sjálfsvitund þeirra
grundvöll að sjálfstæðri hugsun
nemenda og þjálfa hæfni þeirra til
samstarfs við aðra.
3.1.1 Almenn fræðslurit
Það er enn ein hliði á ástarlífinu,
sem við höfum ekki talað um, en
mér finnst þú verða að vita... allir
menn eru ekki með réttu eðli, sumir
staðnæmast á einhverju þroskastig-
inu...
Fordómamir, sem mæta samkyn-
hneigðu fólki eru óteljandi. Margir
ímynda sér að hommar séu sérstak-
lega „kvenlegir" í fasi og hreyfing-
um...
Margir ímynda sér að lesbíur og
hommar séu lauslátari og slíti ástar-
kynlíf
einstaklinga sem hugsanlega em
samkynhneigðir, eða t.d. búa hjá
samkynhneigðum eða eiga samkyn-
hneigða ættingja. Með því að hefja
umræðuna snemma á skóla-
göngunni er verið að víkka sjón-
deildarhring allra nemenda, óháð
kynhneigð þeirra,"
sagði Reynir.
Jóna Björk og
Reynir útbjuggu
kennsluáætlun sem
byggist á fimm þrep-
um. „Hvert þrep
tekur eina til tvær
kennslustundir:
1. þrep. Er um ást
og ástarsambönd.
2. þrep. Klípusög-
ur, þá er sagt frá að-
stöðu sem einhver er
í og nemendur eiga
síðan á segja frá
hvernig þeir myndu
sjálfir bregðast við
þeim.
3. þrep. Smá-
sagnagerð, þar eiga
nemendur að skrifa
stuttar sögur þar
sem þeir ímynda sér
að þeir séu sjálfir
samkynhneigðir eða að þeir þekki
einhvern sem er samkynhneigður.
4. þrep. Skólaheimsókn af sam-
kynhneigðum aðila, og hann ásamt
kennaranum svara skriflegum og
munnlegum fyrirspurnum frá nem-
endunum.
5. þrep. Niðurstöður, það er sam-
antekt á því sem fram hefur farið á
námskeiðunum."
En svo hægt sé að fræða nem-
endurna þarf að fræða kennarana
og þau Jóna Björk og Reynir skipu-
lögðu því námskeið fyrir starfandi
og verðandi kennara.
„Forsenda þess að kennarinn geti
frætt nemendur á jákvæðan hátt
um samkynhneigð er að hann hafi
þekkingu á málinu. Kennaranám-
skeiðið er byggt upp á fyrirlestrum,
umræðum og heimsóknum samkyn-
hneigðra gesta," sögðu þau og vona
að kennarar geti nýtt sér efnið í
framtíðinni. ■
samböndum sínum oftar en annað
fólk...
3.2 Tillögur til úrbóta
í því eftii sem til er og fjaDai’ um
fjölskylduna hefur verið horft um of
á fjölskyldur þar sem báðir foreldrar
búa saman. Fjölskyldur einstæðra
foreldra og stjúpfjölskyldur hafa
fengið minna vægi þrátt fyrir að þær
séu jafnalgengar og þær fyrst-
nefndu. Enn síður hefui’ gaumur
verið gefinn að Qölskyldum þar sem
báðir foreldrar eru af sama kyni...
Auðvelt ætti að vera að bæta við les-
efni í tungumálagreinum þar sem
fjallað er um máleíni samkyn-
hneigðra...
TRÉÐ blömgast í tilhugalífinu.
Morgunblaðið/Ásdís
ÓLÍNA Sigurgeirsdóttir í stofunni sem
notuð var undir heimspekikennsluna.
Verðum við
englar í himnaríki?
Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson
KENNARAEFNIN Jóna Björk Sigurjónsdóttir og
Reynir Þór Sigurðsson.
Helga B. Barðadóttir
BAPISTAR frá Topeka í Kansasfylki í Bandaríkjunum að mótmæla
jarðarför samkynhneigðs karlmanns í vígri mold, og ekki í fyrsta sinn.