Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 7

Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 B 7 DAGLEGT LÍF Hannes Guðmundsson ljósmyndari hefur átt velgengni að fagna í starfí á erlendri grund. Hannes sagði Evu Hrönn Steindórsdóttir að hann væri „yfirlýstur“ tískuljósmyndari sem ræki eigin stofu 1 Mílanó á ítalíu. Gróskumiklir íslendingar Hannes var staddur hér á landi ekki alls fyrir löngu og ekki var hann verkefnalaus. Þ.á m. tók hann myndirnar hér á síðunni af fyrirsætum Eskimo Models og einnig tók hann að sér að taka myndir fyrir alþjóðlegt tískublað, „Sport & Street". „Eg var beðinn um að mynda götutískuna hér á Islandi út frá menningarlegu sjónarhorni og það er ekki laust við að ég fyllist þjóðarstolti að fá að gera verkefni um heimalandið. Islendingar eru mjög meðvitaðir um þá tísku- strauma sem eru í gangi núna, nýjar stefnur eru fljótar að sjást hér á landi og breiddin er mikil. Ég hef orðið var við uppsveiflu á íslandi, ungt fólk er að gera margt áhugavert, það er eins og kreppan hafí rassskellt okkur duglega, allir eru byrjaðir að gera eitthvað." Ljósmyndun krefst tíma Hannesi finnst margt áhugavert vera að gerast í ljósmyndun á ís- landi en segir þó að oft sé ekki mikill skilningur fyrir því að það þarf tíma til að taka góða ljós- mynd. „Að taka góða ljósmynd byggist ekki eingöngu á færni ljósmyndarans heldur einnig samstarfi hans við förðunar- og hárfólk, ljósamann og fyr- irsætu og síðast en ekki síst þarf að hafa góðan tíma í verkefnið. Það er mikið af hæfileikaríkum ljósmynd- urum á íslandi en aftur á móti eru fjárhagsáætlanir fyrir myndatökur einfald- lega allt of lágar, sem skilar sér kannski í verri gæðum“. Læt verkin tala Það er margt í bígerð hjá Hannesi, sem hefur þá stefnu að leitast alltaf við að gera bet- ur. Hann vill lítið segja um framtíðar- verkefni að svo stöddu, „ég læt verkin tala,“ segir hann sposkur á svip. Eitt er þó víst, hann ætlar sér ekki að verða steiktur á pönn- unni! FYRIR fimm árum lagði Hannes Guðmundsson land undir fót, þá nýbakaður faðir, og hélt til Mílanó í hönnunar- skólann Istituto Europeo di Design. „Ég ætlaði upphaflega að fara út í arkitekta- og landslags- ljósmyndun því ég hef alltaf verið heillaður af hinu sjónræna, en upp- götvaði þegar á leið að tískuljós- myndun átti betur við mig. Ég var mjög heppinn, og lenti í bekk með hugmyndaríku fólki sem var óhrætt við að prófa nýja hluti í ljósmyndun." Ástfangnar fercatöskur Hjólin fóru fyrst að snúast hjá Hannesi þegar hann ásamt nítján öðrum var valinn úr 500 umsækj- endum til að taka þátt í ljósmynda- sýningu í Mílanó. vill, ýmsir aðrir, eins og viðskipta- vinir koma inn í málið og það af- bakar oft upphaflega stefnu manns - þeir sækjast eftir tilteknum mönnum en vilja svo að þeir geri eitthvað annað.“ Sjóðheit steikarpanna Samkeppnin í Mílanó er svaka- leg að sögn Hannesar og líkir hann tískuheiminum við sjóðheita steik- arpönnu þar sem maður þarf að hreyfa sig mikið til að verða ekki steiktur. „Það er tiltölulega lítið mál að koma sér inn í þennan heim en að lifa þar er allt annað mál. Það er mikil vinna og tímapressa en ef rétt er haldið á spöðunum getur þetta verið al- veg stórfeng- legt líf.“ Hár og fórðun/Þórey Vilhjálmsdóttir Fleygur á steikarpönnunni „Þessi sýning fékk mikla um- fjöllun í fjölmiðlum sem bjó til nokkur verkefni og varð til þess að ég komst í góð sambönd við fólk í tískuheirninum." Hannes hefur verið að vinna mikið fyrir ítölsk tískublöð og þá aðallega að mynda tískuþætti. „Skemmtilegast finnst mér að gera tískuþætti með einhverju ákveðnu þema. Ég fékk t.d. það verkefni að mynda ferðatöskur og lét ferðatöskurnar hittast í anddyri hótels og enda saman uppi í rúmi. Mér fannst það góð hugmynd að gera þátt um ferðatöskur sem verða ástfangnar en ekki get ég sagt að viðskiptavininum hafi fund- ist þetta eins fyndið. Maður fær ekki alltaf að gera það sem maður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.