Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 1
r BLAÐ ALLRA LANDSMANNA VtotswúWUbib t 1997 KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 26. JUNI BLAÐ c Meistarar ÍA lágu í Ólafsfirði ÍSLANDS- og bikarmeistarar Ak- urnesinga í knattspyrnu eru úr leik í bikarkeppninni. Þeir töpuðu 0:1 fyrir Leiftri 5 16-liða úrslitum í Ól- afsfirði í gærkvöldi. Arnar Grétars- son gerði eina markið í þessari fyrstu innbyrðis viðureign félag- anna í bikarkeppni KSÍ. Á mynd- inni erSigursteinn Gíslason, leik- maður ÍA, með knöttinn en Gunnar Már Másson, fyrirliði norðanmanna, til varnar. í baksýn er Davíð Garð- arsson. Önnur úrslit í keppninni í gær urðu þau að Valur sigraði Fylki 2:0, Þróttur vann Þór frá Akureyri 2:0 og Breiðablik lagði Grindavík 1:0 á útivelli. Morgunblaðið/Björn Gíslason Roberto Baggio á förum frá AC Milan ÍTALSKI knattspyrnumaðnrinn Rofaerto Baggio er að öllnm likindum á för um frá AC Milan. Baggio staðfestí í gær þann orðróm að Fabio Capello, þjálfari Milan, hefði haft sam- band við kappann tíl þess að tilkynna honum að ekki yrðu not fyrir hæf ileika hans hjá liðinu á komandi keppnis tímabiíi. Baggio sagðist mjög vons vikinn yfir þessum fréttum en bættí jafnframt við að hann hefði alit eins búist við þvi að þurfa að taka pokann sinn. Baggio hefur verið orðaður við f élög á borð við Vicenza og Napóli á ítalíu og Barcel- ona á Spáni, en hann segist eiga þann draum heitastan að komast í ítalska landsliðshópinn fyrir HM í Frakklandí á næsta ári Baggio verður þó sennilega ekki eini leik- maður Milan, sem seidur verður frá félaginu fyrir komandi tímabil því fastlega er búist við að Júgóslavinn Dejan Savicevic fái einnig r eisu- passann. Ostabúningarnir hverfa hjá Sviss S VISSNESK A landsliðið í alpagreinum, sem hefur klæðst hinum sérstöku gulu „ostabúning- um" íkeppni undanfarin ár verður ekki f þeim eftír Ólympí uleikana í Nagano í Japan á næsta ári. Svissneska skíðasambandið og ostafyrir- tækið, sem hefur verið helsti styrktaraðili landsliðsins, hafa ákveðið að samningurinn verði ekki framlengdur. Samningurinn tók gildi 1992 og færði hann svissneska skíðasam- bandinu m.a. 1,3 miUjónir dollara eða tæplega 100 miiyónir króna á síðasta ári. Björgvinlékvelá Portmanrnock BJÖRGVIN Sigurbergsson úr Keili lék best íslensku kylfinganna á Evrópumótínu sem hófst á Portmamoek-vellinum i trlandi í gær. Björgvin lék á 75 höggum og er í 4. tíl 9. sætí eftír fyrsta dag. Kristmn G. Bjarnsaon, úr GR, og Þórður EmU Ólaf sson, úr Leyni, léku báðir á 78 höggum og eru í 28. tíl 38. sætí, Örn Ævar Hjartarson úr GS lék á 82 höggum, Þorsteinn Hallgr í msson úr GR á 88 og Björg- vin Þorsteinsson úr G A á 88. fslenska sveitín erí 10. sæti eftir fyvsta dag en fá högg eru í efstu sætín, og raunar í neðri sæti líka. Veðrið var Islendingunum hagstætt í gær, talsverður vindur en þurrt en veðurspáin fyrir daginn í dag er ekkí góð, spáð er tíu vindstig- um og rigningu. ¦ Leikirnlr/C4 Bibercic leikur með Stjörnunni gegn KR MARKAHRÓKURINN mikli Mihajlo Bibercic klæðist Stjörnubún- ingnum í kvöld — leikur gegn fyrrum félögum sínum hjá KR [1995] í 16-liða úrslitum í Bikarkeppni KSÍ á Stjörnuvellinum. „Mikki," sem lék með Skagamönnum fyrri hluta keppnistímabilsins ífyrra, skrifaði undir samning við Stjörnuna ígœrkvöldi og leikur með liðinu út keppnistímabilið. Lúðvík Steinarsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunn- ar, sagði að það væri mikill styrkur fyrir leikmannahóp Stjörnunnar að fá Bibercic. „Við vitum hvað hann getur." Bibercic mætti í Garðabæ- inn í gærkvöldi og fylgdist með æfingu hjá Stjörnunni, sem þeir Bjarni Sigurðsson og Einar Guð- mundsson stjórnuðu - þeir stjórna liðinu gegn KR. Hvað með þjálfaramálin hjá Stjörnunni? „Við höfum verið að ræða við ákveðinn mann og höldum því áfram — eins og staðan er nú í þeim viðræðum, er ekki rétt að gefa upp hver maðurinn er," sagði Lúðvík. Það má með sanni segja að Bi- bercic er ekki ókunnugur því að leika á velli Stjörnunnar — hann hefur tvisvar mætt með skotskóna sína þangað og hrellt varnarmenn og markverði Stjörnunnar. „Mikki" skoraði bæði mörk Skagamanna er þeir lögðu Stjörnunna að velli í 1. deild 1996, 2:0. Þá skoraði hann einnig tvö mörg þegar Skagamenn fögnuðu sigri í Garðabæ 1994, 4:1. „Við vonum svo sannarlega að Bibercic haldi uppi sinni fyrri iðju hér á vellinum er hann leikur með okkur gegn KR," sagði Lúðvík. Sóknarleikmenn Stjörnunnar hafa ekki verið á skotskónum í sumar, sem sést best á því að að Stjarnan hefur aðeins skorað þijú mörk í sjö deildarleikjum — aftasti varnarmað- urinn skoraði eitt, aftasti miðvallar- leikmaðurinn eitt og eitt var sjálfs- mark andstæðinga Stjörnunnar. Þess má geta að Bibercic hefur aldrei skorað deildarmark gegn KR í leik með Skagaliðinu, 1 þau þrjú ár sem hann hefur leikið með IA gegn KR. FRJÁLSAR: FYRSTA TAP MICHAELS JOHNSONS í 400 M HLAUPI í ÁTTA ÁR / C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.