Morgunblaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1997 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Fræðigreinar sem svara kröfum nútímans MENN sem gengu í háskóla á mið- öldum gátu nokkuð auðveldlega til- einkað sér alla helstu vísindaþekk- ingu síns tíma, verið „útlærðir" í stjamfræði, læjtnisfræði, eðlisfræði og heimspeki. Á tuttugustu öld hafa fræðigreinar hins vegar markað sér skýr svið og sérhæfingin vex stöðugt. En í sífellt flóknara samfé- lagi er þörf á nýjum fögum sem taka til skoðunar þá þætti menning- Þverfaglegar fræðigreinar eru að ryðja sér til rúms í háskólum erlendis. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir ræddi við Kamillu Rún Jóhannsdóttur, sem leggur stund á hugvís- indi í Kanada og Gauta Sigþórsson, sem nemur menningarfræði í Bandaríkjunum. arinnar sem hafa ekki rúmast innan hinna gömlu greina, og ólíkar fræði- greinar verða að leiða saman hesta sína til að leysa margþætt vandamál og þróa nýja tækni. Menningar- fræði (cultural studies) og hugarvís- indi (cognitive science) eru meðal þverfaglegra fræðigreina sem svara þessari kröfu og hafa á undanföm- um ámm fest sig í sessi í háskóla- samfélögum erlendis. GAUTI Sigþórsson leggur stund á framhaldsnám í menningarfræði við University of Minnesota í Minnea- polis í Bandaríkjunum. Hann hefur lokið fyrra ári sínu á MA stigi og hyggur á doktorsgráðu. Gauti segir það álitamál hvort hægt sé að tala um menningarfræði sem eiginlegt fag, það sé ef til vill réttara að tala um hefð eða orðræðu, sem hefur fundið sér ákveðna stofn- analega fótfestu. „Það sem kom mAenningarfræðinni af stað var meðvitund um að hefðbundnar fræð- greinar eins og sagnfræði, heimspeki og bókmenntafræði hefðu afmarkað viðfangsefni sín þannig að ngög margt í menningunni, sérstaklega samtímamenningu og alþýðumenn- ingu, hefði dottið einhversstaðar inn á milli þeirra. Kvikmyndir, sjónvarp og allt sem talist hefur til „lágmenn- ingar“ eða fjöldamenningar átti til dæmis lengi vel ekki aðgang að há- skólum.“ Sprottln úr réttindabaráttu KAMILLA RÚN JÓHANNSDÓTTIR Aukin áhersla á samstarf og tengsl milli fræðigreina KAMILLA Rún Jóhannsdóttir hóf doktorsnám í hugarvísindum við háskólann í Ottawa í Kanada síðastliðið haust. Hún telur að í framtiðinni verði aukin áhersla lögð á samvinnu og tengsl milli fræðigreina. Að sögn Kamillu byggja hug- vísindi á sálfræði, heimspeki, málvísindum, tölvufræði og taugafræði. „Þessar greinar tengjast að því leyti að verið er að fjalla um hugarstarfsemi og þekkingu. Gert er ráð fyrir að maður sé nokkuð fær ( þremur greinum og einbeiti sér að þeim. Eg valdi sálfræði, heimspeki og málvísindi og lokaverkefni mitt mun taka mið af því. Ég lauk BA- prófi í sálfræði frá Háskóla ís- lands, en hafði engan grunn í málvísindum og * tölvufræði og iítinn í heimspeki. Eg sótti því fyrst og fremst námskeið í þeim greinum í vetur. Vinnuálagið var mik- ið í byijun, en smám saman hef ég tileinkað mér að sjá hlutina í víðara samhengi en út frá einni fræðigrein." Ólíkar greinar tengjast Tengsl milli þeirra gfreina sem hugvísindi byggja á tóku að myndast á sjötta áratugnum. „Sálfræðin fæst meðal annars við * að rannsaka hvernig við heyrum, skiljum og lærum að tala. Upp úr 1950 fóru sálfræðingar að gera sér grein fyrir að í því sambandi væri nauðsynlegt að vita hvað væri að gerast í málvfsindum. Tölvurnar voru þá að koma fram á sjónarsviðið og menn fóru að velta fyrir sér spurningunni um gervigreind. Smám saman þróað- ist svo samvinna á þessu sviði. Hugvísindi voru fyrst kennd sem fræðigrein í Bandaríkjunum um 1980 og hafa sfðan haslað sér völl víðar, sérstaklega á Englandi, í Frakklandi og í Kanada." Kamilla telur að í framtfðinni verði aukin áhersla lögð á sam- vinnu og tengsl milli fræðigreina, en þróunin muni þó eflaust taka langan tfma. „Sem dæmi um hvernig ólfkar fræðigreinar verða að leiða saman hesta sína má nefna að tölvufræði, sálfræði og málvísindi tengjast í sambandi við gervigreind og nethyggju. í náminu úti er líka gert ráð fyrir að við lærum forritun og það kemur til dæmis að miklu gagni f rannsóknarvinnu, þar sem ann- ars væri þörf á utanaðkomandi aðstoð við að hanna viðeigandi tölvuforrit." Mikil áskorun „Sálfræðikennslan í HÍ er að mörgu leyti góð og ég var vel bú- in undir námið sem ég stunda núna“, segir Kamilla. „En þar rfkir þó viss tilhneiging til að loka augunum fyrir því sem aðr- ar fræðigreinar hafa til málanna að leggja. Ég var óánægð með það, því þegar íjallað er um við- fangsefni eins og hugann koma svo ótal margir þættir við sögu. Mig langaði ekki að vera sem fræðimaður föst í einni grein án þess að vita hvað væri að gerast ann- ars staðar. Ég vissi svo sem ekki nákvæm- lega við hveiju ég ætti að búast af þessu námi, en fyrsta árið hef- ur engan veginn valdið mér von- brigðum. Það var alveg ný upp- lifun fyrir mig að vinna út frá þverfaglegu sjónarhorni. Þetta er mikil áskorun og mér finnst skemmtilegt að kanna hvernig hver fræðigrein svarar ákveðn- um spurningum og reyna síðan að fá út einhveija heildarmynd." Margir enn tortryggnir Á næsta ári fer Kamilla að huga að Iokaverkefni sínu. „Ég hef mestan áhuga á að rannsaka athygli, fyrst og fremst út frá sálfræðinni, en ef til vill líka í tengslum við heimspeki og mál- vísindi. Að námi loknu gæti ég sinnt fræðistörfum og kennslu og ýmsir möguleikar eru fyrir hendi varðandi störf í viðskiptalffi. Enn eru reyndar margir tortryggnir í garð þverfaglegra greina eins og hugvísinda og það er viðbúið að einhveijar hindranir verði á veg- inum. En ég sé til þegar þar að kemur, ég er að fást við það sem ég hef áhuga á og það skiptir meginmáli." Skemmtilegt að reyna að fó heildarmynd Morgunblaðið/Emilía „MIG langaði ekki að vera sem fræðimaður föst f einni grein án þess að vita hvað væri að gerast annars staðar." Saga menningarfræðinnar breyt- ist með hverjum sem segir hana, að sögn Gauta. „Hún á heimspekilegar rætur í skrifum Marx, Nietzsche og Freud, en sem fagheiti kemur hún fram í lok 6. áratugarins. Árið 1957 gaf Richard Hogart út bókina „The Uses of Literacy“ í Bretlandi og árið eftir gaf Raymond Williams út „Culture and Society". Þeir ræddu nauðsyn þess að tengja hugvísinda- og félagsvísindafóg saman í þeim viðfangsefnum sem eru til staðar í samfélaginu. Hogart beitti sér síðan fyrir stofnun „The Centre for Contemporary Cultural Studies" við háskólann í Birmingham í Bretlandi árið 1964. Breski skólinn í menningarfræði grundvallast fyrst og fremst á síð- marxisma og hélt sig mjög lengi við hann. Bandaríkjamenn tóku síðar við sér og hefðin þar hefur mótast af fleiri þáttum en sú breska. í Banda- ríkjunum spratt menningarfræðin upp úr baráttu ýmissa hópa sem hafa verið að finna sér rödd á undan- fómum áratugum, t.d. úr femínisma, eftirlendustefnu (post-colonial stu- dies) og réttindabaráttu blökku- manna og samkynhneigðra, auk bandarísks akademísks marxisma, sem er aðskildari frá daglegum vandamálum en breski marxisminn. Bandaríkin hafa tekið forystuna í menningarfræðirannsóknum á síð- ustu árum og ástralskir fræðimenn eru jafnframt að sækja í sig veðrið." Mlsmunandl áherslur „Menningarfræðin hefur tregðast við að draga sér skýr stofnanaleg mörk“, segir Gauti. „Ein afleiðing þess er að fólk sem ætlar að afla sér upplýsinga um nám í þessari grein, Nestiskarfa að enskri fyrirmynd úr basti með alls konar góðgæti „EF ÉG gæti dekkað svona á hveijum sunnu- degi myndi ég gera það, en það er alltaf spurn- ing um veðrið," segir Sigríður Þorvarðardótt- ir, kaupmaður í Pipar og salti við Klapparstíg. Blaðamaður hitti hana úti í garði á Klappar- stignum og fékk að smakka á dýrindis kræs- ingum úr nestiskörfunni hennar. „Nestiskarfan mín verður að vera úr basti, annars er hún ekki alvöru," sagði Sig- ríður; „Og svo fylli ég hana af góðgæti að enskri fyrirmynd. í körfunni verður að vera enskur chedder og fleiri ostar.“ Ostana kaupir hún hjá nágrönn- um sínum í ostabúðinni á Skólavörðustíg. „Það er svo gaman að búa hérna í miðbænum þegar allar þessar sérbúðir eru í kringum mann,“ sagði hún. Og það er fieira í körfunni hennar Siggu svo sem sellerí, tómatar, gúrkur og ýmsir ávext- ir. „Ef ég væri á Englandi hefði ég haft böku með svínakjöti, en þær er hægt að kaupa í öll- um verslunum. Siðan finnst mér alveg ómissandi að hafa snittubrauð með skinku og Colmans sinnepi sem er þekktasta sinnepið í Bretlandi. Eftir að hafa smakkað það er ekkert annað sem heitir sinnep. Ekki má heldur gleyma ensku skonsunum sem eru afskaplega góðar og fitandi en á milli er sett smjör, sulta og síðan ijómi,“ sagði Sigríður, og bauð upp á hvítvín með kræsingunum. Það er algengt í nestiskörf- um Englendinga fyrir utan blessaðan tesopann. HBB Á Englandi hefði ég haft böku með svínakjöti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.