Morgunblaðið - 29.07.1997, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 29.07.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1997 C 9 Rennismíði Smiðjan Þegar hlutir eru renndir úr tré skiptir endanlegt form þeirra miklu máli, segir Bjarni Ólafsson. Það má líkja rennismíði við leirmótun að því leyti, þótt efnið hafí ólíka eiginleika. DAGANA 20. til 29. júní í sumar var haldin merkileg sýning í skála Landgræðslusjóðs neðst í Fossvogi í Suðurhlíð 38. Sýningin bar yfir- skriftina: Skáldað í tré. Skógardag- ar. Þarna voru sýndir fjölmargir listgripir renndir úr íslenskum trjám en Viðarmiðlun Skógræktar ríkisins selur þess konar efni í Fossvogi, þar sem sýningin var haldin. Svæðið var vel merkt með áletr- unum og fánum enda jók það á há- tíðartilfinningu þegar komið var að sýningarsvæðinu. A sýningu þess- ari sýndu alls 19 trérennismiðir verk sín, samtals 214 hluti. Fjöldi gesta sótti sýninguna þá tíu daga sem hún var opin enda margt fag- urra listgripa til að skoða. Skógardagar Síðari liður í nafni sýningarinnar var Skógardagar sem bendir til þess hvaðan efniviðurinn er fenginn og til samstarfs við Skógrækt ríkis- ins. Það hvarflaði stundum að mér sú hugsun þegar ég var við nám í Nor- egi eða Svíþjóð, hve gott væri að geta sótt efnivið í smíðisgripi sína úr skógi sem óx í heimalandinu. Þess var lítill kostur heima á Is- landi. Ég vissi þó dæmi þess að myndskurðarmeistarar notuðu ís- lenskt birki nokkuð til þess að forma og skera út fagra gripi. Nú hefur gengið það vel að rækta skóg hér heima að Skógrækt ríkis- ins rekur Viðarmiðlun sem selur nokkurt magn viðar til iðnaðar og handverks, bæði til listiðju og hús- gagnasmíða og til innismíða í hús. Anægjuleg þróun hefur orðið á þessu sviði í samstarfi Félags tré- rennismiða og Viðarmiðlunar Skóg- ræktar ríkisins. Rennismiðir hafa þjálfað með sér aðferðir og hæfni til þess að nota margskonar kvisti og hnyðjur, sem þeim tekst oft að renna úr listavel gerða gripi, svo sem skálar, bauka, stjaka, vasa o.s.frv. Skáldað í tré Fyrri hluti nafns sýningarinnar var þessi: Skáldað í tré. Þessi liður leiðir huga okkar að því hvert markmiðið er, að skapa listræna hluti úr efniviðnum. Flestar list- greinar byggjast að mestu leyti á því að búa eitthvað til. Þannig eru bókmenntir skáldaðar að verulegu leyti, bæði frásögur og ljóðlist. Myndlist, tónlist og leiklist byggj- ast á skáldskap að verulegu leyti. Það vill svo til að ég sit við að skrifa þessa smiðjugrein laugar- daginn 19. júlí, sem er auglýstur „skógardagur" Skógræktar ríkisins og Skeljungs. Mannfjöldi safnast saman á skógarsvæðum og ég heyrði ekki betur en að handverks- fólk ætlaði að sýna hvemig það vinnur úr rökum viði, bæði tré- skurð og rennismíði. Þegar hlutir eru renndir úr tré Hafðu öryggi og reynslu í fyrirrúmi þegar þú kaupir eða selur fasteign. rf Félag Fasteignasala skiptir endanlegt form þeirra veru- lega miklu máli. Það má líkja renni- smíði við leirmótun að því leyti, þótt efnið hafi ólíka eiginleika, leir- inn má toga og teygja, renna til í vasa, ker og skálar, einnig má móta leirinn í kantaða vasa og skálar. Það verður ekki hægt að gera við tréð í rennibekknum. Ef ætlunin er að hafa formin ferstrend, sexstrend eða köntuð á einhvern hátt verður að nota önnur verkfæri en renni- bekkinn. Form og skreyting A sýningu þessari var til sýnis fjöldi renndra hluta sem renndir hafa verið úr ýmsum viðartegund- um en það var ekki aðeins hvernig þeir voru lagaðir sem gerði þá fjöl- breytilega, heldur einnig margs- konar afbrigði efniviðarins. Þarna voru t.d. margar fagurlega lagaðar skálar úr mismunandi viðarteg- undum. Það sem skreytti þær mis- munandi var í mörgum tilvikum börkur trésins sem sumstaðar var látinn halda sér þar sem hann gaf skálunum tilbreytingu í útliti og RÓTARSVEIPIR koma vel fram í skálunum og börkur fær að halda sér sem skreyting. FLEIRI form frá rennismiði. <1* LAUFAS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 SÍMI: 533-1111 533-1115 SAMTENGDSÖLUSKRÁ ÁSBYRGI hiltíignásala e—i s FAX: Magnus Axclsson, fastcicjnasali. Opið virka daga frá kl. 9-18. VÍKURÁS NYI I Mj'ög falleg 2ja herbergja, 58 fm íbúö á þriöju hæö, með bílskýli. Suöursvalir og suður- gluggar með frábæru útsýni. Ljóst gegnheilt parket og Ijósar flísar á gólfum. Fallegur Ijós eikarspónn á öllum skápum og huröum. Sameig- inlegt þurrkherbergi og geymsla í sameign á hæðinni og þvottahús á hæðinni fyrir neðan. Verð 5,6 millj. EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR Föst verðtilboð - leitið upplýsinga. 2ja herbergja ALFTAMYRI NYTT Mjög björt, rúmgóð ca 60 fm, 2ja herbergja íbúð í góðu fjölbýlishúsi. Skipti á 3ja til 4ra herbergja ibúð möguleg. Laus strax. Verð 4,9millj. BREKKUSTÍGUR V. 6,5 M. Mjög góð, tæplega 70 fm íbúð, á annarri hæð í fjórbýli. Stórt svefnherbergi. Áhv. 4,3 m. í hagstæðum lánum. SKARPHEÐINSGATAV. 3,0 M. Ca 30 fm 2ja herbergja í kjallara í þríbýlis- húsi. Sérinngangur. Laus fljótlega. Áhvilandi ca 2,0 millj. í húsbréfum og byggingasjóöslánum. VALLARÁSV. 3,7 M. Einstaklingsíbúð í fallegu fjölbýlishúsi. Alrými með eld- húsinnréttngu, svefnkrókur og baðher- bergi. Vestursvalir með góðu útsýni. Áhvilandi ca. 1,7 millj.kr. Bygging- sjóðslán. Grettisgata. V. 5,7 m. Furugrund. Góð lán. V. 5,9 m. Æsufell. Ákveðin sala. V. 4,3 m. 3ja herbergja AUÐBREKKA ENGIN UTB0RGUN. Mjög góð íbúð á efstu hæð í þríbýlis- húsi. Nýtt ofnakerfi í húsinu. Stórt og rúmgott eldhús. Stofugluggar í vestur og suðurátt. Góð eign á frábæru verði, 5,5 m. Engin útborgun og greiðslu- byrði um 45.000 á mánuði fyrir vaxta- bætur. BARÐAVOGUR V. 8,4 M. Reglulega góð 80 fm íbúð á aðalhæð í þríbýlis- húsi. Nýleg eldhúsinnrétting og inni- hurðir. Nýtt gler og póstar í flestum gluggum. 30 fm bílskúr fylgir ibúðinni. SEILUGRANDIV. 7,6 M. Mjög góð ca 80 fm íbúð á annarri hæð, endaíbúð, ásamt stæði í bilskýli. Áhvílandi ca 3,5 millj. Álftamýri. V. 6,0 m. Ásgarður.m/bílskúr. V. 6,6 m. 4ra herbergja og stærri HRAUNBÆR V. 6,8 M. Rúmgóð fjög- urra herbergja íbúð á góðum stað í Ár- bænum. Franskar svalir eru í hjónaher- bergi svo og plássgott fataherbergi. Stofa snýr i suður og þaðan frábært út- sýni. Stutt í alla þjónustu, verslun, skóla og í sundlaugina. Áhvílandi hag- stæð lán 3,6 millj. LAUFRIMI V. 7,4 M. Mjög falleg 4ra herbergja íbúð á 2. (efri) hæð í fjórbýli. Sérinngancjur. Örstutt í alla þjónustu og skóla. Utsýni svo um munar. Áhvíl andi eru hagstæð lán rúmlega 5,5 milljónir. JORFABAKKI V. 7,4 M. Þessi er í einu fallegasta stigahúsinu i Breiðholtinu og fæst í skiptum fyrir mjög fallega 4ra herbergja, ca 100 fm endaíbúð með ágætu útsýni. íbúðiðn er á efstu hæð. Rúmgóð stofa. Suðursvalir. Gott þvottahús í íbúðinni. íbúðinni fylgir herbergi i kjallara. Dunhagi. m/bílskúr. V. 7,9 m. Kaplaskjólsvegur. 83 fm. V. 7,3 m. Ofanleiti. m/bílskúr. V. 10,2 m. Skógarás V. 9,4 m. Hlídarhjalli.m/bílskúr. V. 10,4 m. Sérhæðir J0KLAF0LD V. 8,990 Þ. Glæsileg og vel innréttuð 116 fm neðri sérhæð í tví- býlishúsi. Þrjú svefnherbergi með góðu skápaplássi. Sér útigeymsla. Ræktuð lóð. Frábært útsýni í austur. Góð eign á góðum stað. KVISTHAGI V. 9,7 M. 4ra herbergja hæð ca 100 fm + sameign og 30 fm bíl- skúr í góðu húsi á stórri lóð sem er vel ræktuð. íbúðin skiptist þannig, tvö svefnherbergi, tvöföld stofa, rúmgott eldhús og baðherbergi, skúrinn stend- ur sér á lóðinni, þvottahús í sameign, nýtt þak. Skipti á tveggja íbúða húsi möguleg. Áhvílandi rúmlega 2,0 millj- ónir. LAUGAVEGUR V. 6,5 M. Góð ca 110 fm hæð ásamt 26 fm óinnréttuðu bað- stofulofti sem er t.d.frábær vinnu- stofa listamanns. Hæðin er mikið endurnýjuð í upprunalegum stíl. ÚT- BORGUN AÐEINS 250 ÞÚS. Mismun er hægt að greiða með langtímalánum þar sem áætluð greiðslubyrði er ca kr. 50.000 á mánuði áður en tekið er tillit til vaxtabóta. ÚTHLÍÐ V. 12,5 M. Rúmgóð fimm her- bergja efri hæð í einu fallegasta hús- inu í Úthliðinni. Húsið er nýlega endur- nýjað að utan. íbúðin skiptist í 2-3 svefnherbergi og 2-3 stofur. Gesta- snyrting, fataherbergi, mjög stórt eld- hús, þrennar svalir. Bílskúr. Raðhús - Einbyli ASH0LTV. 12,9 M. Eitt besta, ef ekki besta húsið í Ásholtinu er komið í sölu. Sannkallað lúxushús. Glerskáli, frá- bærar sólarsvalir, stæði í bílskýli. Nú er tækifæri til að eignast glæsilegt sér- býli í hjarta borgarinnar. skreytti þær með mismunandi hætti. Þarna gaf einnig að líta muni sem renndir voru úr rekaviði, ég nefni sem dæmi allstóra tréskál úr rekaviði sem var töluvert maðk- smoginn. Það gaf skál þessari sér- stakt yfirbragð sem vakti athygli, skálin er alsett götum. Þetta er því ekki nytjaskál til þess að setja í graut eða vökva en ávaxtaskál get- ur hún verið af bestu gerð því þá kæmu götin sér vel til þess að loft leiki um ávextina í skálinni. Eins og ég nefndi hér að framan skiptir það miklu máli hve vel tekst til þannig að lag hvers einasta hlut- ar verði fagurt og jafnvægi þess ná- ist svo að fegurðin fái notið sín. Ónothæft efni Hætt er við að mörgum þeim við- arbútum sem þarna hafa verið not- aðir í fagra og athyglisverða gripi hefði bara verið hent í eldinn, ef valið hefði ekki farið fram í höndum manns sem bjó yfír þeirri þekkingu að sjá fyrirfram hverjir möguleikar fólust í efninu. Sjá má á sumum þessara renndu muna að höfundur þeirra hefur búið yfir góðri þekk- ingu og kunnað að beita rennijám- inu rétt, þannig að ekki flísaðist úr efninu né heldur að sprungur mynduðust. A sýningu þessari voru einnig rennibekkir, þeir voru gangsettir og gestir fengu að horfa á hvernig viðurinn breytti um form og lögun. Þar var einnig gestur frá Englandi, maður að nafni Chris Stott. Hann hefur getið sér gott orð sem renni- smiður og sem leiðbeinandi. Hann hefur kennt og haldið fyrirlestra um rennismíði, m.a. í Svíþjóð, Nor- egi, Þýskalandi, Irlandi, Bandaríkj- unum og víða í Bretlandi. RIMASIÐA AKUREYRI líttu á ÞETTA: Ef þú vilt skipta á eign í Reykja- vík, getur sérlega gott einbýlishús á Akureyri orðið þitt. Rúml. 180 fm, á einni hæð ásamt bílskúr. Fjögur svefn- herbergi. Nýtt dökkt parket. Húsið er nýmálað að utan. Flúðasel. Endaraðhús. V. 10,9 m. Hverafold. Einb. á einni hæð. V. 13,9 m. Nýbyggingar B0LLAGARÐAR Einbýli. Afhendist fullklárað að utan. GULLENGI 6 ibúða hús. Sér inngang- ur i allar íb. Afhendist fullbúið að utan sem innan, án gólfefna. SELÁSBRAUT Raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Skilast tilbúin til innréttinga eða fullbúin. VÆTTAB0RGIR Raðhús. Gott verð: 11.060.000 fullbúin, tilbúin til innr. 9,4 m. og rúml. fokheld á 8,6 m. Atvinnuhúsnæði ALFTAMYRI Til sölu er ca. 560 fm hús, kjallari og götuhæð, innréttað í dag sem læknastofur. Getur hentað t.d. endurskoðendum, teiknistofum, lög- fræðingum o.fl. o.fl. Á götuhæð eru 6- 7 skrifstofur (auðvelt að fjölga í 10-12) afgreiðsla og móttökusvæði, en i kjall- ara eru 4 stór (fundar)herbergi, kaffi- stofa o.fl. Vandaðar innréttingar og hljóðeinangraðir milliveggir. Fullkom- ið loftræstikerfi í kjallara og sérinn- gangur á báðar hæðir. Húsið er laust til afhendingar. Þetta er glæsilegt hús- næði á frábærum stað. Gnótt bífreiða- stæða, góð aðkoma. Nánari upplýsing- ar, teikningar og lyklar á skrifstofu Laufáss. Lóðir ÁSLAND - M0SF. Lóð undir einbýl- ishús. Öll gjöld greidd. FELLSÁS - M0SF. Verð 1,6 millj. Sumarbústaðir /Lóðir HUSAFELL Sumarbústaðalóðir á þessum frábæra stað. Samningar til 99 ára. Nánari upplýsingar og bæklingar á skrifstofu. LÁTTU OKKUR VINNA FYRIR ÞIG Komdu með eignina þína til okkar. Við vinnum og finnum það rétta fyrir þig. [f Sendum söluyfirlit í faxi [f eða pósti Hringið - Komið - Fáið upplýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.