Morgunblaðið - 29.07.1997, Side 15

Morgunblaðið - 29.07.1997, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1997 C 15 í Hellulagning Gróður og garðar Steinsteyptar hellur hafa reynst vin- sælasta og ódýrasta stéttarefnið, segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðinfflir. Þær veðrast fallega og endast í áratugi, ef rétt er að staðið 1 byrjun. ÞEGAR hafist er handa við bygg- ingu garðsins er sjálfsagt að raða verkefnunum þannig að eitt rekist ekki á annað. Reglan er að vinna frá húsinu út að lóðarmörkum og meðfram þeim út úr lóðinni um bflastæðið. Ef svo háttar til að jarðvinnu sé ekki lokið, svo sem flutningi jarðefna til og frá lóðinni, jarðvegsskiptum í gróðurbeðum, grunngreftri fyrir stéttar og stein- hleðslur - eða öðru því sem kallar á notkun og umferð jarðvinnutækja á lóðinni, er best að ljúka öllu slíku áður en farið er að helluleggja eða setja niður gróður og aðra varan- lega hluti. I fáum dráttum er hver garður gerður úr eftirfarandi byggingaþátt- um: Heliulögn, steinhleðslu, skjól- veggjum, grasflöt, skjól- og skraut- gróðri. Útfærslan getur svo verið allt á milli naumleika og ofhlæðis. Afbrigðin og frávikin eru óteljandi. En til þess að gefa yfirlit, sem þó er alls ekki tæmandi, skal þess freistað að gera þessum hugtökum skil í nokkrum næstu pistlum. Stéttarefni Svæðum eins og gangstéttum og veröndum þarf að halda þurrum og þokkalegum til þess að þau nýtist sem best. Það þarf einnig að vera auðvelt að halda þeim við frá ári til árs með engum tilkostnaði og litlu vinnuframlagi. Steinsteyptar hell- ur, sem hægt er að fá í margskonar útfærslum hvað varðar stærðir, form og áferð, hafa reynst vin- sælasta og ódýrasta stéttarefnið. Þær veðrast fallega og endast í áratugi ef rétt er staðið að lögn þeirra í byrjun. Hellur úr grjóti, bæði tilhöggnu sem náttúrulegu, koma einnig til greina í hellulögn en framboð á þeim er lítið á mark- aðinum og það sem býðst þykir nokkuð dýrt. Hellur úr íslensku grjóti eru torsóttar nema fyrir þá sem búa nálægt góðum hellutökum og fá leyfi til að nýta þau. Grundvallai-atriði hellulagnar er að hellurnar geti ekki færst úr stað eftir að búið er að leggja þær. Gliðnun og missig stafar oftast af því að undirvinnan hefur ekki verið sem skyldi. Gera þarf grunn fyrir allar hellulagnir, fjarlægja allt efni sem getur þanist út í frosti (frost- virk efni = mold, méla og leir) að minnsta kosti 60 sentimetra niður fyrir endanlegt yfirborð stéttarinn- ar og setja í staðin efni sem frost hefur ekki áhrif á (frosttrygg efni = möl og sandur) og hafa burð til að halda uppi stéttinni. Einnig þarf að varast að vatn geti safnast fyrir í grunni stéttar- innar. Fyllt er í grunninn í nokkrum áföngum og hverju lagi jafnað og þjappað eins vel og kost- ur er með ímalli eða vélþjöppu. Flestir nota möl í neðri lögin og svo grófan sand (hellusand) í efstu 10-15 sentimetrana. Þennan sand þarf að vera hægt að „strauja" í jafnt og þétt yfirborð sem hellurn- ar eru svo lagðar á. Helluþykktin Við áfyllingu burðarefnanna í grunn stéttarinnar þarf að taka til- lit til helluþykktarinnar og skilja borð sem henni nemur eftir upp að væntanlegu yfirborði stéttarinnar. Ef stéttin er lögð í hreinum mold- arjarðvegi, svo sem framræstri mýri, þarf að taka grunninn dýpri, a.m.k. 80 sentimetra, og gera jafn- vel ráð fyrir um 1% sigi írá endan- legu yfirborði. Sé stéttin lögð meðfram húsi er sjaldan þörf á að taka dýpri grunn en 40 sentimetra. Ef stétt er lögð á fast undirlag, svo sem klöpp, hraun eða grjótfyllingu (,,púkk“) kallar það ekki á annað undirlag en sand- púðann sem þarf til að leggja stétt- ina slétta og í réttri hæð. Til að koma í veg fyrir gliðnun stéttarinn- ar þarf grunnurinn að vera um 15- 20 sentimetrum breiðari en stéttin, sitt hvoru megin við hana ef hún liggur frjálst eins og stígur - en garð megin liggi hún meðfram vegg. Tilgangurinn með grunninum undir stéttinni er að koma í veg fyrir að frost geti fært hana úr stað eða haft áhrif á hana. Vissulega getur fyllingin lyfst þegar jörð frýs, en sé hún ríflega tiltekin í dýpt og breidd fellur stéttin aftur í sömu skorður þegar frostið fer úr. Naum fylling, aftur á móti, hefur það í for með sér að frostvirku efn- in eiga greiðari leið undir stéttina, bæði að neðan og frá hlið, svo að hún fellur ekki aftur í fyrra horf og aflagast, gliðnar og skekkist, við frosthreyfingamar. Best að tveir menn hjálpist að Sjálf hellulögnin er tiltölulega auðveld og æfist fljótt. Best er að tveir menn hjálpist að. Sé unnið með jafnþykkar steinsteyptar hell- ur eða tilhöggnar er burðarlagið jafnað og formað eftir því sem stéttin á að vera í framtíðinni - að frádreginni helluþykktinni. Þægi- legast er að gera það með réttskeið sem dregin er yfir sandinn eftir sliskjum sem komið er fyrir í réttri hæð. Sem sliskjur er best að nota tveggja tommu vatnsrör sem graf- in eru ofan í sandinn með hæfilegu millibili til að réttskeiðin geti leikið eftir þeim þegar hún er dregin sikksakk yfir þannig að hún jafni allar misfellur og skilji eftir renni- slétt og fast yfirborð. Þá er rörun- um lyft varlega burt og í far þeirra er fyllt með sandi eftir því sem á verkið líður og hellulögnin er kom- in í gang. Ekki er gott að slétta allan sand- inn í einu nema að auðvelst sé að komast að og hægt um vik að hellu- leggja allt í einni færu. Venjulega er sléttað í nokkrum færum og lok- ið við að helluleggja hverja fyrir sig áður en byrjað er á þeirri næstu. Það er áríðandi að ganga ekki á sandinum eftir að búið er að jafna hann. Þess vegna þarf oft að byrja með smærri færur meðfram hús- veggjum eða þegar hellulagt er í horn milli tveggja veggja. Þá er alltaf byrjað í horninu og unnið út frá því og síðan lengi-i veggnum eftir að búið er að leggja helluflöt sem hægt er að athafna sig á án þess að stíga á sandinn. Falli þétt saman Það er líka áríðandi að hellurnar falli þétt hver við aðra og viðstöðu- laust á sinn framtíðarstað í fyrstu atrennu. Gæta verður þess að þær dragi ekki sandinn til undir sér í fallinu og að sandkorn fari ekki í fúgurnar á milli þeirra. Gerist þetta, byrja hellurnar að ramba og línurnar skekkjast þannig að mynstrin ganga ekki upp. Aðferðin er sú að hellan sem lögð er er látin skorðast með neðra hornið sem veit að vegg eða fyrri helluröðinni og til hálfs á þeirri hellu sem lagt er frá og síðan látin falla beint niður. Þannig verður fúgan þétt og línan rétt. Fyrir óvana er betra að fást við hellur af viðráðanlegri stærð, 10x20, 20x20, 15x30 eða 30x30 sentimetra hellur er auðveldara að leggja rétt en stærri hellur. Þar að auki gefa smærri hellur líflegri fleti og betri hlutfóll í litlum garði en stórar hellur. Það er líka auðvelt að blanda saman og gera mynstur úr hellum sem ganga upp í stærð sín á milli. Byrjendur ættu að varast gleið- hyrndar hellur og skrauthellur með óreglulegum hliðum. Slíkar hellur getur verið tafsamt að leggja og varla á færi annara en fagmanna. Þar að auki eru hellur af slíkri gerð háðar tískusveiflum og geta því orðið ansi leiðigjarnar og þreytandi eftir nokkur ár. Þetta á líka við yfirborðslitaðar skærlitar hellur. Ef ætlunin er að hafa upphitun í stétt, hitaveitu eða rafrnagn, er líka rétt að leita til fagmanna. Fínum sandi sópað yfir Þegar hellulögn er lokið er fínum sandi sópað yfir stéttina þannig að hann fylli allar fúgur. Það kemur í veg fyrir að í þær safnist mold sem fllgresi nær að spíra í. Margir steypa meðfram köntum hellu- stétta. Mín reynsla er sú að kant- steypan geri ekki það gagn sem henni er ætlað, það er að segja að halda við stéttina. Við gangstéttar vilja þessir steypukantar springa við frosthreyfingar vetrarins og verða til lýta og trafala þegar garð- urinn er hirtur. Oftast nær dugir að hafa sand- fyllinguna utan við stéttina ríflega til að hún haldi við af sjálfu sér. Einnig er hægt að koma þar fyrir „sextommu sinnum tveir“ timþur- planka upp á rönd og festa hann niður með hælum á þeirri hliðinni sem snýr frá kantinum. Plankinn á ekki að sjást, bara að styðja við. Svo eru líka á markaði sérstakir steyptir kantsteinar til að styðja við stéttar. Til að koma þeim niður á réttan hátt þarf talsverða leikni og fagkunnáttu. En kantsteypan á við á hellulögðum bílastæðum, þar sem notaðar eru þykkari hellur og sterkara undirlag. BIFROST fasteignasala Vegmúla 2 • Sími 533-3344 -Fax 533-3345 Pálmi B. Almarsson Jón Þór Ingimundmrson Guðmundur Bjöm Steinþórsson lögg fasleignasali Ágústa Hauksdóttir lögg. fasteignasali ALLAR EIGNIR Á ALNETINU. H ttp://www.bifrost-fasteignasaIa.is OKKUR VANTAR Vegna mjög mikillar sölu í júní og þaö sem af er júlí vantar okkur eignir á skrá. M.a. einbýiishús, parðhús, parhús, hæðir, 2ja-6 herb. íbúðir, raunar allar tegundir eigna. BIFRÖST - GRÆN FASTEIGNASALA Stærri eignir Hrauntunga-Aukaíbúð. Mjög gott 256 fm einbýlishús á tveimur hæð- um ásamt innb. bílskúr. Möguleiki á aukaíbúö. 5-6 herb. Glæsilegur garður. Parket og flísar. Verð 17,9 millj. Fannafold - Raðhús. Sérllega fal- legt og vel skipulagt raðhús 150 fm á einni hæð ásamt 32 fm innbyggðum bílskúr. Vandaðar innréttingar og gólf- efni. 4 svefnherbergi. Sólskáli. Suður lóð. Verð 13,9 millj. Hraunbær - Raðhús. Vorum að fá I sölu gott 143 fm raðhús á einni hæð ásamt 20 fm bílskúr. Rúmgóð stofa, hol og fjögur svefnherbergi. Þvottahús og búr innaf eldhúsi. Verð 11,5 millj. Tunguvegur. Gott einbýlishús 329 fm á tveimur hæðum ásamt 40 fm inn- byggðum bílskúr á þessum frábæra stað. Rúmgóðar stofur. Sjónvarpshol. ( húsinu eru sjö svefnherbergi. Sólstofa og suðurverönd. Eign sem beðið hefur verið eftir. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. 5-6 herb. og hæöír Háteigsvegur. Mjög rúmgóð 4-5 herb. 143 fm íbúð á 2. hæð í þrfbýlis- húsi. Þrjú rúmgóð svefnherbergi. Stórt eldhús. Suðurstofa, suðursvalir. Sauna. Verð 9,6 millj. Gullengi - Ein góð. Mjög falleg og ný 115 fm 5. herb. íbúð á 3. hæð ásamt bílskúrrétti. Parket og flísar. Áhv. ca. 6 millj. húsbréf. Verð 9,5 millj. Safamýri - Rúmgóð. Falleg og mjög rúmgóð 5 herb. endaíbúð á 4. hæð í fjölbýli. Suðursvalir, arinn. Verð 8,9 millj. 4-ra herbergja Ásbraut - Glæsi útsýni. Mjög góð 4ra herb. íbúð á 4. hæð ásamt bíl- skúr. Glæsilegt útsýni. Flús í topp ástandi. Áhv. 6,2 millj. Verð 8 millj. Vesturbærinn - Grandar. Mjög góð 123 fm 5 herb. íbúð, á tveimur hæðum, ásamt stæði í bílgeymslu. 4 svefnherb. Parket. Áhv. 5,7 veðd. og húsbr. og fl. Verð 9,8 millj. Hraunbær - Gott verð. Falleg 97 fm 4ra herb. íbúð í góðu fjölbýlishúsi. Nýtt eldhús. Áhv. 4,3 millj. húsbr. Verð aðeins 6,5 millj. Stelkshólar - Bílskúr. Falleg 89 fm 4ra herb. ibúð á 3. hæð ásamt bíl- skúr. Áhv. 3,7 millj. Verð 7,9 millj. .Austurströnd - Laus fljótlega Falleg 80 fm 3ja herb. ibúö á 5. hæð ásamt stæði í bílskýli. Stutt í alla þjón- ustu. Áhv. 1,3 millj. veðd. Verð 8 millj. Furugrund - Aukaherbergi Góð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð ásamt aukaherbergi í kjallara, alls 76 fm Eik- arparket á gólfum, suðursvalir. Húsið er nýviðgert. Lyklar á skrifstofu. Áhv. 3 millj. Verð 6,5 miilj. Kambasel - Bílskúr. érlega falleg 92 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð í mjög góðu húsi ásamt 26 fm bílskúr. Fallega innréttuð íbúð. Paket og físar. Áhv. 6 millj. Verð 7,9 millj. Nýlendugata. í fallegu húsi, á þessum eftirsótta stað bjóðum við stórglæsilegar 3ja herb. íbúðir. Allt ný standsett. Sjón er sögu ríkari. Áhv. 3,5 millj. húsbréf. Verð frá 6,8 millj.Tvær Ibúðir eftir. Leirutangi - Sériega falleg. Sér- lega falleg 92 fm 2ja-3ja herb. íbúð á jarðhæð í fjórbýlíshúsi. Fallegar innrétt- ingar. parket. Stórt sjónvarpshol.. Sér lóð. Áhv. 1 miilj. Verð 6,3 millj. Flétturimi - Ein góð. Mjög falleg 90 fm 3ja herb. ibúð á 2. hæð. Mjög fal- lega innréttuð íbúð. Áhv. 5,4 millj. hús- bréf. Verð 7,5 millj. 2ja herbergja Gnoðarvogur - Góð lán. Tölu- ; vert endurnýjuð 60 fm 2ja herb. endaí- : búð. Nýtt flísalagt bað. Fallegt eldhús. Parket. Áhv. 2,8 millj. veðd. og fl. Hamraborg - Gott verð. Björt og rúmgóð 83 fm 3ia herb. íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Ollum framkvæmd- um lokið. íbúðin er laus, lyklar á skrif- stofu. Áhv. 3 millj. Verð 6.150 þ. Krummahólar - Bílskýli Falleg 44 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Áhv. 2,3 mlllj. veðd ofl. Verð aðeins 4,5 millj. Skipti á dýrari eign á svæði 104-105. Dúfnahólar. Falleg 63,2 fm Ibúð á 2. heeð i nýlega máluðu stigahúsi. Parket á stofu og holi, suöursvalir. Rúmgott svefnherbergi. Áhv. 2,2 veðd. Verð 5,3 millj. Laufirimi - í sérflokki. Óvenju glæsiieg 60 fm 2ja herb. íbúð, með sér inngangi, á jarðhæð í nýju húsi. Sér- smiðaðar innréttingar. Áhv. 3,8 millj. húsbréf. Verð 5,8 millj. Krummahólar - Lítil útb. Góð E43 fm 2ja herb. ibúð á 4. hæð ásamt stæði í bílskýli. Áhv. 2,7 millj. veöd. og fl. Greiðslub. 20 þ. pr. mán. Verð 4,2 x: millj. 3ja herbergja ■ j______Til leigu Sæviðarsund - Aukaherb. Falleg 72 fm 3ja herb. (búð á 1. hæð f litlu fjöl- býli ásamt aukaherb. í kjallara með að- gang að snyrtingu. Frábær staðsetn- ing. Verð 7,9 millj Langholtsvegur. Til leigu gott ca 185 fm lager- og skrifstofuhúsnæði. Góð aðkoma. malbikaðplan. Þrjú skriftsofuherbergi. Laus 1. ágúst n.k. Nánari upplýsingar gefur Pálmi. NÝBYGGINGARI KÓPAVOGSDAL. 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 herb. íbúðir og sérbýli. Galtalind Fjallalind Lautasmári Melalind Ljósalind Grófarsmári Fifulind Funalind Allar nánari uppiýsingar á skrifstofu okkar. VERÐ OG GREIÐSLUKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI Leitið að merki (p í ^ fasteignaauglýsingum! Félag Fasthgnasala

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.