Morgunblaðið - 06.08.1997, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 B 3
HM í AÞENU ’97
Michael Johnson sýndi og sannaði enn einu sinni hver er bestur
„Vissi að ég
myndi sigra“
MICHAEL ichael Johnson varði
titil sinn í 400 metra hlaupi á
heimsmeistaramótinu ifrjáls-
íþróttum í Aþenu í gær. Hann
hljóp á 44,37 sekúndum og
heldur því áfram sigurgöngu
sinni á stórmótum, hefur orðið
heimsmeistari þrisvar í röð.
Johnson tók forystu í hlaupinu
þegar um hundrað metrar voru
eftir, en þeir Iwan Thomas frá
Bretlandi og Úgandamaðurinn
Davis Kamoga voru í forystu
framan af.
Kamoga náði silfrinu, kom í
mark á 44,37 sekúndum, en
Bandaríkjamaðurinn Tyree Wash-
ington komst fram fyrir Thomas
og varð þriðji á 44,39 sek. „Þetta
hefur verið erfitt tímabil og ég er
mjög ánægður með að vera orðinn
heill heilsu á ný. Ég hélt að ég
gæti hlaupið aðeins hraðar, en sigur
er sigur,“ sagði Johnson.
Hefur verið meiddur
Johnson hefur átt við meiðsli að
stríða eftir að hafa tapað 150 metra
einvígi við Kanadamanninn Dono-
van Bailey í júní, en virtist nærri
MICHAEL Johnson kemur í mark eftir sigurhlauplð í gær á tímanum 44,12 sekúndum.
Corbett
kom, sá
og sigraði
SUÐUR-Afríkubúinn Marius Cor-
bett tryggði sér í gær sigur í spjót-
kasti karla á heimsmeistaramót-
inu í frjálsum íþróttum í Aþenu
þegar hann kastaði spjótinu 88,40
metra.
Sigur Corbetts kom nokkuð á
óvart en það sem vakti þó jafnvel
enn meiri athygli var að heims-
og Ólympíumeistarinn Jan
Zelezny frá Tékklandi náði sér
aldrei á strik og varð að gera sér
9. sætið að góðu. Zelezny gerði
fyrstu tvö köstin ógild en í þriðja
kasti flaug spjótið aðeins 82,06
metra og komst Zelezny þar með
ekki í hóp átta efstu manna og
gekk að vonum vonsvikinn af velli.
Bretinn gamalreyndi Steve
Backley hafnaði í öðru sæti með
því að kasta 86,80 metra í sínu
síðasta kasti og heimamaðurinn
Kostas Gatzioudis tryggði Grikkj-
um fyrstu verðlaunin á mótinu
þegar hann krækti í bronsið - kast-
aði 86,64 metra.
Marius Corbett
Fæddur: 26. október 1975 í Potc-
hefstroon í S-Afríku.
Ferill: Corbett varð heimsmeistari
unglinga árið 1994. Hans lengsta
kast á ferlinum fyrir HM var 83,90
metrar og bætti hann því árangur
sinn í Aþenu um 5 metra.
Michael Johnson
Fæddur: 13. september 1967,
í Dallas í Bandaríkjunum.
Ferill: Árið 1990 náði Johnson
besta tíma ársins í bæði 200
og 400 metra hlaupi. Hann
sigraði svo í 200 metrunum á
HM í Tokyo árið 1991 og í 400
metrunum á HM í Stuttgart
árið 1993. Á HM í Gautaborg
fyrir tveimur árum varð John-
son síðan fyrstur manna til
þess að sigra í báðum þessum
greinum og á ÓL í Atlanta í
fyrra endurtók hann afrekið
og setti um leið heimsmet í 200
metrunum.
DAGSKRAIN HM í FRJÁLS-^STN ÍÞROTTUM H
nn AHNA V7 gQ jfl
MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST
5.00 110m grindahl. ~Ka. Tugþraut
5.15 Þrístökk Ka. Forkeppni
5.30 5.000m hlaup Ko. Fyrsta umferð
6.00 Kringlukast (a) Ka. Tugþraut
6.30 800m hlaup Ko. Fyrsta umferð
7.15 200m hlaup Ka. Fyrsta umferð
7.50 Kringlukast (b) Ka. Tugþraut
8:15 200m hlaup Ko. Fyrsta umferð
9:00 Stangarstökk Ka. Tugþraut
14:50 Spjótkast Ka. Tugþraut
15:00 110m grindahl. Ka. Undanúrslit
15.10 Hástökk Ka. úrslit
15.20 200m hlaup Ko. Önnur umferð
15.50 200m hlaup Ka. Önnur umferð
16.20 800m hlaup Ka. Undanúrslit
16.40 Spjótkast Ka. Tugþraut
17.50 3.000m hlndr.hl. Ka. ÚRSLIT
17.10 400m grindahl. Ko. Undanúrsiit
17.30 1.500m hlaup Ka. ÚRSLIT
17.50 10.000m hlaup Ka. ÚRSUT
18.30 1,500m hlaup Ka. Tugþraut
| Timar gætu breyst REUTERS
jafn kröftugur og fyrr þegar hann
jók hraðann á síðustu hundrað
metrunum og kom í mark rúmum
tveimur metrum á undan keppi-
nautum sínum. Eftir hlaupið lagði
hann kælipoka við hnéréttivöðva
vinstri fótar, en eymsli í honum
hafa hrjáð Johnson að undanförnu.
Johnson var ekki með á úrtöku-
móti Bandaríkjanna vegna meiðsla
og vann sér því ekki rétt til keppni
á heimsmeistaramótinu. Alþjóða
fijálsíþróttasambandið veitti honum
þó undanþágu, svo hann gæti reynt
að verja titil sinn. „Ég hefði ekki
komið ef ég teldi mig ekki eiga
möguleika á sigri og ég vissi að ég
myndi sigra," sagði Johnson.
Tæpt en hafðist samt
Sacramento tryggði sér gull
Carla Sacramento frá Portúgai
tryggði sér í gær sigur f
1.500 metra hlaupi kvenna á
heimsmeistaramótinu í frjálsum
íþróttum þegar hún hljóp vega-
lengdina á 4.04,24. Regina Jacobs
frá Bandaríkjunum kom í mark
önnur á 4.04,63 og eftir að hafa
olnbogað sér leið fram hjá tveimur
keppendum tryggði svissneska
stúlkan Anita Weyermann sér
bronsið á 4.04,70.
Sigur Sacramentos féll hins
vegar f skuggann af atviki sem
átti sér stað á síðasta hring
hiaupsins en írska stúlkan Sonia
O'Sullivan greip þá í treyju Reg-
inu Jacobs og hélt henni þéttings-
fast í nokkrar sekúndur. O’Suiii-
van sagðist hafa gripið ósjáifrátt
í treyjuna til þess að missa ekki
jafnvægið þegar henni var ýtt af
Anitu Weyermann, en Jacobs tók
afsakanir írsku stúlkunnar ekki
til greina og var óspar á yfirlýs-
ingarnar þegar hlaupinu lauk. „Þú
kostaðir mig sigurinn, heimska
tfk,“ sagði Jacobs við O’Suliivan
eftir hlaupið og gekk síðan í burtu
óim af bræði.
Caria Sacramento
Fædd: 10. desember 1971 í Lissa-
bon f Portúgal.
Ferill: Sacramento hlaut silfur á
HM f Gautaborg fyrir tveimur
árum en hún hafnaði hins vegar í
sjötta sæti á Ólympfuleikunum í
Átlanta í fyrra.
Guðrún Arnardóttir í undanúrslitum í 400 m grindahlaupi
Skúli Unnar
Sveinsson
skrífar frá
Aþenu
Guðrún Arnardóttir úr Ármanni
tryggði sér í gær rétt til að
keppa í undanúrslitum í 400 metra
grindahlaupi á
heimsmeistaramót-
inu í fijálsíþróttum
í Aþenu. Hún hljóp
á 55,76 sek. í und-
anriðlinum og var
með lakasta árangur þeirra kepp-
enda sem komust í undanúrslit sem
fram fara kl. 15.30 í dag.
Það virtist ekki blása byrlega
fyrir Guðrúnu í hlaupinu, en hún
hljóp í öðrum riðli. Hún á 11. besta
tímann á þessu ári af þeim stúlkum
sem keppa í mótinu og því ef til
vill rétt að ætlast til þess að hún
kæmist í undanúrslit, sem hún og
gerði - en tæpara mátti það ekki
standa.
Hún byijaði ágætlega og var
önnur í viðbragðinu, aðeins Mirian
Alonso frá Spáni náði betra við-
bragði. En svo fór að halla undan
Morgunblaðið/Golli
GUÐRÚN Arnardóttlr, fjær, á feröinni í Aþenu í gærmorgun.
fæti. Hún var í fremstu röð eftir
tvær grindur en missti algjörlega
taktinn í hlaupinu eftir það og
munaði ekki miklu að hún dytti
þegar hún fór yfir þriðju sfðustu
grindina.
Endaspretturinn
brást
Guðrún er þekkt fyrir góðan
endasprett þegar grindunum
sleppir enda ágætur 100 metra
hlaupari. Endaspretturinn brást
að þessu sinni og hún kom fimmta
í mark á 55,76 sek. Besti tími
Guðrúnar í ár er 54,85 sek. og
íslandsmet hennar er 54,81 sek.
þannig að hún á að geta mun
betur.
Samkvæmt upplýsingum frá
Gísla Sigurðssyni fararstjóra hef-
ur Guðrún verið í nuddi vegna
eymsla í vöðvafestingum og gæti
það haft einhver áhrif á hana er
hún keppir í dag.