Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 25 Afi minn, morðinginn Sjálfssvelti og lotuát BÆKUR Sjálfshjálparbækur LYSTARSTOL OG LOTUGRÆÐGI eftir Julia Buckroyd. Utgefandi: Vasaútgáfan, Reykjavík 1997. í FYRRI grein minni sagði ég frá tveimur bókum Vasaútgáfunn- ar, Um þunglyndi og kvíða og Kvíði, fælni og hræðsluköst. Hér verður fjallað um þriðju bók í sömu röð sem nefnist Sjálfhjálparbók. Julia Buckroyd, breskur sál- fræðingur, samdi Lystarstol og lotugræðgi. Hún hefur sérhæft sig í að meðhöndla fólk með þessa sjúkdóma sem gjarnan eru kallaðir anorexia og bulemia. Sjúklingurinn er alls staðar kvenkenndur, enda er þorri sjúklinga konur. Orðið lyst- arstol hefur fest í íslenzku máli. Mér finnst reyndar sjálfssvelti lýsa ástandinu betur en auðvitað er um að ræða sjúklegt andlegt ástand sem getur snert allar hliðar lífsins. Eins og Eiríkur Örn Arnarson sál- fræðingur hefur komist að orði er sá sem hefur anorexiu gagntekinn af hugsun um mat, hefur bren- glaða líkamsmynd þannig að um- mál líkamans er rangt metið, mun stærra en það í rauninni er. Bókin er í þremur hlutum. Sá fyrsti heitir: Hvað er lystarstol og lotugræðgi? Annar heitir: Hvað veldur lystarstoli og lotugræðgi? Sá þriðji: Hvað er hægt að gera til hjálpar? Skilgreining á anorexiu frá 1987 lýtur að því að vera a.m.k. 15% undir kjörþyngd, að vera hrædd við að þyngjast, hafa brenglaða líkams- ímynd og tíðastopp a.m.k. þrisvar í röð. Anorexiu fylgir hárlos, fín- gerður hárvöxtur (lanugo, líkhár) um allan líkamann (líka í andliti), lágur líkamshiti og blóðþrýstingur, hægari hjartsláttur, erfítt að halda á sér hita, þurr húð, stökkar negl- ur, svefntruflanir, ásókn í strangar líkamsæfíngar, einangrun og lágt sjálfsmat, svo nokkuð sé nefnt. Lystarstol getur verið á lágu stigi og er þá oft fremur auðvelt að takast á við það. Því skiptir miklu að greina vandann sem fyrst áður en hann er orðinn að þrá- hyggju eða föstu lífsmynstri. Buckroyd segir tíðni anorexiu sam- kvæmt skrám vera um 1% af öllum konum 15-30 ára, en geta verið enn hærri, jafnvel 10%. Þegar á alvarlegri stig sjúkdómsins er kom- ið verður að grípa til viðeigandi meðferðar. Þar er einkum um at- ferlismeðferð að ræða, einkum hvað varðar sjálft mataræðið, lífs- stílinn, en einnig þarf að huga að dýpri sálrænum ástæðum. Lystar- stol hægir á líkamsvexti ungra stúlkna og tefur kynþroska. Höf- undur segir að sumir telji að lystar- stol sé höfnun á því að ganga í gegnum þá þróun að þroskast og verða fullorðinn. Þótt eðlileg lík- amslögun geti komist á að nýju þegar stúlkan nær sér geta þó afleiðingarnar orðið varanlegar, einkum ef stúlkan hefur ekki verið komin í kynþroska þegar hún veiktist. Þar er helzt um að ræða áhrif á beinabyggingu og frjósemi. Lotuætan lendir í þeim vítahring að missa stjórn á því sem hún lætur ofan I sig, étur sem allra mest á skömmum tíma og reynir síðan eftir ofátið að losa sig við það sem hún borðaði með því að selja upp, nota hægðalyf, fasta eða fara í strangan megrunarkúr. Þessi hegðun veldur ýmsum breytingum á líkamsstarfsemi, en andlegar og félagslegar aukaverkanir geta ver- ið alvarlegar. Stúlkur með lystarstol eða lotu- græðgi hafa oft lélegt sjálfsmat og verða svo uppteknar af mataræði sínu að fátt annað kemst að. Lystarstolssjúklingur breytist í út- liti og aðstandendur komast ekki hjá að taka eftir því, hafa vaxandi áhyggjur og verða oftast til þess að leita eftir hjálp því að stúlkan sjálf lítur öðrum augum á málið. Hún er hæstánægð með þá „stjórn" sem hún hefur náð á líkamsþörfum sínum og fyrirlítur jafnvel aðra sem alltaf þurfa að vera að borða og sofa. Lotuætan getur hins vegar fundið að hún sé hjálparþurfí, en þar sem átið á sér oftast stað í ein- rúmi, jafnvel að næturlagi, vita vin- ir og aðstandendur sjaldan af því. Báðum finnst þeim skammarlegt að hafa tilfínningar og líkamsþarf- ir, enda oft um að ræða stúlkur sem lært hafa frá bamæsku að ekki megi hafa eða sýna tilfinningar sem fjölskyldan bannar. Tilfínningarnar hverfa þó ekki heldur eru bældar niður og stúlkurnar líða fyrir það. Við þetta bætist svo félagslegur þrýstingur frá tízkuiðnaði og aug- lýsingum sem gerir óvægnar kröfur til útlits en virðir að vettugi eðlileg- ar líkamsþarfir og tilfínningar. Áróður fýrir líkamsdýrkun, fitu- brennslu og gríðarlegri líkamsþjálf- un er áberandi í íslenzku nútíma- þjóðfélagi. Ekki liggja fyrir óyggj- andi upplýsingar um tíðni anorexiu eða bulimiu hér á iandi en líklega er hún síst minni en í Bretlandi. í fimmta kafla, Ráð til sjálfs- hjálpar, eru talin upp nokkur skil- yrði þess að geta tekizt á við vanda að þessu tagi. I fyrsta lagi að vera fús að viðurkenna að um vanda sé að ræða. í öðru lagi að vilja vinna að því að hætta misnotkun á mat og mataræðisóreglu. í þriðja lagi að sætta sig við að gera ekkert til að grennast meira. í fjórða lagi þarf stuðningur að vera fyrir hendi frá fjölskyldu eða vinum og í fímmta lagi að ekki sé um alvarlegt þunglyndi að ræða. Þá er til of mikils ætlazt að greiða úr því ein síns liðs. Höfundur kemur víða að þeim vamaðarorðum að leita þurfí tit fagfólks þegar ljóst sé að erfítt verði fyrir stúlkuna að hjálpa sér sjálf. Fyrri kaflar bókarinnar era mikilvægur aðdragandi að því að geta skilið vandann og til að geta nýtt sér fimmta kafla um ráð til sjálfshjálpar og einnig að geta metið hvenær þörf sé á faglegri aðstoð. Ég sakna þess þó í sjötta kafla að vakin sé athygli á lykil- stöðu heimilislæknisins, bæði sem stuðningsaðila sem oftast hefur haldgóða þekkingu á högum og líð- an fjölskyldunnar og getur þar með oft meðhöndlað stúlkuna, eða þá verið með i ráðum um annan með- ferðaraðila. Það er erfitt fyrir fólk að þurfa að fletta upp í símaskrám í leit að einhveijum sem leita megi til, þó sá valkostur sé óneitanlega fyrir hendi. í bókarlok er bent á erlendar og íslenzkar bækur um svipað efni. Hvað erlendu bækurnar varðar er í stuttu máli skýrt frá kjama máls í hverri bók, sem er óvenjulegt en gagnlegt. Mér finnst bókin um lystarstol og lotugræðgi prýðileg byijun fyr- ir þær stúlkur og fjölskyldur þeirra sem era að átta sig á því að þær eigi e.t.v. við slík vandamál að etja. Þessi bók er að nn'nu mati betur skrifuð en hinar þijár í sömu bóka- röð. Þýðing Evu Ólafsdóttur er prýðilega af hendi leyst en próf- arkalestur heldur hroðvirknislegur. Katrín Fjeldsted KVIKMYNPIR Iláskólabíó KLEFINN „THE CHAMBER“ ★ ★ Leikstjóri: James Foley. Handrit: William Goldman o.fl. Aðalhlutverk: Gene Hackman, Chris O’Donnell, Faye Dunaway. 1996. KLEFINN eða „The Chamber“ er enn einn lögfræðitryllirinn frá hendi metsöluhöfundarins John Grishams og enn ein myndin í seinni tíð sem segir frá dauða- dæmdum fanga og lögfræðingn- um, sem reynir að koma í veg fyrir aftöku hans. Klefinn er mun síðri en t.d. Dauðamaður nálgast, vantar allan alvöruleik, persónu- sköpun og spennu í leikgerðina í samanburði, en hún er mun betri en t.d. „Last Dance“ með Sharon Stone, sem er auðvelt því hún var nákvæmlega ekki neitt. Kannski líður Klefinn fyrir það að koma á eftir jafnstórkostlegri mynd og Dauðamaður nálgast og kannski eru allar þessar sögur um suður- ríkjahatrið, með tilheyrandi of- beldi, orðnar of margar og klisju- kenndar til þess að höfundar Klef- ans, handritshöfundurinn William Goldman þar á meðal, geti fundið eitthvað nýtt í þeim. Og kannski ræður hinn viðkvæmnislegi Chris O’Donnell ekki fullkomlega við aðalhlutverkið. Hvað sem veldur hreyfir Klefinn í það minnsta ekki mikið við manni. Myndin er um svertingjahatara í Suðurríkjunum sem setið hefur í 16 ár í dauðadeildinni og nú er komið að aftöku; hann er sakaður um að vera valdur að dauða tveggja barna í sprengjutilræði. Vetjandi hins dauðadæmda er son- arsonur hans. Hann vill taka að sér málið til þess að skilja afa sinn betur og hatrið sem hann hefur alið í bijósti sér. Eða það telur maður a.m.k. líklega skýringu. Stundum er eins og vanti fyllingu í myndina. í einu atriði rekur afinn drenginn út með skömmum úr fangelsinu og neitar að hann verði lögfræðingur sinn, í því næsta sitja þeir og fara yfir málið eins og ekkert hafi í skorist. Eftir því sem drengurinn kafar dýpra í sögu afa síns finnur hann meira út um þann gamla og hatrið sem búið hefur í hvíta manninum í Suðurríkjunum kynslóðum saman. Fremur er það yfirborðskennt ferðalag. Það er eins og enginn hafi haft áhuga á að leggja sig hundrað prósent í myndina. Leik- stjórinn James Foley stýrir henni af einhveiju áhuga- og sinnuleysi sem smitar út frá sér. Faye Dunaway fær að ofleika drykkju- sjúkling, Gene Hackman er lítið annað en gretturnar og formæling- arnar og umsnúningur hans virkar ósannfærandi og O’Donnell kreist- ir fram tár í fallegu bláu augun sín hvenær sem Foley smellir sam- an fingrunum. Klefinn hefur ekki það innlegg í umræðuna um dauðarefsingu sem Dauðamaður nálgast hafði, svo ekki sé minnst á Stutta mynd um dráp eftir Kieslowski. Það getur verið óþægilegt að horfa á hana vegna innihaldsins en hún verður aldrei meira en miðlungsgóð af- þreying. Arnaldur Indriðason HELGARTILBOB BIRKÍ STAFAFURA 35 PLÖNTUR í BK. ÁÐUR KR. 1.180- 40 PLONTURIBK. ÁÐUR KR. 1.290- AÐEINS KR. 540-, LOÐVIÐIR 2,0L. PT. MYRTUVÍÐIR 2,0L. PT. LAPPA VÍÐIR 2,0L. PT. KÖRFUVÍÐIR 2,0L. PT. KR.m- NUKR.59- KR.490* 1/J) Aí\í\ I\l\. ‘trrtr- KR.490- NÚKR. 45 MÓRG ONNUR FRABÆR TILBOÐI GANGI PLÖNTUSALANÍFOSSVOGl Fossvogsbletti 1 (fyrir neöan Borgarspítala) Opiö kl. 8 -19. helgar kl. 9 -18. Sími 564 1777 Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.