Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Hungurs-
neyðin
versnar
Richard Holbrooke beitir sér á ný á Balkanskaga
Leiðtogar staðfesta
réttindi flóttamanna
Hong Kong, París, New York. Reuter.
HUNGURSNEYÐIN í Norður-Kóreu
hefur versnað til muna að undan-
förnu. Starfsmenn alþjóðlegra hjálp-
arstofnana í landinu þjáða, sem lýtur
stalínskri stjórn, sögðu í gær að nú
væri fólk þar í landi farið að tala
opinberlega um að böm væru að
deyja úr hungri.
í sameiginlegu ákalli til þjóða
heims um að koma sveltandi íbúum
N-Kóreu til hjálpar sögðu fulltrúar
hjálparstofnananna Caritas, Oxfam
og Rauða krossins á sameiginlegum
fréttamannafundi í Hong Kong í
gær, að þörf væri á að minnsta kosti
700.000 tonnum af komi til að íbú-
amir eigi sér von um að þrauka fram
í október. Þurrkar hafa valdið alvar-
legum uppskembresti í N-Kóreu.
Norður-kóreskir ráðamenn tóku í
gær í New York að nýju upp viðræð-
ur við fuiltrúa Bandaríkjanna, Kína
og Suður-Kóreu um undirbúning
friðarsamningagerðar milli kóresku
ríkjanna tveggja. Þessar undirbún-
ingsviðræður gegna því takmarkaða
hlutverki að ákveða dagsetningu,
fundarstað og dagskrá formlegra
samningaviðræðna, sem sennilegast
þykir að verði í september nk.
Split, Brussel. Reuter.
FRANJO Tudjman, forseti Króatíu,
og Alija Izetbegovic, forseti Bosníu,
áttu í gær fund í Split með Richard
Holbrooke, sérlegum sendimanni
Bandaríkjastjómar, en hann er
kominn þangað með það fyrir aug-
um að hraða því að friðarumleitan-
ir á Balkanskaga beri árangur.
Áður en þeir hittust allir þrír
lýstu bæði Tudjman og Izetbegovic
því yfir að allir bosntskir flóttamenn
ættu rétt á því að snúa til baka til
heimkynna sinna án þess að þurfa
að óttast um öryggi sitt. En Izet-
begovic tók fram, að bæði hann og
Króatíuforseti, sem hóf annað kjör-
tímabil sitt í fyrradag, hefðu ofmet-
ið hve hratt mögulegt væri að leyfa
flóttamönnum að snúa heim.
Yfirlýsing forsetanna kemur í
kjölfar fregna af því að „drukkinn
króatískur múgur“ hefði flæmt burt
um 300 múslimska flóttamenn, sem
reyndu að snúa aftur til fyrri heim-
kynna sinna í bænum Jajce í mið-
hluta Bosníu um helgina. Kveikt
var í heimilum flóttamannanna og
einn þeirra brenndist til bana.
Áður en forsetamir gengu til
fundarins með Holbrooke, sem
eignaður er mestur hluti heiðursins
af Dayton-friðarsamkomulaginu
svokallaða, sem batt enda á stríðið
í Bosníu í árslok 1995, undirrituðu
þeir sameiginlega yfirlýsingu um
sjálfstæði Bosníu-Herzegovínu. í
yfírlýsingunni heita forsetamir
jafnframt að unnið verði að form-
legu samkomulagi sem kveði nánar
á um „aukna samvinnu“ nágranna-
landanna tveggja. Er ætlunin að
þetta samkomulag verði tilbúið til
undirritunar 1. september nk.
Samskiptum við
sendiherra hætt
Stjóm Lúxemborgar, sem fer nú
fyrir ráðherraráði Evrópusam-
bandsins (ESB), hefur lagt til að
aðildarríkin hætti öllum samskipt-
um við sendiherra Bosníu.
Níu ESB-ríkjanna fimmtán til-
kynntu í fyrradag að þau hygðust
ijúfa tengsl sín við sendiherrana til
að knýja á um að Serbar, Króatar
og múslimar stæðu við ákvæði frið-
arsamningsins frá 1995.
Utanríkisráðuneytið í Lúxem-
borg sagði að ESB-ríkin myndu þó
ekki slíta stjórnmálasambandi við
Bosniu. Hins vegar yrði orðið við
beiðni Carlos Westendorps, sendi-
manns Sameinuðu þjóðanna í Bosn-
íu, um að samskiptunum við sendi-
herrana yrði hætt þar til þarlend
stjórnvöld næðu samkomulagi um
skiptingu sendiherraembættanna.
Ráðamenn í Bosníu höfðu fengið
frest til 1. ágúst til að leysa deil-
una. Heimildarmenn segja að stjórn
múslima hafi skipað alla núverandi
sendiherra Bosníu og enginn þeirra
hafi fengið samþykki forsætisráðs
þjóðanna þriggja, eins og kveðið
er á um í friðarsamningnum. Þær
eiga að skipta með sér 33 sendi-
herraembættum og deila einkum
um sendiráðið í Washington.
MEÐLIMIR samtakanna „í þágu
móður jarðar", sem beijast gegn
nýtingu kjarnorku, sjást hér liggja
fyrir utan höfuðstöðvar Atlants-
hafsbandalagsins i Brussel í gær,
í mótmælaskyni við að hernaðar-
áætlanir NATO grundvallast enn-
þá á fælingarmætti kjarnorku-
Mótmæli
í Brussel
vopna. Samtimis mótmælaaðgerð-
um þessum sagði franskur vís-
indamaður, sem hefur haft yf-
irumsjón með opinberri úttekt á
umdeildu endurvinnsluveri fyrir
kjarnorkuúrgang i N-Frakklandi,
af sér, eftir að hann hafði kallað
grænfriðunga „alræðissinna" sem
ynnu að því að búa jörðinni „grið-
arstórt sameiginlegt sjálfsmorð".
Tilfinning--
ar„buga“
geimfara
Moskvu. Reuter.
PAVEL Vinogradov, geimfarinn
sem var skotið á loft í rússneskri
geimflaug í fyrradag áleiðis til
geimstöðvarinnar Mír, var „bugað-
ur af tilfinningum“ í flugtakinu.
Þetta sagði yfírlæknir stjómstöðvar
Mír í gær. í fylgd með Vinogradov,
sem er í sinni fyrstu geimferð, er
Anatolí Solovjov, einn reyndasti
geimfari Rússa. IVÍmenningunum
er ætlað að leysa af þriggja manna
áhöfn Mír og freista þess að bjarga
geimstöðinni úr þeim ógöngum,
sem hún er komin í eftir röð bilana.
Tenging í dag
í gær var ómannaða Progress-
geimfarið, sem flutt hafði birgðir
til geimfaranna þriggja, sem
þrauka í Mír, leyst frá geimstöðinni
til að Soyuz-far Vinogradovs og
Solovjovs geti tengzt Mír vand-
kvæðalaust. Áætlað er að það ger-
ist kl. 17:03 í dag að íslenzkum
tíma.
Skoðanir Dana skiptar í garð Amsterdam-samnings Evrópusambandsins
ANDSTÆÐINGAR og fylgjendur
Amsterdam-samningsins um breyt-
ingar á stofnsáttmála Evrópusam-
bandsins eru álíka margir í hópi
danskra kjósenda, samkvæmt nýrri
skoðanakönnun. Óákveðnum hefur
fækkað, en þeir eru enn um þriðj-
ungur kjósenda. Þjóðaratkvæða-
greiðsla verður haldin um samning-
inn í Danmörku, að öllum líkindum
á fyrri hluta næsta árs.
Samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakönnunar, sem Sonar-stofnunin
gerði fyrir Jyllands-Posten, eru
35% kjósenda hlynntir samningn-
um og 34% andvígir. Hlutfall
þeirra, sem eru óákveðnir eða ætla
ekki að kjósa, er 31%.
í Amsterdam-samningnum er
kveðið á um frekar takmarkaðar
breytingar á starfsemi ESB. Á
meðal þeirra breytinga, sem senni-
lega falla dönskum kjósendum í
geð, er að kafla um atvinnumál var
bætt I stofnsáttmálann, einstökum
ríkjum var tryggður réttur til að
hafa strangari löggjöf um umhverf-
ismál og lágmarksréttindi launþega
Álíka margir
með og á móti
voru aukin. Ekki
varð heldur af
áformum um að
sameina ESB og
Vestur-Evrópu-
sambandið, sem
Danmörk á ekki
aðild að. Hins
vegar eru Danir
sennilega ekki hrifnir af auknu lög-
reglusamstarfí og afnámi landa-
mæraeftirlits, en frá þeim ákvæð-
um samningsins hafa þeir þó
ákveðnar undanþágur.
í sunnudagsblaði Jyllands-Post-
en er rætt við ýmsa sérfræðinga
um Evrópumál um hvað kunni að
jLÍr^rju
EVRÓPAt
gerast, segi
danska þjóðin
nei við Amsterd-
am-samningn-
um. Fram kemur
að stjórnmála-
menn forðist að
tjá sig um afleið-
ingarnar af ótta
við að verða sakaðir um að reka
hræðsluáróður, líkt og gerðist fyrir
þjóðaratkvæðagreiðsluna um
Maastricht-samninginn fyrir fimm
árum. Talsmenn atvinnulífsins telja
hins vegar að efnahagsleg áhrif af
því að hafna samningnum verði
neikvæð.
í umfjöllun Jyllands-Posten kem-
ur fram að hafni Danir samningn-
um séu þrír kostir fyrir hendi. í
fyrsta lagi að hefja nýjar samn-
ingaviðræður ESB-ríkjanna um
breytingar á stofnsáttmálanum.
Það telja flestir sérfræðingar ólík-
legt. „Það er ekki hægt að útiloka
nýjar samningaviðræður, en ég ef-
ast um að rófan fái að dilla hundin-
um,“ segir Peter Vestendorf, ESB-
sérfræðingur hjá samtökum iðnað-
armanna.
Annar kostur er að Danir fái
undanþágur frá sumum ákvæðum
samningsins, líkt og gerðist eftir
að Maastricht-samningnum var
hafnað. Ýmsir sérfræðingar telja
samningaviðræður varla þess virði,
vegna hins rýra innihalds Amster-
dam-samningsins.
í þriðja lagi nefna sumir viðmæl-
endur blaðsins þann kost að Dan-
mörk gangi úr ESB og taki upp
lauslegri tengingu við sambandið,
svipaða þeirri sem Noregur og ís-
land hafa samkvæmt EES-samn-
ingnum.
mm
Kínverja
dreymir
ríkidæmi
í GREIN í Dagblaði alþýðunn-
ar, málgagni kínverska komm-
únistaflokksins, á miðvikudag
segir m.a. að óþarft sé að deila
um frjálst markaðskerfi. Aug-
ljóslega þurfi að opna mark-
aðskerfið í þágu framleiðni,
þjóðarstyrks og bættra lífs-
kjara þannig að Kínveijar geti
uppfyllt draum sinn um ríki-
dæmi. í greininni er borið í
bætifláka fyrir umbætur hins
látna leiðtoga Deng Xiaoping
og arftaka hans Jiang Zemin
en báðir hafa þeir verið gagn-
rýndir af harðlínumönnum fyr-
ir að víkja af vegi sósíalism-
ans. Kínverskir ráðamenn búa
sig nú undir komandi flokks-
þing þar sem línur verða lagð-
ar fyrir næsta áratug.
Vilja fieiri
heilsdagsstörf
TEAMSTER, verkalýðsfélag
starfsmanna hraðflutninga-
fyrirtækisins UPS í Bandaríkj-
unum, hefur nú verið í verk-
falli frá því á mánudag. Þó
báðir aðilar segist reiðubúnir
til viðræðna hafa engar nýjar
málamiðlanir komið fram frá
því viðræður sigldu í strand
um síðustu helgi. Starfsmenn
fyrirtækisins krefjast þess
m.a. að ráðningum utan verka-
lýðsfélaga verði hætt og að
búnar verði til nýjar heilsdags-
stöður úr hlutastöðum. UPS,
sem er stærsta hraðflutninga-
fyrirtæki heims, hefur ítrekað
en árangurslaust reynt að fá
stjómvöld til að hlutast til um
málið.
Nýr forsætis-
ráðherra
Kambódíu
UNG Huot var í gær kosinn
annar af tveimur forsætisráð-
hermm Kambódíu á kambód-
íska þinginu. Huot nýtur
stuðnings Huns Sen, annars
forsætisráðherra, sem hrakti
Norodom Ranariddh prins úr
embætti fyrsta forsætisráð-
herra í síðasta mánuði. And-
stæðingar Huns Sen hafa lýst
kosninguna ógilda og
Sihanouk konungur, faðir
Ranariddhs, hefur lýst því yfir
að hann muni ekki leggja
blessun sína yfir að annar
maður gegni embætti sem syni
hans beri.
Dýrar staf-
setningar-
reglur
ÞÝSKIR skólabókaútgefendur
óttast milljarða tap verði fyrir-
huguð einföldun þýskra staf-
setningarreglna afturkölluð.
Óvissa ríkir um framgang
málsins eftir að dómstóll í
Hessen bannaði skólum í sam-
bandslandinu að kenna nýju
reglumar. Breytingarnar, sem
m.a. einfalda reglur um
kommusetningu, hafa þegar
verið settar inn í kennsluskrár
í mörgum skólum í Þýskalandi
þótt þær verði ekki bindandi
fyrr en árið 2005 og hefur
mikill kostnaður verið lagður
í að endurprenta kennslubæk-
ur í samræmi við þær.
STUTT