Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Bókasafn Háskólans á Akureyri Framkvæmd- ir á iokastigi FRAMKVÆMDIR við uppbygg- ingu bókasafns Háskólans á Akur- eyri í framtíðarhúsnæði háskólans á Sólborg eru nú á lokastigi. Safn- ið verður opnað formlega í tengslum við tíu ára afmælishátíð Háskólans á Akureyri 6. september næstkom- andi, að sögn Þorsteins Gunnars- sonar, rektors Háskólans. Iðnaðarmenn voru á þönum í hin- um nýju húsakynnum bókasafnsins í gærdag, en samkvæmt áætlun á hefja flutning safnsins úr núverandi húsnæði við Þingvallastræti um eða upp úr 20. ágúst næstkomandi. Starfsemi Háskólans á Akureyri hefst 25. ágúst og þá á safnið að vera tilbúið til notkunar fyrir nem- endur skólans. Húsnæðið er rúmlega 1.000 fer- metrar að stærð og hafa miklar endurbætur verið gerðar á því síð- ustu mánuði en framkvæmdir hóf- ust í apríl síðastliðnum. Þorsteinn sagði að nánast væri um endur- byggingu á húsnæðinu að ræða en meðal verkefna var að breyta og endurnýja lagnakerfi, klæða loft, mála, endurnýjun gólfefna, veggir voru reistir og settar upp nýjar inn- réttingar ásamt gluggum og úti- hurðum. Kostnaður verktaka, sem eru SJS-verktakar, er um 45 millj- ónir króna. Arkitektastofurnar Gláma og Kím sáu um hönnun bókasafnsins. Lesaðstaða fyrir 80 nemendur Í bókasafninu verður lesaðstaða fyrir 80 nemendur og er að sögn rektors gert ráð fyrir þeim mögu- leika að koma tölvu fyrir við hvert lesborð. Ekki væri þó víst að það markmið næðist nú strax í haust. Á safninu verður fullkominn búnað- ur fyrir nútímabókasafn en áætlað- ur kostnaður vegna kaupa á búnaði liggur ekki fyrir. Á safninu verða einnig skrifstofur starfsfólks og fundarherbergi, bækur, tímarit og annað efni verður í miðrými safns- ins og einr.ig verður bókahillum komið fyrir í kjallara byggingarinn- ar. Mikil fjölgun nemenda Gert er ráð fyrir að 450-60 nem- endur hefji nám við Háskólann á Akureyri nú í haust og hefur þeim fjölgað umtalsvert frá því á síðasta námsári, eða um 80-90 talsins. Iðju- þjálfun verður kennd í fyrsta skipti við háskólann í vetur og eru nem- endur á fyrsta ári á bilinu 40 til 50 og þá hefst einnig kennsla í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda og hafa á milli 50 og 60 nemendur skráð sig til náms. Morgunblaðið/Björn Gíslason FRAMKVÆMDIR við uppbyggingu bókasafns Háskólans á Akur- eyri eru nú á lokastigi og voru iðnaðarmenn á þönum í gær- dag. Áætlað er að taka húsnæðið í notkun þegar starfsemi há- skólans hefst eftir rúman hálfan mánuð. Ferðafélag Akureyrar Raðganga og nátt- úruskoðun RAÐGANGA Ferðafélags Akur- eyrar, sú þriðja í röðinni, verður næstkomandi laugardag, en þá verður gengið úr Víkurskarði um Gæsadal að Ytra-Hóli í Fnjóska- dal. Lagt verður af stað í gönguna frá skrifstofu Ferðafélagsins kl. 9. Jarðfræðiferð um Eyjafjörð verður farin á sunnudag 10. ágúst og verður lagt af stað frá skrif- stofu félagins kl. 13 og ekið að Krossanesborgum, upp í Hlíðar- fjall og inn í Eyjafjörð. Þetta er náttúruskoðunarferð þar sem skoðaðir eru markverðir staðir frá jarðfræðilegu sjónarmiði. Upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Ferðafélags Akureyrar sem er opin frá kl. 16 til 19 virka daga og þar fer skráning einnig fram. ----------» ♦ ♦---- Sýningu lýkur SÝNINGU Ríkharðs Valtingojer og Sólrúnar Friðriksdóttur í Gallerí Svartfugli á Akureyri lýkur nú um helgina. Ríkharður sýnir grafíkverk, mezzotintur og verk sem unnin eru með blandaðri tækni; monoþrykk og þurrnál. Sólrún sýnir textílverk; myndvefnað og textílcollage. Sýn- ingin er opin daglega frá kl. 14 til 18. Tuborg- djass í Deiglunni HUÓMSVEITIN Cirrus frá Stokk- hólmi, skipuð Ara Haraldssyni, saxó- fón, Peter Nilsson, gítar, Hans Ny- man, gítar, Anders Grop, kontrabassa og Patrick Robertsson, slagverk, leikur djass í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöld- ið 7. ágúst kl. 22. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Frá þjóðlögum í djass“ en innihalda þó fyrst og fremst tónlist eftir Cirr- us. Tónlistin hefur norrænan tón og sérstakt yfirbragð því ekkert raf- magn er notað. Hljómsveitin hefur starfað saman í þijú ár og getið sér gott orð í Svíþjóð. Hljómsveitarmeðlimir hafa Qöl- breytta tónlistarmenntun og hafa reynt fyrir sér í ýmsum tegundum tónlistar. Þessi bakgrunnur nýtist þeim vel í lagasmíðum og kennir þar ýmissa grasa. Þar koma einnig við sögu hljóðfæri sem ekki eru algeng í djassi, t.d. hið ástralska didgeridoo. Djasskvöldin í Deiglunni á fimmtudagskvöldum eru í umsjá Jazzklúbbs Akureyrar með stuðningi Tuborg og Café Karólínu. Söngvaka Söngvaka verður í Minjasafns- kirkjunni í kvöld, fimmtudagskvöld og hefst það kl. 21. Þar gefst kostur á að fræðast um íslenska alþýðutón- list frá dróttkvæðum til okkar daga. Tónlistarmennirnir Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartar- son flytja klukkustundarlanga dag- skrá í tali og tónum. Sýningu lýkur Sýningu Marianne Schoiswohl lýkur í dag,_7. ágúst, en hún er í Deiglunni. Á sýninguni eru verk unnin með blandaðri tækni. Mar- ianne býr í Austurríki og hefur tek- ið þátt í mörgum samsýningum þar í landi og víðar í Evrópu. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18. LISTA97 SUMAR AKUREYRI Arna Valsdóttir sýnir í Deiglunni ARNA setur salt í grautinn. Er mandla í grautnum? ARNA Valsdóttir opn- ar sýningu í Deiglunni næstkomandi sunnu- dag, 10. ágúst, kl. 14. Arna er fædd og uppalin á Akureyri, að loknu grunnskólanámi hélt hún til Danmerkur, í Lýðhá- skólann í Holbæk. Eftir það fór hún í Myndlista- og hand- íðaskólann í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan 1986. Arna stundaði framhaldsnám við Jan van Eyck háskólann í Maastricht. LISTA97 SUMAR Hún hélt einkasýn- ingar í Liége í Belgíu 1990 og Café Menn- ingu á Dalvík 1996. AKUREYRI Húnhefurtekiðþátt í mörgum samsýning- um, m.a. í Hoorn, Hollandi, Nýlistasafninu í Reykjavík og Deiglunni á Akureyri. Sýningin í Deiglunni ber nafnið „Er mandla í grautn- um?“ og er yfirlitssýning á þeirri grautargerð sem Arna hefur stundað á undanförnum árum. Eyjafjarðarsveit Seinni sláttur að hefjast Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. BÆNDUR í Eyjafjarðarsveit hafa nú flestir lokið fyrri slætti fyrir allnokkru og er heyfengur mikill og góður. Seinni sláttur er hafinn á nokkrum bæjum og er gott útlit með hann. Júlímánuður var hlýrri en í meðalári og þurrkar allgóðir þó ekki kæmu margir þurrir dagar í röð. Ágætt útlit er með kartöflu- rækt og margir farnir að taka upp í matinn. Sömu sögu er að segja með kornið, en æ fleiri rækta það hér í Eyjafirði og jafnvel í útsveit- um eru menn að þreifa fyrir sér með byggræktina. Bændur og búa- lið eru því mjög sátt við sumarið það sem af er og nokkuð bjartsýn á framhaldið. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Tilburðir á torginu HJÓLABRETTIN eru allsráð- sínar fyrir gesti og gangandi, andi í sumar. Strákarnir safnast sem iðulega fylgjast agndofa með saman í miðbænum og leika listir þegar þeir stökkva í loft upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.