Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.08.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 C 3 HM í AÞENU ’97 Hicham El Guerrouj Fæddur: 14. september 1974, í Berkan í Marokkó. Ferill: Hann datt er hann ætlaði að taka framúr Noureddine Morceli frá Alsír á lokasprettinum á Eyðimerkurprins- inn orðinn konungur MAROKKÓBÚINN Hicham El Guerrouj eða eyðimerkur- prinsinn eins og hann er oft nefndur sýndi yfirburði sína í 1.500 metra hlaupinu á HM í Aþenu í gær, sýndi að hann er konungur millivegalengda- hlaupara. Hann vann m.a. Noureddine Morceli frá Alsír, sem er ólympíumeistari í greininni og þrefaldur heims- meistari. El Guerrouj, sem er 22 ára og heimsmeistari innanhúss í greininni, hljóp á 3.35,83 mínútum og náði þar með að hefna fyrir ófarimar á Ólympíuleikunum í Atlanta er hann datt á síðustu metrunum er hann var að reyna að komast framúr Morceli. Eftir leikana var hann á því að leggja skóna á hilluna en eftir að konung- ur Marokkó talaði við hann og hvatti hann til að halda áfram á hlaupabrautinni snérist honum hugur. Ef Morceli hefði sigrað hefði hann orðið fyrstur til að vinna til gullverðlauna á fjóram heims- meistaramótum í röð. Hann endaði hins vegar aðeins í fjórða sæti í gær og átti aldrei möguleika á móti El Guerrouj. Spánverjar Fermin Cocho og Reyes Estevaez komu næstir og átti Estevaez mjög góðan endasprett og skildi Morceli eftir án verðlauna. Hlaupið fór rólega af stað en þegar kom að þriðja hring, sem er talinn mikilvægastur, tók El Guerrouj til sinna ráða og náði afgerandi forystu og þá var aldrei spuming um hver tæki við gull- verðlaununum. Það þótti vel við hæfi að hlaupa- konan Nawal El Moutawakel, sem varð fyrsti ólympíumeistari Mar- okkó árið 1984, afhenti honum gullpeninginn eftirsótta að loknu hlaupi. Áföll ítug- þrautinni ÞAÐ voru fleiri en Jón Amar Magnússon sem ekki tókst að jjúka keppni í tugþraut á heimsmeistaramótinu. Af 34 keppendum sem hófust handa í fyrradag tókst aðeins 20 að ljúka SUum þrautunum 10. Meðal þeirra sem hrukku úr skaptinu voru Ólympiumeist- arinn frá þvi I Barcelona árið 1992, Robert Zmelik frá Tékk- landi, Sebastian Levicq fremsti tugþrautarmaður Frakka, Bandaríkjamaðurinn Chris Huffins, rússneski meist- arinn Lev Lobodin og pólski meistarinn Sebastian Chmara. Drummond heppinn BANDARÍSKI meistarinn, John Drummond, var við það að detta rétt áður en hann kom í markið í undanrásum 200 m hlaupsins i gær og rétt náði að komast áfram í milliriðla. Hann hljóp í 1. riðli og var fyrstur þegar skammt var í markið en þá missti jafnvægið og var næstum kominn út af sinni braut og við það fóru tveir hlauparar framúr honum. „Ég náði að halda mér inni á braut- inni með þvi að rétta upp aðra höndina til að halda jafnvægi. 1.500 metrunum og missti þar með af gullinu. Hann hefur verið bestur í greininni á yfírstandandi tímabili, á þrjá bestu tíma ársins, og í fyrra vann hann m.a. Morceli á síð- asta stigamótinu. Hann á heimsmetin innanhúss bæði í míluhlaupi og 1.500 metra hlaupi. Besti tími hans í ár er frá því á móti í Stokkhólmi í síð- asta mánuði er hann hljóp á 3.29,30 mín. Reuter HICHAM El Guerroui frá Marokkó fagnar hér öruggum sigrl (1.500 metra hlauplnu (Aþenu (gear. Hann er nú óumdellan- lega besti mllllvegalengdahlaupari helms. Johnson ánægður HLAUPARINN mikli, Michael Johnson frá Bandaríkjunum, fékk gullpening sinn fyrir 400 metra hlaupið í gær, en þá var verðlaunaafhendingin á Ólympíuleikvanginum í Aþenu og völlurinn svo gott sem troð- fullur, tæplega 80.000 áhorf- endur. Það var mikið klappað fyrir Johnson og hann hafði greinilega gaman af því, brosti út að eyrum og sagði á örstutt- um blaðamannafundi á eftir að sér hefði Uðið geysilega vel. „Ég hefði átt að keppa í fleiri greinum, það er svo gam- anaðvinna." Týndi skó PATRICK Konchellah frá Kenýa sigraði í fyrri undanriðl- iiium (800 m hlaupinu. „Ég missti annan skóinn minn um leið og bjallan gaU tíl mekis um að einn hringur væri eftír. Von- andi finnur einhver hann og sá er vinsamlegast beðinn um að skila honum. Ég á aðra skó en þessir eru langf(jótastír.“ Perec ekki sigurviss MAREE-Jose Perec, Ólympíu- meistari í 200 og 400 metra hlaupi frá Frakklandi, telur möguleika sína á sigri i 200 metra hlaupinu ekki mikla. „Það verður að tefjast krafta- verk ef ég næ að vinna til verð- launa í 200 metra hlaupinu hér í Aþenu. Ég hefði liklega átt að sitja heima, en það hefði verið erfitt," sagði Perec, sem hljóp á 22,87 sek. í undanrás- unum. Með mynd af syninum Javier Sotomayor frá Kúbu sigraði með glæsibrag í hástökkinu í gærkvöldi, vippaði sér yfir 2,37 metra og bætti þar með árangur sinn á árinu um þijá sentimetra og besta árangur ársins um einn. „Ég hef verið meiddur í nokkurn tima og því var sigurinn kærkominn, sér- staklega eftir það sem gerðist á Ólympíuleikunum. Sigurinn tileinka ég öllum sem gleymdu mér ekki á meðan illa gekk og syni mínum, en ég var með mynd af honum í tösk- unni allan tímann," sagði Sotomayor eftir sigurinn. Keppnin var spennandi. Sotomay- or var öraggur, stökk yfír 2,37 í annarri tilraun og Artur Partyka frá Póllandi, sem varð annar, felldi þá hæð tvívegis og ákvað að nota þriðja skiptið til að reyna við 2,39. So- tomayor sleppti 2,39 og reyndi þess í stað við nýtt leikamet, 2,41 en hann á sjálfur það gamla, 2,40, sem hann setti í Stuttgart 1993. Hann felldi í fyrstu tilraun og veifaði til áhorfenda og sagðist vera hættur. Ástralinn Timothy Forsyth, sem átti besta árangur ársins, 2,36 metra, varð í þriðja sæti, stökk 2,35 eins og Partyka en notaði fleiri tilraunir á 2,29 metra fyrr í keppninni. Norð- maðurinn Steinar Hoen varð fjórði með 2,32 metra og missti þar með af því að verða fyrsti Norðurlandabú- inn til að komast á pall hér í Aþenu. Það var hins vegar tugþrautarkapp- inn Eduard Hamalainen sem það gerði, varð annar í þrautinni. Morgunblaðið/Golli JAVIER Sotomayor, helmsmethafl í hástökki trygglr sér hér slgurinn ( slnnl sérgreln é helms- melstaramötinu með því aö stökkva yfir 2,37 m og né um lelð besta érangrl érslns (grelnlnnl. Sotomayor Fæddur: 13. október 1967, í Limonar á Kúbu. Ferill: Heimsmethafí í há- stökki, 2,45 m sett 1993. Varð ólympíumeistari 1992 og heimsmeistari árið eftir, en hreppti annað sæti á síðasta heimsmeistaramóti. Hefur rúmlega tvö hundruð sinnum stokkið yfír 2,30 m frá 1984. Átti í meiðslum á hné og ökkla 1995 og 1996 og varð af þeim sökum aðeins í 11. sæti á Ólympíuleikunum í fyrra. Var af ýmsum talinn úr leik á meðal þeirra bestu vegna þess- ara þrálátu meiðsla, en afsann- aði það með sigrinum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.