Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 6

Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 6
6 C FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 GOLF MORGUNBLAÐIÐ Myndi nota „surlyn" DEANE Beman, fyrrum framkvæmdastjóri banda- rísku PGA-mótaraðarinnar, heimsótti Hogan fyrir nokkr- um árum og ræddu þeir lengi saman. „Ef ég væri að spila í dag, myndi ég nota surlyn- bolta," sagði Hogan íbygginn á svip, en surlyn er efni í hýði golfbolta sem atvinnu- menn nota helst ekki. Þeir nota nær eingöngu boita með balata-hýði, sem stuðlar að betra gripi boltans á flötun- um. Beman varð hissa og spurði: „Af hverju? Til hvers myndir þú nota surlyn, hr. Hogan?“ Hann þagði drykk- langa stund, en sagði síðan: JÞað er betra.“ Beman hall- aði sér fram og spurði með forvitnissvip: „En af hveiju er það betra, hr. Hogan?“ Aftur kom þögn, en síðan sagði Hogan: „Ég segi það ekki.“ Tímasóun EITT sinn sat Hogan í ónefndu klúbbhúsi í Banda- ríkjunum þegar ókunnugur maður, sem hafði verið að æfa dágóða stund fyrir utan, gekk inn. Hann hóf strax að útskýra fyrir öllum hversu duglegur hann hefði verið að æfa sig. Þá sagði Hogan án þess að lita upp: „Þú hefðir alveg eins getað verið að gera Ieikfimiæfingar.“ Þúátt leik“ HOGAN var ávaUt mjög ein- beittur á golfveUinum og var ekki málglaður. Dæmi er um það að hann hafi ekki sagt neitt við þann, sem lék með honum einn hring i ónefndu stórmóti, nema: „Þú átt Ieik.“ Fyrsti fuglinn HOGAN lék eitt sinn með manni í ráshóp, sem fór holu i höggi á 12. braut Augusta National-vaUarins í banda- rísku meistarakeppninni. Hogan fékk sjálfur fugl og sagði síðan við hinn kylfing- inn, sem var i sjöunda himni: „Heyrðu, þetta er í fyrsta skiptí sem ég næ fugli á þess- ari braut.“ Æfðiþartil honumblæddi ENGINN hefur þótt slá golfboltann eins vel og Hogan, að matl Jacks Nlcklaus. Hogan var haldlnn gríðar- legrl fullkomnun- aráráttu,og sagð- Ist hafa skemmt sér konunglega vlð æflngar. Einn merkasti kylfíngur sögunnar, Ben Hogan, lést fyrir rúmri viku. Edwin Rögnvaldsson kynnti sér lífshlaup hins hlédræga afreks- manns, sem ávallt var talinn kald- lyndur og hrokafullur. Ben Hogan vann ótrúlegt afrek þegar hann sigr- aði á opna bandaríska mótinu árið 1950, að- eins sextán mánuðum eftir bílslys sem varð honum næstum að bana. Eftir það sögðu læknar að hann myndi aldrei ganga framar án þess að finna til mikils sársauka. Hann neitaði að gefast upp og hafði aldrei leikið betur en þegar hann sigraði á opna bandaríska mótinu. Hogan sigraði á 63 mótum atvinnumanna víðs vegar um heiminn á ferli sínum. Aðeins tveir menn hafa leikið það eftir, þeir Sam Snead og Jack Nick- laus. Snead hefur sigrað 81 sinni, en Nicklaus hefur unnið 70 atvinnumannamót. Hogan er auk þess í þriðja sæti yfir kylfinga, sem oftast hafa sigrað á fiórum stærstu mótum hvers árs. Á þeim vettvangi hefur hann níu sinnum staðið uppi sem sigurveg- ari, en Nicklaus hefur unnið 18 slík mót og Walter Hagen ellefu. William Ben Hogan var 84 ára þegar hann fékk hjartaáfall föstudaginn 25. júlí sl., en hann hafði þjáðst af Alzheimer-sjúkdómnum um langt skeið. Hann hætti keppni snemma á sjöunda áratugnum, en nokkrir kylfíngar nútímans muna eftir fulikom- inni sveiflu hans og dularfullri framkomu. „Enginn hefur getað slegið boltann eins vel og Hogan,“ seg- ir Jack Nicklaus. „Ég man eftir að hafa leikið tvo hringi með honum í opna bandaríska mótinu árið 1960. Ég var hissa á því hversu einbeittur hann var og dáðist að hæfni hans í löngum höggum. Hann var auk þess haldinn ótrúlegri fullkomnunaráráttu," segir hann. Hogan fæddist í Stephenville í Texasríki hinn 13. ágúst 1912. Rúmum níu árum síðar stóð hann inni á jámsmíðaverkstæði föður síns, Chesters, sem dró upp skotvopn og framdi sjálfsvíg 1 návist sonarins. Ben og móðir hans, Clara, fluttu þá til Fort Worth, þar sem drengurinn kynntist golfíþróttinni sem kylfusveinn á Glen Garden golfvellinum. Hann gerð- ist atvinnumaður þegar hann var 17 ára. Æfði þartil honum blæddi Hogan var mjög hlédrægur og sagði fátt að fyrra bragði, en hann var sagður æfa sig þar til það blæddi úr höndum hans. Þegar hann var spurður hvers vegna hann æfði svona mikið, sagði hann: „Ég varð að gera það. Svei- flan mín var svo slæm.“ Hann við- urkenndi þó að það værí ekki allt og sumt. „Ég skemmti mér konung- lega við það,“ sagði hann. Sjálfur sagðist Hogan aldrei hafa reynt að slá beint högg. „Ég get BLACK & DECKER Opna BLACK & DECKER golfmótið verður haldið á Kiðjabergsvelli, sunnudaginn 10. ágúst. Skráning hefst í golfskálanum, föstudaginn 8. ágúst eftir kl. 16:00 í síma 486 4495. Ækfm,K& WDECKER sterkur i verki það ekki og ég trúi ekki að nokkur maður geti slegið þráðbeint högg. Slíkt gerist bara fyrir hreina tilvilj- un,“ sagði hann. Tommy Bolt, sem lék lengi með Hogan á bandarísku mótaröðinni, var eitt sinn spurður um hvor væri betri kylfingur, Hog- an eða Nicklaus. „Ég hef séð Nick- laus fylgjast með Hogan við æfmg- ar. Ég hef aldrei séð Hogan horfa á Nicklaus æfa sig,“ svaraði Bolt. Hogan var í hernum um tíma, en hóf keppni á ný í ágúst 1945. Eftir það og þangað til að hann lenti í bílslysinu í febrúar 1949 sigr- aði hann á alls 37 atvinnumanna- mótum, þar af tvisvar á PGA-meist- aramótinu og einu sinni á því opna bandaríska. Þessi þriggja og hálfs árs afrakstur Hogans hefði dugað í níunda sæti yfir sigursælustu at- vinnumenn allra tíma. Hogan er auk þess einn fjögurra kylfinga sem hafa sigrað á öllum fjórum stærstu mótunum, bandarísku meistara- keppninni [Masters], opna breska og bandaríska mótinu og PGA- meistaramótinu. Hinir þrír eru Gene Sarazen, Gary Player og Jack Nicklaus. Eftir fyrsta sigur sinn á stór- móti, PGA-mótinu 1946, tók Hogan þátt í fimmtán öðrum slíkum mót- um og vann átta þeirra. Árið 1953 tók hann þátt í sex mótum og sigr- aði í öllum nema einu. Þar á meðal var bandaríska meistarakeppnin auk opna breska og bandaríska mótsins. Engum hefur tekist að sigra á öllum fjórum stóru mótunum sama árið, en Hogan tók ekki einu sinni þátt í síðustu keppninni, PGA- mótinu, því fætur hans voru ekki nógu sterkir til að leika 200 brautir í holukeppni, sem þá var leikin í PGA-mótinu. Sannaði að ég gæti enn sigrað Þegar bifreið Hogans og konu hans, Valerie, var í þann mund að skella framan á rútu, sem kom á miklum hraða á móti þeim, kastaði hann sér til hliðar yfir Valerie og bjargaði þannig lífi þeirra beggja, því vinstri helmingur bifreiðarinnar kramdist. Aðeins sextán mánuðum síðar gekk hann sárþjáður 36 holur á lokadegi opna bandaríska mótsins og komst í umspil um sigurinn með einu frægasta höggi golfsögunnar, þegar hann sló annað höggið á 18. braut Merion-vallarins með 1 jámi inn á flöt og einpúttaði. Hogan sigr- aði í umspilinu við Lloyd Mangrum og George Fazio daginn eftir. „Sig- urinn á Merion er mér mikils virði, því ég sannaði að ég gæti enn sigr- að,“ sagði Hogan. Hogan var jafn dularfullur í aug- um keppinauta sinna á bandarísku mótaröðinni og fréttamanna. Deane Beman, fyrrverandi framkvæmda- stjóri PGA-mótaraðarinnar, sagði eitt sinn, að ómögulegt hafi verið Presslink að ræða kæruleysislega um daginn og veginn við Hogan. „Hann starði venjulega beint í augun á við- mælanda sínum, líkt og hann væri að rannsaka heilabú hans,“ sagði Beman. Hann fann að nær öllum blaða- greinum um sig og gafst upp við að reyna að leiðrétta mistök ýmissa fréttamanna. Millinafn hans er ekki Benjamin, eins og ritað hefur verið í fjölda ára, heldur Ben. Hann fæddist heldur ekki í Dublin í Tex- as eins og haldið hefur verið fram. Hann var einnig talinn örvhentur, þó að hann sveiflaði kylfunni eins og rétthentur maður. Sú staðhæf- ing er einnig röng. „Fyrsta kylfan sem ég eignaðist var gömul tré- kylfa fyrir örvhenta," sagði Hogan, sem ávallt reyndi að segja sem minnst til að gera fólk enn forvitn- ara. „Ég held að hann hafi hlegið að okkur í öll þessi ár,“ sagði Jim Frank, ritstjóri Golf Magazine. Við- töl við kappann voru afar sjaldgæf og Hogan forðaðist eins og heitan eldinn að ræða við fréttamenn. „Einhvem tímann vinnur einhver mál- og heymleysingi golfmót og þá getið þið ekki skrifað neitt,“ sagði hann. Hogan sagði að honum væri alveg sama þó fólk teldi hann kaldlyndan og hrokafullan. „Sumir skilja bara ekki hæversku. Það vilja ekki allir vera í sviðsljósinu,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.