Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 8

Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 8
Guðrún Arnardóttir ekki sátt við árangurinn Erbetri enþetta GUÐRÚN Arnardóttir úr Ármanni varð fimmta í sínum riðli í undanúrslitum 400 metra grindahlaupsins á heimsmeistaramót- inu ífrjálsíþróttum í Aþenu í gærkvöldi. Þrátt fyrir ágætt hlaup tókst henni ekki að komast í úrslit og láta drauminn rætast. Hún hljóp á 54,93 sekúndum en næsta stúlka á undan henni, Andrea Blackett frá Barbados, hljóp á 54,74 sekúndum og setti lands- met. Guðrún hef ur hlaupið á 54,85 í ár og íslandsmetið hennar er 54,81. „Það er kannske of mikið að segja að þetta hafi alit breyst í martröð, en ég er mjög vonsvikin," sagði Guðrún í sam- tali við Morgunblaðð eftir hlaupið. Allt um leikina, liðin og leikmenn- ina. ^ftir lélegt hlaup hjá Guðrúnu í Skúli U. Sveinsson skrifar frá Aþenu fyrstu umferð og hún rétt kom- ist í undanúrslit var ekki laust við að hjartað slægi að- eins hraðar af spenn- ingi þegar verið var að kynna keppendur. Guðrún hljóp á sjö- undu og næstystu brautinni. Fyrir framan hana á 8. braut var Anna Knoroz frá Rússlandi, en enginn var á þeirri sjöttu en þar átti Sally Gunn- ell frá Bretlandi að vera en hún hætti við vegna meiðsla að því að sagt var. Guðrún byijaði mjög vel, var önnur úr blokkunum og var fyrst yfir fyrstu grind eftir að hafa farið framúr þeirri rússnesku. Þegar stúlk- umar fóru yfir þriðju grind var Guð- rún enn fyrst og útlitið bara nokkuð bjart, en þegar þær komu í síðustu beygjuna var hún komin í fimmta sæti og þegar síðasta grind var að baki hóf hún ágætan endasprett en náði ekki stúlkunni frá Barbados og draumurinn um úrslitahlaupið var úti. „Ég er mjög ánægð með að kom- ast í úrslit og að setja met. Ég vissi af henni (Guðrúnu) fyrir aftan mig og gaf allt sem ég átti til að verða á undan henni,“ sagði Blackett ánægð eftir hlaupið. Aðeins ein stúlka í riðli Guðrúnar var með lakari tíma í ár þannig að ef til vill má segja að það hafi verið óskhyggja að hún kæmist í úrslit. „Nei, alls ekki. Ég hélt ég væri betri en þetta og það er ekkert mikil- mennskubijálæði. Stelpan sem var á undan mér hljóp á 54,74 og það er tími sem ég á alveg að geta hlaupið á, en því miður tókst það ekki í dag. írska stúlkan, (Susan Smith) hefur bætt sig helling hér, en ég hef eigin- lega alltaf unnið hana. Hún hljóp á 54,63 í undanrásunum og hvers vegna á ég ekki að geta það? Það er ekkert óraunhæft. Eg er þó ánægð með að ég reyndi virkilega. Hlaupið í fyrstu umferðinni var lélegt og ég man hreinlega ekki eftir því,“ sagði Guðrún og brosti út í annað. Guðrún sagði að nú yrði hún og Norbert Elliott þjálfarinn hennar að fara yfir undirþúninginn. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvað hefur mistekist hjá okkur, kannski eitthvað í vetur eða í sumar, en ég hef verið að bæta mig bæði í 200 og 400 metra hlaupi. Ég veit ekki hvað það er sem þarf til að bæta mig í grind- Reuter GUÐRÚN Arnardóttlr á hlaupabrautlnnl (400 m grindahlaupl á heimsmelstaramótlnu í Aþenu í gær. inni fyrst það gerðist ekki núna. Ég hef þann galla að mér líður best þeg- ar ég er með einhvern fyrir framan mig til að elta. Ég þyrfti að athuga hvort ekki megi vera með gulrót þannig að ég geti elt hana. Flestum finnst vont að hlaupa á innstu braut en ég vildi frekar vera þar en á þeim ystu. A Olympíuleikunum fannst mér vera einn ákveðinn punktur þar sem mér mistókst, en þegar ég fer yfir hlaupið núna er ekki um það að ræða. Ég verð að komast yfir þennan galla með að þurfa alltaf að elta einhvem. Auðvitað ætlar maður ekki að hægja á sér þegar maður er fremstur en þetta er eitthvað í undirmeðvitund- inni. Það má kannski segja að ég hafi verið heppin að komast í undan- úrslitin og mér leið alls ekki vel í gærkvöldi (fyrrakvöld) eftir hlaupið, en sem betur fer náði Norbert að byggja mig upp fyrir hlaupið í dag og ég er mjög þakklát fyiir að fá að hafa hann hér með mér. Eftir Ólympíuleikana í fyrra var ég alveg miður mín og mér hefur aldrei liðið eins illa og þá, ég fékk algjört sjpkk. Núna líður mér mun skárr en það er samt erfitt að sætta sig við að hafa ekki náð lengra. En maður verð- ur að líta á það sem gott er og reyna að sætta sig við að vera í níunda sæti og ætli kvöldið fari ekki í það. Ég var talsvert trekkt fyrir hiaupið en hugsaði með mér að ég væri þó altént í undanúrslitum og það væru margar stelpur sem vildu vera í mín- um sporum," sagði Guðrún. Hún vildi koma á framfæri þakk- læti fyrir að fá að vera á heimsmeist- aramótinu. „Það er auðvitað hægt að komast á svona mót án þess að fá styrki en til langs tíma litið er það erfítt. Afreksmannasjóður bjargaði því að við Jón Arnar erum hér og aðrir styrktaraðilar hafa einnig bjarg- að miklu. Peningar láta okkur ekki vinna eða komast í úrslit en þeir gera okkur kleift að vera á þeim stöð- um þar sem slíkt gæti gerst. Við Jón Arnar erum orðin svo „gömul" og höfum ýmis önnur áhugamál sem við værum alveg tilbúin að snúa okkur að. Ég var til dæmis alveg til í að hætta eftir Ólympíuieikana, en þegar ljóst var að ég myndi fá styrk til að halda áfram tímdi ég því ekki.“ Þú ert búin að vera nokkuð lengi að, ertu ekkert orðin leið á að æfa svona mikið? „Já, ég á tíu ára A-landsliðsaf- mæli í ár þannig að ég hef verið dálítinn tíma að, en ég er ekki leið á að æfa. Auðvitað koma tímar þar sem maður verður dálítið leiður en ég hef fengið svo rosalega mikið út úr íþróttum. Keppt víða, farið í há- skóla vegna þeirra og kynnst mörg- um þannig að maður fær ýmislegt út úr því að vera í íþróttum. Ég er þannig að mér líður illa ef ég hreyfi mig ekki og eftir erfiða æfingu líður mér yfirleitt mjög vel. Nú liggur leið- in annaðhvort heim til íslands eða á mót hér í Evrópu, umboðsmaður minn er að vinna í því núna því það átti allt að skýrast eftir þetta mót hvort maður fengi einhvers staðar inni á móti.“ Þú sagðir við Morgunblaðið eftir Meistaramótið að þú ættir þér draum og lofaðir að segja okkur hann eftir heimsmeistaramótið. Hver var draumurinn? „Ææi! Ég verð auðvitað að standa við það?“ sagði Guðrún með spumar- svip og þegar blaðamaður kinkaði kolli hugsaði hún sig aðeins um og sagði síðan: „Ég ætlaði í úrslit og hlaupa á 54,4. En nú verður maður bara að æfa meira fyrst það tókst ekki. Ég skal gera það einn góðan veðurdag. Ég skal!“ sagði Guðrún og af svip hennar að dæma mun hún gera það. Sally Gunnell meidd S ALLY Gunnell frá Bretlandi, fyrrum heims- og Ólympíumeistari, tók ekki þátt i milliriðlum 400 metra grindahlaupsins i gær vegna meiðsla. Hún meiddist á fæti í undanrásunum á þriðjudag. Gunn- ell er 31 árs og lýsti því yfir fyrir HM í Aþenu að mótið yrði síð- asta alþjóðlega mótið áður en hún legði hlaupaskóna á hilluna. FRJÁLSÍÞRÓTTIR / HM í AÞENU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.