Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 1
■ TÖLVUSKAMMIR/2 ■ UNGLINGATÍMARIT Á DÖNSKU/3 ■ PYLSUR ERU LÍKA TÓMSTUNDAGAMAN/4 ■ FÖT FRAMTÍÐAR/4 ■ VELFERÐ EFTIR SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLD /5 ■ ÁNÆGÐIR FLÓTTAMENN ÚTI Á LANDI/6 ■ ÝMSAR óvcnjulegar uppákomur hafa verið skipulagðar í tengslum við menningarnótt Reykjavíkur sem hefst á morgun kl. 17 og stendur langt fram á nótt. Menn- ingarnóttin er nú haldin annað ár- ið í röð en í fyrra er talið að um 20.000 manns hafí safnast saman í borginni og tekið þátt í hátíðar- höldunum. Um alla borg hefur verið skipulögð dagskrá svo allir ættu að geta fundið eitthvað við mmmmmmmmamm sitt hæfí. Til Ungir knatt- spyrnumenn úr KR ætla að leika tafl- menn við úti- taflið ú Bern- höftstorfu ú morgun’ að mynda verða flest söfn og sýn- ingarsalir opin frameft- ir kvöldi, hægt verður að fá sér miðnætur- snarl á veit- ingastöðum og kaffihús- um, tónleik- ar verða haldnir víða og Hitt Hús- ið kynnir starfsemi sína með ýms- um uppákomum, meðal annars götuleikhúsi. Tískumyndir á Tunglinu Við útitaflið á Bernhöftstorf- unni munu ungir skákmeistarar frá Taflfélagi Reykjavíkur tefla kl. 18 með lifandi taflmönnum úr KR og Val. í gær voru ungir gutt- ar úr Knattspyrnuliði KR að æfa réttu stöðurnar, stóðu eins og myndastyttur, enginn vildi leika peð en flestir kónga. Beint á móti Bernhöftstorfu hefst um klukkan 22 heljarmikil litskyggnusýning þar sem tísku- myndum verður varpað á þijá stóra skjái á framhlið skemmti- staðarins Tunglsins. Tónlist Gus Gus fjöllistahópsins mun hljóma undir. Þá ætlar hópur ungra arki- tekta að hanna rými við Ingólfs- torg þar sem innhverfu heimilis- lífsins verður varpað út á gafl til skoðunar fyrir almenning. Ætl- unin er að strekkja seglrenninga taflmenn og ljót hús milli húsa við torgið og varpa á þá litskyggnum af heimilislífí landsmanna. Gönguferð um miðbæinn „Hin húsin í bænum“ er yfír- skriftin á um 30 mínútna göngu- ferð sem skipulögð hefur verið af Pétri H. Ármannssyni arkitekt þjá byggingalistadeild Kjarvals- staða. Til stendur að skoða hús sem fólki fínnst almennt ljót og fremur mislukkuð. „Ég vil ekki upplýsa of mikið um hvað stendur til en hugmyndin er að hafa gam- an af og opna augu fólks fyrir umhverfínu. Mig langar til að taka nokkur dæmi og útskýra for- sendur sem liggja að baki ákveðn- um byggingum. Oft og tíðum gleymast forsendurnar með tím- anum en byggingarnar standa eftir,“ segir Pétur. Gönguferðirn- ar verða tvær, kl. 14 og kl. 18. Lagt verður af stað frá aðalinn- gangi Ráðhúss Reykjavíkur, Von- arstrætismegin. SVIPMYNDIR frá menningarnótt Reykjavíkur í ágúst í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.