Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR15. ÁGÚST 1997 C 7 Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson „VORUM á flótta í sex ár,“ segja Darija og Milan Ko spenda. DARIJA OG MILAN KOSPENDA Spurðu hvort það væri stríð á Islandi „BÖRNIN eiga orðið marga vini og eru alltaf úti að leika sér alveg eins og í Júgóslavíu í gamla daga,“ segir Darija Kospenda. Darija og eigin- maður hennar, Milan Kospenda, eiga sex böm, þar af fjögur undir sjö ára aldri. Þau em mjög ánægð á Isafirði og Darija segist telja það sérlega góðan stað fyrir bömin eft- ir hörmungar strfðsins. Þar sé mjög rólegt og hún geti farið í vinnu án þess að hafa áhyggjur af bömun- um. Milan tekur undir með henni og segir að á Isafirði sé allt sem þau þurfi, atvinna, skólar og sjúkrahús. Hjónin komu til Islands eftir að hafa verið fióttamenn í sex ár og á stanslausum hlaupum með börnin. Fjölskyldan yfirgaf heimili sitt í Króatíu eftir að Milan, sem er Serbi, fóru að berast lífiátshótan- ir. Darija, sem er Króati, var þá ófrísk og fór gangandi með börnin til Bosníu og þaðan til Serbíu. I Serbíu tók þó ekki betra við, því þar er flóttamönnum bannað að stunda atvinnu og því búa þeir við sára fátækt. Smíðar leikskóla fyrir bömin sín Um aðdraganda þess að þau komu til Islands segir Darija að þau hafi verið búin að skrifa ótelj- andi bréf þar sem þau báðu um hæli og að þau hafi vonast eftir því á hverjum degi að komast í burtu. Fyrir stríð starfaði Darija sem gjaldkeri í stóm fyrirtæki en Milan í lögreglunni. A ísafirði hefur Darija hins vegar unnið í rækju- vinnslunni Bakka en Milan við að smiða leikskóla fyrir börnin sín eins og hann segir hlæjandi. Þau eru nýbúin að festa kaup á eigin húsnæði á Isafirði og ætla sér að vera þar áfram. Þau segjast hafa verið heppin að fá mildan vet- ur svona í upphafi en í Belgrad hafi verið búið að vara þau við því að á íslandi væri myrkur og kuldi. „En ég spurði bara hvort það væri stríð á Islandi," segir Darija. „Þeg- ar ég heyrði að hér væru hvorki byssur né sprengjur sagði ég allt í lagi, ég kem. Þetta var nóg fyrir mig og fjölskyldu mína.“ „JÚGÓSLAVNESKU börnin voru látin fara í skólann á undan hinum börnunum til að máta hann,“ segir Bryndís Friðgeirsdóttir. Þegar líðanin er slæm getur verið fyrirtækin og einstaklingana. Við erum vön þvi að útlendingar búi hér með okk- ur og erum yfir- leitt ekkert að skipta okkur af þeim eða hjálpa Bryndís þeim frekar en Friðgcirsdtíttir. öðrum. Það var því mikilvægt að gera fólk meðvitað um sérstöðu þessa fólks og vegna smæðarinnar var það tiltölulega auðvelt." Hörkudugleg og ákveðin Bryndis segir að Júgóslövunum hafi öllum gengið ótrúlega vel að að- lagast og læra íslensku enda sé þetta hörkuduglegt fólk. Konurnar vinni í fiski, á leikskólanum og hótelinu en karlamir í skipasmíðastöðinni, íshús- inu og við smíðar. Þá hafi bömunum einnig gengið mjög vel að aðlagast. Þau séu svo dugleg og ákveðin að þau hafi ekki orðið fyrir neinu aðkasti. „Þau vom látin fara í skólann á undan hinum börnunum til að máta hann,“ segir hún. „Þannig að þegar skólinn fylltist af ókunnugum krökkum vom þau á heimavelli. Þau tala orðið mjög fína íslensku og við höfum tekið eftir þvi að yngri börnin tala íslensku þeg- ar þau leika sér saman.“ Bryndís seg- ir að það hafi þó augljóslega tekið þau nokkum tíma að finna til öryggis. í fyrstu hafi þau hrokkið við þegar „ÞAÐ var eitt sinn um mið- nætti að mér leið mjög illa, ég hringdi í sóknarprestinn minn, hann benti mér kurt- eisislega á hvort ég vissi ekki hvað klukkan væri og að hann væri með viðtalstíma milli klukkan 10 og 11,“ sagði Jóna Jóhannsdóttir formaður Vinalínunnar, þeg- ar blaðamaður heimsótti hana til að forvitnast um starfsemina. Hún missti systur sína, dóttur og tvö barnabörn og hefur því upp- lifað sorgina og þekkir van- líðan sem henni fylgir. „Ef Vinalínan hefði verið opin á þessum tíma hefði ég not- fært mér þá þjónustu.“ Þegar Jóna sá auglýsingu frá Reykjavíkurdeild Rauða kross Islands þar sem aug- lýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa á Vinalínunni ákvað hún að sækja um. „Ég hafði hugsað mér að starfa í eitt ár en þau era orðin þijú.“ Samtalstækni hjá sál- fræðingi Vinalínan var stofnuð árið 1991 og er símaþjónusta, sem rekin er af Reykjavíkm'deild Rauða ki-oss íslands. Þjónusta henn- ar er ætluð almenningi, þ.e.a.s. þeim sem telja sig þurfa mannlega hlýju og einhvern til að tala við. Markmið starfsins er að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Þjónusta Vinalín- unnar er fyrst og fremst innt af hendi af sjálfboðaliðum, sem valdir eru til starfsins eftir að hafa lokið sérstöku undirbúningsnámskeiði hjá Sigtryggi Jónssyni sálfræðingi. Sig- tryggur hefur starfað með Vinalín- unni frá upphafi og á undirbúnings- námskeiðunum kennir hann sjálf- boðaliðunum samtalstækni. Að sögn Jónu eru um 37 sjálf- boðaliðar hjá Vinalínunni og er einn starfsmaður í hálfu starfi. Hlutverk hans er m.a. að skrá símtölin, hversu mörg þau em, hvaðan af landinu hringt er og manna vaktirn- ar. Það em tvær manneskjur á vakt frá klukkan 20 til 23 alla daga ársins að undanskildu aðfangadagskvöldi. Jóna telur betra að sjálfboðalið- arnir hafi upplifað eitthvað misjafnt og segir hún samkenndina oft besta meðalið. „Sjálfboðaliðarnir koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins, og er- um við með mjög gott og hæftfólk." Hún segir að fjöldi símtala geti verið allt frá þremur og upp í ellefu á kvöldi. „Það hefur ekki verið gerð sérstök könnun varðandi starfsemi Vinalínunnar, enda er það ekki svo auðvelt, þar sem öll símtöl eru trún- aðarmál. Við spyrjum hringjandann aldrei að nafni og eins nota sjálf- boðaliðarnir ekki -sín réttu nöfn. Morgunblaðið/Arnaldur FORMAÐUR Vinalínunnar, Jóna Jóhannsdóttir. Það er mest hringt til okkar á virk- um dögum, og eru sjálfsagt margar skýiingar á því. Ég hef t.d. látið mér detta í hug hvort það geti verið vegna þess að þá kemur gluggapósturinn með misgóðar fréttir.“ Jóna segir að viðmælendur Vina- línunnar séu á öllum aldri og eigi þeir við ýmis vandamál að stríða. „Fyrh- suma erum við sem fjöl- skylda og hringja þeir oft til okkar og vilja spjalla um lífið og tilveruna. Svo em það alvarleg mál, s.s. um at- vinnumissi, skilnað, forræðismál, dauðann, gjaldþrot og sifjaspell svo eitthvað sé nefnt.“ Líður ekki bara illa milli klukkan átta og ellefu Hún er alveg sannfærð um að þjónustan sem Vinalínan býður upp á þyrfti að vera miklu öflugri og að viðverutíminn verði að vera lengri. „Fólki h'ður ekki bara illa frá klukk- an átta á kvöldin til klukkan ellefu. Til okkar hringja t.d. manneskjur sem eru að bíða eftir að fara í viðtal hjá sálfræðingi eða geðlækni. Þessu fólki líður illa og því leitar það til Vinalínunnar í millitíðinni." Jóna segir að það geti oft verið erfitt fyrir sjálfboðaliðana að þurfa að kveðja fólk sem á við mikla ei-fið- leika að etja og vita ekkert hvað verður um það. „Ég hef oft óskað þess að við gætum gert eitthvað í slíkum tilfellum en því miður býður starfsemi Vinalínunnar ekki upp á slíkt. Stundum talar maður við manneskjur sem sjá enga lausn á sínum vanda. Ég get nefnt dæmi um fólk sem komið er yfir fimmtugt og hefur misst vinnuna og sér eklri fram á að fá aðra vinnu. Þetta em átakanleg símtöl og því miður era þau algeng." Þurfum sérfræðiaðstoð Innan vinalínunnar starfa bæði kynninga- og skemmtinefnd. Kynninga- nefnd sér um að afla Vina- línunni auglýsinga á hag- stæðum kjöram. „Við höld- um svokallaða stórfundi einu sinni í mánuði yfir vetr- artímann og er það hlutverk skemmtinefndar að stjórna þeim. Á stórfundina kemur fagfólk, s.s. geðlæknar og prestar, sem halda fyrir- lestra fyrir sjálfboðaliðana. Það er bráðnauðsynlegt fyr- ir okkur að fylgjast með og auka þekkingu okkar á þeim viðfangsefnum sem við þurfum að geta rætt um. Fyrir utan stórfundina hitt- um við Sigtrygg Jónsson sálfræðing hálfsmánaðar- lega til að ræða ýmis mál. Hann hefur haldið vel utan um starfsemina og er hann okkur ómet- anleg stoð. Án hans aðstoðar og þeirrar þekkingar sem við öðlumst á stórfundunum myndum við sjálf- boðaliðarnir ekki endast lengi.“ Jóna segir að það geti verið erfitt fyrir fólk að hringja í Vinlínuna, en í 99% tilvika af þeim sem hringja kveðja sáttari. „Það er oft sem fólk hefur sig ekki í að hringja til okkar og skellir því nokkram sinnum á áð- ur en það mannar sig upp í að tala við okkur. Þegar við svöram í sím- ann byrjum við alltaf á að segja: Vinalínan, góða kvöldið.“ Þeir sem hringja í Vinalínuna geta hringt í grænt númer þannig að ekki er verið að misbjóða fólki eftir búsetu. Jóna segir að hún verði oft vör við fordóma í garð geðlækna og sál- fræðinga. „Ef ég ráðlegg fólki að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi eða geðlækni þá er viðkvæðið oft: „Ég ætla ekki að fara að láta stimpla mig sem einhvem geðsjúkling." Fordómamir eru miklir og standa þeir oft í vegi fyrir því að fólk fái lausn á sínum rnálurn." En nú var kominn tími til að kveðja formann Vinalínunnar, enda klukkan langt gengin í átta og tími kominn fyrir hann að setjast við sím- ann. Þennan dag var verið að dreifa álagningarseðli frá skattinum á heimilin í landinu og því átti Jóna al- veg eins von á símhringingum í sam- bandi við það. gott að ræða við einhvern sem hægt er að treysta. Stundum er slíkur aðili vandfundinn. Helga Barðadóttir leitaði eftir einhverjum til að ræða um Vinalínuna og hafði uppá formanni hennar. er fjölskylda fyrir marga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.