Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ EYJÓLFUR GUÐMUNDSSON, HORNAFIRÐI Engir möguleikar á eðlilegu lífi í UPPHAFI sumars fór Eyjólfur Guðmundsson, skólastjóri Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, ásamt þeim Hólmfríði Gfsladóttur og Irinu Kojic, frá Rauða krossi íslands, til Júgóslavíu þar sem hann tók þátt í að velja þann hóp flóttamanna sem væntanlegur er til Homa- fjarðar. í Júgóslavíu hittu þau hóp flóttamanna sem búið var að forvelja fyrir þau. Sá hópur var tvöfalt stærri en hópurinn sem til stóð að kæmi til íslands. Eyjólfur segir að það hafi ekki tekið langan tíma að velja end- anlegan hóp og að þau hafi öll verið sammála um nið- urstöðuna, fimm fjölskyld- ur af mismunandi stærðum og gerðum koma til Horna- fjarðar. Hópurinn telur sautján manns, Serba og fólk í blönduðum hjóna- böndum frá Krajina-hóraði í Króatíu. Eyjólfur segir þetta fólk vera búið að ganga í gegn- um miklar hörmungar, alls kyns niðurlægingu, pynt- ingar og fangelsanir. Hann segir það þó ekki vera það versta, heldur það að fólkið sjái enga framtíð og sé að fyllast vonleysi. „Ef það sæi fram á að geta komið sér fyrir þarna úti þyrftum við ekkert að vera að þessu,“ segir hann „en það sér enga möguleika á að lifa eðlilegu lífi.“ Vilja umfram allt vinna Eyjólfur segir að það hafi verið áberandi í við- tölum við fólkið að það hafi spurt hvort ekki væri öruggt að það fengi vinnu á Islandi. Það vili bara komast eitthvert þar sem það geti unnið og lifað eðlilegu lífi. Fyrstu níu mánuðina verður fólkið í íslensku- kennslu hálfan daginn. Siðan fer það að vinna eft- ir hádegi þegar það er reiðubúið til þess og er reynslan frá Isafirði sú að fólkið vildi fara að vinna mjög snemma. Til að byrja með fær fólkið fjárhagsað- stoð sem tekur mið af fjár- hagsaðstoð sveitarfélag- anna. Síðan verður dregið úr henni smám saman eft- ir að fólkið verður komið í vinnu. Ríkissjóður stendur staum af kostnaði fyrsta árið en eftir það fá flótta- mennirnir sömu þjónustu og aðrir íbúar sveitarfé- lagsins. Gangi allt að ósk- um á sérkennsla að vera eini aukakostnaðurinn eftir árið þar sem börnin eiga rétt á áframhald- andi kennslu í sínu móður- máli. DAGLEGT LÍF FLÓTTAMENN FRÁ LÝÐVELDUM FYRRUM JÚGÓSLAVÍU Hornfírðingar eiga nú von á sautján flóttamönnum frá lýðveldum fyrrverandi Júgóslavíu. Hópur flóttamanna þaðan var fyrst sendur út á land fyrir ári síðan og þá olli sú nýjung nokkrum deilum. Sigrún Birna Birnisdóttir ræddi við nokkra aðila sem komið hafa að málinu og komst meðal annars að því að fólkið eru ánægt á sínum nýju heimaslóðum. HÓPURINN, sem er væntanlegur til Hornafjarðar, er annar hópur Jú- góslava sem kemur hingað til lands frá því að Páll Pétursson, félags- málaráðherra, lýsti því yfir að hann stefni að því að taka við hópi flótta- manna á hverju ári. Árni Gunn- arsson, aðstoðar- maður félags- málaráðherra og formaður flótta- mannaráðs, segir að það sé auðvitað alltaf erfitt að gera upp á milli fólks í neyð og Gunnarsson. Jjótt flestir flótta- menn heimsins séu þessa stundina frá Rúanda séu einstaklingar þaðan ekki endilega í meiri vanda en það fólk sem hér um ræðir. Þetta sé fólk af blönduðum hjónaböndum, sem sé tortryggt af báðum aðilum og eigi hvergi höfði sínu að halla. Það hafi komið í ljós þegar íslendingar fóru að svipast um eftir nýjum hópi að það hafði langt frá því dregið úr vanda þessa fólks og að þar sem ís- lendingar hafi öðlast nokkra reynslu af júgóslavneskum flóttamönnum og búið sé að útbúa kennslugögn hafi verið ákveðið í samráði við Rauða krossinn að taka við fleiri Júgóslöv- um. Árni segir að á síðasta ári hafi frumkvæðið að því að fólkið færi út á land komið frá Isafirði. í ár hafi hins vegar verið farin sú leið að auglýsa eftir áhugasömum sveitarfélögum. Ekkert sveitarfélag á höfuðborgar- svæðinu hafi svarað auglýsingunni en nokkur sveitarfélög úti á landi hafi sýnt áhuga og a.m.k. þrjú þeirra óskað eftir því að vera höfð í huga á næsta ári. Þroskandi fyrir sveitarfélagið Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Ísafírði, segir almenna umræðu um flóttamannahjálp og þátttöku Is- lands í henni hafa verið forsöguna að því að flótta- fólk kom til ísa- fjarðar. „Við hugsuðum okkar gang og ákváðum að ganga í þetta verk með stjórnvöldum ef það gæti orðið til þess að ísland rækti skyldur sínar á alþjóðavettvangi,“ segir Kri- stján. „Einnig töldum við víst að sveitarfélagið fengi ávinning af þessu verkefni og þá á ég við mann- lega þáttinn en ekki krónur og aura.“ Kristján segist telja að það hafi haft mjög þroskandi áhrif á sveitar- félagið í heild að taka að sér þetta verkefni. Það hafi snert marga þætti og verið að miklu leyti byggt upp á náungakærleika. Það hafi því tví- mælalaust verið gjöfult bæði fyrir þá sem tóku beinan þátt í verkefninu og ekki síður fyrir hina sem sáu hvernig hægt er að rækta þann mikilsverða eiginleika. Vantraust að sunnan Kristján segir að ísfirðingar hafi heyrt þær raddir að sveitarfélag norður við ísafjarðardjúp gæti ekki rækt þetta hlutverk. „Eg held að helstu efasemdirnar hafi komið af höfuðborgarsvæðinu þar sem það viðhorf virðist ríkjandi að sveitarfé- lög úti á landi séu varla sjálf- bjarga," segir hann. Þá hafi innan sveitarfélagsins einnig komið upp efasemdir og fólk m.a. talað um skort á húsnæði og leikskólapláss- um. Hann líti flóttafólkið hins vegar sömu augum og aðra sem vilji flytja í bæjarfélagið. Einnig segist hann telja að ef sveitarfélag bjóði ekki nýtt fólk velkomið staðni það og að engin sveitarstjóm með sjálfsvfrð- ingu vinni þannig að málum að hún skelli hurðunum að sveitarfélaginu í lás, jafnvel þótt þar sé skortur á húsnæði og leikskólaplássum. Það sé á verkefnalista sveitarfélagsins að greiða úr málum allra íbúa þess og þegar þetta fólk sé komið á stað- inn líti hann ekki á það sem ein- angraða stærð heldur sem hverja aðra íbúa staðarins. Margir útlendingar á Vestfjörðum Hörður Högnason, formaður Rauða kross deildar ísafjarðar, tek- ur undir það að í upphafi hafi margir verið efins um ágæti þess að fólkið færi vestur til Isafjarðar. „Maður finnur stundum fyrir því að fólki þykir ekkert hægt að gera nema fyr- ir sunnan," segir hann, „enda vorum við gjaman spurð að því hvort við væram vitlaus að ætla að fara með aumingja fólkið út á land í slorið.“ Hörður segist hins vegar telja að þetta fyrirkomulag hafi fullkomlega sannað ágæti sitt. Hann segir miklu Kristján Þór Júlíusson. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson „BÖRNIN vildu bara skjóta og sprengja," segir Dragana Zastavnikovic. DRAGANA ZASTAVNIKOVIC Vitum að allt er búið „ÞEGAR börnin okkar komu á leik- skólann hér byrjuðu þau á að leika sér í byssuleik. Þau vildu ekki moka, bara sprengja og skjóta," segir Dragana Zastavnikovic, sem vinnur á leikskóla á ísafirði auk þess sem hún kennir júgóslavnesku börnunum móðurmálið. í Króatíu var hún barnakennari og hún von- ast til að geta einhvern daginn orð- ið almennur kennari hér á landi þótt hún geri sér grein fyrir því að það muni taka hana tíma að ná nógu góðum tökum á íslenskunni. í ágúst er hún hins vegar á leið til Svfþjóðar þar sem hún mun taka þátt í tveggja vikna námskeiði fyrir móðurmálskennara. Dragana, sem kom til ísafjarðar ásamt eiginmanni sfnum og tfu ára dóttur, segist telja mun betra að flóttafólki sé komið fyrir í litlum samfélögum úti á landsbyggðinni. Þar finni það fyrir því að fólk skilji það og vilji hjálpa því. Hún segir að það hafi verið mjög gaman að koma til Isafjarðar þar sem þau hafi hlot- ið höfðinglegar móttökur og að eft- ir árið sé fólk enn að spyija hvern- ig þeim Ifki. Hún segir það ekki skipta sig neinu máli þótt ísafjörð- ur sé afskekktur og umlukinn há- um fjöllum. Það eina sem skipti máli sé að þar sé gott fólk. Senda fjölskyldum sínum peninga Dragana segir að það sé erfitt að vera aðskilin frá fjölskyldunni í Jú- góslavfu og að til dæmis séu tengdaforeldrar hennar einir eftir að mágur hennar lést í strfðinu. Það sé þó betra fyrir alla aðila að þau séu hér. Auk þess sem flóttamennirnir eru að koma undir sig fótunum á Islandi segir Dragana að þeir sendi allir reglulega peninga til Jú- góslavíu, enda eigi þeir þar allir systkini og foreldra. Hún segir að fólk í Júgóslavfu hafi haft nóg af öllu og svo allt f einu ekkert. Sjálf yfirgaf hún heimili sitt með eina ferðatösku árið 1991 og var eftir það á eilffum flótta uns hún kom til Islands. „Heimili okkar var f Króa- tíu,“ segir hún, „en við vitum að það er búið þótt foreldrar okkar séu þar enn og við hugsum um þá á hverjum degi. Nú er rólegt í Jú- góslavíu en það veit þó enginn hvenær ófriðurinn byrjar aftur, nema kannski sfjórnmálamennirn- minni hættu á að fólkið einangrist á ísafirði. Yfirleitt sé það þannig að hver einstakling- ur sé stærra tannhjól í litlum samfélögum en stórum. Einnig segir hann það stóran kost að lengi hafi verið mjög mikið af útlendingum á Vest- fjörðunum. „Þótt við höfum ekki tek- ið á móti þeim sem flóttamönnum vorum við vön því að umgangast út- lendinga." segir hann. Þegar hópurinn fór til Reykjavík- ur segist Hörður hafa beðið spennt- ur eftir því að heyra hvað fólkið segði þegar það kæmi til baka. „Þeg- ar það sagði að það hafi verið ágætt að koma þarna en líka gott að koma heim, vissi ég að það var orðið ekta ísfirðingar.“ Bryndís Friðgeirsdóttir, starfs- maður Svæðisskrifstofu Rauða kross íslands á ísafirði, segir að Jú- góslövunum sé greinilega sama þótt það séu ekki fimmtíu tegundir af súkkulaðikexi í Kaupfélaginu og til marks um að ekkert fararsnið sé á þeim séu fjórar fjölskyldur þegar búnar að kaupa húsnæði á ísafirði. „Helsti kosturinn sem ég sé við það að koma þeim fyrir í svona litl- um bæ er hversu auðvelt er að und- irbúa alla,“ segir hún, „bæði atvinnu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.