Morgunblaðið - 15.08.1997, Side 2
2 C FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Tölvuskammir
ii
í
stundum fylgifiskur rafeindapóstsins
Sex ungmenni frá
Færeyjum, Grænlandi
-----7-----------------
og Islandi unnu í síð-
ustu viku að lokafrá-
gangi tímaritsins
QZON, sem skrifað er
á dönsku og er einkum
ætlað ungu fólki.
Brynja Tomer kom við
í kjallara Norræna
hússins þar sem rit-
stjórnin hélt til og
freistaði þess að fá hinn
iðjusama hóp til að líta
upp úr vinnu og ræða
um tímaritið sem gefíð
er út tvisvar á ári.
Morgunblaðið/Arnaldur
REIÐI og fljótfærni eru ekki góðir meðreiðarsveinar
við tölvubréfaskriftir.
Tölvubréf eyða líka tíma starfs-
manna því 94% sögðust verja um
klukkutíma á dag í óþarfa bréfa-
skriftir.
Neyðarlína fyrir kúgaða
Tölvubréf ríma stundum við hvatvísi og
ákefð og geta valdið misskilningi, Einn af
hverjum þremur Bretum svarar skömm-
um með skætingi en íslensk tölvubréf
auka ánægju í starfi. Helga Kristín Ein-
arsdóttir þykist hvorki óöguð né ör við
lyklaborðið.
Yfirgangsseggir hafa yndi af því
að stofna til illinda með tölvupósti,
segir Telegraph líka, og ein leið til
þess er að ögra. I Bretlandi er
starfrækt neyðarlína vegna kúgun-
ar á vinnustað og hefur blaðið eftir
Tim nokkrum Field að sumir reyni
að egna fórnarlambið í þeirri von að
viðkomandi missi stjórn á sér og láti
svívirðingar dynja á sendandanum.
Slíkan póst sé auðvelt að prenta út
og sýna öðrum til frekari niðurlæg-
ingar. Á móti kemur að sá sem fær
skammir í tölvupósti getur líka
geymt bréfin og notað sem sönnun-
argögn ef þörf krefur.
I kjölfar könnunarinnar gaf
Novell út leiðbeiningar
um notkun tölvupósts
þar sem mælt i
með því að not-
BRESKIR yfirmenn eru
gjarnir á að nota
tölvupóst til þess að
kúga og hrella und-
irmenn sína, segir í
netúgáfu breska dag-
blaðsins Telegraph.
Byggt er á skoðana-
könnun hugbúnaðar-
fyrirtækisins Novell
sem leiddi í ljós að
helmingur aðspurðra
fengi skammarbréf reglulega.í úr-
takinu voru 1.043 einstaklingar sem
nota tölvupóst í vinnunni og kom á
daginn að einn af hverjum 70 hefði
sagt upp vinnu vegna tölvuskamma.
Þriðjungur sagðist hafa hætt að tala
við samstarfsmann af sömu sökum
eða hafa hugleitt það.
Fórnarlömbin eru flest úr röðum
karlmanna, sem einnig eru flestir
sekir um að níðast á und-
irmönnum sínum. Um helmingur
karla í úrtakinu viðurkenndi að hafa
reitt samstarfsmenn til reiði og
einnig reyndust þeir fimm sinnum
líklegri til þess að hafa misboðið
vinnufélögum sínum.
Einn af hverjum sex sagðist
þekkja starfsmann sem hefði fengið
ákúrur í tölvupósti og einn af hverj-
um þremur svaraði í sömu mynt,
samkvæmt niðurstöðunum.
stofnuninni á Græn-
landi. Blaðið er gefið út í 25 þúsund
eintökum og dreift ókeypis til 15-
20 ára nemenda í löndunum þrem-
ur. Ritstjórn skipuðu að þessu
sinni tvær stúlkur frá Grænlandi,
Nitta Lyberth og Nuuni Heilmann,
sem hingað komu ásamt verkefna-
stjóra sínum, Martin Chemnitz.
Fulltmar ísíands voru Robert
Douglas og Kristinn G. Blöndal,
sem unnið hafa að útgáfumálum í
Hinu húsinu, og frá Færeyjum
komu Solmai Danielsen og Silje
Evjenth Bentsen sem er norsk en
stundaði nám í færeyskum lýðskóla
síðasta vetur. Verkefnastjóri
þeirra er Rani Nolspe, hressilegur
náungi sem reykir stóra vindla og
slær um sig á prýðilegri íslensku.
Árdís Sigurðardóttir er verkefna-
stjóri hér á landi og segir hún að
vinna við blaðið hafí gengið mjög
vel. Krakkarnir hafi ákveðnar
skoðanir á efni og útliti og séu bæði
Mor^unblaðiö/Ámi Sæberg
MARTIN Chemnitz, Nuuni Heilmann og Nitta Lyberth frá Grænlandi velta fyrir sér myndskreytingum.
Tímarit
fyrir ungt fólk og allt á dönsku
ALLT skólaárið er safnað saman
greinum, viðtölum, ljóðum og öðru
blaðaefni frá ungu fólki á íslandi,
Grænlandi og í Færeyjum. Er
tölvutæknin nýtt til hins ýtrasta og
alnetið meðal annars notað til sam-
skipta milli landa. Úr þeim efniviði
sem safnast saman er gert litprent-
að vestnorrænt tímarit sem gefið
er út tvisvar á ári, í upphafi hvorr-
ar skólaannar. Til þessa hafa þrjú
tölublöð komið út, en í síðustu viku
var verið að leggja lokahönd á und-
irbúning fjórða blaðsins, sem kem-
ur út um svipað leyti og skólar
hefjast í haust. Nokkur leynd hvílir
yfir efni blaðsins, í það minnsta var
ritstjórn ekkert áfjáð í að sýna
komufólki það.
Lúsiðin ritstjórn
Það var lúsiðinn hópur sem hélt
til í kjallara Norræna hússins í síð-
ustu viku. Unnið var frá morgni
fram á kvöld og stundum fram yfir
miðnætti. Norræna ráðherranefnd-
in styrkir útgáfu blaðsins ásamt
norrænu húsunum á íslandi og í
Færeyjum og Napa, norrænu
áhugasamir og metnaðarfullir.
I samtölum við ritstjórn kom
fram að allir höfundar sitja við
sama borð, því enginn þeirra á
dönsku að móðurmáli. Vinnulag er
nokkuð misjafnt í löndunum, Nitta
Lyberth og Nuuni Heilmann frá
Grænlandi segja að landar þeirra
skrifi efni sitt fyrst á grænlensku
og þýði það síðan yfir á dönsku. Að
sögn Árdísar Sigurðardóttur ís-
lenska verkefnastjórans er svipað-
ur háttur á meðal íslenskra skrif-
ara. Færeyingar leggja aftur á
móti áherslu á að skrifa allan texta
á dönsku. „Það er þægilegra og
fljótlegra að skrifa efnið frá byrjun
á dönsku og hugsa á dönsku meðan
verið er að skrifa hann. Með því
móti verður textinn liprari,“ segja
þær.