Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 5
4 C FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 Morguublaðið/Ásdís ÞETTA er danskur vagn! Harald Snæhólm flugstjóri selur pylsur í frfstundum. VINUR Frosta kaupir sér pylsu því hinir kúnnarnir eru að synda. Pylsur eru líka tómstundagaman „SÆKTU pylsubrauð," segir Þórunn Hafstein við Harald Snæhólm flug- stjóra. Hún lítur á við- stadda og bætir við til út- skýringar „það vantar allt“. Sólin skín við Kópa- vogslaugina en Harald er í skugganum að afgreiða. Af hveiju? „Ætli megi ekki líta á þetta sem tóm- stundagaman," segir hann. „Kunningi kunningja mfns f Englandi framleiðir pylsuvagna og selur til Rússlands. Mér datt í hug að kaupa slíkan vagn til þess að hafa hér í Kópa- voginum. Ég er hugdettu- maðurinn." Ekki svo að skilja að Harald ætli að vera í vagn- inum að afgreiða þegar hann er ekki að fljúga, því hann á sjö ár eftir í starfi. „Ég er einn af þessum upp- runalegu Kópavogsbúum. Kom hingað árið ‘49 og hef fylgst með þróun bæjarins frá upphafi. Hér voru bara örfá hús. Það kom aldrei annað til greina en að hafa vagninn hér,“ segir hann trúr uppruna si'num. Einar Pétursson kaupmaður var upphaflega í félagi við Har- ald, sem nú sinnir rekstrinum með Þórunni konu sinni og Jóni Kristni, syni þeirra hjóna. Þá er hann með vinnumann, Frosta Runólfsson, enda aldrei heima. Rauðar og feitar Harald er eftirlitsflugstjóri hjá Flugleiðum og býst við að verða á Englandi að mestu leyti á næst- unni. Ekki svo að skilja að hann sleppi hendinni alfarið af rekstrin- um, því fleiri hugdettur eru ekki langt undan. Eins og til dæmis að selja rauðar pylsur, feitar danskar og brauðlausar. En alls ekki með rauðkáli. Kannski súru. „Vagninn setur danskan svip á bæinn, sem vantaði alveg,“ segir Harald og lætur sem greinarhöf- undur sjái ekki gulu og bláu rend- urnar við kantinn að neðanverðu. - En þetta er sænskur vagn. „Nei, nei,“ segir hann og vendir sínu kvæði í kross. „Svo datt mér f hug að hægt væri að hafa vagninn í garðveislum og barnaafmælum." Hvað skyldi Þórunni finnast um það? hke 4- _______________________________________MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Linda Björg Arnadóttir fatahönnuður skilur ekki konur sem ganga í óþægilegum tískufötum og skóm sem aflaga fæturna. Hún segir Hrönn Marinósdóttur m.a. frá starfí sínu fyrir japanskan ___tískuhönnuð og frá fatnaði framtíðarinnar sem var_ útskriftarverkefni hennar frá fatahönnunarskóla í París. Fatnaður í anda framtíðar Morgunblaðið/Bjöm Gislason LINDA Björg Árnadóttir í Dior-jakka sem hún keypti á flóamarkaði. ÉG hafði upp á Lindu Björgu á ■K rannsóknar- </> stofu Skinnaiðn- ^ aðarins hf. á Akureyri en þar hefur hún verið önn- um kafin undanfarið við að prófa ýmsar leðurtegundir til fata- framleiðslu fyrir jap- anska tískuhönnuðinn Koji Tatsuno. „Sá japanski er þekktur í tískuheiminum fyrir að gera mjög nýstár- lega efni en í dag var ég til dæmis að bjástra við að líma með lakki þurrkuð fiðrildi á leðrið. Fiðr- ildin eru stór og falleg en hann varð sér úti um fiðrildasafn frá ár- inu 1940 og fannst til- valið að nota þau í eitthvað fallegt." I París rekur Tatsuno gallerí þar sem til sýnis og sölu eru ein- ungis örfáar flíkur í einu. Linda Björg hef- ur verið að vinna fyrir hann af og til frá ára- mótum en sl. vor lauk hún tveggja ára námi í fatahönnun frá Studio Becot í París. Búningahönnuður og stílisti klæðaburði en konur. Þær virðast margar hverjar reyna að klæða sig ens og kyntáknið Pamela Anderson en það finnst mér alls ekki spenn- andi.“ Framúrstefnulegur skóli Fatahönnunarskólanum í París lýsir Linda Björg sem mjög framúrstefnulegum. „Ymsir straumar og stefnur eru í gangi í skólanum, allt er leyfilegt en ég ákvað að ein- beita mér að formi og rými flíka en hætta allri efnisdýrk- un sem ég hafði lagt ofurá- herslu á, enda er ég menntað- ur textílhönnuður frá Mynd- og handíðaskólanum. En það gerist oft í fatahönnun þegar verið er að vinna áhugavert efni að þættir eins og form og rými verða útundan. Að mínu mati ber útskriftarverkefni mitt vott um þessar pælingar." Nemendur sem útskrifast frá Studio Becot eru eftir- sóttir í fatahönnun og þeim hefur alla jafna gengið vel í starfi, að sögn Lindu Bjargar. Skólastýran sem er um sjötugt kom henni meðal annars á framfæri við japanska snyrtivörufyr- irtækið Shiseido og fyrir þá hefur hún unnið hug- myndavinnu, átti meðal annars að koma með hug- mynd að dæmigerðri alda- mótakonu í París. I framtíðinni ætlar Linda Björg að hanna meira af fatnaði sem hent- ar báðum kynjum. „ Mér finnst að fötin eigi að vera „uni-sex“, jafnvel kjólar eiga einnig að vera fyrir karlmenn. Annars eru pils og kjólar í andstöðu við þær „fúnksjónpælingar“ sem ég aðhyllist þar sem yfirleitt er fremur óþægilegt að hreyfa sig í þeim.“ Nám i prjónahönnun í haust heldur hún á ný til Parísar en þar hyggst hún starfa í vetur við fatahönnun. Næsta ár er stefnan hins vegar tekin á Bretland, nánar tiltekið í meistaranám í prjónahönnun við Royal College há- skólann í London. „Prjónafatnaður er það sem ég hef áhuga fyrir," seg- ir Linda Björg. „Hægt er að prjóna allan fatnað og fyrir fatahönnuð er gaman að vinna með efni sem hann prjónar sjálfur. Árið 2000 verð ég því kannski farin að hanna prjóna- kjóla og pils fyrir konur jafnt sem karlmenn.“ BOLIR, skyrtur og buxur voru mcðal flíka sem Linda Björg hannaði í skólanum Studio Becot í París. Fyrirsætan heitir Anna Helga Jónsdóttir frá Eskimo Models en myndirnar voru teknar í Rauðhólum fyrr í sumar. Marga rekur sjálf- sagt minni til þess er Linda Björg hlaut 1. verðlaun í Smirnoff, alþjóðlegri fatahönn- unarkeppni, árið 1995 en þá hannaði hún gagnsæjan kjól úr kindavömbum sem hlaut mikla athygli. Einnig hefur hún get- ið sér gott orð fyrir hönnun kjóla í sam- starfi við kvikmynda- fyrirtækið Kjól og Anderson og Gus Gus fjöllistahópinn. Það samstarf stend- ur enn yfir en í mars á næsta ári er væntanleg á markað ný lína frá þeim. Einnig hefur hún hannað búninga og verið stflisti í íslenskum kvikmyndum og vinnur nú meðal annars að gerð búninga í leikritið Ðraumsóleyjar eftir Gyrði Elías- sonsem tekið verður til sýninga í haust. Ljóðrænn minimalismi í fatnaði Útskriftarverkefni Lindu Bjargar samanstendur af fjórum gerðum af buxum, jökkum og toppum sem bera með sér einfalt yfirbragð. Flík- umar geta hentað báðum kynjum þótt þær hafi verið hannaðar fyrst og fremst fyrir kvenfólk. Ljóðrænn minimalismi lýsa hönnuninni einna best að mati Lindu Bjargar. „Þá á ég við hrein og tær form, en mikla litadýrð. Ég hafði að markmiði að hanna fót sem veita innsýn í hvemig klæðnaður fólks verður hugsanlega á næstu öld. Reyndar eru svokölluð framtíðarfót nú þegar orðin klisja því fólk hugsar um geimbúninga og stjörnustríðsmyndir þegar orðið er nefnt. Það er hins vegar heilmikil áskomn fyrir mig að gera klisju sem þessa ferska að nýju.“ Allar eins og Pamela Franskt tískutímarit, Color Purple, mun í október birta myndir af útskriftarverkefni Lindu Bjargar. „Ég er mjög ánægð með þann áhuga því tímaritið fylgist vel með tísku- þróun og er mjög athyglisvert. Greinarnar em til skiptis skrifaðar á þremur tungumálum; ensku, frönsku og japönsku." „Konur láta oft á tíðum segja sér hvernig skuli klæðast en það á sjálf- sagt rót sína að rekja til lélegrar sjálfsmyndar þeirra," heldur Linda Björg fram. „Eg skil til dæmis ekki hvernig hægt er fá þær til að nota svona þröngan og óþægilegan fatn- að sem mikið virðist vera í tísku. Meira að segja er vinsælt að ganga í svo fáranlegum skóm að fæturnir verða meira og minna beyglaðir eft- ir nokkurra mánaða notkun. Hér- lendis eru karlmenn oft á tíðum mun frumlegri og frjálslegri í _________________________________FÖSTUDAGUR15. ÁGÚST 1997 C 5 DAGLEGT LÍF NORÐURLÖND Velferðarkerfi eftir seinni heimsstyrjöld * Islendingar státa sig af ýmsu, til dæmis því að vera ein af hamingju- sömustu þjóðum heims. Nýlega kom út bók sem fjallar um velferðarkerfíð á Norðurlöndum. Helga Barðaddttir kynnti sér hvort samanburðurinn ✓ væri Islandi í hag. HLUTFALLSLEGA fleiri aldraðir búa á stofnunum hér á landi saman- borið við hin Norðurlöndin en það er eitt af því sem kemur fram í bókinni Social Care Services, The key to the Scandinavian Welfare Model. Bókin er unnin innan fimm háskóla á Norð- urlöndunum, Islandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, og fjallar um þróun félagslegrar þjón- ustu þar. Megináhersla er lögð á að lýsa hvemig opinber dagvist fyrir börn og þjónusta við aldraða hefur þróast frá seinni heimsstyrjöldinni í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Dan- mörku og á íslandi. í bókinni er fjall- að um hugtakið „félagsþjónusta", verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga auk þess sem rætt er um kynferði og félagsþjónustu. Lögð er áhersla á að greina og bera saman sérkenni þró- unar félagsþjónustu á Norðurlönd- um frá sögulegu sjónarhorni og þau borin saman við félagsþjónustu í V- Evrópu. Þær Guðný Björk Eydal, Ingi- björg Broddadóttir, Steinunn Hrafnsdóttir og Sigurveig H. Sig- urðardóttir, kennarar í félagsráðgjöf við Hí, gera grein fyrir séreinkenn- um íslenskrar félagsþjónustu. Blaða- maður ræddi við Steinunni Hrafns- dóttur um bókina og þann hluta sem snýr að íslandi. Að sögn Steinunnar ræða þær um hvaða pólitísku öfl höfðu áhrif á þró- unina og hvaða hugmyndafræði lá þar að baki. I niðurstöðunum er þeirri spumingu svarað hvort Island tilheyri norræna velferðarkerfinu. „Við könnuðum sögulegar heimildir, lög, reglugerðir, frumvörp, opinberar skýrslur, tölfræðigögn og eldri rann- sóknir á þessu sviði,“ segir Steinunn. Hún segir að lítið hafi verið rannsak- að varðandi félagslega þjónustu á Is- landi eins og dagvistunar- og öldrun- armál, og höfðu þær því lítið annað en frumgögn til að styðjast við. Framfærslumál á þjóðveldisöld Vísir að opinberu velferðarkerfi varð til mjög snemma og má rekja upphaf félagslegrar þjónustu aftur til þjóðveldisaldar þegar landinu var skipt í hreppa, en meginástæða hreppamyndunar var framfærslu- mál. „Langt fram eftir öldum var fé- lagsleg þjónusta veitt inni á heimil- um og enn þann dag í dag virðast fjölskyldur gegna stóru hlutverki í umönnun barna og aldraðra. Þær kannanir sem gerðar hafa verið benda til þess að fjölskyldutengsl séu sterkari hér en annars staðai- á Norðurlöndunum." Steinunn sagði að uppbygging stofnana hafi hafist seinna hér, og er það sennilega vegna þess hversu seint iðnvæðing og þéttbýlisþróun komu til sögunnar. „Annað sem skapar sérstöðu er að verkalýðsfélög og ýmsar góðgerðarstofnanir léku tiltölulega stórt hlutverk hérlendis í þjónustu við böm og aldraða." Ef vikið er að dagvistarmálum er Morgunblaðið/Jim Smart STEINUNN Hrafnsdúttir er einn fjögurra höfunda íslenska kaflans. Framlag til félagslegrar þjónustu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu árið 1992 Danmörk 31,5% Finnland 35,4% ísland 18,9% Noregur 30,8% Zæ. ZZ Svíþjóð 38,7% Tekið úr skýrslu N0S0SK0, Social tryghed i de nordiske lande, 1995 stefnan hér svipuð og annars staðar. „Það er athyglisvert hve þróunin hérlendis er lík því sem gerist í Nor- egi. Ef litið er til laga um leikskóla á það bæði við um Noreg og Island að lögð er áhersla á uppeldis- og mennt- unargildi leikskóla. Á meðan Dan- mörk og Svíþjóð virðast hafa tekið meha tillit til vinnumarkaðssjónar- miða og stefnu í bameignarmálum við skipulagningu þessa málaflokks." Að sögn Steinunnar hafa ísland og Noregur haft færri dagheimilispláss- um á að skipa en Danmörk og Sví- þjóð, en þó er bilið að minnka. Öðruvísi hugsunarháttur Eitt er það sem gerir greinarmun á dagvistunarmálum í Noregi og ís- landi en það er dagmæðrakerfið. „Á íslandi er stærra hlutfall barna hjá dagmæðrum en í Noregi. Þetta stafar líklega af því að hlutavistun er algengari hér en á hinum Norð- urlöndunum. Fæðingarorlof er styttra, flest íslensk böm fá ekki aðgang að leikskóla fyrr en 2 ára og forgangshóp- ar hafa hingað til einungis haft aðgang að 8 stunda leik- skóla,“ segh Steinunn. Hvað öldrunarmál varðar höfum við mikla sérstöðu. Meg- ineinkennið er sterkur einka- geiri og að hátt hlutfall aldraðra býr á stofnunum. „Hugmyndin um að aldi-aðh eigi rétt á að búa eins lengi á heimili sínu og unnt er, með aðstoð frá ríki eða sveitar- félagi, vhðist hafa komið síðar tO sögunnar hérlendis en í nágranna- löndunum. Helstu skýringar á þessu eru að fjöldi og stærð stofn- ana fyrh aldraða hafi hindrað þróun heimilishjálpar hér á landi. Það gæti einnig haft sitt að segja að heimilis- hjálp hefur verið greidd af sveitarfé- lögum meðan ríkið hefúr kostað stofnanavist. Sveitarfélög sem hafa lítið fjárhagslegt bolmagn tO að sinna þessari þjónustu hafa því ef tO vill freistast tO að visa öldruðum á stofnanh fremur en veita þeim heim- Oishjálp. Þrátt fyrh þetta sýna tölur frá 1993 að ísland hafði hæst hlutfall aldraðra á Norðurlöndum sem fékk heimilshjálp og heimahjúkrun, en þær tölur segja okkur ekkert um gæði eða magn þjónustunnar,“ segh Steinunn. Hún segh að þegar Norðurlöndin eru borin saman kemur í ljós að Is- land eyðh minnstu tO félagslegrar þjónustu af vergri landsframleiðslu, sjá töflu. Einnig segh hún það at- hyglisvert að við eyðum minnstu Norðurlandanna tO þjónustu við fjöl- skyldur og böm, enda þótt við séum yngst Norðurlandanna, eignumst fleiri böm og konur taki mikinn þátt á atvinnumarkaði. ísland tilheyrir Norræna vel- ferðarkerfinu „Þrátt fyrh ofangreindan mun er það samt sem áður svo að Islending- ar hafa þróað þjónustu á þessum sviðum sem svipar mjög til þess sem gerist á Norðurlöndunum, sérstak- lega ef litið er tíl lagasetningar og þeirrar hugmyndafræði sem liggur að baki.“ Niðurstaða verkefnisins varð sú að Island tilheyrh hinu Nomæna velferðarkerfi hvað þessar tegundh félagslegrar þjónustu varðar. „Út- gjöld til umræddrar félagslegrar þjónustu eru vissulega lægri og um- fang þjónustunnai- er minna en ger- ist á hinum Norðurlöndunum. En þrátt fyrh þessar staðreyndh er það svo að samkvæmt tölfræðinni standa íslendingar lítt að baki Norður- landaþjóðunum ef litið er til fjölda þeirra sem njóta þjónustunnar. En það krefst frekari rannsókna ef svai-a á spumingum sem varða gæði eða magn þeirrar þjónustu sem veitt er,“ sagði Steinunn. Notaðu aðeins það besta, notaðu TREND snyrtivörur Með TREND nærðu árangri. TREND naglanæringin styrkir neglur. Þú getur gert þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar. TREND handáburður með Duo- liposomes, ný taekni sem vinnur inní húðinni. Einstök gæðavara. Snyrtivörumarjrá TREND eru fáanlegar í apótekum og snyrtivöruversíunum um land allt. Einnig í Sjónvarpsmarkaðnum. Tí^c/VЮ COSMETICS Einkaumboð og heildsala S. Gunnbjörnsson £ CO, Iðnbúð 8, 2ioCarðabæ. Símar 565 6317 og 897 3317. Fax 565 8217.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.