Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 C 3 DAGLEGT LÍF endur láti af þeim sið að lemja lyklaborðið í geðshræringu. Reiði og fljótfærni eru ekki góðir með- reiðarsveinar í tölvusamskiptum. Hranaleg bréf og hástafir Ami Matthíasson fjallar reglu- lega um tölvur í Morgunblaðinu og segist oft fá hrana- legan póst frá les- endum sem ekki fellur greinar hans í geð. „Margir virð- ast skrifa tölvubréf til þess að fá útrás og láta hluti flakka sem myndu ekki gera augliti til auglitis. Samskipti með rafpósti eru örari en um leið óagaðri því búið er að taka út þennan umþóttunar- tíma sem sendibréf veitir manni á leiðinni í umslagið eða út í pósthús," segir hann. Árni sá einnig um pósthólf for- seta Islands meðan á kosningabar- áttunni stóð og segir að ruddaleg bréf með svívirðingum og hótunum af ýmsu tagi hafi borist þegar búið var að telja atkvæði. Býst hann við að viðkomandi hafi ekki líkað úrslitin. Loks má geta þess að fljótt á litið virðast íslenskir yfirmenn ekki sama marki brenndir og breskir, ef marka má svör starfsmanna fáeinna stórfyrirtækja í Reykjavík. Viðmæl- endur könnuðust hvorki við að hafa verið skammaðir með tölvubréfi né þekkja til slíkra sendinga. Reyndar sagði kona nokkur að sér hefði orðið hverft við að fá bréf skrifað með há- stöfum. Fannst henni að sendand- inn væri að æpa á sig. Þá rak starfsmenn nokkurra vinnumiðlana ekki minni til þess að tölvuskammir væru ástæða upp- sagnar. En aðgát skal jafnan höfð, líka í nærveru tölvusálar. Konum finnst tölvupóstur persónulegri en körlum GUÐNÝ Elísabet Ingadóttir og Lóa Birna Birgisdóttir hafa unnið BA-ritgerð í sálfræði um notkun á tölvupósti þar sem kem- ur í Uós að boðmiðlun er betri innan fyr- irtækja sem nota tölvupóstkerfi og starfsánægja því meiri. Þá telja konur tölvupóst persónulegra samskiptaform en karlmenn. Gerður var samanburður á vinnustöðum þar sem tölvubréf eru send milli starfsmanna og fyrirtækjum þar sem tölvupóstkerfi er ekki í notkun. Þátttakendur voru 164, 20-69 ára, valdir af handahófí eða með aðstoð starfsmannastjóra. Um var að ræða átta stór fyrirtæki með svipaða starfsemi. Starfsmenn- irnir voru af báðum kynjum, 96 konur og 65 karlar. Þrír greindu ekki frá kyni. I tveimur fyrirtækjum af fjórum fengu þátt- takendur bréf en sendu lítið sjálfir. Á hinn bóginn var notkun tölvupósts meiri og almenn- ari í hinum. í ritgerðinni er stuðst við fyrrgreinda rann- sókn auk fjölda heimilda sem getið er í heim- ildaskrá. Til þeirra er ekki vísað sérstaklega hér en byggt að öðru leyti alfarið á texta höf- unda með nokkrum einföldunum. Hugmyndin rúmlega þrftug Upphaf tölvupósts um fjarskiptanet má rekja til ársins 1966 þegar varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna setti upp ARPANET, fyrsta stóra tölvuboðmiðlunarkerfið. Hug- myndin var sú að gera vísindamönnum víðs vegar kleift að nálgast tölvugögn geymd á ein- um stað. Fljótlega varð ljóst að þeir myndu sjálfir vilja skiptast á upplýsingum í stað þess að tölva hefði samband við tölvu, sem telst upphaf nútíma tölvupóstkerfis. Sem tjáskiptaform gerir tölvupóstur ekki þá kröfu að viðtakandi og sendandi séu samtfmis hvor á sfnum enda lfnunnar. Hann dregur úr lfkum á að skilaboð misfarist, lfkt og getur gerst með sfmtali í hávaðasömu umhverfi eða vegna þriðju manneskju sem kemur að og truflar samræður. Þeir sem nota tölvupóst hafa meiri sljóm á því sem þeir senda frá sér, geta spáð í skila- boðin, breytt þeim, tekið afrit og geymt á marga vegu, ólíkt því sem gerist í sfma. í Ijós kom í rannsókn Guðnýjar og Lóu að starfs- mönnum sem nota tölvupóst finnst upp- lýsingaflæðið hjá fyr- irtækinu betra en hin- um sem ekki njóta tölvu- póstkerfís. Hið sama gild- ir um gagnsemi upplýs- inganna. Starfsánægja var líka meiri hjá tölvupóstnotendum og starfsandi var betri. Höfundar leggja áherslu á að það eitt að vera með tölvupóst leiði ekki til aukinnar starfsánægju, heldur eru það jákvæð áhrif hans á boðmiðlun sem leiða til þess að starfsá- nægja eykst. Fljótlegur, iéttvægur og skýr Kannað var hvort starfsmenn teldu per- sónuleg samskipti innan fyrirtækis nægileg og í ljós kom að þeir sem nota tölvupóst töldu frekar að svo væri en þeir sem ekki nota tölvupóst. Hins vegar fannst starfsmönnum tölvupóstur ekki koma í stað persónulegra samskipta. Athugað var hvort boð sem berast með tölvupósti þættu skýrari eða óskýrari en boð sem berast með öðruin hætti. Sögðu 96,6% að tölvupóstur væri skýrari en minnismiði, 63,6% að hann væri skýrari en símtal og 35,3% sögðu að hann væri skýrari en per- sónuleg samskipti. Þegar skoðað var hvaða leiðir starfsmenn velja til þess að koma boð- um á framfæri töldu 46% tölvupóst þá fljótlegustu. Þegar um mikilvæg boð er að ræða segist 41% velja tölvupóst en 43% persónuleg sam- skipti. Ef skilaboðin eru léttvæg kjósa 70% að nota tölvupóst og 98% ef sent er til margra. Starfsmenn sem nota tölvupóst til þess að bera á milli persónuleg skilaboð og skemmtiefni töldu hann skemmtilegra sam- skiptaform en ekki endilega þægilegra en þeim, sem nota tölvupóstinn eingöngu til þess að senda skilaboð varðandi starfið. Ekki var unnt að reikna út áhrif aldurs og menntunar þátttakenda og reyndist enginn kynjamunur á notendum þegar viðhorf til almennrar notkunar voru könnuð, svo sem hvað varðar þægindi og skemmtanagildi. Hins vegar fannst konum í hópi starfs- manna tölvupóstur persónulegri en körlum. Loks var grennslast fyrir um hvort munur væri á kyiýum þegar meta átti áhrif tölvu- póstsins á ánægju með boðmiðlun og ánægju í starfi en marktækur munur fannst ekki. ROBERT Douglas vinnur að umbroti. KRISTINN G. Blöndal veltir vöngum yfir útliti einnar opnu í tfinaritinu. SOLMAI Danielsen frá Færeyjum les prófarkir. ÁRDÍS Sigurðardóttir, íslenski verk- efnastjórinn, segir að mikill metnaður sé lagður í útgáfu blaðsins. Danska er leiðlnleg Eitt af markmiðum með útgáfu þessa tímarits er að efla dönsku- þekkingu í löndunum þremur. I íslenskum skólum hefur viðhorf- ið „leiðinlegt" lengi loðað við fagið og hefur það viðhorf verið lífseigt, þrátt fyrir margvíslegar tilraunir til að lífga upp á dönskukennslu. I Færeyjum og á Grænlandi þykir heldur ekki veita af því að efla dönsku- kennslu, þótt ekki hafi fulltrúar landanna í ritstjórn OZON kvartað sérstaklega undan því að danska væri leiðinleg. Þórunn Baldvinsdóttir dönskukennari í Hagaskóla er ein af mörgum dönskukennurum sem notað hafa tímaritið sem ítarefni í kennslu sinni. „Ég hvatti nem- endur mína til að lesa blaðið til að þjálfa sig fyrir samræmdu prófin, því í þeim er meðal ann- ars könnuð hæfni til að lesa og skilja texta sem ekki er í kennslubókum. Mér finnst tíma- ritið ágæt viðbót í dönskukennslu, efnið höfðar til krakkanna og mál- farið er létt og þægilegt aflestr- Ritstjóm OZON er sammála um að skemmtilegt og gefandi sé að vinna að blaðaútgáfu, þótt það sé bæði tímafrekt og erfitt. Þeim finnst gott að hitta ritstjómar- fulltrúa hinna landanna og segja að það skipti líka máli til að jafn- ræðis gæti í uppsetningu efnis. Nuuni Heilmann frá Grænlandi er sú eina sem áður hefur unnið að útgáfu OZON og segir hún að í síðasta tölublaði hafi henni þótt Islendingar helst til frekir á pláss, en nú verði bætt úr því og öllu efni gert jafn hátt undir höfði. Vilja kynna land og þjóð Efni þeirra tölublaða sem þegar hafa komið út er nokkuð fjölbreytt, en þó er þjóðlegur fróðleikur og kynning á viðhorf- um og lifnaðarháttum meira áberandi en gera hefði mátt ráð fyrir í tímariti fyrir ungt fólk. Færeyingar hafa meðal annars greint frá hvalveiðum og við- horfum þjóðarinnar til þeirra og Grænlendingar kveikt áhuga á heimaslóðum sínum með frá- sögnum af spennandi snjósleða- ferðum um strjálbýlt landið. ís- lenskir skrifarar hafa líka lagt sitt af mörkum í landkynningu og meðal annars greint frá jeppaferð- um, sérstöðu íslenska hestsins og vitaskuld frá Páli Óskari og veit- ingahúsum á Islandi. Þótt ritstjórn OZON leggi ómælda vinnu í að gefa út fallegt og áhugavert blað hefur enginn rit- stjórnarfulltrúa áhuga á að leggja blaðamennsku eða blaðaútgáfu fyrir sig í framtíðinni. Fram- tíðaráform íslensku strákanna, Roberts og Kristins, komast þó næst því, því þeir segjast hafa áhuga á umbroti og tölvu- vinnslu í tengslum við blaðaútgáfu. Nuuni og Nitta frá Grænlandi segjast helst vilja vinna að ferðamálum, en Solmai og Silje frá Færeyjum hafa ekki enn gert upp hug sinn varðandi vinnu þegar „þær verða stórar“. Skapandi skrif á dönsku í tengslum við útgáfu OZON kom upp sú hugmynd að bjóða ókeypis námskeið í skapandi skrifum á dönsku. Árdís Sigurðardóttir, ís- lenski verkefnastjórinn, segir að um sé að ræða 13 vikna námskeið, sem haldið verði í haust og sé að hluta til unnið í samvinnu við menntaskóla. „Auk dönskukennara mun fólk sem vinnur við skrif og umbrot á dagblaði leiðbeina á námskeiðinu, enda er ætlunin að kynna þátttakendum undir- stöðuatriði í blaða- skrifum og undirbún- ingi blaða fyrir prent- un. Námskeiðið verð- ur metið til eininga í sumum framhalds- skólum, en stendur öllum til boða.“ Ljóst er að ýmsar leiðir eru farnar til að efla dönskukunnáttu Islendinga. „Auðvitað verður viðhorfum til tungumáls ekki breytt í einu vet- fangi, en þeir sem tala dönsku vita hversu hlýlegt tungumálið er og hversu þægilegt er að tjá sig á því. Markmið okkar er að sem flestir geti sannreynt það og til að ná því markmiði tökum við eitt skref í einu. Tímaritið OZON er eitt skref, ókeypis námskeið hjá fagfólki er næsta skref.“ Skemmtilegt og gefandi að vinna að blaðaútgáfu en jafnframt tímafrekt og erfitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.