Morgunblaðið - 26.08.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
JlforjptttltfAftito
B
1997
ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGUST
BLAÐ
Goldin ekki
tilKA?
ÞAÐ getur farið svo að Hvít-Rúss-
inn Vladimir Goldin komi ekki til
KA. Goldin, sem var búinn að skrifa
undir þriggja ára samning við Is-
landsmeistarana, á eftir að gegna
herþjónustu og fær líklega ekki að
fara úr landi. „Við erum ekki bún-
ir að gefa upp vonina, en ef Goldin
fær ekki að fara úr landi munum
við leita á önnur mið og fá leik-
mann í hans stað,“ sagði Atli Hilm-
arsson, þjálfari KA, en KA-menn
komu einmitt heim á sunnudag
eftir að hafa dvalið í viku í æfinga-
búðum við Dortmund í Þýskalandi.
„Ferð okkar heppnaðist mjög vel
og það var gott fyrir leikmennina
að vera saman við æfingar og
keppni,“ sagði Atli. KA lék íjóra
leiki - vann tékkneska liðið Dukla
Prag 17:15, Wersmold 15:11 og
gerði jafntefli við Emsdetten 27:27.
Þá lék liðið við Gummersbach og
tapaði 22:24. Alsírsmaðurinn Kar-
int Yala lék þann leik með KA,
stóð sig vel og skoraði 9 mörk.
Yala kom með KA-liðinu til lands-
ins.
KA-liðið tekur þátt í móti á
Akureyri um næstu helgi, þar sem
Stjarnan, ÍR, FH, Selfoss og Þór
taka einnig þátt í.
Fáir fengu
vegabréfs-
áritun
FORRÁÐAMENN rúmenska
liðsins Steaua Búkarest eni
nyög óhressir þessa dagana
því konur leikmanna liðsins
og blaðamenn fengu ekki
vegabréfsáritun til að fylgja
liðinu til Frakklands þar sem
það mætir PSG aimað kvöld.
„Frakkarnir eru að reyna
einhver sálfræðibrögð til að
freista þess að komast áfram
í keppninni,“ sagði talsmað-
ur Steaua í gær.
Liðið flaug í gær til
Frakklands en aðeins 11 af
22 eiginkonum fengu vega-
bréfsáritun og komust til
Parísar; 17 blaða- og frétta-
menn sóttu um áritun en
aðeins 12 fengu og af 69
stuðningsmönnum sem ætl-
uðu með liðinu fengu aðeins
22 vegabréfsáritun.
Gleðin skín
BREIÐABLIK varð bikarmeistari kvenna á laugardaginn er liðið lagði Val, 2:1, í úrslitaleik.
Gleðin skín úr hverju andliti Blika sem fagna marki Erlu en auk hennar eru á myndinni
Sara Haraldsdóttir, Helga Ósk Hannesdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Kristrún Daðadóttir,
Katrín Jónsdóttir og Dóra Ingibjörg Magnúsdóttir. Allt um leikinn á B5.
HANDKNATTLEIKUR
Gunnar Andrés-
son frá í átta vikur
Afturelding varð fyrir blóðtöku
er liðið var í æfingabúðum
og keppnisferð í Þýskalandi í sl.
viku. Gunnar Andrésson, leik-
stjórnandi liðsins, annað hvort
reif eða sleit nára vinstra megin.
Verður frá nokkrar vikur, jafnvel
mánuði, en það mun skýrast nán-
ar eftir að niðurstaða er fengin
úr myndatökum sem hann fór í
hjá lækni í gær. Þetta er áfall
fyrir Aftureldingu þar sem Gunn-
ar hefur verið að leika mjÖg vel
að undanförnu - var t.d. búinn
að skora níu mörk í leik gegn
B-liði Magdeburgar, sem leikur í
2. deild, er hann meiddist. Leikur-
inn við Magdeburg var þriðji og
síðasti æfingaleikur liðsins áður
en það tók þátt í æfingamóti
ásamt fimm öðrum liðum, m.a.
A-liði Magdeburgar, Zagreb frá
Króatíu og tékkneska liðinu Pils-
en. Skemmst er frá því að segja
að Mosfellingar höfnuðu í fjórða
sæti. Páll Þórólfsson lék vel í
mótinu og varð markahæsti mað-
ur þess, gerði 19 mörk i fjórum
leikjum.
Gunnar er ekki eini leikmaður
liðsins sem er á sjúkralista. Sigurð-
ur Sveinsson meiddist illa í læri í
öðrum leik mótsins og lék ekki
meira með og leikstjórnandinn
Ingimundur Helgason hefur ekki
náð sér eftir að hann var skorinn
upp vegna meiðsla í öxl. Hann
hefur þó hafið æfingar en er ekk-
ert farinn að leika ennþá.
KNATTSPYRNA: ÍA FYLGIR ÍBV EINS OG SKUGGINN / B6
VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN
23.08.1997
VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN
20.08.1997
Vinnings-
Vinningar
upphæð
vinninga
3 af 6
■f bónus
Samtals:
1187
Á ÍSLANDI:
• Lottomiðarnir 1. vinningi sl.
laugardag voru seldir í
Happahúsinu í Kringlunni i
Reykjavík, Olís-nesti á
Akranesi, Grillskálanum í
Ólafsvík og á Hliðarenda á
Hvolsvelli.
• Lottomiðarnir sem höfðu að
geyma bónusvinning í
Víkingalottóinu voru keyptir
hjá Essó við Gagnveg í
Grafarvogi í Reykjavík og Olís
við Langatanga Mosfelisbæ.
• Lottóleiknum lýkur n.k.
laugardag. Munið því að
kaupa lottómiða fyrir kl. 14 á
laugardaginn til að gefa tekið
þátt í leiknum.
SlMAR:
UPPLÝSINQAR I SÍMA: 568-1511
GRÆNT NÚMER: 800-6511
TEXTAVARP: 451 OG 453
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð
1.5 af 5 4 6.750.810
2.x5d W 12 141.670
3.,,,s 426 6.880
4. 3af 5 13.256 510
Samtals: 13.698 38.394.720
L