Morgunblaðið - 26.08.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.08.1997, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍKUR MARAÞON Toby Tanser: Vildi ekki hlaupa einnof lengi Toby Tanser hafði aðeins einu sinni þreytt maraþon áður en hann lagði í hann á Lækjargöt- unni, en hann lagði áður stund á fimm þúsund metra hlaup. „Ég ákvað að leyfa Hugh [Jones] að gegna forystuhlutverkinu um hríð, því maður missir einbeitinguna við að hlaupa einn of lengi. Ég og Gitte [Karlshöj], sem sigraði í hálfu maraþoni kvenna, ákváðum að hlaupa saman á fyrri hlutanum. Ég var hálfnaður eftir 73 mínútur og eftir það átti ég ekki möguleika á brautarmetinu. Ég hljóp til sig- urs, það var aðalmarkmiðið. Eg er heppinn að keppa við Hugh í lok ferils hans, því hann er einn besti maraþon hlaupari sem Bretar hafa átt,“ sagði Tanser, sem var fremst- ur á fyrri hluta hlaupsins, en á þeim síðari hljóp hann samsíða Jones, sem átti titil að veija. „Það er ekkert verðlaunafé veitt fyrir sigur í ár og þess vegna reyndum við ekki um of á okkur. Aðstæður voru góðar, en það var svolítið vindasamt á síðari hlutan- um. Hér eru ekki mörg tré og því er lítið um skjól, én veðrið var mjög gott á íslenskan mæli- kvarða," sagði hann. Hugh Jones: Enginn hvati til afreka Þetta var í raun engin keppni," sagði Hugh Jones, sigur- vegarinn í fyrra og ársins þar á undan, þegar nokkuð slakur sigur- tími í maraþoni karla kom til tals. „Við hlupum saman, ég og Toby, en vorum ekki á fullum hraða. Eg vissi ekki að Toby yrði sterkari en ég á lokasprettinum," sagði hann. „Það eru engin peningaverðlaun veitt fyrir sigur hér og því er eng- inn hvati til afreka. Ég tel okkur hafa hlaupið nokkuð hratt miðað við að það var engin ástæða til að hlaupa á fullum hraða. Ég gat samt ekki hlaupið mikið hraðar. Ég æfí mun minna núna og ég er vitaskuld ári eldri, 42 ára. Það tekur nokkrar vikur að jafna sig eftir maraþon og því hraðar sem hlaupið er tekur lengri tíma að jafna sig. Ég hef ekki efni á því að taka jafn mikið á og áður vegna þess að ég er ekki í eins góðri þjálf- un,“ sagði Jones. Gitte fékk engan borða MARGIR sem fylgdust með fyrstu mönnum í hálfu maraþoni koma i mark voru undrandi á uppátæki Sigurðar Péturs Sig- mundssonar, sem varð þriðji og fyrstur íslendinganna. Hann fór framúr hinni dönsku Gitte Karlshöj á síðustu metrunum og felldi borðann, sem starfsmenn höfðu strengt við endamarkið til heiðurs þeirri dönsku. „Það tíðkast í maraþon-hlaupum víða um heim að strengja ekki borðann eftir allri línunni, eins og þarna var gert, heldur eftir hluta hennar. Því er um mistök af hálfu starfsmanna að ræða. Ég var bara að gera mitt besta, en borðinn var bara I veginum. Hann var ekki ætlaður mér, heldur henni. Karlshöj var heldur ekkert ósátt við mig,“ sagði Sigurður. Morgunblaðið/Golli MIKILL handagangur var f öskjunni þegar keppendur voru ræstir kl. 11 árdegls á sunnudag, enda tóku rúmlega þrjú þúsund manns þátt í hlaupinu í ár. Renndi blintí sjóinn ÆT Eg átti von á að veðrið yrði mun verra, en mér skilst að það hafi verið óvenjugott núna,“ sagði Ruth Kingsborough, sem sigraði í maraþon-hlaupi kvenna. „Ég vissi í raun ekki hveiju ég átti von á. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég kem hingað. Ég renndi alger- lega beint í sjóinn hvað þetta hlaup varðar. Eg vissi ekki hvort ég myndi fá einhveija keppni, eða þá hversu mikla. Ég var alltaf að reyna að finna einhvern til að hlaupa með á seinni hlutanum," sagði hún. Kingsborough hefur tekið þátt í ýmsum götuhlaupum á liðnum árum, en þetta var þriðja maraþon hennar. „Ég hef aðallega hlaupið tíu mílna og tíu kílómetra hlaup, en ég fór í fyrsta maraþonið í Vín fyrir þremur mánuðum. Ég stefni á að vera með í London-maraþoninu í apríl á næsta ári,“ sagði hún. Bjórinn var of dýr TOBY Tanser, sigurvegarinn f maraþoni karla, átti íslenska ömmu, Sigrfði Ásgeirsdóttur, en hún giftist Bretanum Arn- old Taylor. Tanser hefur sök- um þess dvalið á íslandi um skeið, en hann tók fyrst þátt í Reykjavíkur maraþoni árið 1990. „Þá skoraði ég á frænda minn [Kristin Rafnsson] í skemmtiskokk. Sá sem beið lægri hlut átti að bjóða hinum upp á bjórkollu. Ég man að ég fór á krá eitt kvöldið, bað um tvær bjór- kollur og borgaði með jafn- gildi tlu punda í krónum. Ég fékk kollumar, en beið heil- lengi eftir að fá afganginn. Afgreiðslustúlkan kom aldrei með peningana og ég taldi hana vera að svindla á mér, en ég þorði ekki að gera neitt mál úr því. Sf ðan komst ég að því að bjórinn kostaði um fimm hundruð krónur. Ég varð því að finnaleið til að fá ókeypis bjór. Ég sagði Kristni ekki að ég væri hlaup- ari, en hann sagðist vera reykingamaður. Þannig sig- urlikur em mér að skapi,“ sagði Tanser. BRETAR hafa verið slgursællr í Reykjavíkur maraþoni undanfarln ár. Hér eru sigurvegararnlr í ár, Toby Tanser og Ruth Kingsborough, sem bæðl eru bresk. Nýgræðingamir hlutskarpastir Pórtánda Reykjavíkur maraþon- ið fór fram í glampandi sól- skini á sunnudag. 3.057 manns ^ sprettu úr spori úr Edwin rásmarkinu kl. 11 Rögnvaldsson árdegis og jafn- skrifar margir komu í mark. Þátttakendur voru þó misþreyttir við komuna í markið. Nokkrir tóku tilkomumik- inn endasprett, óspart hvattir af áhorfendum, en aðrir fóru sér hæg- ar. Allir voru þó sælir og glaðir eftir erfíðið, og gilti þá einu hver tíminn var. Flestir létu skemmtiskokkið duga, eða 1.664. Þátttakan var næstmest í 10 km hlaupi, en þá vegalengd hlupu alls 918 manns. 345 glímdu við hálft maraþon, en fæstir reyndu við maraþonið eins og við mátti búast, eða 130. Bretinn Toby Tanser rauf sigur- göngu landa síns, Hugh Jones, sem hafði borið sigur úr býtum í síðustu tvö skiptin. Þeir tveir komu næstum jafnir inn á Lækjargötuna og fjöldi fólks fylgdist með endasprettinum, þar sem Tanser varð sterkari. Hann hljóp á 2:27.07 klst., en Jones var aðeins tveimur sekúndum á eftir. Þeir tveir voru í sérflokki í hlaupinu. Tanser er 29 ára og nýgræðingur í maraþoni, en þetta var annað hlaupið sem hann þreytir. Það fyrra var í Róm í mars og þá var Tanser u.þ.b. átta mínútum fljótari en í Reykjavík á sunnudag. Daninn Frank Isdan varð þriðji, en Ingólfur Geir Gissurarson hafn- aði í fjórða sæti, fyrstur íslending- anna, og varð þar með íslands- meistari í maraþoni. í kvennaflokki varð hin breska Ruth Kingsborough fyrst í mark. Hún hafði mikla yfírburði, hljóp á 2:51.35 klst. og var sú eina sem var skemur en þijár klukkustundir að hlaupa 42,2 km. Þetta var henn- ar þriðja maraþon og því óhætt að segja að nýgræðingamir hafí verið hlutskarpastir í maraþoninu í ár. Anneli Söoergaards frá Svíþjóð varð önnur á 3:10,52, en landa hennar Sirpa A. Myllyperikö kom í mark á 3:23,31 klst. Velska stúlkan Ang- harad Mair sigraði í fyrra, en var ekki með að þessu sinni. í hálfmaraþoni varð Bretinn Steve Green hlutskarpastur karl- anna. Hann var nálægt brautarmet- inu, hljóp á 1:05.46 klst., sem er einungis tíu sekúndum lakari tími en metið. Sigurður Pétur Sig- mundsson varð fyrstur íslending- anna, en hann var þriðji í hlaupinu á tímanum 1:13.23 klst. Danska stúlkan Gitte Karlshöj sigraði í hálfu maraþoni kvenna. Tími hennar var 1:13.52 klst., en Bryndís Ernstsdóttir kom næst, fyrst þeirra íslensku, á 1:22.17 klst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.