Morgunblaðið - 26.08.1997, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKSTURSÍÞRÓTTIR
Páll bókar
engan tftil
HÖRKUTILÞRIF voru í bíl-
krossmóti á keppnisbrautinni
við Krýsuvíkurveg á sunnu-
daginn þegar næstsíðasta
mótinu sem gildir í íslands-
mótinu lauk. Ellert K. Alexand-
ersson á Ford Mustang vann
í flokki rallý-kross bfla, en Páll
Pálsson vann enn einn sigur-
inn íflokki krónubfla.
Ellert K. Alexandersson vann
sinn flokk, en Ásgeir Örn
Rúnarsson á Mustang leiddi úrslit-
ariðilinn lengst af.
Hann rak hins veg-
Gunnlaugur , , , , , ... b
Rögnvaldsson ar 1 fr|glr 1 nnðjum
skrifar klíðum og sjálf-
skiptingin greip
ekki gír fyrr en löngu síðar. Skut-
ust bæði Ellert og Sverrir M. In-
gjaldsson framúr honum og létu
ekki deigan síga allt til loka. EIl-
ert er búinn að keppa á sama bíl
í fjögur ár, byrjaði keppnistímabil-
ið harkalega með veltu. Síðan
hefur leið hans legið upp á við.
„Ég keppti áður í teppflokki en
samkeppnin var lítil, þannig að
ég ákvað að skipta um flokk í
vor. Ég keppti einu sinni í rallý-
kross flokknum í fyrra og varð
þá annar á eftir Guðbergi Guð-
bergssyni, sem varð íslandsmeist-
ari. Það hefur verið hörkukeppni
í sumar,“ sagði Ellert, „reyndar
langar mig mikið í rallið. Ég fór
einmitt í eina keppni í fyrra með
mínum helsta andstæðingi, Ás-
geiri Erni, og hafði það gaman
af þátttökunni að ég gæti vel
hugsað mér að aka í rallinu.
Reyndar ekki á sama bíl og ég
ek núna. En krossið er góður
grunnur fyrir rallið, sem krefst
meira úthalds og peninga."
í flokki krónubíla hefur Páll
Pálsson hreinlega blómstrað við
stýrið. Þessi tæplega tveggja
metra hái ökumaður ekur Lancer
listavel á krossbrautinni og átti
ekki í vandræðum með að innbyrða
sigur eftir að bíll Ólafs Inga Ólafs-
sonar bilaði í úrslitum. Páll hefur
unnið þrjú mót á árinu. „Ég er i
góðri stöðu í íslandsmótinu, en tvö
síðustu ár hef ég tapað af titlinum
í lokamótinu til Garðars Þórs Hilm-
arssonar, þannig að ég bóka engan
titil fyrr en allt er yfirstaðið," sagði
Páll, „Þetta byggist 50% á heppni
myndi ég segja, hvort þú lendir í
óhappi, árekstri eða bilunum. Maður
er aldrei viss um árangur fyrr en i
mark er komið“, sagði Páll. Hógvær
ökumaður, Páll, sem sýnt hefur
mjög skemmtileg tilþrif í mótum
ársins. Næstur á eftir honum var
Marían Sigurðsson á Lada og þriðji
Sigurður Pálsson á Alfa Romeo.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Þrðji sigurinn
PÁLL Pálsson ók listavel á Lancer í flokkl krónubíla og vann
sinn þriðja sigur á árinu.
Fadir og
sonur
ELLERT K. Alexanders-
son ásamt syni sínum
Benedikt Breiðfjörð Ell-
ertsyni og bakvið þá
grúska ungir framtíða-
rökumenn í bílstjórasæti
Eilerts.
ÍPiémR
FOLK
Dekkjaval Schumach
ers réð úrslitum
Michael Schumacher trúði
vart sjálfur að hann hefði
sigrað í belgíska kappakstrinum
í Spa-Francorc-
hamps er hann
Ágúst gekk upp á sigur-
Asgeirsson pallinn. Heppnin
skn,ar hafði verið með
honum enn einu sinni og rétt
dekkjaval Ferrari-liðsins réð úr-
slitum. Á sama tíma varð rangt
dekkjaval helsta keppinauti hans,
Jacques Vilieneuve hjá Williams-
liðinu, að falli en hann náði best-
um tíma í forkeppni daginn áður
og startaði af fremsta rásmarki.
Breikkaði því aftur bilið milli
þeirra Schumachers í keppninni
um heimsmeistaratign ökuþóra,
en stigin standa 66-54 fyrir
heimsmeistarann fyrrverandi.
Úrhellisrigningu gerði skömmu
fyrir upphaf keppninnar og var
því undanfari sendur í brautina
fyrst, meðan mesta vætan færi
af brautinni, því það stytti strax
upp. Undanfarinn dró sig í hlé
eftir þijá hringi af 44 og hófst
þá keppnin fyrir alvöru. Schumac-
her valdi millimunstruð dekk,
bjóst aðeins við góðri skúr sem
reyndist rétt, en Villeneuve þau
grófustu, blautdekk, enda bjóst
Williams-liðið við stanslausri rign-
ingu, sem reyndist rangt. Fyrir
vikið tókst Schumacher fljótt að
komast fram úr Villeneuve og
stakk hann eiginlega aðra öku-
menn af strax. Má segja að það
hafi verið ólán Villeneuve að und-
anfari var sendur út því dekk
hans hefðu gefið honum gott for-
skot á rennblautri brautinni en
gagnsemi þeirra hverfur um leið
og vatnsaginn minnkar.
Ákvað Villeneuve því strax á
fímmta hring að skipta um dekk,
yfír á milligróf, en með ört þom-
andi braut héldu þau fljótlega einn-
ig aftur af honum og því skipti
hann öðru sinni, nú yfír á slétt,
eftir 13 hringi. Með tveimur stopp-
um hafði hann tapað af slagnum
um efstu sæti, orðin langt á eftir
Schumacher, og endaði sjötti.
Enn er eftir að keppa fimm
sinnum í formúlu-1 kappakstrin-
um og Schumacher hefur engan
veginn endurheimt heimsmeist-
aratignina. Williams-liðinu hefur
hins vegar gegnið misvel í vætu
og kaldri veðráttu en það em ein-
mitt aðstæður sem vænta má í
þeim mótum sem eftir era og því
verður heppnin að slást í lið með
Villeneuve í næstu mótum ef hann
ætlar ekki að verða númer tvö
annað árið í röð.
ítalinn Giancarlo Fisichella hjá
Jordan-liðinu veðjaði á sömu
dekkjategund og Schumacher og
fagnaði besta árangri sínum í
formúlu-1 til þessa, varð annar í
mark. Þriðji varð Finninn Mika
Hakkinen í McLaren Mercedez bíl
sínum, en hann fékk að vera með
og halda sæti sínu á rásmarki
eftir mótmæli. Hafði hann verið
dæmdur til að hefja keppni aftast-
ur í stað 5. sætis því hann reynd-
ist með vafasama bensínblöndu.
Eftir er að kveða upp lokaúrskurð
og óvíst að hann haldi sæti sínu
og stigum.
Heimsmeistarinn Damon Hill,
sem sló rækilega í gegn í Ung-
verjalandskappakstrinum fyrir
tveimur vikum, varð fyrir því ól-
áni að röng dekk voru sett undir
bifreið hans, millimunstur í stað
sléttra dekkja, og eftir það átti
hann aldrei möguleika á stigum
og varð 13.
Schumacher vann fjórða sigur
sinn á árinu og þann 26. frá upp-
hafi en aðeins fjórir ökuþórar
hafa gert betur. Vann hann þriðja
árið í röð í Spa, sem hann segir
uppáhaldsbraut sína. Þar þreytti
hann frumraun sína í formúla-1,
árið 1991, og vann sinn fyrsta
kappaksturssigur árið eftir í sömu
braut. Hann kom þar einnig fyrst-
ur í mark 1994 en var dæmdur
úr leik. Schumacher verður á
heimavelli Ferrari-liðsins í Monza
á Ítalíu og þar skiptir góður
árangur rauðu bílanna öllu fyrir
heimamenn.
Bilið milli Ferrari og Williams
breikkaði aftur í stigakeppni bíl-
smiða, eða í 84-76. í þriðja sæti
er Benetton með 46 stig, McLaren
í fjórða með 32, Jordan fimmta
með 25 og Prost-liðið sjötta með
20 stig.
■ SÆMUNDUR Sæmundsson
sem vann í flokki rallý-kross bíla í
síðustu keppni varð að játa sig sigr-
aðan. Toyota hans fór ekki lengra
eftir að hjólabúnaður gaf sig í
árekstri.
■ GUÐNI Þorbjörnsson var líka
óheppinn. í úrslitariðli slitnaði bens-
ínbarki í Ofur Lada-bíl hans svo-
kölluðum, en þetta er sprækur rúss-
neskættaður bíll. Rak hann lestina
að þessu sinni.
■ SVERRIR M. Ingjaldsson stóð
sig hins vegar vel í úrslitum í sama
flokki, ók 130 hestafla Citroen Ax,
um 600 kg þungum framdrifsbíl.
Þrátt fyrir að nítróbúnaður í litla
bílnum virkaði ekki, náðj_ Sverrir
öðru sætinu með Ásgeir Örn Rún-
arsson á mun kraftmeiri bíl rétt á
eftir.
■ Garðar Þór Hilmarsson meist-
ari síðasta árs í bílkrossi lætur sig
ekki vanta á mótin, þó hann keppi
núna í rallakstri í flokki Norðdekk-
bíla. Hann fær minni samkeppni
næst, því Þorsteinn P. Sverrisson
hefur keypt Mazda bíl Rúnars og
Jóns.
■ KRISTINN V. Sveinsson vann
flokk stórra bíla eftir skrautlegan
akstur í undanriðlum á Chevrolet
Monte Carlo. Bíll hans snarsnerist
hvað eftir annað og kom Kristinn
reyndar afturábak gengum enda-
markið í úrslitariðlinum, en vann
samt._
■ PÁLL Pálsson er með 60 stig
fy flokki krónubíla, en Ólafur Ingi
Ólafsson 58. Ásgeir Örn Rúnars-
son er með 55 stig í flokki rally-
kross bíla Högni Gunnarsson 53
og Sverrir M. Ingjaldsson 49.