Morgunblaðið - 26.08.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1997 B 5
Eftir að það hafði verið nokkur
streita í okkur í fyrri hálfleik
tókst okkur betur til í þeim síðari,"
sagði Ragnhildur Skúladóttir, þjálf-
ari Vals, í leikslok. „Ég er með
óreynt lið eins og oft hefur komið
fram og í hálfleik sögðu þær við
mig að taugarnar væru þandar til
hins ýtrasta. Ástandið batnaði í
þeim síðari enda voru þær þá búnar
að leika í úrslitaleik á Laugardals-
velli í 45 mínútur!
Við gerðum mark snemma í síðari
hálfleik og með smáheppni hefðum
við getað borið sigur úr býtum. Þeg-
ar öllu er hins vegar á botninn hvolft
og fjöldi færa skoðaður má segja að
sigur Blika hafi verið sanngjam. Ég
er er stolt af stúlkunum mínum, þær
lögðu sig að fullu fram í leikinn."
Ragnheiður sagði ennfremur að
hún hefði verið búin að búa liðið
undir að Blikastúlkur myndu reyna
að sækja upp vinstra megin við víta-
teiginn eins og raun varð á er þær
gerðu sigurmarkið. „Við vissum að
þetta væri „hættulegt" svæði fýrir
okkur, en augnabliks einbeitingar-
leysi olli því að þetta færi skapað-
ist. Það kemur ár eftir þetta ár og
mínar stúlkur geta borið höfuðið
hátt þrátt fyrir úrslitin."
Morgunblaðið/Golli
SIGRÚN Óttarsdóttlr, fyrlrliól Brelðabliks, hampar blkarnum.
Sigurmarkið var sætt
„ÞETTA tók sinn tíma. Við fengum
talsvert af færum í fyrri hálfleik og
í upphafi þess síðari, en Valsstúlkur
náðu að jafna snemma í síðari hálf-
leik og eftir það varð leikurinn jafn-
ari. Sigurmarkið í lokin var hins veg-
ar virkilega sætt,“ sagði Sigurður
Þorsteinsson, sem stýrði Breiðabliki
í fyrsta sinn til sigurs í bikarkeppn-
inni. „Valsliðið barðist virkilega vel
og okkur gekk illa að nýta færin, þar
gætti skorts á yfirvegun og þolin-
mæði.“
Sigurður segir að eins og leikurinn
þróaðist og framganga sinna leik-
manna hafi verið var alger óþarfi að
hleypa Valsmönnum inn í leikinn með
marki og lengi leit út fyrir að þurfti
að framlengja. „Ég var farinn að leiða
hugann að því að til framlengingar
gæti komið en hélt alltaf í vonina um
að til hennar kæmi ekki, sem betur
fór tókst að innsigla sigurinn í tíma.“
Sigurður sagði leikinn hafa þróast
eins og við mátti búast. Hans lið
hefði vissulega verið fyrirfram talið
sigurstranglegra. „Bikarleikir eru
einu sinni þannig að það er ekkert
öruggt og stemmningin hveiju sinni
ræður för. Við vorum sterkari í fyrri
hálfleik og fengum færi sem við fór-
um illa með og sama var upp á ten-
ingnum í byijun þess síðari. Svona
er knattspyrnan, það er ekki alltaf á
vísan róið, en sem betur fer tókst
okkur að sigra.“
Komust
á skrið
áný
Það er alltaf skemmtilegra að
sigra þegar það þarf virki-
lega að hafa fyrir því eins og
raun varð á nú,“ sagði Margrét
Olafsdóttir sem átti heiðurinn að
sigurmarki Breiðabliks og var
einn besti leikmaður liðsins í sig-
urleiknum. „Leikurinn nú var
skemmtilegri en í fyrra fyrir vik-
ið. Við misstum aðeins tökin á
fyrstu tuttugu mínútum síðari
hálfleiks, en tókst að komast á
skrið á ný í síðari hluta hálfleiks-
ins og tryggja sigurinn."
Margrét sagði að er öllu væri á
botninn hvolft hefðu hún og stöllur
hennar átt að vera búnar að gera
út um leikinn í fyrri hálfleik því
ekki hefði marktækifærin vantað.
„Það var skrekkur í okkur eins
og oft er í bikarleikjum.“
Á að skjóta
í hægra hornið
„Leikurinn var erfiðari en í
fyrra. Valsliðið er efnilegt og lét *
okkur virkilega hafa fyrir sigrin-
um,“ sagði Erla Hendriksdóttir
sem skoraði sigurmark Breiða-
bliks. „Mér fannst við stjóma
leiknum i fýrri hálfleik, en gekk
illa að færa okkur það í nyt.“
Erla sem gerði þijú mörk í 3:0
sigurleik í úrslitum bikarkeppninn-
ar í fyrra sagði það ætíð vera gleði-
legt að skora, ekki hvað síst á
stundum sem þessum. „Það var
virkilega gaman að sjá á eftir
boltanum í markið, sérstaklega í
hægra hornið, ég held að ég eigi
bara alltaf að skjóta í það.“
Alltaf
jafngaman
„Það fer að komast upp í vana,“
sagði Sigrún Óttarsdóttir, fyrirliði
Breiðabliks, en hún hefur tekið á
móti mörgum bikurum undanfarin
ár enda liðið verið sigursælt. „Það
er alltaf jafngaman.“
Sigrún sagði Valsliðið hafa
leikið skynsamlega og virkilega
haldið Breiðabliki við efnið. „Við
vorum óheppnar að skora ekki
meira, miðað við þau
færi sem við fengum.
Mig langaði ekki í fram-
lengingu en vissulega
var ég farin að hugsa
um að til hennar gæti
komið, en okkur tókst
að nýta tímann."
Eftir að hafa komist
1:0 yfír fannst Sigrúnu
sem hún og stöllur hefðu
slakað of mikið á og
þannig gefíð Val tæki-
færi til að komast inn í
leikinn og gera Blikum
skráveifu. „Við misstum
boltann á hættulegum
stað eftir að ég hafði
sent inn á miðjuna,
þetta voru mistök sem
alltaf geta komið fyrir.
Við bættum í seglin á
lokakaflanum og sigr-
uðum.“
1*#\Erla Hendriksdóttir
■ \#lók hornspymu frá
hægri á 39. mín. og sendi bolt-
ann inn á nærstöng Valsmarks-
ins þar sem Ragnheiður Jóns-
dóttir markvörður gerði tilraun
til að slá knöttinn frá marki.
Það gekk hins vegar það illa
að boltinn fór beint á koll Krist-
rúnar Daðadóttur sem stóð í
tveggja metra fjarlægð frá
markinu og sú var ekki að tvín-
óna við hlutina heldur skallaði
beint í markið.
1a afl Hjördís Símonar-
■ I dóttir var á hægri
kanti og sendi snöggt inn fyrir
miðja vöm Breiðabliks rétt inn-
an vítateigslínu þar sem Ás-
gerður Ingibergsdóttír sendi
rakleitt í vinstra markhomið
með hægri fæti. Jöfnunarmark-
ið kom á 52. mínútu.
2a Margrét Ólafsdóttir
a | vann boltann á miðj-
um vallarheliningi Vals á 85.
mínútu og lék í átt að marki.
Er tveir varnarmenn Vals hugð-
ust stöðva för hennar sendi
Margrét knöttinn til vinstri á
Eriu Hendriksdóttur er var
stödd rétt innan vítateigshoms
og skaut hiklaust með vinstri
fæti í hægra hornið efst.
Getum borið höfuðið hátt
Aftur
varþað
Erla
Skoraði sigurmarkið í bikarúrslitaleik
annað árið í röð og lagði upp annað
ERLA Hendriksdóttir, leik-
maður Breiðabliks, kann
greinilega vel við sig á Laugar-
daisvellinum í úrslitaleik bikar-
keppninnar. í fyrra skoraði
hún öll þrjú mörk Breiðabliks
og á laugardaginn skoraði hún
sigurmarkið í 2:1 sigri Kópa-
vogsstúlkna á Val. Þar að auki
tók hún hornspyrnuna sem
fyrra mark bikarmeistaranna
var skorað upp úr að þessu
sinni.
Sigur Breiðabliks var öruggur
þó ekki væri meiri marka-
munur á liðunum en raun ber vitni
um. Bikarmeistar-
amir fengu fjöl-
mörg góð færi til
að skora fleiri mörk,
einkum í fyrri hálf-
leik, en baráttuglöðum Valsstúlk-
um með hina 17 ára gömlu Ragn-
heiði Jónsdóttur í markinu tókst
að koma í veg fyrir að mörkin
yrðu fleiri. Burtséð frá mistökum
Ragnheiðar er fyrsta markið var
gert var hún tvímælalaust besti
leikmaður vallarins og er greinilegt
að þarna er á ferðinni efni í fram-
tíðarmarkvörð. Úthlaup hennar
voru góð og eins varði hún oft vel
ein á móti sóknarmanni.
Blikar byijuðu og enduðu leikinn
í sókn, en Valsmenn lágu aftar og
freistuðu þess að beita skyndisókn-
um og tókst nokkrum sinnum vel
upp. Þegar liðinn var stundarfjórð-
ungur af leiknum hafði Margrét
Ólafsdóttir átt gott markskot án
Ivar
Benediktsson
skrifar
árangurs og Erla var í tvígang
nærri því að skora. Á 16. mínútu
komst Margrét ein inn fyrir vöm
Vals en Rangheiður bjargaði
glæsilega með úthlaupi. Áfram
hélt sóknin en það var ekki fyrr
en á 39. minútu sem leikmenn
Breiðabliks brutu ísinn. Fjórum
mínútum síðar voru Valsstúlkur
nærri búnar að svara fyrir sig eft-
ir að Ásgerður Ingibergsdóttir
slapp inn fyrir vöm Breiðabliks að
lokinni hnitmiðaðri stungusend-
ingu Rakelar Logadóttur. Skot
Ásgerðar fór rétt framhjá mark-
stönginni hægra megin. Þar með
fór eina færi Vals í hálfleiknum í
súginn og skömmu síðar var flaut-
að til leikhlés.
Ekki voru liðnar nema nokkrar
sekúndur af síðari hálfleik þegar
Ásthildur Helgadóttir komst í
dauðafæri á markteig Vals en
óvandað skot hennar fór rétt
framhjá. Skömmu síðar slapp
Kristrún Daðadóttir inn fyrir vörn
Vals en Ragnheiður varði með
úthlaupi og mínútu síðar var
Kristrún aftur á ferðinni er skalli
hennar rataði ekki rétta leið, en
færið var gott.
Svo virtist sem Blikar ætluðu
að innsigla sigur með stórsókn á
upphafsmínútum hálfleiksins, en
annað kom á daginn. Leikmenn
Vals færðu sig framar á völlinn
og fljótlega bar það árangur með
jöfnunarmarki sem virtist slá Blika
út af laginu um stund. Fljótlega
sótti þó í sama farið og áður, leik-
menn Breiðabliks sóttu og Valur
varðist og beitti hættulegum
skyndisóknum. Leit út fyrir að
mark Vals ætlaði að standast
hveija árás Kópavogsstúlkna og
leikurinn yrði framlengdur, en
augnbliks einbeitingarleysi Vals,
blandað þreytu kom í veg fyrir
framlengingu. Fimm mínútum fyr-
ir leikslok innsiglaði Erla sigurinn
og hélt uppteknum hætti frá síð-
asta ári.
Valsliðið er ungt að árum og á
heiður skilið fyrir frammistöðu sína
að þessu sinni. Hver einasti leik-
maður þess lagði sig fram og gerði
hvað hann gat. Blikarnir á hinn
bóginn eru með reynslumikið lið
til þess að leika til úrslita í stór-
keppni enda voru þeir mun betri
aðilinn allan tímann, en þrátt fyrir
það gekk þeim illa að nýta sér
yfirburðina til sigurs.