Morgunblaðið - 26.08.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.08.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1997 B 3 FRJALSIÞROTTIR Reuter DANINN Wilson Kipketer kemur í mark á nýju heimsmeti í 800 m hlaupi í Köln - 1.41,11 mín. Tveir Kenýamenn hlupu 3.000 m hindrunarhlaup undir8 mín., og Barm- asai stórbætti heimsmetið slær ekki slöku við Ekkert lát er á heimsmetaslætti í hlaupum á stigamótum Alþjóða fijálsíþróttasambandsins og nú síð- ast voru sett met í 800 m hlaupi karla og 3.000 m hindrunarhiaupi á móti í Köln á sunnudaginn. Þar með hafa verið sett 7 heimsmet í hlaupa- greinum á aðeins 11 dögum. Daninn fótfrái Wilson Kipketer bætti eigið 11 daga gamalt heims- met um 13/100 úr sekúndu er hann stakk andstæðinga sína einu sinni sem oftar af og kom í mark á 1.41,11 mín., í 800 m hlaupi. Fyrrum landar hans frá Kenýa Bernand Barmasai og Wilson Kiptanui voru einnig vel upplagðir á sama móti og fóru báðir undir heimsmet landa sín Wilsons Boit Kipketers í 3.000 m hindrunar- hlaupi. Barmasai hljóp á 7.55,72 mín. og Kiptanui á 7.56,16, en gamla metið sem aðeins var 11 daga gam- alt var 7.59,08. Kipketer lýsti því yfir í Zúrich á dögunum er hann sló heimsmet Se- bastians Coe að hann væri ekki vél og því mætti ekki búast við að hann bætti eigið met ennfrekar á keppnis- tímabilinu. Hvað sem breyst hefur á þessum fáum dögum sem liðnir eru þá gerði Kipketer sér lítið fyrir og hljóp á 1.41,11 í Köln að viðstöddum 30.000 áhorfendum sem lögðu sitt lóð á vogarskálina. Þegar keppendum í 3.000 m hindr- unarhlaupi var skipað af stað beind- ust allra augu að kóngi greinarinnar síðustu ár, Kiptanui, sem varð að sjá bæði af heimsmeistaratitlinum og heimsmetinu í hendur landa sína Wilsons Boits Kipketers á dögunum. Kiptanui var vel upplagður og greini- lega á þeim buxunum að setjast í hásætið á ný. Hann hljóp feykivel og hafði forystu þegar farið var yfir síðustu hindrun og tók strikið í átt að markinu. A síðustu metrunum „stal“ landi hans Barmasai senunni - geystist fram úr og setti sitt fyrsta heimsmet. Kiptanui ætlaði að keppa í 3.000 m hlaupi á mótinu en skipti á síð- ustu stundu yfir í hindrunarhlaup, sagðist ekki hafa orðið fyrir von- brigðum með lyktir mála. Guðrún í 3. sæti Guðrún Arnardóttir hlaupakona úr Ármanni náði sér ágætlega á strik í 400 m grindahlaupi á mótinu og hafnaði í þriðja sæti á 55,11 sekúnd- um en það er mun betri árangur en hún náði í Brussel á föstudaginn. Með þessum árangri jókst verulega möguleiki hennar á að komast í hóp átta bestu í greininni sem fá þátttöku- rétt á lokamótinu í Japan. Sigurveg- ari varð Deon Hemmings, Jamaíku á 53,54 sek., og önnur varð landa henn- ar Debbie Ann Parris á 54,26. Á eft- ir Guðrúnu voru m.a. Susan Smith frá írlandi og Anna Knoroz, Rúss- landi, en þær voru báðar í úrslitum í 400 m grindahlaupi á HM nýlega. ■ Úrslit/B10 ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Fjórir Islendingar léku með Wuppertal Konráð Olavson lék sem leikstjómandi með Niederwurzbach Islendingar léku stór hlutverk með Wuppertalliðinu á sex liða móti í Wuppertal um helg- ina. Undir stjórn þjálfarans Vig- gós Sigurðssonar léku fjórir ís- lenskir leikmenn með liðinu - fyrirliði liðsins, Dagur Sigurðs- son, Ólafur Stefánsson, Geir Sveinsson og Þröstur Helgason, leikmaður úr Víkingi, sem leikur með varaliði Wuppertal í 3. deild og er að hefja nám í íþróttakenn- araháskólanum í Köln. Viggó varð að kalla á Þröst þar sem mikið er um meiðsli leikmanna liðsins. Wuppertal lék til úrslita í mót- inu við Kiel og tapaði 22:17. „Álagið var mikið á fámennum hópi okkar. Strákamir voru hreinlega búnir þegar í úrslita- leikinn kom gegn sterku liði Kiel,“ sagði Viggó, en aðeins einn varamaður var þá á bekknum - markvörður. Wuppertal lagði Konráð Olav- son og samheija hjá Nieder- wúrzbach í undanúrslitum 24:22 og Kiel vann Gummersbach, 20:15. Konráð lék vel með Nieder- wúrzbach, sem leikstjómandi. Hann mætti fyrrverandi félögum sínum hjá Stjörnunni í fyrsta leik mótsins, sem Stjarnan tapaði 21:12. Stjarnan tapaði svo fyrir Kiel 23:11, en Konráð og sam- heijar lögðu Kiel 22:20. Stjarnan fagnaði sigri á Sol- ingen í leik um fímmta sætið, vann Solingen 21:19. Gum- mersbach vann Niederwúrzbach í leiknum um þriðja sætið. Haraldur Haraldsson, þjálfari KR, segirað liðið ætli áfram í Evrópukeppni félagsliða Erum full- ir sjálfs- trausts KNATTSPYRNA KR mætir gríska liðinu OFI á Krít í kvöld og er um seinni viðureign liðanna að ræða í forkeppni Evrópukeppni fé- lagsliða íknattspyrnu, en þau gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvelli fyrir hálfum mánuði. Gífurlegur áhugi er fyrir leikn- um á Krít og eru heimamenn sannfærðir um sigur sinna manna en Haraldur Har- Steinþór aldsso- Þjálfari KR, Guðbjartsson er á öðru máli. „Við skritar lékum vel á móti frá Knt Leiftri í Ólafsfirði á laugardag þrátt fyrir jafntefli og það er engin niðursveifla í liðinu,“ sagði Haraldur við Morgunblaðið í gær. „Við ætlum í aðalkeppni Evrópukeppninnar en til þess að svo megi fara verðum við að skora á móti OFI og að því ef stefnt.“ Miklar væntingar eru til gríska liðsins en Gerald Eige, þjálfari þess undangengin 13 ár, hefur að vanda ekkert látið hafa eftir sér í íjölmiðlum fyrir leikinn. „Þeir voru frekar öruggir með sig eftir jafnteflið heima, allir bóka sigur þeirra hérna og hugsanlega van- meta þeir okkur,“ sagði Haraldur um andrúmsloftið í Heraklijon. „Gríska liðið er með frábæran árangur á heimavelli og því er e.t.v. eðlilegt að stuðningsmenn þess og aðrir reikni með öruggum sigri en við ætlum ekki að gefa neitt hérna.“ Eins og í fyrri leiknum KR-ingar leika með fjóra leik- menn í öftustu vörn, einn fyrir framan miðverðina, þijá á miðj- unni og tvo frammi, að sögn Har- aldar. „Dynamo Bukarest reyndi að sækja mjög stíft í byijun þegar við lékum við liðið í Rúmeníu í fyrstu umferð og ég á von á að Krítveijar reyni slíkt hið sama,“ sagði Haraldur. „Því kemur okkar leikur til með að bijóta niður sókn- ir mótheijanna með því að loka þröngum færum fyrir framan markið og reyna snöggar gagn- sóknir. Aðalatriðið er að leika ag- aðan og skynsamlegan leik með það í huga að náum við að skora þurfa þeir að skora tvö mörk.“ Krítveijar geta ekki stillt upp sínu sterkasta liði. Sertbinn Mitis- is leikur ekki frekar en í fyrri leikn- um og miðjumennirnir Marinakis og Demirtsakis, sem voru með á Laugardalsvelli, hafa verið meidd- ir og verða sennilega ekki með. Haraldur sagði að einstakir leik- menn skiptu engu máli því lið mótheijanna væri sterkt. Góður leiktími Leikurinn hefst kl. 21.30 að staðartíma í kvöld eða kl. 18.30 að íslenskum tíma. „Miðað við aðstæður er þetta besti tími fyrir okkur. Hitastigið verður væntan- lega um 23 til 25 gráður og það er skömminni skárra en 34 stiga hiti og sól að degi til. Við þekkjum líka þennan leiktíma og hann hent- ar okkur ágætlega en ekki má gleyma því að við erum að fara að spila á útivelli fyrir fullum velli með um 10 til 12 þúsund manns á móti okkur. Því verður þetta erfitt en með réttu hugarfari get- um við gert góða hluti. Við þurfum að vera vel vakandi í vörninni og hafa góðar gætur á kantspili þeirra, en síðan skiptir miklu máli að skipta hratt. Til þess höfum við mannskap og ég kem til með að nota 14 menn í leiknum í þeim tilgangi að ná settu marki.“ Aldrei betri mót- tökur KR-ingar komu til Krítar skömmu fyrir miðnætti í fyrrakvöld og fengu óvæntar móttökur. Fjöldi sjónvarps- manna og blaðamanna var á flugvellinum en þegar hópur- inn kom út úr flugstöðinni beindist athygli Qölmiðla- manna að tveimur stuðnings- mönnum Vesturbæjarliðsins, Daníel Guðlaugssyni ogHös- kuldi Höskuldssyni sem komu fyrr um daginn við þriðja mann með leiguflugi fi’á Kaupmannahöfn. Piltarn- ir voru með ferðaviðtæki, spiluðu Macarena og íklædd- ir KR-búningum dönsuðu þeir dansinn þekkkta af mik- illi list. Koma liðsins gleymd- ist og í fréttum sjónvarpsins seinna um kvöldið var uppá- koma tvímemiinganna fyrsta frétt. „Þetta eru bestu mót- tökur sem við höfúm fengið og vonandi bregðumst við þeim ekki,“ sagði Ríkharður Daðason sem verður væntan- lega í byrjunarliðinu í kvöld. Þrítugasti Evrópu- leikur KR KR-ingar voru fyrstir ís- lenskra liða til að taka þátt í Evrópukeppni, mættu Liverpool 1964ogliafaleikið 29 leiki siðan. Á árunum 1964 til 1968 spilaði liðið 12 leiki, 6 í Evrópukeppni meistara- liða og 6 í Evrópukeppni bik- arhafa, og tapaði öllum, markatalan 10:59. Liðið var næst í Evrópukeppm árið 1984, síðan 1991, svo 1993 og hefur verið með síðan 1995. Á þessu tímabili hafa KR-ingar leikið 17 Evrópu- leiki, sigi-að í fjórum, gert fjögur jafntefli, og tapað níu sinnum, markatalan 17:31. Nái KR-sigri eða jafntefli í kvöld verður félagið fyrst íslenskra liða til að komast í þriðju umferð í Evrópu- keppni, sem er reyndai- fyrsta umferð Evrópukeppni félagsliða að þessu sinni, þar sem Qöldi liða í Evrópumót- unum er orðinn miklu meiri en áður var.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.