Morgunblaðið - 26.08.1997, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1997
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
ÍA fylgir ÍBV
eins og skugginn
SKAGAMENN fylgja fast á
hæla ÍBV á toppi efstu deildar
karla íknattspyrnu og á sunnu-
daginn lögðu íslandsmeistar-
arnir Grindvíkinga að velli, 4:0,
íGrindavík. Eftir 1:1 jafntefli
KR og Leifturs í Ólafsfirði á
laugardag verður að telja lík-
legt að það verði einungis ÍBV
og ÍA sem berjist um íslands-
meistaratitilinn í ár, en þegar
fjórum umferðum er nú ólokið
hafa Eyjamenn hlotið 31 stig
en Skagamenn 28.
Grindvíkingar hafa verið það lið
sem komið hefur einna mest
á óvart í deildinni í sumar og á
gggp upphafsmínútum
Sigurgeir leiksins á sunnudag
Guðlaugsson var allt útlit fyrir að
skrífar þeir yrðu Skaga-
mönnum stór biti að
kyngja.
íslandsmeistararnir voru þó ekki
nema nokkrar mínútur að komast inn
í leikinn og um miðjan fyrri hálfleik
skall hurð nærri hælum við mark
heimamanna þegar Kári Steinn
Reynisson átti_ skalla í þverslá eftir
sendingu frá Ólafi Þórðarsyni.
Bæði lið fengu nokkur ágæt
marktækifæri í fyrri hálfleik, en það
var þó ekki fyrr en þijár mínútur
voru til loka hálfleiksins að fyrsta
markið leit dagsins ljós og voru það
gestirnir frá Akranesi sem tóku for-
ystuna með marki frá Alexander
Högnasyni.
Grindvíkingar komu grimmir til
leiks í síðari hálfleik og reyndu allt
hvað þeir gátu til þess að jafna
metin. Allt kom þó fyrir ekki og á
58. mínútu voru þeir heppnir að fá
ekki á sig mark þegar Jóhannes
Harðarson átti skalla í stöng.
Þótt Skagamönnum tækist ekki
að auka foi-ystu sína í það skiptið
þurftu þeir ekki að bíða lengi eftir
öðru markinu og sex mínútum síðar
skoraði Kári Steinn Reynisson af
stuttu færi eftir sendingu frá Stein-
ari Adolfssyni.
Grindvíkingar virtust taka mót-
lætið mjög nærri sér og gestirnir
gengu á lagið, Kári Steinn bætti
þriðja markinu við á 70. mínútu á
einkar glæsilegan hátt og Haraldur
Hinriksson því ijórða fimmtán mín-
útum fyrir leikslok.
„Þetta var mikilvægur sigur fyrir
okkur og ég á von á einvígi milli
okkar og Eyjamanna allt fram í síð-
ustu umferðina,_“ sagði Ólafur Þórð-
arson, fyrirliði ÍA, eftir leikinn.
„Eyjamenn eru að beijast í deild-
inni, bikarnum og Evrópukeppninni
á meðan við þurfum eingöngu að
einbeita okkur að deildinni og það
getur haft eitthvað að segja. Við
erum farnir að hafa virkilega gaman
af hlutunum á ný og það sést greini-
lega á leik liðsins. Við eigum hins
vegar ekki eftir að mæta Eyjamönn-
um aftur í sumar og þurfum því að
treysta á að önnur lið leggi þá að
velli. Það er vissulega nokkuð óþægi-
legt en við getum sjálfum okkur um
kennt. Við erum þó hvergi smeykir
og munum beijast fram í rauðan
dauðann til þess að halda bikarnum
á Skaganum," sagði Ólafur.
0H Æ Á 42. rnínútu gaf
■ l.Kári Steinn Reynis-
son góða sendingu út á hægri
kantinn á Ólaf Þórðarson. Ólaf-
ur sendi á Pálma Haraldsson,
sem stóð einn og óvaldaður inni
í vítateig Grindvíkinga, Pálmi
renndi knettinum út á Alex-
ander Högnason og Alexander
skoraði með hægri fæti í vinstra
hornið.
Om^%Á 64. mínútu skall-
máSmaði Steinar Adolfs-
son knöttinn í háum
boga inn á vítateig Grindvík-
inga. Grindvíkingar náðu ekki
að hreinsa frá markinu og
knötturinn hafnaði hjá Kára
Steini Reynissyni, sem skoraði
örugglega af stuttu færi.
0B 70. mínútu sendi
■ ■Jjóhannes Harðarson
knöttinn á Kára Stein Reynis-
son á miðjum vallarhelmingi
Grindvíkinga. Kári Steinn lék
failega á vamarmenn Grindvík-
inga og vippaði síðan yfir Al-
bert Sævarsson í markinu.
0By Á 75. mínútu sendi
B*WJóhannes Harðarson
góða sendingu inn á vftateig
Grindvíkinga á Harald Ing-
ólfsson. Haraldur var einn á
auðum sjó í teignum, gaf sér
góðan tíma og skoraði svo af
öryggi í homið hægra megin.
Jafnt hjá Leiftri
og KR-ingum
Þessi úrslit gera vonir liðanna um að blanda sér í toppbaráttuna litlar
LEIFTUR og KR skildu jöfn, 1:1,
er liðin mættust í Ólafsfirði um
helgina. Leikmenn beggja liða
yfirgáfu völlinn, eflaust ósáttir
að leikslokum, þar sem þessi
úrslit gera vonir þeirra, um að
blanda sér í toppbaráttuna, litl-
ar. Með sigri hefði KR komist
íþokkalega stöðu ítoppbarátt-
unni en Leiftur átti ekki mikið
meira en fræðilega möguleika
á að blanda sér í baráttuna á
toppnum fyrir leikinn.
Fyrri hálfleikur var nokkuð
skemmtilegur á að horfa og
léku bæði liðin prýðilega úti á
vellinum en þegar nálgaðist víta-
teigana runnu
sóknirnar yfirleitt
Eriksson "t i sandinn og því
skrifar fatt um verulega
hættuleg færi. KR-
ingar fengu þó eitt ágætt færi sem
vert er að minnast á og var þar á
ferðinni Andri Sigþórsson. Eftir
mistök í vörn Leifturs náði Andri
knettinum og komst innfyrir vörn-
ina en Þorvaldur í marki Leifturs
sá við honum með laglegu út-
hlaupi. Mark heimamanna kom
svo á 41. mínútu og var þar að
verki Ragnar Gíslason sem skoraði
með góðu skoti við hornfánann
hægra megin. Þegar flautað var
til leikhlés var staðan því 1:0,
Leiftri í vil.
KR-ingar voru miklu ákveðnari
í seinni hálfleik og sókn þeirra oft
og tíðum mjög þung. Mark þeirra
kom á 56. mínútu og var þar að
verki Andri Sigþórsson sem komst
í gegnum vörn Leifturs og skoraði
laglegt mark. Þrátt fyrir nokkuð
þungar sóknir KR áttu heimamenn
nokkar ágætar sóknir en tókst
ekki að skapa sér umtalsverð færi.
B^\Á 41. minútu fékk
■ ^#Leiftur homspymu
sem Ragnar Gíslason tók.
Hann sendi stutta sendingu á
Lasorik sem sendi knöttinn
strax aftur á Ragnar sem þmm-
aði á markið af hægri kantinum
út við hornfánann. Knötturinn
smaug framhjá mörgum leik-
manna KR áður en hann hafn-
aði í hominu fjær.
B «8 Einar Þór Daníels-
■ I son sendi laglega
sendingu á Andra Sigþórsson
sem skaust í gegnum vöm
Leifturs með knöttinn á tánum
og skoraði af Öryggi framhjá
Þorvaldi sem kom út úr marki
Leifturs. Þetta gerðist á 56.
mínútu.
Hvort lið um sig átti þó nokkur
ágæt skot sem markverðirnir sáu
við. Síðustu mínútur leiksins var
sem aukinn kraftur færðist í liðin
og þó einkum KR sem átti tvö
mjög góð færi. I bæði skiptin
komst Guðmundur Benediktsson
innfyrir vörn Leifturs en Þorvaldur
var KR-ingum erfiður sem fyrr og
varði skot Guðmundar. Úrslitin
urðu því 1:1 og KR-ingar naga sig
eflaust í handabökin að ekki skyldi
takast betur til upp við mark Leift-
urs undir lok leiksins, herslumun-
inn vantaði á að þeir næðu að
krækja í stigin þrjú.
Leiftur lék nokkuð vel í fyrri
hálfleik og gekk boltinn vel manna
á milli. í þeim seinni gekk þeim
ekki eins vel og virtist leikmönnum
ganga illa að finna samhetja sína.
Vörn liðsins var sterk fyrir og
miðjan kom þokkalega út. Það
sama var ekki að segja um framl-
ínuna sem var algjörlega bitlaus
og er greinilegt að þar á bæ sakna
menn Þorvaldar Makans Sig-
björnssonar sem er meiddur. KR-
liðið lék vel í heildina og gekk
boltinn oft mjög skemmtilega
manni á milli. Þeim gekk hins
vegar ekki nógu vel að skapa sér
hættuleg færi og þau sem sköpuð-
ust tókst ekki að nýta.
KÁRI Steinn Reynisson býr sig hér undir að skora þriðja mark Sl
vörð Grindvíkinga, í 4:0 sigri íslandsmeistaranna á Grind
Enn tapai
Róður Stjörnumanna fyrir sæti
sínu í efstu deild þyngist stöð-
ugt. Á laugardaginn unnu
Framarar sigur á Stjörnunni í
Garðabæ, 2:3. Leikurinn var
frekar jafn og hefði Stjarnan
með smá heppni getað innbyrt
sinn fyrsta sigur í sumar - en
sem fyrr eru lukkudísirnar ekki
á bandi Garðbæinga.
Ingi Björn Albertssson, þjálfari
Stjörnunnar, blés til sóknar
gegn Frömurum frá fyrstu mínútu
og lagði upp leikað-
„ . . ferðina 3-5-2 með
BorgarÞor ,, , , ,,
Finarccnn aherslu á soknar-
skrifar þunga. Þessi leikað-
ferð virtist ætla að
skila tilætluðum árangri, því Mi-
hajlo Bibercic kom Stjörnumönn-
um yfir eftir fimm mínútna_ leik.
Skömmu síðar átti Sumarliði Árna-
son skot rétt framhjá úr góðu færi
og Stjörnumenn virtust hafa fund-
ið taktinn. En Framarar settu
Stjörnumenn út af sporinu á 11.
mínútu þegar Ágúst Olafsson jafn-
aði, 1:1. Framarar náðu svo foryst-
unni á 24. mínútu og við það hægð-
ist mikið á leiknum. Það segir sína
sögu um fyrri hálfleikinn, að liðin
áttu samtals ftmm markskot;
Stjarnan tvö og Fram þijú, og verð-
ur það að teljast góð nýting að
skora þtjú mörk úr ftmm skotum.
Stjömumenn hófu síðari hálfleik
með látum og jöfnuðu í fyrstu sókn
hálfleiksins. En Framarar gáfu
ekkert eftir, náðu undirtökunum á
miðjunni og komust yftr á ný
stundarfjórðungi seinna. Eftir það
var jafnræði með liðunum en
Stjörnumenn þó heldur meira með
knöttinn og líklegri til að skora.
En þrátt fyrir ákafa sókn tókst
Stjörnumönnum ekki að skora og
Framarar voru nálægt því að bæta
ÁSGEIR Ásgeirsson, leikmaður
stööva Frey Karlsso
við fjórða markinu á lokamínútum
leiksins en Árni Gautur varði vel.
Sigur Framara verður að teljast
sanngjarn en hann var alls ekki ör-
uggur. Liðið leikur dæmigerðan „Ás-
geirsbolta"; leikmenn láta knöttinn
ganga á milli sín og bíða eftir að
glufur opnist í vörn andstæðinga
sinna. Ágúst Olafsson var bestur í
annars jöfnu liði Fram.
Allt útlit er fyrir að fall verði hlut-
skipti Stjörnumanna. Liðið virðist
ekki ætla að bijóta ísinn þrátt fyrir
ágæta kafla í einstökum leikjum.