Morgunblaðið - 29.08.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.08.1997, Qupperneq 1
3 -*U jA; OT ixri ííi: bíi i ■ DAGBÆKUR OG BRÉF/2 ■ TITANIC/2 ■ HESTAMENNSKA/4 ■ LÍF OG PAUÐI/5 ■ KENNARANEMAR í AFRÍKU/6 ■ EINN UM AUÐNIR/6 ■ SJÁVARFANG SEM TÍSKA/7 ■ GULLSMIÐUR/8 ■ LISTMÁLARI/8 ■ Börnin ræktuðu garðinn sinn vel í sum STÚLKAíIeik á uppskeruhá- tíðinni. KARTAFLA í skólagörð- unum sem uppspretta leikja. TILGANGUR lífsins er að rækta garðinn sinn og það hafa væntanlega tugþús- undir íslenskra barna gert í sumar - og feikilegur fjöldi einfaldlega með því að rækta grænmeti í skóla- görðunum. Nú í ágúst hafa börn í skólagörðum verið að tína grænmetið jafnt og þétt upp úr beðunum sem þau hafa svo gefið foreldrum og vin- um og vandamönnum: Róf- ur og hvítkál, rauðkál og rauðrófur, sellerí og grænkál, spínat og sein- selju, næpur og hnúðkál og núna síðustu daga allt að 6 kg af kartöflum. Arangur gleðinnar að tína arfa og hlúa að jurtunum hefur borist á diska fjölskyldunnar. Blaðamaður fór í skólagarðana í gær og hitti 8-12 ára krakka sem voni að ijúka við verkin í beðunum og lenti líka á uppskeruhátíð þeirra í Laugardalnum sem fólst í leikjum og grilluðum pylsum. Anna Rún Hrólfsdóttir, yfir- verkstjóri Skólagarða Reykjavík- ur, sagði uppruna garðanna vera þann að sveitarferðum malarbama fækkaði og árið 1948 var ákveðið að vera með skólagarða á Klambratúni og síðan hafi þetta þróast í núverandi horf. „í hverju nýju hverfi í borginni er talið nauðsynlegt að hafa skólagarða.“ Anna Rún og Sverrir Sigmund- ar, verkstjóri í Laugardal, segja að Morgunblaðið/Ásdís GUÐNÝ Hjaltadóttir og Harpa Grétars- dóttir í beðinu sínu í Laugardal. börnin finni til ábyrgðar gagnvart garðinum sínum og vilji hafa hann fínan. Pess vegna er ekki endilega leiðinlegt að tína arfann. Börnin sögðu að nóg væri að gera hjá pabba og mömmu að sjóða grænmeti eins og rauðkál á kvöldin og ganga frá því fyrir veturinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.