Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 18
.18 C ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 ± MORGUNBLAÐIÐ BÆR við sjd. Bryggjuhverfi verður í senn reisulegt og fallegt en með afar sjalfstæðum svip. Hverfið á að minna á bæi við sjó, eins og þeir voru byggðir hér áður fyrr. Húsin í hverfinu verða ekki há, flest þijár eða fjórar hæðir en eitt verður þó fimm hæða. Öll húsin verða steinsteypt og gert ráð fyrir, að þau verði klædd báruáli með mismunandi litum til þess að ná fram fallegu yfirbragði. Bryggjuhverfi við Gullinbrú verður líkast bæ við sjó í Bryggjuhverfi eiga að fléttast saman smábátahöfn, íbúðarhverfí og verzlunar-og skrifstofuhúsnæði. Magnús Sigurðsson kynnti sér skipulag hverfísins, sem verður einstakt í sinni röð hér á landi. BRYGGJUHVERFI við Gullinbrú í Grafarvogi mun hafa yfir sér sér- stakt yfirbragð. Nálægðin við sjó- inn verður mjög áberandi og smá- bátahöfn snar þáttur í ásýnd hverf- isins, sem verður einna líkast fal- legu, litlu sjávarþorpi, eins og þau þekktust hér áður fyrr. Engu að síður er hverfið skipulagt á nútíma- vísu. Það verður því í rauninni engu öðru líkt, sem byggt er hér á landi nú á dögum. Byggingarsvæðið er líka all sér- stætt, en það hefur orðið til á þann hátt, að dýpkunar og sandsölufyr- irtækið Björgun ehf. hefur látið fylla upp leirur, sem til staðar voru fyrir framan athafnasvæði fyrir- tæksins í Grafarvogi. Aðkoma að Bryggjuhverfi verður að norðan- verðu frá Höfðabakka og að sunn- anverðu frá Sævarhöfða. Alls er byggingarsvæðið um 8 hektarar og þegar það er fullbyggt gætu búið þar um 600-900 manns. Jafnframt verður þar byggt talsvert af skrif- stofu- og verzlunarhúsnæði Búið er að grafa bátahöfnina og gijótveija hana. I höfninni er gert ráð fyrir sex flotbryggjum og í henni eiga að geta rúmazt allt að 200 bátar. Sérstakt svæði er ætlað fyrir uppsátur fyrir bátana. Björgun skilar lóðunum að mestu eða öllu fullbúnum sem lóð- arhafi og skipulagsaðili. Bjöm Ólafs arkitekt hefur skipulagt hverfið, en hann er búsettur í París og hefur um árabil unnið að skipu- lagi á borgum og bæjum í Frakk- landi og víðar. Vinsælt byggðarform erlendis „Hafnarhverfi með aðstöðu fyrir smábáta hafa notið sívaxandi vin- sælda sem byggðarform á síðari árum, bæði í Evrópu og Ameríku og slfk hverfi hafa víða verið byggð upp við strendur og stærri ár. A ensku kallast slík hverfi Marína Village eða smábátahverfi,“ segir Sigurður Helgason, framkvæmda- stjóri Björgunar. „Hér á landi hafa sjávarlóðir ávallt haft mikið að- dráttarafl fyrir fólk og nálægðin við sjóinn verður mikill þáttur í þeirri stemmningu, sem fylgir Bryggjuhverfi." Að sögn Sigurðar byggist skipu- lag hverfisins á því að ná fram skemmtilegu samspili mili lands og sjávar, byggðar og smábáta, mann- lífs og atvinnurekstrar, þannig að úr verði skemmtileg heild þar sem ánægjulegt er að koma, skoða og búa. Hverfið verður þrískipt, það er í íbúðarsvæði, skrifstofu- og verzl- unarsvæði og svo smábátahöfn. Stór og fallegur garður verður á íbúðarsvæðinu. „Allir hlutar hverf- isins munu fléttast saman á mjög skemmtilegan hátt,“ segir Sigurð- ur. „Hverfið felur því í sér mikla möguleika fyrir marga hvort held- ur byggingaverktaka, byggingar- samvinnufélög, hópa húsbyggenda eða atvinnufyrirtæki, sem vilja byggja í hverfinu." Oll hús í Bryggjuhverfi verða byggð á þjappaðri fyllingu sem tryggir að fljótlegra og auðveldara er að byggja en ella. Björgun hefur ráðstöfiinarrétt á lóðunum og ann: ast gatnagerð og holræsagerð. í fyrsta áfanga verður úthlutað sjáv- arlóðum fyrir 36 raðhús og sam- byggð hús, 49 íbúðir í fjölbýli og þijár glæsilegar skrifstofubygging- ar. „Þess er gætt að útsýnið, sem er einn höfuðkostur hverfisins, sé nýtt sem best,“ segir Sigurður. „Óll húsin í fyrsta áfanga eru með útsýni út á sundin og yfir grónu hverfin í Grafarvogi." Falleg hús verða áberandi í Bryggjuhverfi, en lóðimar eru Morgunblaðið/Golli HORFT yfir byggingarsvæðið, sem er um 8 hektarar. I fyrsta áfanga verða seldar sjávarlóðir fyrir 36 raðhús og sambyggð hús, 49 íbúðir í fjölbýli og þijár glæsilegar skrifstofubyggingar. HVERFIÐ verður þrískipt, það er í íbúðarsvæði, skrifstofú- og verzl- unarsvæði og svo smábátahöfn. Stór og fallegur garður verður á íbúð- arsvæðinu. seldar med samræmdum teikning- um til þess að tryggja að hverfið fái heillegt yfirbragð og njóti sín sem best. „Húsateikningamar em gerðar með kröfuharðari kaupend- ur í huga, sem vilja meira en hinn almenni markaður hefur að bjóða,“ segir Sigurður. „Jafnframt er lögð áhersla á að húsin séu hagkvæm og auðveld í byggingu. Verð á þessum lóðum er svipað og annars staðar í borginni, þegar tillit er tekið til þess, að innifalið í verðinu er fyllingin undir húsið, lóðarfrágangur og fleira af því tagi. Efnið, sem tekið hefur verið úr smábátahöfninni, hefur verið notað sem uppfyllingarefni. Þar sem und- irstaðan undir húsin er komin, þarf ekki að grafa granna. Því gæti byggingarhraðinn verið mikill og mun meiri en þegar brjóta þarf nýtt land undir byggingar. Það er í rauninni búið að vinna jarðvinnuna að mestu leyti. Húsin í hverfinu verða ekki há, flest þrjár eða fjórar hæðir en eitt verður þó fimm hæða. Fyrir utan Bjöm Ólafs arkitekt hafa fleiri arkitektar tekið þátt í hönnun Morgunblaðið/Ásdfs Ægir Breiðfjörð, fasteignasali hjá Borgum, þar sem lóðimar eru til sölu og Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar. Mynd þessi er tekin á byggingarsvæðinu með sjóinn í baksýn, en nálægðin við sjó- inn verður mikill þáttur í þeirri stemmningu, sem fylgir Bryggjuhverfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.