Morgunblaðið - 26.10.1997, Page 2

Morgunblaðið - 26.10.1997, Page 2
2 E SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ /8 • FLÍSAR /11 # GAMALT HÚS GERT UPP /12 • LÝSING /16 • ÍSLENSK Á HEIMILUM/20 • • BARNAHERBERGI /4 • GLUGGATJÖLD HÚSGAGNAHÖNNUN /18 • ÖRYGGI BARNA ÞRÍR INNANHÚSSARKITEKTAR í VESTURBÆNUM Hlýlegt og persónulegt yfírbragð Lykillinn að bera virðingu fyrir stíl íbúanna ekki lengur falin enda hefur mikið verið lagt upp úr hönnuninni. Nú er hægt að fá ólOdegustu heimilistæki í ákveðnum litum og formum og eru bognu formin vinsælust. Bognu formin eru reyndar ekki aðeins í innanhússarkitektúr heldur í allri tísku, allt frá fötum í bíla,“ segir Thelma og í framhaldinu er því velt upp hvort hinn svokallaði sveitastíll sé enn við lýði. „Mér fínnst sveita- stíllinn vera á leiðinni út en leifar af honum er enn að fínna í stóru amer- ísku eldhúsunum með stakt vinnu- borð og háf. Mér finnst áherslan vera svolítið farin að færast yfir í eldhúsið enda eru margir búnir að viðurkenna fyrir sjálfum sér að flestar samverustundir fjölskyld- unnar séu við matarborðið." Flísar í tisku Sameiginleg niðurstaða er að steinn sé meira áberandi en áður. „Mér finnst fólk vera farið að leggja sama gólfefni á stærri svæði en áður. Flísar fá meira rými og munstruð flísalögð gólf eru að ryðja sér til rúms. Suðuramerískur stíll er í tísku og sumir vilja hafa leirlitaðar terracotta-flísar á gólf- inu og mexíkókskar á veggjunum," segir Thelma. Rut tekur fram að parket sé áfram mjög vinsælt. „Eina breytingin er sú að mér finnst fólk vera farið að hugsa meira um gæði og vilja frekar gegnheilt parket en áður. Ég er reyndar alveg sérstaklega glöð yfir því enda er ég menntuð á Ítalíu, eins og Thelma, þar sem mjög mik- il áhersla er lögð á gæði. ítalir eru reyndar með fegurð og gæði al- gjörlega á heilanum." Stöllurnar eru sammála um að rauður viður sé greinilega á leiðinni út en ekki virðist jafn augljóst hvaða viðartegund taki við. Asta Sigríður nefnir súkkulaðibrúnar viðartegundir í bland við ljósari og hinar kinka kolli. Fjörugari umræð- ur taka við þegar gardínur eru nefndar. „Mér finnst þunnar gard- ínur vera mjög áberandi og oft eru hafðar þykkari með,“ segir Thelma og Ásta Sigríður heldur áfram og nefnir trérimlagardínur og strimla- gluggagardínur. Einfaldar einlitar gardínur standi svo auðvitað alltaf fyrir sínu. En alltaf fari eftir rým- inu og glugganum hvaða útfærsla henti best. Málningarframkvæmdir ekki endilega lausnin Rut segir alltof algengt að eina leiðin til breytinga sé talin sú að mála. „Fólk þarf að gefa sér tíma til að hugsa sig vel um áður en hafist er handa við málningarframkvæmd- ir og aðrar framkvæmdir. Oft er fá- ránlegustu litum skellt saman og út- koman verður alveg hræðileg. Stundum getur lýsingin ein gert stórkostlegar breytingar. Mér finnst reyndar algjör synd hvað lýs- ing er oft látin sitja á hakanum. Lýsing er spennandi og skiptir miklu máli, ekki aðeins vegna vinnu heldur líka til að skapa mismunandi stemmningu." HANDMÁLAÐAR vegggflís- ar og terracotta gólfflísar í brúnleitum litum hafa notið vaxandi vinsælda hdr á landi. Fh'sastíllinn gefur heim- ilinu hlý- legt og per- sónulegt yfirbragð enda em engar tvær flísar eins. Orn Sigurðsson, eigaudi Maráss, segir að ástæðan fyrir örlítið mismunandi stærð og iögun felist í því að eftir mótun séu flísarnar sól- þurrkaðar í sandi. Mexíkósk- ar og spánskar veggflísar eni glerjaðar, brenndar og handmálaðar. Algengt er að sjá blóm í flísunum, fuglar sjást á flugi og matjurtir eru vinsælar. Sum mynstrin eru ævagömul og önnur ný. Eftir málun eru flísarnar brennd- ar í annað sinn. Bývax gefur mismunandi lit Terracotta náttúrugólfflís- ar eru úr gegnheilum leir. Bývax gefur flísunum mis- munandi brúnleitan lit og eru þrír litir fáanleg- ir. Stundum em minni flísar, ofl átthyrndar, hafðar á milli stærri flísa. Stórar fúur eru gjaraan hafðar á milii flísa til að undirstrika sérstöðu hverrar fl/sar fyrir sig. FIís- arnar eru allt frá því að vera 5x5 cm upp í 40x40 cm. Algengt er að flísarnar séu lagðar í eldhús, ganga og baðherbei-gi. „OKKAR eigin hugmyndir og ríkj- andi stíll spila óneitanlega inn í út- komuna. Lykillinn er hins vegar að bera virðingu fyrir stíl íbúanna. Að troða ekki japönskum mínímalisma uþp á „pullukerlingar" í vestur- bænum,“ segir Rut Káradóttir, inn- anhússarkitekt, og Ásta Sigríður Ólafsdóttir og Thelma Björk Frið- riksdóttir, innanhússarkitektar, skella uppúr. Blaðamaður hváir við og skilur ekki brandarann iyrr en einni tekst að stynja upp á milli hláturskviðanna að allar búi stöll- urnar i vesturbænum. Þríeykið á fleira sameiginlegt þvi að saman vinna þær við sjálfstæð verkefni í Þingholtsstræti 27. Húsið hefur verið nefnt Mekka arkitekta því að ef frá er talinn tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson hafa þar ekki aðrir aðsetur en arldtektar og inn- anhússarkitektar. „Hann syngur yf- ir okkur,“ segja hinar hláturmildu og þykir nærvera Valgeirs greini- lega ekki miður. Ásta Sigríður og Thelma taka undir með Rut að samvinnan sé lyk- illinn að velheppnaðri útkomu. „Ég hef orðið vör við að fólk óttist að innanhússarkitektinn taki hreinlega öll völd og umbylti heimilinu. Sú er alls ekki raunin því að ekkert er gert án samráðs við íbúana. Ymis háttur er hafður á og stundum fer stór hluti af tíma mínum einfaldlega í að fara í búðir, ná í bæklinga og hreinlega versla fyrir viðskiptavin- ina. Með því spara viðskiptavinimir tíma og fyrirhöfn samfara því að vera sífellt á fartinni á milli versl- ana,“ heldur Rut áfram. „Innanhús- arkitektar þekkja líka hvað er til á markaðinum og geta oft gengið beint að hlutunum,“ bætir Ásta við. Vinkonumar segja að þjónusta innanhúsarkitekta sé ekki aðeins fyrir velstæða húsnæðiseigendur enda séu verkefnin stór og smá og af ýmsum toga. „Stundum felst þjónustan í því að veita ráð um heildarsvip á íbúðinni enda er ekki óalgengt að ekkd sé lagt upp með hugmynd um ákveðið yfirbragð. Ég MEIRA ER LAGT UPP ÚR HÖNNUN FYLGIHLUTA Morgunblaðið/Porkell YFIR kaffibollanum geta orðið til ýmsar sniðugar lausnir. (F.v.) Thelma, Ásta Sigríður og Rut. Flestum ber saman um að heimili standi vart undir nafni nema þar líði íbúunum vel. Ibúarnir hafí í kringum sig persónulega muni og persónulegur stíll ráði ríkjum inn- andyra. Þrír innanhússarkitektar leggja einmitt áherslu á að lykilinn að góðri ráð- gjöf sé að bera virðingu fyrir stíl íbúanna og ekki þurfí heldur að hafa fúlgur fjár á milli handanna til að gera heimilið að enn notalegri vistarveru. get nefnt að stundum em keyptar ákveðnar gardínur af því að gardín- umar hafa farið vel á öðm heimili. Ef allir hlutir era valdir með sömu aðferð er ekki von á góðu svo ekki sé minnst á að allir hafa auðvitað til- hneigingu til að sanka að sér hlut- um frá mismunandi tímabilum. Lausnin getur verið jafn einföld og að grisja aðeins í íbúðinni," segir Ásta Sigríður. Rut hnýtir við að sú tilhneiging að hlaða alltof mörgum hlutum inn í vistarverur sé mjög al- geng. „Ég verð stund- um vör við að fólk óttist auð rými eins og hom og vilji t.d. endilega koma þar fyrir blómi eða gömlum stól. Sá ótti er al- gjörlega ástæðulaus enda er oft flottara að gefa hverjum hlut gott pláss til að hann fái að njóta sín,“ segir hún og tekur fram að ekki þurfi hins vegar að hika við að blanda saman gömlu og nýju. „Við verðum aðeins að passa að raða hlutum saman með heildarsvipinn í huga. Mér dettur í hug að sumar konur kaupa alltaf dragtir af því að þær leggja ekki í að raða saman mismunandi flíkum en ef rétt er far- ið að getur útkoman orðið mjög góð.“ Heimilistækin gegna hlutverki Stóra spumingin snýst auðvitað um hvað sé í tísku núna. Thelma verður íyrir svömm og tekur fram að yfirbragðið sé norrænt. „Gmnn- urinn, veggir og húsgögn, em í fremur ljósum hlutlausum litum. Hins vegar draga aukahlutir og myndir að sér athygli. Opin rými hafa tekið við af lok- uðum inni í eldhúsinu og allt frá pottum upp í fínustu bollastell er til sýnis. Heimil- istækin em

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.