Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 E 11 FLÍSAR HAFA NÁÐ FÖSTUM SESSI HÉR Með áræði verða til góðar lausnir „NÚNA er eiginlega allt í gangi enda er fólk að verða sífellt áræðn- ara við að fara eftir eigin sannfær- ingu og skapa persónulegan stíl. Með því verða oft til skemmtileg- ustu og bestu lausnimar," segir Þórður R. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Flísabúðarinnar hf. á Stórhöfða, þegar forvitnast er um flísatískuna. Þórður er öllum hnútum kunn- ugur varðandi flísar enda hefur hann verslað með flísar í 15 ár. „Hér áður fyrr var stundum talað um að flísar væru kaldar. Með betri einangrun og húshitun hefur hins vegar smám saman orðið breyting þar á og flísar hafa náð fostum sessi hér. Gamlir viðskipta- vinir koma aftur og aftur til að kaupa flísar í nýtt húsnæði enda er reynslan af flísunum yfirleitt mjög góð. Flísamar em auðveldar í þrif- um, skapa gott loft og endast með ólíkindum lengi. Flísanotkun er löngu hætt að takmarkast við veggi og gólf í baðherbergjum og eld- húsi. Fólk hefur farið í að flísa- leggja alla íbúðina,“ segir Þórður. „Við höfum hins vegar lagt áherslu á heildstæða ráðgjöf og ráðleggj- um því sjaldnast að svo langt sé gengið. Oft hentar parket eða dúk- ur betur í einstakar vistarverur. Ég myndi t.d. persónulega ekki flísaleggja bamaherbergi.“ ítalir framarlega Flísar era aðallega fluttar inn frá Spáni, Portúgal og Italíu. „Lengi vel stóð engin þjóð Itölum á sporði í flísahönnun en Spánverjamir komu ansi sterkir inn fyrir 8 til 9 áram. Nú era ítalimir aftur famir að sækja i sig veðrið og fyrst og fremst með gömlum hönnuðum á borð við Trussardi,“ segir Þórður. Hann segir að sú almenna þróun hafi smám saman orðið að flísa- verksmiðjur hafi fjölgað fram- leiðslulínum. „Flestar verksmiðjur framleiða jafnt hefðbundnar glerjaðar flísar og steyptar „gegn- heilar“ flísar. Hinar síðamefndu hafa vegna lágrar rakadrægni ver- ið vinsælar utanhúss á Islandi. Verðið hefur verið svo hagstætt að bílskúrar era jafnvel flísalagðir." Óþijótandi möguleikar tengdir mósaík Helsta nýjimgin í flísum felst að sögn Þórðar í slípuðum glerjuðum flísum. „Með slípuninni fæst háglans, eins og á marmara, á flís- arnar. Rispuþolið verður geysilega gott,“ segir hann og tekur fram að eini gallinn sé að flísamar séu dýr- ari en venjulegar flísar. „Með lækkandi verði í ljósi minni fram- leiðslukostnaðar og samkeppni er búist við því að aukning verði í al- mennri heimilisnotkun.“ Þórður segir óhjákvæmilegt að minnast á mósaík. „Þrátt fyrir sókn kemur mósaík aldrei til með að leysa flísar algjörlega af hólmi,“ segir hann og tekur fram að miklir sflm MÓSAÍKFLÍSAR í Planet Pulse. Sumir spreyta sig sjálfír á því að flísaleggja. 1. Límið er dregið á af- markaðan flöt með tenntum spaða. 2. Flísunum er þrýst þétt- ingsfast í h'mið (flísarnar verða að fljóta í Iíminu). Plastkrossar á milli flísanna teknir út. 3. „Fúgað" í raufamar með fúguspaða, rakur svampur dreginn yfir og vel gætt að því að alltaf sé farið í sömu átt. möguleikar felist í mósaík. „Gler- mósaík, gleijað mósaík, gegnheilt mósaík, úrvalið af blöndum, stærð- um og litum er algjörlega óþijót- andi. Útkoman getur orðið mjög skemmtileg og ég get nefnt að mósaík frá Bisazza kemur mjög vel út í líkamsræktarstöðinni Planet Pulse á Hótel Esju.“ Hvað liti varðar nefnir Þórður jarðlitina sérstaklega. „Sama í hvaða útgáfu, gegnheilu, silki- möttu, háglans, gárað og hijúft, jarðlitimir halda áfram að sækja á,“ segir hann. India hnan vinsæl Hann nefnir eina línu öðrum fremur. „Ný lína frá Rex eftir Trassardi nýtur sívaxandi vin- sælda. Línan heitir India og bygg- ist upp af skífuútliti með flögu- kenndu yfirborði. Vinsældir India á kostnað hinnar hefðbundu nátt- úraskífu skýrast fyrst og fremst af því að auðveldara er að halda flfs- unum við og leggja þær.“ T Morgunblaðið/Ami Sæberg ÞÓRÐUR R. Magnússon segir að flísar séu búnar að skapa sér sess á íslandi. • • • • • • • • • • - sœtir sofar* HÚSGAGNALAGERINN • Smiðjuvegi 9 • Simi 564 1475* Forðaðu þér og þínum frá slvsi af heita vatninu. Láttu strax setja 5Ul£P varmaskipti á neysluvatnskerfið og lækkaðu þar með vatnshitann. Þér líður betur á eftir! Þú færð allt sem til þarf hjá okkur, við gefum þér góð ráð. „ = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI2 S(MI 562 4260 Komdu í Casa Borðstofuhúsgögn Mörkinni 3, simi 588 0640, netfang casa@islandia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.