Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 E 17
I
I
I
i
í 1
.11
VICTOR Munos á verkstæði sínu sem hann hefur nýverið opnað,
en þar gerir hann m.a. við gömul húsgögn og styttur.
Morgunblaðið/Ásdís
Gamlir munir gerðir upp
Laugalæk 4 - 2 588 5844
MEÐ auknum vinsældum gamalla
húsgagna hefur færst í vöxt að fólk
geri upp gamla muni sem til dæmis
amma eða jafnvel langamma áttu.
Þessir munir hafa því gjarnan til-
finningalegt gildi og geta jafnframt
átt mikinn þátt í því að prýða heim-
ilið. Victor Munos handverksmað-
ur, sem hefur í mörg ár m.a. unnið
að því að gera upp gömul húsgögn
og styttur, segir að sem betur fer
sé fólk farið að varðveita gamla
muni og gera þá upp í stað þess að
fleygja þeim eða láta þá grotna í
geymslunni. Honum fínnst þó mik-
il vægt að þegar gamlir munir séu
gerður upp að þeir séu látnir halda
MIKILVÆGT ER ÞEGAR
GAMLIR MUNIR ERU GERÐ-
UR UPP AÐ ÞEIR SÉU LÁTN
IR HALDA SÍNUM GAMLA
„KARAKTER"
sínum gamla „karakter". Sé til
dæmis gamall rokkur gerður upp,
sem hefur slitið fótstigi eftir
margra ára notkun, eigi ekki að
smíða nýtt fótstigi heldur hreinsa
og pússa það gamla upp þannig að
það líti betur út en sýni samt að
það hafí verið notað.
Victor, sem nýverið hefur opnað
handverkstæði, er tilbúinn til að
gefa lesendum Innan veggja heim-
ilisins ráð um það hvernig best sé
að ná málningu af gömlum viðar-
hlut. Aður en lengra er haldið vill
Victor hins vegar taka fram mikil-
vægi þess að notaðir séu gúmmí-
hanskar á meðan unnið sé að því að
ná málningu af húsgagninu og að
það sé gert í rými þar sem lofti vel
um. Ennfremur segir hann að
betra sé að vera í fötum sem megi
eyðileggjast.
Aðferð til að ná málningu af
viðarhúsgögnum
Til þess að ná málningu eða lakki
af gömlum húgögnum rnælir Victor
með því að notaður sé málningar-
uppleysir frekar en vítissódi. „Vítis-
sódi sest í viðinn og getur eyðilagt
trefjar viðsins ef hann er ekki
blandaður í réttum
hlutföllum auk þess
sem þarf að stoppa
ætinguna með edild,“
að sögn Victors.
Áður en hafist er
handa skal eins og
áður segir vera á vel
loftræstu svæði og
leggja nokkur lög af
dagblöðum á gólfíð til að eyðileggja
ekki gólfefnið. Berið lakkeyði á lít-
ið svæði á hlutnum, en ekki reyna
að lakkeyða td. heila kommóðu í
einu. Hafíð í huga að efnin, sem
notuð eru, eru hættuleg heilsu
manna og varast ber að fá þau á
húð eða í augu. Nauðsynlegt er að
hafa vatn við hendina ef efnið
kæmist í snertingu við húð. Athug-
ið einnig að nota allan tímann sýru-
helda gúmmíhanska.
Penslið eina umferð yfir og bíðið
í um það bil 5 til 10 mínútur. Setjið
þá aðra umferð, vel blauta, og bíðið
í 20 mínútur. Skafið síðan málningu
eða lakk af með málningarspaða.
Einnig er hægt að nota stáluÚ eða
tannbursta til þess að ná málningu
af á þeim stöðum þar sem málning-
arspaði nær ekki til. Hreinsið síðan
svæðið vel með klút vættum úr
terpentínu (White sprit). Ef viður
er ekki spónlagður er hægt að nota
vatn til hreinsunar.
Þegar búið er að hreinsa alla
málningu eða lakk af hlutnum skal
hann látinn þorna í 24 tíma. Síðan
er pússað yfir með sandpappír
(grófleiki 120-320) fyrst grófari svo
fínpússað með fínni áferð. Pússið
alltaf eftir trefjastefnu viðsins
(ekki þvert á æðarnar).
Að þvi loknu er hvers og eins að
ákveða hvort viður er bæsaður. Til
þess er betra að velja lakk sem er
auðvelt í meðforum. Td. oh'u, úreth-
an eða vatnslakk (sellulósa lakk er
mjög erfitt í meðfórum). „Ég mæli
með að bera þrjár umferðir af lakki
og pússa á milU með 1000 grófleika
af sandpappír," segir Victor að síð-
ustu.
PíluGluggatjöld
Suðurlandsbraut 16
sími 568 3633
Allt vetur gerst í rúminu! -gottað hægtskuii vera
° ° ...........—— ab pvo afþví í vél!*
Gail flísar
I
Stórhöföa 17, vSð GuUInbrú,
sími 567 4844
BILSKURSHURÐIR
HPJjjiwia
oooo
ISVAL-BOkCA\ r rl r.
I tOI OABAKKA 9. 1 1Hl YK.IAVIK
SIMI 8/ ‘.i0 | AX 98/ 8/íil
Mest notaða húsgagn heimilisins verður
að þola margt. Því er rétt að œtlast til
mikils af dýnunni í rúminu. T.d. verður
dýnan að geta veitt burtu raka sem að
berst í hana úr líkamanum á hverri nóttu - ogþar
getur vel verið
um að mða nokkur hundruð lítra á ári:*
Gott að hœgt skuli vera að takaytra byrðið af
Wonderland dýnu ogþvo í vél við 60° hita og setja
það síðan í þurrkara! Kynnstu Wonderland
dýnunni af eigin raun nú!
Leitið nánari upplýsinga !
'PSÁ
' .
Skeifunni 6
108 Reykjavík
Sími 568 7733, Fax 568 7740
epcil