Morgunblaðið - 26.10.1997, Side 4

Morgunblaðið - 26.10.1997, Side 4
4 E SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER1997 MORGUNBLAÐIÐ ÆVINTÝRAHEIMUR BARNSINS INNI Á HEIMILINU Barnaherbergi gegnir ólíkum hlutverkum Að innrétta barnaher- bergi er spennandi og skemmtileg iðja. Gam- an er að gefa ímyndun- araflinu lausan tauminn enda er úrvalið af skreytingum og öðrum munum í barnaher- bergi nánast óþrjót- andi. Um leið verður að varast að missa sjónar af því takmarki að upp- fylla þarfír og óskir barnsins. Grundvallaratriði er að barna- herbergi gegnir fleiri hlutverkum en venjulegt svefnherbergi. Bam- inu verður að skapa aðstæður til að hvílast, leika sér í einrúmi og taka á móti jafnöldrum í herberginu. Við hönnun íbúða er eðlilegt að hafa hugfast að stærri herbergi gefa meiri möguleika. Foreldrar yngri bama ættu að velta því fyrir sér hvort eðlilegra sé að bömin fái stóra herbergið í íbúðinni. Afgangshúsgögn algeng í bamaherbergjum Enn er því miður mjög algengt að aðeins séu afgangshúsgögn í bamaherbergjum. Þrátt fyrir að sum hver henti húsgögnin ágæt- lega er eðlilegt að önnur séu keypt sérstaklega fyrir bamið og verður í því sambandi að hafa í huga að böm era ekki 1,70 m að hæð. Börn þurfa auðvitað fyrst og fremst, eins og aðrar manneskjur, að eiga gott rúm. Ágætt er að rúm- ið sé heldur rúmt svo að hægt sé að koma fyrir uppáhalds tuskudýrun- um við höfðagaflinn og dýnu verð- ur að velja af kostgæfni og í sam- ræmi við þyngd bamsins. Kojur koma sér vel ef fleiri em um sama herbergið því að með því móti fæst stærra pláss til annarra nota. Upphækkuð rúm fyrir einn, svipað koju, hefur notið mikilla vinsælda í Ikea. Á neðri hæðinni er ýmist leikpláss eða skrifborð og hægt er að fá innbyggðan skáp. Sá möguleiki er fyrir hendi að fá rennibraut úr rúminu niður á gólf. I herbergjum ungra bama er Gylltar stjörnur málaðar á loftið GYLLTU stjörnurnar sem skína svo skært á dimmbláa loftinu á meðfylgjandi mynd eru gott dæmi um það hvað gera má sjálfur til að lífga upp á bama- herbergið eða önnur herbergi heimilisins. Guðmundur Þorvarðarson blómaskreytingamaður á heiður- inn af þessum gylltu stjörnum. Eftir að hafa málað loftið með dimmbláum lit teiknaði iiann eina stjörnu á fremur stóran pappa. Að því loknu skar hann stjörnuna út þannig að eftir varð pappi með síjörnulöguðu gati. Síðan lagði hann pappann á loftið, eftir að það var orðið þun1; að sjálfsögðu, og úðaði í gatið með gylltum úða. Þar með var komin gyllt stjarna á lofíð. Eftir að hafa úðað nokkrar sljörnur á víð og dreif uin loftið var kominn þessi fallegi stjömu- bjarti „himinn“ í herberginu. Þessa hugmynd væri auðvitað hægt að útfæra á annan hátt, til dæmis með því að nota aðra liti eða annað mynstur í stað stjöm- unnar. Mo. ’reunbI»*-mn-stinn Morgunblaðið/Árni Sæberg ina og dró línu eftir þeim. Að því loknu var hver bókstafur handmálaður. Hvort stafróf var um 10 daga vinna en ár- angurinn er, eins og sjá má, mjög skemmtilegur. Skreyt- ingin hefur haft í för með sér að Elísabet Rún hefur lært nánast allt stafrófið. Rúmið er eftir Erlu Sólveigu. VEGGFÓÐURSBORÐAR hafa verið vinsælir i bamaherbergj- um. (Kistan). STJÖRNURN AR setja skemmtileg- au svip á her- bergið. ERLA Sólveig Óskarsdóttir, húsgagna- og iðnhönnuður, lagði á sig töluverða vinnu til að mála skreytingu í herbergi dætra sinna Elínar Eddu, 2 ára, og Elísabetar Rúnar, 4 ára. Hún byijaði á því að velja bókstafi með mismunandi letri úr leturgerðarbók. Tók lit- skyggnur af hveijum bókstaf Handmálað stafróf fyrir sig og varpaði með sýn- ingarvél upp á vegg. Þannig útbjó hún skapalón fyrir staf- UPPHÆKKUÐ bamarúm hafa notið mikilla vinsælda í Ikea. Undir rúminu er gott barnaskrifborð og skápur. eðlilegt að koma fyrir einum góð- um stól fyrir fullorðinn. Önnur húsgögn ættu að vera í stærð bamsins. Gott er að gera ráð fyrir litlu borði og nokkmm litlum stól- um og við skólaaldur verður að frygg)a aðgang að góðu skrifborði. Opnar hirslur Nóg verður að vera af hirslum í bamaherbergjum og þykir bömum mjög gaman að sjá leikföngin sín. Opnar hirslur, t.d. hillur, era því mjög vinsælar. Yngri böm þurfa helst að eiga góða leikfangakassa og geta plastkassar á hjólum hentað mjög vel. Stundum er hirslum undir rúmfót eða leikfóng komið fyrir undir bamarúmum. Rúmgóður fataskápur, helst með slá, þarf að vera í herberginu og snagar fyrir fatnað í hæð bamsins. Gott leik- pláss þarf að vera á gólfinu og at- huga þarf sérstaklega að gólfefnið sé bæði sterkt og mjúkt. Miðað hefur verið við að 24 gráða stöðugur hiti sé í bamaher- bergi. Fyrir utan almenna loftlýs- ingu er eðlilegt að hafa gott lestr- arljós og þægilegt er að hafa svo- kallað næturlýsingu. Með því móti er auðveldara fyrir foreldra að fylgjast með sofandi barninu. Lítil næturljós til að stinga í innstungur er hægt að fá í ljósabúðum. Barnið haft með í ráðum Nú era daufir litir fremur en skærir í tísku. Ef sú leið er farin er hægt að lífga upp á veggina með ljósmyndum og teikningum eftir bamið í fallegum römmum. Eldri böm vilja frekar hafa veggspjöld með átrúnaðargoðum sínum á veggjum. Hingað til hefur verið algengt að velja skærari liti í bamaherbergi og oft veggfóður eða veggfóðursrenn- ing í stíl. Laghentir foreldrar geta útbúið sína eigin stensla eða málað myndir á veggina. Ágætt er að hafa bömin með í ráðum við val á litum og mynstrum enda hafa þau oft ákveðnar skoðanir frá unga aldri. Ef koma á í veg fyrir ágreining er hægt að velja liti eða mynstur úr áð- ur en bamið gefur sína umsögn. Flest böm hafa gaman að því að hafa spegil í herberginu sínu og skemmtilegt getur verið að hafa krítartöflu á vegg og/eða málning- artrönur á gólfi. Uppsetning gluggatjalda er yfirleitt ekki flókin. Hins vegar er um að gera að velja fjölbreytt og skemmtileg mynstur. Athuga þarf öryggi rafmagnstækj a Eðlilegt er að böm hafi meira um umhverfi sitt að segja eftir því sem þau eldast. T.d. er eðlilegt að unglingar fái að velja liti á veggi í sínu herbergi. Foreldram kann að þykja liturinn í ósamræmi við aðra liti eða ekki við hæfi af öðram sök- um en í rauninni er eina leiðin til að þróa eigin smekk fólgin í því að prófa sig sjálfur áfram. Unglingar þurfa betra vinnupláss en yngri böm og meiri áhersla þarf að vera á að hægt sé að eiga rólega stund með vinunum í herberginu. Ef sjónvarp eða önnur raf- magnstæki eru í herberginu er nauðsynlegt að huga sérstaklega að öryggi hvað rafmagn varðar. vel, sérstaklega í herbergjum yngri barnanna. \ > > t ) l t I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.