Morgunblaðið - 26.10.1997, Síða 8
8 E SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VAL Á UPPSETNINGU OG EFNI FYRIR GLUGGA
Gluggatj öld
skapa andrúmsloft
VIÐ inngöngu í vistarveru blas-
ir oftar en ekki við gluggi. Um-
gjörðin utan um gluggann veitir
því fyrstu tilfinninguna fyrir
andrúmsloftinu í herberginu.
Rómantísk gluggatjöld gefa
t.a.m. til kynna að búast megi
við mjúkum línum og hlýlegu
andrúmslofti. Gluggatjöld geta
hvort heldur sem er fallið inn í
eða skorið sig frá annarri inn-
réttingu. Sjónrænt geta glugga-
tjöld ýkt og dregið úr lofthæð.
Flestum ber hins vegar saman
um að aðaltOgangur glugga-
tjalda sé falinn í því að halda úti
óboðinni birtu og augnatilliti.
Asdís Jóelsdóttir, fata- og hí-
býlahönnuður, segir að við val á
uppsetningu og efni glugga-
tjalda sé eðlilegt að byi-ja á því
að velta fyrír sér spurningum
eins og hvað glugginn sé stór,
hvar glugginn sé á veggnum og
hversu margir gluggar séu í
rýminu. Eðlilegt er að huga að
sérstöðu rýmisins og öðrum
hlutum í rýminu, þ.e. húsgögnum,
myndum og gólfefni.
Efnisval
Við efnisval er ekki síður mikil-
vægt að hafa íbúana og notagíldi
rýmisins í huga. Gluggatjöld í eld-
húsi og barnaherbergi verður
KAPPINN er felldur með slétt-
um borða. Uppsetningin er því
fremur stflhrein og um leið
klassísk. Myndar umgjörð um
fallegan stofuglugga.
t.a.m. að vera auðvelt að þvo.
Þvottaleiðbeiningar verður að lesa
vandlega og leita svara við því
hvort efnið hlaupi eða missi
glans í þvotti. Rýmið, lofthæð,
áklæði á húsgögnum o.fl. gefur
til kynna hvort efnið geti verið
smá- eða stórmynstrað, röndótt
eða einlitt. Alla ofangi-einda
þætti er eðlilegt að hafa í huga
við val á uppsetningu á glugga-
tjöldum.
Efnismagn áætlað
Þegar efnismagn er áætlað
verður að muna að taka inn í
myndina ef efnið er munstrað
saman. Rykking fer eftir því
hvort efnið er þunnt eða þykkt,
smá- eða stórmynstrað.
Gluggatjöld eru oft 1-2 cm
niður að gólfi eða gluggakistu.
Aðrir möguleikar eru að lengj-
ur nái 10 cm niður fyrir glugga-
kistuna eða niður á miðjan
vegginn fyrir neðan gluggakist-
una. Kappar, sléttir, rykktir,
sniðnir til eða ekki, eru venju-
lega 1/3 eða 1/5 af sídd glugga-
tjaldalengjunnar. Kapparnir
eru faldaðir og oft bryddaðir með
skábandi.
Fellitjöld geta verið með felli-
böndum eða spýtum, ófóðruð eða
fóðruð, með kanti að neðan, með
spýtu að ofan og neðan o.s.frv.
Otaldir eru fylgihlutir á borð við
bönd og slaufur.
LENGJURNAR eru saumaðar undir kappann svo ekki þurfi nema eina
stöng. Með því að stytta kappann í átt að miðju er skapað hlýlegt svip-
mót. Gluggaijöldin eru dregin til hliðar með böndum með slaufum.
Kappi og bönd eru brydduð með skábandi.
EFNIÐ var valið í upphafi og lagði Iínurnar fyrir uppsetninguna.
Gluggaljöldin mátti hvorki rykkja né láta falla alveg slétt niður.
Lausnin fólst í því að hafa lokufellingu fyrir neðan hvert lykkjuband
til að fá hreyfíngu í efnið. Gardínustangirnar eru úr smíðajárni og
njóta sín vel þar sem bil er á milli lykkjanna. Diskamottur úr sama efni
gera svipmót eldhússins hlýlegra.
Bólstrun er löggilt iðngrehi
I Meistarafélagi bólstrara
eru einungis fagmenn sem
óhœtt er að treysta
Meistarafélag Bólstrara
Merkið tryggir fagleg vinnubrögð
Ás-húsgögn Helluhrauni 10 Hfj. 555 0564
Bólstrarinn hf. Hverfisgötu 74 Rvk. 551 5102
Bólstrun Ásgeirs Vorsabæ 12 Rvk. 587 3820
Bólstrun Ásgríms Bergstaðastræti 2 Rvk. 551 6807
Bólstrun Elínborgar Norðurtúni 13 Bst.h. 555 4443
Bólstrun Gunnars Skeifunni 4 Rvk. 581 3344
Bólstrun Jóns Sig. Lyngheiði 4 Hverag. 483 4516
Bólstrun Karls Jónss. Langholtsvegi 82 Rvk. 553 7550
Bólstrun Magnúsar Byggðarholti 27 Mos. 566 6431
Bólstrun Óskars Fjarðarási 23 Rvk. 587 0287
Bólstrun Sveins Iðnbúð 5 Gbæ. 565 7322
Bólstrunin Miðstræti 5 Rvk. 552 1440
Bólsturverk sf. Kleppsmýrarvegi 8 Rvk. 553 6120
Dúna bólstrun Lyngbergi 39b Hfj. 555 3950
Form bólstrun Auðbrekku 29—30 Kóp. 554 4962
GÁ. Húsgögn hf. Ármúla 17a Rvk. 553 9595
HP húsgögn Ármúla 44 Rvk. 553 2035
HS-bólstrun ehf Kirkjuvegi 35 Self. 482 1805
Húsgagnav. Öndvegi Síðumúla 20 Rvk. 553 3200
Kaj Pind hf. Síðumúla 33 Rvk. 568 2340
Ragnar Björnsson hf. Dalshrauni 6 Hfj. 555 0397
Innbú ehf. Smiðjuvöllum 6 Kef. 421 4490
Bólstrun Bjarna Hólabergi 78 Rvk. 557 8020
Valhúsgögn Ármúla 8 Rvk. 581 2275
Á Akureyri
Bólstrun Björns H. Sveinss. Hafnarstræti 88 Ak. 462 5322
Bólstrun Einars Guðbj. Reykjasíðu 22, Ak. 462 5553
Svampur og bólstrun Austursíða 2 Ak. 462 5137
UT D ItÁletmn OO ALr 4CO 4 7CO
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HER hafa gluggatjöldin verið
fóðruð til að hægt sé að loka
birtuna algjörlega úti. Þau eru
fest upp á með sömu aðferð og
gluggatjöldin til hægri. Fléttað
vatterað band, fest við vegginn
með kósum, heldur gardínunni
frá glugganum.
TIL að hægt yrði að loka alveg
eða að hluta fyrir birtuna að ut-
an var ákveðið að skipta glugga-
tjöldunum. Neðri gluggatjöldin
eru fóðruð með einlita efninu og
því er hægt að breyta um stfl
með því að snúa gluggatjöldun-
um við. Gluggatjöldin eru fest
með því að setja kósa (stálhring)
í efnið og króka í loftið á móti.
VANDINN að ofan var stór suðurgluggi með svalaliurð og skágluggar
til hliðanna. Efnið þurfti að hleypa birtu í gegnum sig því ekki mátti
útiloka alveg birtu í stofunni. Felligluggatjöld úr röndóttu efni urðu
fyrir valinu til að teygja á lofthæðinni miðað við lárétta línu gluggans.
Ein síð lengja með „kastalaböndum" er höfð fyrir svalahurðinni. Hilla
með áfastri gluggatjaldastöng er notuð til að draga úr mikilli lofthæð
fyrir ofan gluggann. Franskur rennilás er notaður til að festa gardin-
una í skáanum.