Morgunblaðið - 26.10.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 26.10.1997, Síða 20
20 E SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Huga þarf að öryggi barna innan veggja heimilisins Lítil börn slasast heima HIÐ ljúfa skeið hjalandi og friðsæla ungabarnsins í vöggunni líður fljótt hjá. Eins og hendi sé veifað er litli • spekingurinn í vöggunni farinn að renna sér á annarri rasskinninni, skríða og að lokum hlaupa um íbúð- ina. Engu er hlíft enda er ekki hægt að jafna saman hinum síbreytilega nýja heimi og gömlum þvældum leikfóngum. Prátt fyrir að foreldr- arnir hiaupi sussandi og óandi um íbúðina tekst bömunum að valda skemmdum á innanstokksmunum og sjálfum sér skaða ef ekki er grip- ið í taumana með viðeigandi ráðstöf- unum. Pví miður verða alltof mörg ís- lensk börn fyrir slysum inni á heim- ilum. í yngsta aldurshópnum, frá fæðingu til fjögurra ára, verða flest (60%) og alvarlegustu slysin inni á ' heimilunum. Langalgengast er að lítil böm verði fyrir höfuðáverka við fall, t.d. af skiptiborði eða rúmi. Varhugavert er að hafa barn í háum barnastól án beislis enda tekur það barnið aðeins augnablik að koma sér uppúr. Brunaslys alltof algeng Alltof algengt er að böm brennist og því miður er brunasvæðið oft stórt. Einfaldar reglur til að hamla gegn algengum bmnaslysum felast , í því að drekka ekki heita drykki með lítið bam í fanginu og setja ekki heita drykki á lág borð, t.d. sófaborð, í seilingarfjarlægð frá barninu. Kranavatn getur verið var- hugavert enda þolir húð barna ekki meira en 55 gráðu heitt vatn. Ef vatnið er heitara myndast branasár á húð barnanna. I eldhúsinu era hættumar við hvert fótmál og er eldavélin var- hugaverðust. Böm ættu ekki að hafa tækifæri til að kveikja á elda- HLÍF fyrir eldavélar er hægt að nota í tvenns konar tilgangi. Ef elda- vélin er ekki í notkun er hlifin yfir tökkunum svo börnin kveiki ekki á eldavélinni. Ef eldavélin er í noktun er hlífínni rennt upp svo börnin komist ekki að pottum og pönnum. vél eða toga í potta á eldavélarhellu. Ef öryggisgrind hefur ekki verið komið fyrir á eldavélinni er ágætt að venja sig á að nota fremur aftari en fremri hellurnar á eldavélinni til að minnka hættuna á slysum. Best er að venja sig á að nota að- eins fáar tegundir af hreinsiefnum og geyma brúsana alla í sama skápnum. Skápnum eða öðram hirslum fyrir eiturefni þarf að loka með bamalæsingu. Athygli er vakin á því að grillvökvi er hættulegt efni og á alls ekki að standa utan dyra við grillið. Svaladyr eru spennandi Best er að hafa böm í góðum inniskóm eða svokölluðum stjörnu- sokkum á hálum gólfum, t.d. park- eti. Innihurðir hafa valdið alvarleg- um slysum á borð við fmgurmissi enda lenda lítil börn oft milli stafs og hurðar. Mikilvægt er að koma í veg fyrir slys af því tagi með viðeig- andi öryggisbúnaði. Eðlilegt er að öryggislæsingar séu á gluggum og bilið milli glugga- karms og opins glugga á ekki að vera lengra en 9 sm. Sama regla gildir um rimla í handriði og bilið á milli gólfs og upp í handrið. Ekki er síður mikilvægt að hafa öryggislæs- ingar á svaladyrum því litlum börn- um fínnst spennandi að komast út á svalir. Slys í framhaldi af slíkum ævintýram gera sjaldnast boð á undan sér. Flest slys á börnum verða þegar mest er að gera inni á heimilunum milli kl. 17 og 20 á kvöldin. Gott er að skapa ákveðna reglu um hvar lítil börn eru á þeim tíma, t.d. geta minnstu börnin dundað sér í leik- grind, aðeins eldri börnum er hægt að rugga í rólu í eldhúsdyrunum og enn eldri börnum þykir gaman að teikna við matborðið. Ábending til afa og ömmu! Að lokum skal minnt á að huga verður að öryggi barnanna í öllu nánasta umhverfi. Því má t.d. ekki gleymast að afí og amma verða að gera svipaðar öryggisráðstafanir og foreldrar barnanna inni á sínum heimilum. Oft eru einmitt mestu hætturnar hjá eldra fólki, t.d. vegna lyfja og eiturefna. Öryggishluti inni á heimili er hægt að fá í stórmörkuðum, bygg- ingarvöraverslunum og barnavöru- verslunum. Nauðsynlegar leiðbein- ingar er hægt að fá hjá Slysavarna- félaginu. Enn meiri verðlækkun nmo |Grensásvegi 8, 105 Reykjavík sími 581 4448 Höfum boðið þessar frábæru gæðainnréttingar á góðu verði með 20% afslætti. Nú bjóðum við betur 20% Bjóðurn fram til 1. des. 97 Comp Activ innréttingar á sérstaklega góðu verði. aukaafsláttur fram til 1. des. MIKILVÆGT er að verja litla fingur gegn varasömum hurðum á heimilinu. Hægt er að nota sér- stakan hurðastoppara eða vefja handklæði utan um hurðarhún- ana svo að hurðin lokist ekki. FYRIR stigaop er nauðsynlegt að setja öryggishlið til að hindra að börnin falli niður stigann. ÖRYGGISLÆSING er nauðsyn- leg til að læsa inni hættuleg efni. Öryggislæsingin er því til viðbótar gagnleg til að læsa hnífa og skæri niður í skúffum. Fyrir heimili kaffiunnandans. Kaffivélar frá Gerðar til að endast og endast. Lagar espresso, cappuccino, ömmusúkkulaði, uppáhellt kaffi, tevatn og fl og fl. KAFFIBOÐ ef símar: 562 10 29 / 899 30 34

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.