Morgunblaðið - 28.10.1997, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 28.10.1997, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER1997 B 3 ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Stórsigur Grindavík- urstúlkna Auðveldur sigur Grindavíkur- stúlkna gegn vanmáttugu liði Breiðabliks varð staðreynd, 112:24. Ljóst var hvert Garöar Páll stefndi strax á Vignisson fyrstu andartökum skrífar frá leiksins. Grindavík- Gríndavfk urstúlkur höfðu náð 46 stiga forskoti í hálfleik, 60:14. Allir leikmenn Grindavíkur spiluðu af krafti og áttu flestar góðan leik þótt mótspyrnan væri ekki mikil. Mikill munur var á liðunum tveimur og Breiðabliksstúlkur áttu aldrei möguleika eins og tölumar gefa til kynna. Það sem stendur uppúr eft- ir leikinn var hve vel Grindvíkingum tókst að halda einbeitingunni. Stundum hafa lið fallið í þá gryfju að spila illa þegar mótspyrnan er lítil, en Grindavík spilaði vel allan tímann þrátt fyrir þessa miklu yfir- burði. KRsigraöiÍR KR vann ÍR 66:52 í íþróttahúsi Seljaskóla á laugardag og er enn ósigrað í deildinni. Staðan í hálfleik var 32:22. Hanna Kjartansdóttir fór fyrir KR og gerði 20 stig, Guðbjörg Norðfjörð kom næst með 16. Þór- unn Bjarnadóttir var stigahæst ÍR- inga með 13 stig og Gunnur Ósk Bjarnadóttir kom næst með 12. Hið unga og efnilega lið ÍR kom KR- ingum á óvart með mikilli baráttu og vel skipulögðum varnarleik. Slök vítahittni hjá IR gerði það að verk- um að munurinn var ekki minni. ■ LÚÐVÍK Björnsson úr Garðin- um varð í 6. sæti í +125 kg flokki í yfir 50 ára flokki á heimsmeistara- móti öldunga sem fram fór í Ung- verjalandi um síðustu helgi. Lúð- vík setti íslandsmet öldunga í hné- beygju er hann lyfti 187,5 kg. Þá lyfti hann 150 kg í bekkpressu og 200 kg í réttstöðulyftu eða samtals 537,5 kg. ■ FEYENOORD er tilbúið að kaupa hollenska landsliðsmanninn Jordi Cruyff frá Man. Utd. „Jordi er góður leikmaður, sem við höfum áhuga á,“ sagði Jorie van der Herik, stjómarformaður Feye- noord. ■ BRYAN Hamilton, landsliðs- þjálfara N-írlands, hefur verið sagt upp störfum. Undir hans stjóm unnu N-írar átta af 31 landsleik og em í 75. sæti á styrkleikalista FIFA. ■ EMMANUEL Ammunike ní- geríski miðvallarleikmaðurinn hjá Barcelona verður að fara í upp- skurð á vinstra hné og verður af þeim sökum úr leik í nokkra mán- uði, að sögn talsmanns félagsins. Ammunike hefur ekki leikið með Barcelona á yfirstandandi leiktíð. ■ JOSE Caminero leikmaður At- hletico Madrid og spænska lands- liðsins verður frá keppni næstu þijár vikur vegna meiðsla í hægri fæti. Hann meiddist í leik gegn Espanyol um liðna helgi. ■ KRÓATÍSKA landsliðið í knatt- spymu gæti orðið án tveggja af sínum sterkustu leikmönnum, þeirra Alen Boksics og Roberts Prosinecki, í mikilvægum leikjum gegn Úkraínu sem standa fyrir dyrum og veita sigurliðinu rétt til þess að leika úrslitakeppni HM á næsta ári. Boksic meiddist á hægri fæti í leik með Lazio um helgina en félagi hans er meiddur á hné. Yfirlýsing frá stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks Blikar hætta keppni Stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks hefur í samráði við leikmenn meistaraflokks kvenna ákveðið að draga flokkinn út úr keppni í 1. deild kvenna íslandsmóts KKÍ. Þessi ákvörðun stjórnarinnar kemur í kjölfar mik- illa erfiðleika sem flokkurinn hef- ur átt í síðustu misseri eða allt frá haustinu 1996, en stóráföll í tveimur af síðustu þremur leikjum flokksins em þess valdandi að þessi ákvörðun er tekin nú. Ástæðulaust er að mati stjórnar- innar að skaða sjálfsvirðingu og þroska stúlknanna með áfram- haldandi þátttöku í mótinu. Það dylst engum sem fylgist með íslenskum körfuknattleik að kvennakarfa á íslandi er í mikilli kreppu. Aðeins sex lið tilkynntu þátttöku í 1. deild kvenna fyrir yfírstandandi tímabil. Fjögur þeirra em áberandi sterkust og milli þeirra mun keppni um ís- landsmeistaratitilinn standa. Í þeirri keppni ríður á að vinna veikari liðin með sem mestum mun. Fórnarlömbin þurfa að þola hverja niðurlæginguna eftir aðra með þeim afleiðingum að sjálfs- virðing þeirra og þroski sem íþróttamanna þverr. Flestir leik- menn meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliks eru mjög ungir að árum og augljóst að þessar að- stæður verða þeim ekki til góðs. Þessi staða í kvennakörfunni hlýtur að valda forráðamönnum íslensks kröfuknattleiks áhyggj- um. Það er því áskorun stjórnar körfuknattleiksdeildar Breiða- bliks að Körfuknattleikssamband Íslands hefji þegar í stað mark- vissar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna í kröfuknattleik hér á landi. Körfuknattleiksdeild Breiðabliks mun leggja sitt af mörkum til að efla þátttöku kvenna í kröfuknattleik. Iðkend- um í yngstu stúlknaflokkunum fer fjölgandi hjá félaginu og það er einlægur ásetningur stjórnar deildarinnar að byggja upp nýjan meistaraflokk sem fyrst á þeim grunni sem fyrir er. SKIÐI / HEIMSBIKARKEPPNIN Reuters MICHAEL von Griinlgen gaf tónlnn með því að slgra í fyrsta stórsvlgl heimsbikarslns sem fram fór f Tlgnes í Frakklandl á sunnudag. KNATTSPYRNA / SVIÞJOÐ Halmstad meistari Það var mikil spenna í lokaum- ferð sænsku knattspymunnar á sunnudaginn. Halmstad tryggði sér meistaratitilinn með öruggum heimasigri, 3:0, á botnliði Ljungskile sem þar með féll beint niður. Á meðan gerðu meist- arar Gautaborgar frá í fyrra jafn- tefli við Helsingborg, en sigur hefði þó ekki nægt þar eð Halmstad vann. Sigur Halmstad í deildinni er Grétar Þór Eyþórsson skrífar mikið umtalaður í Svíþjóð enda bjuggust flestir við því að stærsta og ríkasta félagið með langsterkasta leikmannahópinn, IFK Gautaborg, ynni mótið eins og venjulega. Má telja sigur Halmstad í mótinu nokkra háðung fyrir Gautborgara þvi að á siðustu tveimur árum hefur Gautaborg keypt tvær stærstu stjörnur Halmstad, Niklas Alexand- ersson og Robert Andersson, og þann síðamefnda í sumar fyrir 70 milljónir ISK sem er met innanlands í Svíþjóð. Þar að auki „stal“ Gauta- borg þjáifaranum Mats Jingblad af Halmstad í fyrra og til að kóróna allt saman sleppti Gautborg mið- heijanum Mats Liljenberg ti! Halm- stad í vor því ekki voru not fyrir hann þar á bæ! Sá þakkaði félaga- skiptin með því að deila marka- kóngstitlinum með tveimur öðram leikmönnum með 14 mörk. Öster og Vðsterás hanga enn uppi Tvö Islendingalið, Öster með Stef- án Þórðarson og Vásterás með Einar Brekkan innanborðs léku þýðingar- mikla leiki í sænsku deildinni um helgina. Öster lék úti gegn Deger- fors og nægði Degerfors sigur til að komast í aukakeppni og senda Öster um leið niður. Eftir að Öster hafði náð forystu í fyrri hálfleik gerði Degerfors tvö mörk og það síðara á 80. mínútu. Á 86. mínútu jafnaði Niclas Persson fyrir Öster 2:2 og lið- ið hangir enn uppi og leikur tvo leiki sæti í Allsvenskan gegn Djurgárden á næstunni, þann fyrri á morgun, miðvikudag. Stefán Þórðarson lék með Öster en gerði ekki mark. í Vásterás léku Einar Brekkan og félagar gegn Örebro og náðu forystu strax á 10. mínútu með marki Niklas Larsson en Amór Guðjohnsen jafnaði fyrir Örebro 7 mínútum síðar með marki beint úr aukaspymu þar sem boltinn „lak“ í hornið eftir að hafa farið í varnar- vegg Vásterás. Á 60. mínútu náði Stefan Bárlin enn á ný forystu fyr- ir heimamenn eftir að hafa snúið á Sigurð Jónsson. Johan Wallinder jafnaði svo fyrir Örebro 7 mínútum fyrir leikslok. Hlynur Birgisson lék einnig með Örebro. Með jafnteflinu tryggði Vásterás sér rétt til auka- leikja um sæti í Allsvenskan og mætir Hácken í tveim leikjum, þeim fyrri á laugardag. Telja verður að róður Vásterás verði nokkra léttari en hjá Öster - Djurgárden hefur mörg þúsund stuðningsmenn á leikj- um sínum á meðan Hácken leikur jafnan með nokkur hundrað á pöll- unum. Með jafnteflinu gegn Vást- erás missti Örebro af þriðja sætinu í deildinni þar eð Malmö gerði líka jafntefli og hafði Örebro á marka- mun. Dagblaðið Expressen greinir frá því að falli Vásterás muni leikmenn streyma frá félaginu. Er þar m.a. nefnt að Örgryte hafi augastað á Einari Brekkan. Grunigen gefur tóninn Svissneski heimsmeistarinn Mic- hael von Griinigen gaf tóninn með því að sigra í fyrsta stórsvigi heimsbikarsins sem fram fór í Tig- nes í Frakklandi á sunnudag. Hann hafði mikla yfirburði í stórsvigi heimsbikarsins í fyrra og sýndi í Tignes að hann ætlar að halda upp- teknum hætti í vetur. „Ég bjóst ekki við að vera kominn í svona góða æfingu strax. Ég reiknaði með að minn tími kæmi ekki fyrr en á mótunum í Bandaríkjunum í lok næsta mánaðar," sagði sigurvegar- inn sem nú hefur unnið 12 heimsbik- armót í stórsvigi á ferlinum. Hans Knauss frá Austurríki var með besta tímann í fyrri umferð en féll niður í sjötta sæti eftir að hafa gert mistök 1 síðari umferðinni. Landi hans, Stefan Eberharter, var með besta tímann í síðari umferð. Hann var með rásnúmer 40 í fyrri umferð og náði þá 12. sæti og end- aði í fjórða samanlagt. Svisslending- urinn Steve Locher, sem vann fyrsta stórsvigið í fyrra vetur, varð annar og Hermann Maier frá Austurríki þriðji. Alberto Tomba er ekki kom- inn í æfingu og varð að sætta sig við 17. sæti. Compagnoni í sérflokki Deborah Compagnoni frá Ítalíu hafði mikla yfirburði í stórsvigi kvenna sem fram fór á sama stað á laugardag. Hún náði besta braut- artímanum í báðum umferðum og var tæpum tveimur sekúndum á undan Martinu Ertl frá Þýskalandi, sem varð önnur. Martina Fortkord frá Svíþjóð náði óvænt þriðja sæti og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemst á verðlaunapall á heimsbik- armóti. „Ég fann mig mjög vel enda í góðri æfingu," sagði Compagnoni. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef ekki átt í meiðslum á undirbúnings- timabilinu þannig að ég get nú keyrt af sama krafti og í fyrra." Halldórfjórði HALLDÓR Svavarsson varð fjórði af fimmtíu keppendum i sínum flokki, -68 kg, í opnu Bæjaralaudskeppniuni i karate um helgina. Hann vann fyrstu fjórar viðureignir sín- ar, en tapaði síðan tveimur - 3:2 fyrir Bosníumanni í keppni um brons. Ingólfur Snorrason tapaði fyrstu viðureign sinni í+78 kf flokki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.