Morgunblaðið - 28.10.1997, Page 5

Morgunblaðið - 28.10.1997, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 B 5 LEIKMENN Tindastóls fögnuðu vel ílok leiks, en það þurfti fram- lengingu til að fá fram úrslit í leik Grindavíkur og Tindastóls á sunnudagskvöld í átta liða úrslitum Eggjabikarsins. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma höfðu bæði lið tækifæri til að gera út um leikinn. Torrey John átti misheppnað þriggja stiga skot í stöðunni 95:76 þegar 30 sek. voru eftir. Það sem eftir lifði leiks stóðu leikmenn liðanna til skiptis á vítalfnu og það var svo Lár- us Dagur Pálsson sem tryggði Tindastóli framlengingu með því að skora úr seinna vítinu sínu þegar rúmar 4 sek. voru eftir. Helgi Jónas átti síðan sfðasta skot venjulegs leiktíma en hitti ekki. Jafntefli dugði KR-ingum sögðu Tindastóls- menn fögnuðu um mjög ákafur, tók sinn toll. Njarðvíkingar komust yfir í fyrsta sinn, 32:31, er rúmar þijár mínútur voru til leikhlés og náðu síðan 15 stiga for- ystu eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Þennan mun tókst Haukum ekki að brúa og urðu að játa sig sigraða. Njarðvíkurliðið var jafnt að þessu sinni. Páll Kolbeinsson átti góðan leik, Örvar Kristjánsson hitti vel í fyrri hálf- leik, og þótt Dalon Bynum skoraði ekki mikið framan af var hann dijúgur og mótheijarnir fengu margar villur dæmd- ar á sig eftir brot á honum. Teitur átti einnig ágætan leik þó svo að hann sýni ekki enn það sem hann sýndi svo oft áður en hann fór til Grikklands. Ekki má gleyma Kristni Einarssyni sem átti stórleik á lokamínútunum, gerði þá mik- ilvæg stig og tók nokkur fráköst. Hjá Haukum átti Sherrick Simpson mjög góðan fyrri hálfleik og í þeim síð- ari var Jón Arnar Ingvarsson frískur, en hefði þó að ósekju mátt skjóta meira því félagar hans hittu illa og Jón Arnar getur raðað niður þriggja stiga skotum ef sá gállinn er á honum. Heitt var í kolunum í Keflavík á sunnudagskvöldið þegar heimamenn mættu ísfirðingum í síðari leik liðanna í Rinm Eggjabikarkeppn- Blöndal inni' Tveim leik" skrifar mönnum úr hvoru liði var vísað út úr húsinu og einn leikmaður Keflavík- ur var fluttur í sjúkrahús eftir harkalegt samstuð við leikmann ísfirðinga. Keflvíkingar sigruðu og þar var ekki fyrr en á síðustu mínút- unum að þeim tókst að tiyggja sér sigurinn. I hálfleik var staðan 46:38 og mæta Keflvíkingar vesturbæjar- liði KR í undanúrslitum. Leikurinn var fjörugur frá upp- hafi og bar þess merki að hann hafði mikla þýðingu fyrir bæði lið. Keflvíkingar léku vel í fyrri hálf- leik og virtust hafa leikinn í hendi sér. Þeir höfðu vænlega forystu í hálfleik, en byijunin hjá þeim í þeim síðari var með ólíkindum. Keflvíkingar settu aðeins 10 stig á fyrstu 10 mínútunum og vöknuðu þá upp við að ísfirðingar voru bún- ir að jafna 56:56. Þá upphófst mikil barátta þar sem báðum liðum hljóp kapp í kinn. Upp úr sauð skömmu síðar þegar dæmt var ásetningsbrot á bandaríska leik- manninn David Bevis í liði ísfirð- inga. í kjölfarið upphófust stimp- ingar sem lauk með því að Bevis var vísað út. Bandaríkjamaðurinn Dana Dungl í liði heimamanna sem beið eftir að verða skipt inn á, stökk inn á völlinn í hita leiksins. Þar með voru heimamenn orðnir 6 sem ekki var löglegt og var honum einnig vísað út. Skömmu síðar lenti Birgir Örn Birgisson í samstuði við einn leikmanna ísfirðinga. Hann fékk þungt högg og var fluttur rænulítill á sjúkrahús. David Bevis hafði verið aðal- maðurinn í liði ísfirðinga og eftir að hann var farinn að leikvelli hrundi leikur þeirra og sigur heimamanna var sannfærandi. „Mér fannst dómararnir afar slak- ir, þeir höfðu engin tök á leiknum og það er slæmt þegar léleg dóm- gæsla bitnar á öðru liðinu," sagði Guðjón Þorsteinsson, annar þjálf- ari Isfirðinga, eftir leikinn. „Sigur- inn var þýðingamikill fyrir okkur, en dýrkeyptur. Við lékum vel í fyrri hálfleik og seinni hluta síðari hálfleiks sem dugði til sigurs að þessu sinni,“ sagði Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflavíkinga. Falur Harðarson átti mjög góðan leik í liði Keflavíkur ásamt þeim Gunnari Einarssyni og Guðjóni Skúlasyni. David Bevis var bestur í liði gestanna en auk hans léku þeir Ólafur J. Ormarsson, Friðrik Stefánsson og Marcos Salas ágæt- lega. Þegar rúm mínúta var eftir, kom Kevin Tuckson KR-ingum yfír, en Björgvin Gunnarsson jafnaði fyrir gestina með sniðskoti eftir hraða- upphlaup á síðustu sekúndu leiks- ins. Framlenging var vitaskuld óþarfi og gengu leikmenn því til búningsherbergja. Þegar best gekk í liði KR, voru þeir Nökkvi Már Jónsson og Marel Guðlaugsson bestu menn þess. Kevin Tuckson náði sér líka á strik, en hann hafði verið slakur fram að því - er í raun ekki nógu góð- ur. „Við komum ef til vill svolítið værukærir til leiks og vanmátum Skagamennina eftir sextán stiga sigur í fyrri leiknum. Við tókum okkur á, börðumst í vörninni og það gerði gæfumuninn," sagði Marel í leikslok. Skagamenn léku allir vel í fyrri hálfleik, en illa í þeim síðari. ■ Úrslit / B6 Skagamenn þurftu að vinna KR með sautján stiga mun á Seltjarnarnesinu á iaugardag til að komast áfram í Edwln Eggjabikarnum því Rögnvaldsson þeir töpuðu fyrri skrifar leiknum á Akranesi með sextán stigum. Gestirnir voru ekki lengi að ná þeim áfanga, voru komnir með tuttugu stiga forskot seint í fyrri hálfleik, 23:43. Forskotið minnkaði eftir það, en var þó sautján stig í leikhléi. Sterkur varnarleikur Orsakir þessara yfirburða ÍA voru sterkur varnarleikur auk hryllilegrar hittni heimamanna. Skagamönnum gekk aftur á móti allt í haginn í sókninni. KR-ingar reyndu pressuvörn, en allt kom fyrir ekki. Hermann Hauksson, lykilmaður í liði KR, gerði fjölda árangurslausra skottilrauna, en var án stiga í leikhléi. Heimamenn virtust ekki líklegir til að minnka muninn, af leik þeirra í upphafi síðari hálfleiks að dæma. Þeim tókst ekki að koma boltanum í körfuna fyrr en eftir um sex mínútur, en á meðan höfðu Skaga- menn aðeins gert fjögur stig. KR- ingar gerðu næst þijár körfur í röð og komust „yfir“, þ.e. munurinn var orðinn fimmtán stig, sem dugði KR-ingum til að komast áfram. Eftir þessa rispu KR-inga sner- ist leikurinn algerlega við og liðin höfðu hlutverkaskipti frá því í fyrri hálfleik. Heimamenn voru grimmir í vörninni og hittni þeirra var mun betri. Skagamenn tóku hins vegar skot úr slæmum færum og misstu boltann margsinnis án þess að ná skoti. Enn fremur lentu þeir í mikl- um villuvandræðum, en þeir höfðu verið mjög harðir í horn að taka í vörninni. Sökum þess misstu þeir Alexander Ermolinskij, Dag Þóris- son og Sigurð Elvar Þórólfsson af leikvelli. Grindvíklnga. Fyrri hálfleikur einkenndist nokkuð af taugaspennu beggja liða og var vítahittni beggja liða mjög slök í fyrri „ . hálfleik. Grindvík- Vignisson ingar komu ákveðn- skrifar ari til leiks og höfðu náð 10 stiga forskoti í stöðunni 29:19. Þá tók Páll þjálf- ari Tindastólsmanna leikhlé. Tveim- ur mínútum síðar var staðan orðin 30:30. Fyrri hálfleikur endaði svo með góðri rispu Grindvíkinga sem skoruðu grimmt í lok fyrri hálf- leiks. Staðan í hálfleik var því 47 stig heimamanna gegn 38 stigum gestanna. Síðari hálfleikur hófst með stór- leik Bergs Eðvarðssonar sem_skor- aði 16 stig í síðari hálfleik. Útlitið dökknaði verulega fýrir Tindastóls- menn þegar þeir misstu Sverri af leikvelli með fimm villur þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Það kom hins vegar í ljós að lið Tindastóls er sterkara en undanfarin ár og mennirnir sem komu af bekknum skiluðu sínu hlut- verki vel. Grindvíkingar urðu fyrir áfalli þegar Unndór Sigurðsson meiddist þegar tvær mínútur rúmar voru eftir. Síðasta villan í venjuleg- um leiktíma var skrifuð á Darrel J. Wilson sem þá þurfti að hverfa af leikvelli með fimm villur. Leikurinn var framlengdur um 5 mínútur og reyndar virtust bæði lið halda að fleirí stig skoruð á útivelli myndu duga Stólunum til að kom- ast áfram. Sú regla gildir ekki og því skipti ekki máli hvort liðið skor- aði fleiri stig á útivelli. Þegar 9 sekúndur voru liðnar af framleng- ingunni hvarf þriðji maður úr byij- unarliði Grindvíkinga af velli með fimm villur. Þá var einungis Helgi Jónas eftir af byijunarliði Grindvík- inga en Tindastóll hafði þá misst tvo úr byijunarliði sínu af velli. Þetta var of stór biti og Stólarnir söxuðu á forskot Grindvíkinga. Leiknum lauk eins og áður sagði með sigri Grindvíkinga en Tinda- stólsmenn eru komnir áfram. Bestir í liði Grindavíkur voru Helgi Jónas Guðfinnsson, Bergur Eðvarðsson og Darrel J. Wilson. Hjá Tindastól átti Sverrir góðan leik ásamt Torrey John og Arnari Kárasyni. Aðspurður um leikinn sagðist Páll Kolbeinsson vera ánægður með að vera kominn áfram enda væri þetta í fyrsta skipti sem þeir kæm- ust í fjögurra liða úrslit. Erfitt hefði verið að halda þessu forskoti, taug- ar leikmanna voru varla í lagi og því var vítahittnin mjög slök. Páli fannst hans lið hefði átt að klára þetta í venjulegum leiktíma og með venjulegri vítahittni hefði það átt að takast. „Það er alltaf erfitt að spila við Grindavík og þurfa að glíma bæði við þriggja stiga skyttur þeirra og hinn ótrúlega Darrel J. Wilson, sem er örugglega langbesti útlendingurinn sem komið hefur til landsins. Sverrir var þreyttur eftir að hafa glímt við hann á föstudag og því fékk hann meira pláss,“ sagði Páll og bætti vi að hann hefði reynt allt til að láta Darrel J. Wilson ekki fá boltann en sá maður var einfald- lega í stuði þetta sunnudagskvöld. Heitt í kolun- um í Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.