Morgunblaðið - 28.10.1997, Page 8

Morgunblaðið - 28.10.1997, Page 8
 IÞROmR KNATTSPYRNA Tryggvi með Válerenga gegn Rosenborg Nils Arne Eggen vill fá Árna Gaut til Rósenborgar Tryggvi Guðmundsson, marka- hrókur frá Vestmannaeyj- um, verður í sviðsljósinu á morgun í Meistarakeppni Noregs. Hann mun leika með nýkrýndum bikar- meisturum Válerenga frá Ósló gegn meisturum Rosenborg frá Þrándheimi. Válerenga, sem Brynjar Björn Gunnarsson, landsliðsmaður hjá KR, mun leika með næsta keppn- istímabil, hefur mikinn áhuga á að fá Tryggva til liðs við sig. Þess vegna var ákveðið að hann fái tækifæri til að sýna sig með liðinu í leiknum gegn Rosenborg. Þá má geta þess að Rosenborg hefur áhuga á að fá Árna Gaut Arason, markvörð Stjörnunnar, til liðs við sig fyrir næsta keppnis- tímabil. Hann var hjá liðinu við æfingar í viku á dögunum og var þjálfari Rosenborg, Nils Arne Eggen, mjög ánægður með Árna. „Rósenborgarmenn höfðu sam- band við mig í dag [í gær] og vilja fá mig út sem fyrst,“ sagði Árni Gautur í gær. „Eg hef ekki gengið frá samningi enn þannig að ekkert. öruggt en útlitið er gott og vonandi verður undirritað- ur samningur sem fyrst.“ Verði af því að Ámi geri samn- ing við félagið sagði hann ljóst að hann færi strax í samkeppni við aðalmarkvörð liðsins. Vara- markvörðurinn er á förum sá þriðji vill hætta. „Þetta er stórt tækifæri og afar spennandi sem mér stendur til boða.“ Hermann Hreiðarsson opnaði marka- reikinginn hjá Crystal Palace Égerí skýjunum HERMANN Hreiðarsson átti mjög góðan leik með Crystal Palace sem vann Sheffield Wednesday 3:1 á útivelli. Hann skoraði fyrsta mark ieiksins og gerði hann það með skalla eftir hornspyrnu. „Ég er alveg ískýjunum. Það er frábær tilfinning að skora og allt annað en að skora í eigið mark eins og ég gerði á móti Manchest- er United um daginn. Við vorum að grínast með það á æfingu að ég væri nú með markahæstu leikmönnum liðsins, kominn með tvö mörk, einu minna en Lombardo," sagði Hermann. Hann sagðist hafa verið nálægt því að skora tveimur mínútum áður en hann gerði markið. „Það marktækifæri kom upp úr horn- spyrnu og ég átti hörkuskalla sem fór rétt yfir. Við vorum betri og átt- um skilið að sigra. Ég er mjög ánægður með lífið þessa dagana, enda gaman þegar vel gengur. Ég hef fengið góða dótna og mér hefur verið vel tekið af stuðningsmönnum félagsins." Hermann fékk 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína á móti Sheffield Wednesday í Sunday Mirror og hann Guðni Rúnar til Linz GUÐNI Rúnar Helgason, knattspyrnumaður þjá ÍBV, hélt til Linz I Austurríki í gær, þar sem hann mun kaxrna að- stæður þjá 1. deildarliðinu LASK Linz, sem er í fjórða sæti í deildinni. Guðni Rúnar verður þjá liðinu í nokkra daga. Þess má geta að hann skoðaði aðstæður hjá austur- riska liðinu Lustenau, sem Helgi Kolviðsson leikur með og sagðist ekki hafa verið spenntur fyrir því sem hann sá. fékk sömu einkunn fyrir leikinn á móti Arsenal fyrir rúmri viku. „Ég ætti að eiga nokkuð öruggt sæti í næsta leik,“ sagði Eyjamaðurinn sem leikur vinstra megin í þriggja manna vöm. Guðni Bergsson var fyrirliði Bol- ton sem vann Chelsea á heimavelli 1:0 og gerði Holdsworth markið á 72. mínútu. Guðni lék allan leikinn og þótti standa sig vel. Amar Gunn- laugsson var á varamannabekknum og var ekki skipt inn á í leiknum. „Það var orðið tímabært að við næð- um að sigra í deildarleik. Leikurinn var fjörugur og mörkin hefðu getað orðið fleiri. Bæði liðin fengu nokkur færi, en ég held að sigurinn hafi verið sanngjarn," sagði Guðni. Hann sagði næsta leik erfið- an, en þá fær Bolton Liverpool í heimsókn. Ross Parry HERMANN Hreiðarsson fagnar marki sínu gegn Sheff. Wed. Landsliðið tapaði í Lubeck ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik tapaði í gær fyrir þýska 2. deildar liðinu Bad Schwartau, 32:31 í æfingaleik í Ltibeck, eftir að hafa haft tveggja marka forskot í leik- hléi, 16:14. Leikiu'inn var nær jafn allan timann. íslenska lið- ið fékk tækifæri til að jafna á lokasekúndunum en varnar- mðnnum Bad Schwartau tókst að verja skot Róberts Julians Duranonas. „Tilganginum var náð sem var að koma saman og fara yfir nokkur atriði fyrir Lithá- en leikinn, úrslitin tek ég í sjálfu sér ekki alvarlega," sagði Þorbjöm Jensson lands- liðsþjálfari að leikslokum." Eins og sést á úrslitunum var vamarleikurinn ekki burðugur og markverðir ís- lenska liðsins náðu sér ekki á strik. Bergsveinn Bergsveins- son varði 7 skot í fyrri hálf- leik en Guðmundur Hrafnkels- son 2 í þeim síðari. „Patrekur leikur með okkur báða leikina gegn Litháen, það er áhreinu," sagði Þor- bjöm. „Ég notaði hann ekki í leiknum til þess að hafa ekki átt það á hættu að hann meiddist.“ Mörk íslands: ólafur Stefánsson 7, Róbert Julian Duranona 6, Björgvin Björgvinsson 4, Bjarki Sigurðsson 4, Jason Kristinn Ólafsson 3, Dagur Sig- urðsson 2, Gústaf Bjamason 2, Geir Sveinsson 1, Júlíus Jónasson 1, Róbert Sighvatsson 1. Sigurður Bjamason lék ekki með Bad Schwartau, þar sem hann er meiddur. Eyjólfur maður leiksins Eyjólfur Sverrisson skoraði eitt af þremur mörkum Herthu Berlín, þegar liðið fagnaði sigri á Karlsruhe á Ólympíuleikvang- inum í Berlín, 3:1. Sigurinn var sætur fyrir þjálfarann Jurgen Röber, sem var orðinn valtur í sessi. Rætt var um það fyrir helgina að hann yrði látinn taka poka sinn, ef Hertha tap- aði. Þrátt fyrir sigurinn er hann ekki öruggur með starf sitt og er rætt um að hann og framkvæmdastjórinn Dieter Höness verði látnir fara. For- ráðamenn Herthu hafa þegar rætt við pólska þjálfarann Franz Smuda. Stjórn félagsins kemur saman á fimmtudaginn til að ræða mál Hert- hu. Eyjólfur var útnefndur maður leiksins hjá blðainu Kicker. Hann lék á miðjunni og stóð sig vel. Eyjólfur fékk að sjá sitt fimmta gula spjald í vetur og fer hann í bann í næsta leik. Frá Jóni Halldóri Garöarssyni i Þýskalandi Bjamólfur byijaði með marki Bjamólfur Lárusson lék fyrsta leik sinn með Hibemian í skosku deildinni um helgina er liðið mætti Kilmarnock á útivelli og tapaði, 2:1. Hann kom inn á sem varamaður þegar 15 mínútur voru til leiksloka og staðan 2:0. Hann náði að setja mark sitt á leikinn með því að skora fimm mínútum eftir að hann kom inn á, skoraði af stuttu færi eftir þvögu í vítateig Kilmarnock. Hann átti einn- ig tvö góð skot af löngu færi, annað varði markvörðurinn vel en hitt fór rétt framhjá. Ólafur Gottskálksson var í marki Hibernian og sagði að síðara markið sem hann fékk á sig mætti skrifa á sig. „Ég tók áhættu og hljóp á móti framherjanum Nevin sem var kom- inn einn inn fyrir vörnina. Hann nýtti sér það og vippaði boltanum yfír mig og í markið. Þetta var ekki nógu gott. Við unnum þetta lið, 4:0, í fyrstu umferð deildarinnar og því átti þessi leikur að vinnast," sagði Ólafur. Þetta var þriðji tapleikur liðs- ins í röð. Ólafur sagði að Bjarnólfur hefði átt skemmtilega innkomu í lið- ið. „Hann stóð sig mjög vel þennan stutta tíma sem hann lék. Það er gott að byija hjá nýju félagi með því að skora."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.