Morgunblaðið - 11.11.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.11.1997, Qupperneq 4
C 4 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 . KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Marseille á fornar slóðir Gamla stórveldið komíð upp að hlið PSG og Metz í efsta sæti Marseille gerði góða ferð til Parísar á sunnudag, vann PSG 2:1 og er á toppnum í frönsku deildinni ásamt Parísarliðinu og Metz. Marseille hefur ekki verið á þessum slóðum síðan 1994 þegar liðinu var vikið úr deildinni fyrir svindl. „Það væri heimska að vera ekki ánægður en ég er jarðbundinn," sagði Rolland Courbis, þjálfari Marseille, sem varð fyrst liða til að sigra PSG á heimavelli á tíma- bilinu. „Við verðum að hafa í huga að PSG lék í miðri viku, var án lykilmanna og við högnuðumst á þvt“ Italinn Ravanelli hóf að leika með Marseille í september og síð- an hefur liðið ekki tapað, reyndar alltaf sigrað þegar hann hefur spilað. Brotið var á honum um Enn tvö rauð hjá Sporting EINS og í síðasta leik voru tveir leikmenn hjá Sport- ing Lissabon reknir af velli um helgina, að þessu sinni þegar Iiðið gerði 1:1 jafn- tefli við Porto. Heimamenn sóttu stíft en Filip de Wilde var góður í marki Sporting og gestirnir voru á undan að skora, fyrirliðinn Oce- ano Cruz gerði markið úr vítaspyrnu á 12. mínútu. Mario Jardel, markahæsti leikmaður deildarinnar, jafnaði um miðjan hálfleik- inn með skallamarki. Varnarmaðurinn Marco Aurelio fékk rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik og miðjumaðurinn Pedro Bar- bosa, sem var vikið af velli á móti Leverkusen í Meist- aradeild Evrópu í liðinni viku, fór sömu leið átta mínútum fyrir leikslok en gestirnir héldu fengnum hlut. miðjan seinni hálfleik og dæmt víti sem fyrirliðinn Laurent Blanc skoraði úr en Xavier Gravelaine gerði fyrra markið eftir stundar- fjórðungs leik. Fiorian Maurice meiddist eftir 10 mínútur og tók Jerome Leroy stöðu hans en Le- roy jafnaði fyrir PSG 10 mínútum fyrir hlé. Metz fagnaði loks sigri, vann Guingamp 2:1. Liðið var í tvo mánuði í efsta sæti en lék síðan fimm leiki án þess að sigra. Miðju- maðurinn Frederic Meyrieu skor- aði úr aukaspymu á þriðju mín- útu, Daniel Moreira jafnaði eftir klukkutíma leik en belgíski miðju- maðurinn Danny Boffin gerði sig- urmarkið um miðjan seinni hálf- leik. Bordeaux náði aðeins marka- lausu jafntefli heima á móti Lyon. Johan Micoud, leikstjórnandi heimamanna, fékk rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleik en gest- irnir gátu ekki notfært sér liðs- muninn. „Menn fóru illa að ráði sínu,“ sagði Bernard Lacombe, þjálfari Lyon, um frammistöðu sinna manna. Lens vann Rennes 3:2. Þjóð- verjinn Patrick Weiser og mið- herjinn Nicolas Gousse skoruðu fyrir heimamenn en Júgóslavinn Anto Drobnjak, Tékkinn Vladimir Smicer og Tony Vairelles gerðu mörk gestanna. „Við sýndum að við getum líka skorað á útivelli en verðum að laga varnarleikinn," sagði Stephane Ziani, leikstjórn- andi Lens, en liðið hefur fengið 14 mörk á sig í sjö útileikjum og eitt í átta heimaleikjum. Bastia vann Strasbourg 2:0. Fyrirliðinn Patrick Moreau skor- aði úr vítaspyrnu á 62. mínútu en Franck Jurietti gerði seinna markið stundarfjórðungi fyi-ir leikslok. Alexander Weneel varði frá honum vítaspyrnu en hélt ekki boltanum og Jurietti náði að skalla boltann í netið. Cannes fagnaði fyrsta sigrinum heima á tímabilinu, vann Mont- pellier 1:0. Svissneski miðherjinn Marco Grassi skoraði með skalla - fyrsta mark hans fyrir félagið. Montpellier, sem hafði sigi’að í fjórum leikjum í röð, var manni færri síðustu mínúturnar eftir að Laurent Robert hafði verið rekinn af velli. Auxerre og Le Havre gerðu markalaust jafnteíli og krækti Le Havre þar með í þriðja stigið í átta leikjum á útivelli. Reuters PAUL Gascoigne hjá Rangers ýtir Celtic-manninum Craig Burley frá sér í nágranna- slagnum í Glasgow. Gough tryggði Rangers sigur Miðvörðurinn Richard Gough hefur leikið stórt hlutverk hjá Rangers á líðandi áratug og hann var í sviðsljósinu þegar liðið sigraði í nági-annaslagnum við Celtic í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Hann gerði eina mark leiksins eftir sendingu frá Dananum Brian Laudrup, þegai- stundarfjórðungur var til hálfleiks, og skallaði boltann í stöng. Andy Goram hafði nóg að gera í marki Rangers eftir markið en meistararnir héldu fengnum hlut. Italski miðherjinn Marco Negri skoraði í öllum leikjum Rangers í deildinni fyrir nágrannaslaginn en hitti ekki í mark mótherjanna að þessu sinni. Celtic, sem hafði sigr- að í átta leikjum í röð, lauk leiknum með 10 menn - Frakkinn Steph- ane Mahe fékk reisupassann eftir tvær bókanir. Annar nágrannaslagur var í Ed- inborg þar sem Hearts vann Hib- ernian 2:0 og er áfram í efsta sæti með 27 stig. Rangers er með 26 stig og Celtic 24 en Glasgowliðin eiga leik til góða. Miðherjinn John Robertson skoraði fyrir Hearts á 18. mínútu og varamaðurinn Jose Quitongo þætti öðru marki við und- ir lokin. Ólafur Gottskálksson stóð sig vel í marki Hibs en Bjarnólfur Lárusson kom inná 10 mínútum fyrir leikslok. Reuters BRASILÍUMAÐURINN Leonardo fagnar síðara marki sínu fyrir Milan gegn Brescia og í leiksiok fögn- uðu Leonardo og samherjar fyrsta sigri liðsins á heimavelli á keppnistímabilinu. Vandræði hjá liði Barcelona Inter gefur ekkert eftir Barcelona tapaði óvænt á heima- velli fyi-ir Real Valladolid nú um helgina, 1:2, en hefur þó fjögurra stiga forskot á Real Madrid Kiev í Evr- ópukeppninni og gert vonir sínar um að komast áfram í átta liða úrslit að engu, og þar að auki vantaði 9 leik- menn í leikmannahópinn, meðal ann- ars Giovanni sem dæmdur var í tveggja leikja bann fyrir ruddaskap er hann fagnaði sigurmarki sínu gegn Real Madrid. Strax á 10. mín. kom Eusebio gest- unum yfir með marki beint úr auka- spyrnu og þar við sat í leikhléi. Strax í upphafí síðari hálfleiks bætti Króat- inn Peternac við marki og þrátt fyrir fjölmörg marktækifæri, m.a. tvö skot í marksúluna, náðu leikmenn Barcelona ekki að koma knettinum í mark andstæðinganna sem komu mjög vel skipulagðir til leiks. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútu sem Pizzi, sem kom inn á sem varamaður, náði að minnka muninn en of seint fyrir heimamenn. Real Madrid vann sanngjarnan sigur yfir Racing í frekar slökum leik þar sem rigndi linnulaust allan leik- inn. Real byrjaði leikinn án 5 fasta- manna, þar á meðal Mijatovic og Seedorf sem sátu á bekknum. Markalaust var eftir fyrri hálfleik en í byrjun síðari hálfleiks kom Mori- entes Real yfir eftir hælsendingu fi’á Suker. Seedorf bætti síðan við marki eftir glæsilegan einleik á 76. mín., en fjórum mín. síðar minnkaði Abeijon muninn með skallamarki. Undir lokin fengu leikmenn Real tvö ákjósanleg færi tO að bæta við mörkum en án ár- angurs. Lid Atletico virkar afar sannfær- andi um þessar mundir og á sunnu- daginn var Compostela engin hindr- un fyrir þá. Leikurinn byrjaði að vísu ekki vel fyrir þá þvi að strax á 9. mín. þurfti ítalski landsliðsmaðurinn Vieri eða „Doctor Gol“ eins og hann er kallaður í spænsku blöðunum, að yf- irgefa leikvanginn vegna meiðsla og talið er að hann verði frá í u.þ.b. einn mánuð. Það hafði hins vegar engin áhrif á leikmenn Atletico og mörk frá þeim Aguilera, Bogdanovic og Pantic komu þeim í 3:0. En einni mín. fyrir leikslok náði Búlgarinn Lubo Penev að minnka muninn og þar við sat í leikslok. Espanyol féll úr 2. í 7. sæti eftir að hafa beðið lægi’i hlut fyrir Real Sociedad, 2:0, og Valencia með Romario innanborðs, vann sinn fyrsta sigur á heimavelli, 2:1, á Zara- goza. Romario fékk slæmar einkunn- ir í spænsku blöðunum fyrir frammi- stöðu sína og það vakti athygli að Claudio Ranieri valdi ekki Argent- ínumanninn Ariel Ortega í leik- mannahópinn fyrir leikinn. Taribo West tryggði Inter 2:1 sig- ur á Atalanta, gerði fyrsta mark sitt fyrir félagið á síðustu mínútu. Djorkaeff skoraði með skalla um miðjan fyrri hálfleik en var rekinn af velli á 73. mínútu. Nicola Caccia jafn- aði fyrir heimamenn 10 mínútum fyrir leikslok, jafntefli var í augsýn en Nígeríumaðurinn sætti sig ekki við það og Inter er með tveggja stiga forystu á Juventus í ítölsku deildinni. Þetta er besta byrjun liðsins síðan tímabilið 1988 til 1989 þegar það varð meistari. Varamaðurinn Daniel Fonseca var hetja Juve í Napólí, gerði sigur- markið rétt áður en flautað var til leiksloka. Franski miðvallarleikmað- urinn Zinedine Zidane skoraði fyrir Juve seint í fyrri hálfleik og allt stefndi í öruggan sigur en Claudio Bellucci jafnaði snemma í seinni hálfleik. Roma vann Bari 3:1 en Paolo Sergio fékk tækifæri til að bæta fjórða markinu við - skoraði ekki úr vítaspyrnu á síðustu mínútu. Francesco Totti gerði tvö mörk og sæti. Lazio vann Sampdoria 3:0. Dario Marcolin skoraði úr vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik en Pavel Ned- ved og Alen Boksic skoruðu eftir hlé. Annar sigur Milan í röð AC MOan vann Brescia 2:1 og gerði leikstjórnandinn Leonardo bæði mörk Mílanóliðsins í fyrri hálf- leik en Dario Huber minnkaði mun- inn eftir hlé. „Það var kominn tími til,“ sagði Fabio Capello, þjálfari AC Milan, eftir fyrsta sigur liðsins á San Siro á tímabilinu. Fiorentina vann Lecce 5:0, fyrsti sigur liðsins síðan 14. september. Batistuta var með tvö mörk og ei kominn með níu mörk í átta leikjum. Ivar Ragnarsson skritar frá Spáni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.