Morgunblaðið - 11.11.1997, Síða 5

Morgunblaðið - 11.11.1997, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRINIA ÞRIÐJUDAGUR11. NÓVEMBER1997 C 5 Arsene Wenger ánægður eftir að Arsenal sigraði Manchester United „Held að margir hafi fagnað sigri okkar“ Leikmenn ensku úrvalsdeildar- innar voru í miklu stuði um helgina og áhorfendur fengu að sjá óvenju mörg mörk, allt upp í sjö í einum leik, þegar Leeds vann Derby 4:3 eftir að hafa verið 3:0 undir í fyrri hálfleik. Arsenal stöðvaði meistarana Stórleikur umferðarinnar var á Highbury þar sem Arsenal tók á móti meisturum Manchester Un- ited. Ekkert var gefíð eftir, mikill hraði og ótrúlegar sveiflur en David Platt tryggði heimamönnum 3:2 sigur með skallamarki í kjölfar hornspyrnu átta mínútum fyrir leikslok. Heimamenn voru mun ákveðnari og eftir 27 mínútur var staðan 2:0. Frakkinn Nicolas Anelka gerði glæsilegt mark og mark Patricks Vieiras var ekki síður glæsilegt. Þá var komið að þætti Teddys Shering- hams sem gerði tvö frábær mörk fyrir United áður en fyrri hálfleikur var úti. Seinni hálfleikur var ekki eins tilþrifamikill en góðir taktar sáust inni á milli. Til dæmid sýndi Peter Schmeichel ótrúlega markvörslu þegar hann náði boltanum eftir skot Christophers Wrehs. Bjargað var í horn og sigurmarkið kom upp úr því. „Þetta var stór leikur og sigurinn var mjög mikilvægur," sagði Ars- ene Wenger, knattspyrnustjóri Ars- enal. -„Ekki síst með baráttuna um titilinn í huga,“ bætti hann við. „Ef United hefði sigrað hefði liðið verið með sjö stiga forystu á okkur en nú er allt opið. Ég held að margir sem ekki áttu hlut að máli hafi fagnað sigri okkar.“ Alex Ferguson, stjóri United, sagði úrslitin sanngjörn. „Ég var ánægður með hvernig við snerum leiknum við í fyrri hálfleik en ekki með frammistöðuna eftir hlé. Við getum gert betur en Arsenal var betra í seinni hálfleik og átti skilið að sigra.“ Bolton tapaði stórt „íslendingaliðið“ Bolton mátti þola stóran skell í Sheffield, tapaði 5:0 fyrir Wednesday og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Heimamenn léku við hvern sinn fingur og hefðu þess vegna getað náð tveggja stafa tölu fyrir hlé. Paulo di Canio, sem gerði fyrsta markið, fór á kostum og lagði upp tvö mörk, Norðmaðurinn Petter Rudi var hættulegur á vinstri vængnum og Andy Booth var klappað lof í lófa þegar hann fór af velli eftir að hafa gert þrennu á stundarfjórðungi. Hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í ágúst en sýndi hvers hann er megnugur. Bolton lék illa og vörnin var í molum en hélt hreinu eftir hlé. Arnar Gunnlaugsson var í fyrsta sinn í byijunarliðinu en Guðni Bergsson var á sínum stað sem hægri bakvörður. Crystal Palace óheppið Hermann Hreiðarsson og sam- herjar í Crystal Palace voru óheppn- ir að ná aðeins 1:1 jafntefli við Aston Villa. Neil Shipperley skoraði fyrir heimamenn undir lok fyrri hálf- leiks, skallaði í netið eftir auka- spyrnu Andys Roberts. Gestirnir mótmæltu harðlega og höfðu nokk- uð til síns máls, aukaspyrnan var tekin á kolröngum stað, en dómar- inn hafði sagt Palace að taka spym- una, hlustaði ekki á mótmælin en bókaði Savo Milosevic. Mikil harka Reuters DAVID Platt fagnar fallegu slgurmarki sínu fyrlr Arsenal gegn Manchester Unlted. Hann skall- aðl knöttlnn firnafast efst í bláhorn Unlted-marksins eftlr hornspyrnu átta mínútum fyrlr lelks- lok, án þess að Peter Schmelchel ætti möguleika á að verja. lan Wright er númer 8. var í leiknum, sjö menn bókaðir, og Jamie Smith hjá Palace rekinn af velli á 77. mínútu. Milosevic átti skilið að fara sömu leið skömmu síðar en slapp með skrekkinn og átti hlut að máli í jöfnunarmarkinu, Kevin Miller varði frá honum, hélt ekki boltanum og varamaðurinn Julian Joachim skoraði. Palace hef- ur því ekki enn sigrað á heimavelli á tímabilinu. Ótrúlegt í Leeds Áhorfendur fengu mikið fyrir aura sína í Leeds, sáu spennandi og góða viðureign og sjö mörk. Derby byijaði með miklum látum og var komið í 3:0 eftir hálftíma. Dean Sturridge gerði tvö fyrstu mörkin og Aljosa Asanovic bætti því þriðja við úr vítaspyrnu. En þá tóku heimamenn við sér. Rod Wallace og Harry Kewell frá Ástral- íu skoruðu fyrir hlé og Jimmy Hass- elbaink, sem hafði ekki leikið síðan 4. október en kom inn á 77. mín- útu, jafnaði átta mínútum fyrir leikslok. Rétt áður en flautað var til leiksloka var Hasselbaink aftur á ferðinni, sendi á Lee Bowyer, sem skoraði við mikinn fögnuð heima- manna. Southampton á sigurbraut Southampton er á hraðri leið úr „kjallaranum" og vann Barnsley 4:1, sjötti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum. Eftir fimm mínútur var staðan 2:0, Matt Le Tissier og Carlton Palmer skoruðu. Kevin Davies gerði þriðja markið fyrir hlé og David Hirst átti síðasta orðið snemma í seinni hálfleik en Jovo Bosancic skoraði fyrir Barnsley úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Óvenjulegt mark Newcastle fékk óvenjulegt mark á sig í bytjun leiks í Coventry. Shay Given, markmaður gestanna, náði boltanum á undan Dion Dublin eft- ir fyrirgjöf og var hinn rólegasti, sétti boltann niður og kannaði stöð- una. Dublin, sem hljóp aftur fyrir endalínu, var fljótur að átta sig, kom aftan að markverðinum, „stal“ boltanum og sendi hann í markið. John Barnes, sem var einn frammi hjá Newcastle, jafnaði eftir hálftíma í kjölfar mistaka hjá Steve Ogrizovic í marki heimamanna. Gestirnir fengu síðan nokkur góð færi en þegar Dublin skoraði í kjöl- far hornspyrnu átta mínútum fyrir leikslok blasti sigur Coventry við. Robert Lee var ekki sama sinnis, gerði fallegt mark og tryggði liði sínu mikilvægt stig, en Newcastle hefur ekki sigrað í síðustu sex leikj- um. Blackburn viö toppinn Blackburn vann Everton 3:2 og er aðeins stigi á eftir Manchester United en liðið mátti hafa mikið fyrir sigrinum, þó hann væri sann- gjarn. Gary Speed skoraði fyrir gestina eftir gagnsókn snemma leiks en Kevin Gallacher jafnaði fyrir hlé. Gary Flitcroft skaut í slá á 55. mínútu, Everton sneri vörn í sókn og Duncan Ferguson skoraði. Ne- ville Southall, sem er 39 ára og lék 800. leik sinn fyrir Everton, varði vel en gat hvorki komið í veg fyrir jöfnunarmark varamannsins Dami- ens Duffs skömmu fyrir leikslok né sigurmark Tims Sherwoods þremur mínútum síðar. Mörk á færibandi Þrátt fyrir nokkur færi á Anfield var ekkert mark gert í fyrri hálf- leik hjá Liverpool og Tottenham en heimamenn tóku við sér eftir hlé o g gerðu fjögur mörk. Steve McManaman braut ísinn og þremur mínútum síðar bætti Norðmaðurinn Öyvind Leonhardsen öðru marki við. Jamie Redknapp gerði þriðja markið um miðjan hálfleikinn og táningurinn Michael Owen, sem skipti við Karl-Heinz Riedle stund- arijórðungi fyrir leikslok, minnti enn einu sinni á sig 10 mínútum síðar. Þetta var §órða tap Spurs í síð- ustu fimm leikjum og Gerry Franc- is, knattspyrnustjóri, sagði ástandið ekki þægilegt. Chelsea rétti úr kútnum Chelsea hafði tapað öllum úrvals- deildarleikjunum þremur í kjölfar Evrópuleikjanna í haust en sneri dæminu við eftir 7:1 sigur á Tromsö í liðinni viku. Liðið tók á móti West Ham í fyrradag, vann 2:1 og er 4. sæti með leik til góða. Gianfranco Zola kom mikið við sögu. Rio Ferdinand gerði sjálfs- mark hjá West ham eftir skot ítal- ans og hann skoraði síðan úr auka spyrnu skömmu fyrir leikslok. John Hartson minnkaði muninn úr víta- spyrnu. Bayern Munchen án taps í 13 leikjum Kaiserslautern vann Hansa Rostock 4:3 í miklum bar- áttuleik um helgina og er með fjög- urra stiga forystu í þýsku deild- inni. Sforza skoraði fyrir heima- menn þegar á annarri mínútu en Barbarez jafnaði sex mínútum síð- ar. Dowe náði síðan forystu fyrir gestina skömmu síðar, en Rische jafnaði fyrir hlé. Schjönberg gerði þriðja mark Kaiserslautem í byrjun seinni hálfleiks, Neuville jafnaði um miðjan hálfleikinn en Rische gerði sigurmarkið sjö mínútum fyrir leikslok. Miðheijinn Giovane Elber frá Brasilíu tryggði Bayern Munchen 1:0 sigur á Bielefeld með marki um miðjan fyrri hálfleik eftir frá- bæran undirbúning miðjumannsins Mehmet Scholl. Bayern tapaði 1:0 fyrir Kaiserslautern í 1. umferð en hefur ekki beðið ósigur síðan, leik- ið 13 leiki í röð án taps, og er í öðru sæti. Bayem var ekki sannfærandi en stigin em mikilvæg. „Mjög mikilvægt var fyrir okkur að sigra eftir tapið í París,“ sagði Giovanni Trapattoni, þjálfari liðsins. „Ég vildi breytingu og sá hana þó leik- urinn hafí ekki verið sérstakur.“ Vamarmaðurinn Thomas Linke og miðjumaðurinn Michael Buesk- ens skoruðu fyrir Schalke í 2:0 sigri á Karlsruhe, en Schalke er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Bayern. Dortmund náði aðeins jafntefli við Gladbach. Miðjumað- urinn Stephan Passlack skoraði fyrir heimamenn á fjórðu mínútu en skoski miðherjinn Scott Booth jafnaði fyrir Dortmund 13 mínút- um síðar. Leverkusen vann HSV 1:0 í Hamborg og var Christoph Daum, þjálfari, ánægður en liðið tók Sporting 4:1 í Meistaradeildinni í liðinni viku. „Leikmennirnir hafa fengið aukið sjálfstraust í síðustu leikjum og þeir þurftu á því að halda,“ sagði Daum. Danski miðju- maðurinn Jan Heintze gerði mark Leverkusen snemma í seinni hálf- leik. Hertha vann 1860 Munchen 2:0 en Michael Preetz og Andreas Schmith skoruðu fyrir Hertha í fyrri hálfleik. Þetta var þriðji sigur- leikur nýliðanna í röð sem fóru úr neðsta upp í 16. sæti. „Þetta geng- ur örlítið betur hjá okkur um þess- ar mundir en við eigum mikið verk fyrir höndum ef við ætlum að ná markmiðinu, sem er að vera áfram í deildinni," sagði Jiirgen Röber, þjálfari Hertha. Spartak meistari SPARTAK Moskva vann Rotor 2:0 i síðustu umferð rússnesku deildar- innar og varð meistari í fímmta sinn í sex ára sögu deildarinnar. Spartak var með tveggja stiga forystu á Rotor fyrir leikinn og nægði því jafntefli. Ékkert var skor- að í fyrri hálfleik en heimamenn voru betri. Hins vegar fóru þeir illa með færin og vonleysi gerði vart við sig þegar Oleg Veretennikov, markahæsti leikmaður deildarinn- ar, skaut hátt yfir markið af átta metra færi. Valery Kechinov skor- aði fyrir gestina með skoti af um 30 metra færi 20 mínútum fyrir leikslok og Alexander Shirko inn- siglaði sigurinn og meistaratitilinn skömmu áður en flautað var til leiksloka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.