Morgunblaðið - 25.11.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.11.1997, Qupperneq 1
Kristin Marja og Guóbergur/2 Didda og Erta/3 Hanami Steinunnar Sigurdardóttur/4 Einar H. Kvaran og Nóbelsverðlaunin/5 íslendingar og Komintern/6 Kviknaktir karlmenn Gunnar Dal Lífsgleði Siguróar _________A Magnussonar/7 Glíman við Pétur GautHelgi Hálfdanarson og Einar Benediktsson OíCigíiroMaííifo MENNING LISTIR ÞjÓÐFRÆÐI BÆKUR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 B BLAÐ Kristínar Rögnu Gunn- arsdóttur. Minninga- saga um dreng GRÖSIN í glugghúsinu eftir Hreiðar Stefánsson hefur verið gefin út í annarri útgáfu, en þegar hún kom út 1980 vakti hún óskipta athygli. Flestar bækur sínar höfðu þau hjónin, Hreið- ar Stefánsson og Jenna Jensdóttir, samið í sam- vinnu, en nú varð breyting á hjá báðum. I kynningu segir m.a.: „Grösin í glugghús- inu er tvímælalaust meðal bestu sagna hins kunna barna- bókahöfundar Hreiðars Stef- ánssonar. Sagan gerist fyrr á öldinni og segir frá tíu ára gömlum dreng, Garðari, sem á heima í kaupstað en er sendur til sumardvalar á sveitabæ. Það eru erfiðir tímar og á herðar drengnum leggst þungbær reynsla þetta sumar...“ Gagnrýnandi Morgunblaðs- ins skrifaði um bókina: „Grösin í glugghúsinu er saga handa börnum, en er ekki bundin við neinn ákveðinn ald- ursflokk. Eins og svo margar góðar minningasögur er hún við hæfi fullorðinna. .. Hér horfist höfundurinn í augu við sjálfan sig og iniðlar öðrum af dýrmætri reynsiu til að þeir geti betur skilið um- hverfi sitt, viti úr hvaða jarð- vegi þeir eru sprottnir." Útgefandi er Skjaldborg. Hreiðar Stefánsson Hug’sj ónamaðuriim Alfreð Nóbel í stefnuskrá Alfreðs Nóbels um Nóbelsverð- launin leggur hann áherslu á að verðlauna- hafinn eigi að vera hugsjónamaður. Menn hafa túlkað og deilt um þessi orð Nóbels lengi. Jóhann Hjálmarsson segir frá grein eftir ritara Sænsku akademíunnar, Sture Allén, sem nýlega hefur birst á prenti, en þar er fj allað ítarlega um þetta efni. STURE Allén, ritari Sænsku akademíunnar, hefur skrif- að grein um Nóbelsverð- launin sem töluverða at- hygli hefur vakið. Greinin sem upp- haflega var fyrirlestur haldinn í Jap- an í nóvember í fyrra birtist fyrst á ensku í tímariti akdemíunnar, Artes, á þessu ári og er nú komin í sænskri þýðingu í sama riti. Allén veltir fyrir sér þeim hug- myndum sem Nóbel gerði sér um verðlaunahafa, en í stefnuyfirlýs- ingu hans frá 1895 fólst að Nóbels- skáld ætti að hafa skrifað það besta af hugsjónatagi. Þetta heitir á sænsku „det utmárkaste i idealisk riktning“. Brotið gegn reglum? Þegar fyrsti Nóbelsverðlaunahaf- inn í bókmenntum, franska skáldið Sully Prudhomme, fékk verðlaunin 1901 var það sjálfur August Strind- berg sem hélt því fram að með val- inu hefði akademían brotið gegn reglum Nóbels. Hvað orðið „idealisk" merkir hjá Nóbel hafa menn deilt um í 100 ár og rekur Kjell Espmark þá sögu í bók sem hann sendi frá sér um verðlaunin 1986. Það er at- hyglisvert sem Allén bendir á að Georg Brandes hafi spurt vin Nó- bels um hvað hann hafi átt við með orðinu og fengið það svar að Nóbel hefði verið stjórnleysingi og átt við „andóf eða gagnrýna afstöðu til trú- arinnar, konungsríkisins og hjóna- bandsins, til þjóðfélagsuppbygging- arinnar í heild". Ekki fulltrúar valdboðs Skáldið og gagnrýnandinn Artur Lundkvist sem var áhrifamikill um sína daga og er talinn hafa ráðið mestu þann tíma sem hann sat í akademíunni, tekur raunar af skarið RITHÖND Nóbels þar sem ALFREÐ Nóbel vildi að þess væri gætt við úthlutun Nóbelsverð- orðið idealisk er að finna. launa að höfundurinn væri hugsjónamaður. Galgopinn Fo Alfreð Nóbel hefði getað fagnað nýjustu Nóbelsverðlaunum sérstak- lega því að þá fékk hugsjónamaður og stjórnleysingi (eins og hann sjálf- ur?) verðlaunin. Dario Fo er kannski of mikill galgopi fyrir Nóbel. Að minnsta kosti er hann enginn Maet- erlinck, Rolland, Mann eða Solsén- itsín. Sture Allén segir reyndar að tilhneiging til að fara eftir gömlu stefnuskránni sé að verða áberandi hjá akademíunni og nefnir í því sam- bandi Nadine Gordimer sem með verkum sínum, svo stuðst sé við orð Nóbels, hefur „gert mannlegleikan- um mikið gagn“. Akademían hefur að einhveiju leyti verið trú upphafsmanninum með því að beina sjónum heimsins að rithöf- undum sem ekki voru baðaðir flölm- iðlaljósi, til dæmis skáldum afskekktra þjóða sem unnið hafa af alúð að þró- un bókmenntanna, en voin kannski mannfælnir og lítið sem ekkert þýddir. í svari sínu þeg- ar hann segir: „Verðlaunin skulu hafa hug- sjónir í heiðri, mannúðar- stefnu í fyrirrúmi. Ekki er hægt að veita þeim verðlaunin sem eru mál- svarar valds.“ Allén bendir á að Lundkvist leggi með þessum orðum megináherslu á skoðanir verðlauna- hafa, ekki framlag til bókmennta. Orð Lundkvists gætu skýrt hvers vegna bandaríska skáldið Ezra Po- und, yfirlýstur fasisti, fékk aldrei Nóbelsverðlaunin og það að akadem- ían hætti að sögn við það á síðustu stundu að veita Jorge Luis Borges verðlaunin þótt ákvörðun um það lægi fyrir. Borges mun hafa talað af of mikilli velvild um herforingja- stjórnir í Rómönsku Ameríku í út- varpsviðtali. Af samræðum við Borges síðar meir var þó ljóst að hann var alls ekki málsvari valdníð- inga. Um Pablo Neruda frá Chile var aka- demían í nokkr- um vafa lengi, en lét svo verða af að verðlauna hann þrátt fyrir fyrrum lofsöngva hans um Stalín og Sovétríkin. Halldór Laxness sem Allén minnist þó ekki á var dæmi- gerður maður hugsjóna og barðist fyrir bættu mannlífi þrátt fyrir gæl- ur við ógnarstjórnina í Kreml. Það sem ekki síst varð Halldóri til fram- dráttar voru traustar rætur hans í hefð íslenskra gullaldarbókmennta. Af Einari H. Kvaran og Nóbels- verðlaunum er saga sem Gils Guð- mundsson rifjar upp í nýrri bók sinni um Kvaran (Sjá kaflabirtingu í þessu blaði). Kannski var þessi „málsvari smælingjanna" einmitt maður að skapi Nóbels, en áhugi hans á spírit- isma (sem vissulega var líka hug- sjón) hefði kannski þótt á skjön við húmaníska lífsskoðun. IDEALISK. Hvað merkir orðið?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.