Morgunblaðið - 25.11.1997, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 D 17
MIKIÐ útsýni er út yfir sundin til Esjunnar frá byggingarstaðnum, sem gefur byggingununi aukið gildi.
Morgunblaðið/Golli
VIÐAR Daníelsson, aðaleigandi og framkvæmdastjóri Viðars hf. og
Guðmundur Sigurbjörnsson yilrverkstjóri. Þessi mynd er tekin ofan á
fyrsta fjölbýlishúsinu, sem Viðar hf. byggir við Skúlagötu, en þar er
þegar búið að steypa upp eina hæðina.
um við með tilbúna lóð fyrir 125
íbúðir og framkvæmdir við þær hefj-
ast strax eftir áramót.
Mér sýnist líka sem nú sé aftur
kominn markaður fyrir atvinnuhús-
næði á verðum, sem eitthvert vit er í,
enda má nú sjá talsvert af nýju at-
vinnuhúsnæði í smíðum. A undan-
förnum árum hefur nánast ekkert
verið byggt af slíku húsnæði. Miðað
við þá uppsveiflu, sem nú er í þjóðfé-
laginu, má áfram gera ráð fýrir góðri
eftirspurn.
Sem dæmi má nefna, að undanfar-
in ár hef ég verið að dunda við 1.400
ferm. iðnaðarhúsnæði á tveimur
hæðum á mjög góðum stað við Viðar-
höfða, beint á móti Bifreiðaskoðun
Islands. Húsið var steypt upp í sum-
ar og nú er töluverður áhugi á þessu
húsnæði og búið að selja þar tvö bil
af sex eða um 500 ferm. Þessu hús-
næði verður skilað fullbúnu snemma
á næsta ári.
1
lyftu og opnum vinnuplássum. Lagn-
ir í byggingunni verða utanáliggj-
andi til að auðvelda viðhald. Upphit-
un er hefðbundin með ofnum, sem að
jafnaði eru staðsettir við útveggi og í
hverju herbergi.
Bilastæðin á lóðinni verða um 60
og undir byggingunni er bílakjallari
með stæðum fyrir um 50 bíla, en þau
verða seld sér þeim sem kaupa hús-
næði i byggingunni. Aðkoma að bíla-
kjallara verður um skábraut við suð-
urhlið.
Selzt í einingum
eða í heilu lagi
Hver hæð er um 860 ferm., nema
efsta hæðin sem er um 650 ferm., en
hún er inndregin og með geysilegu
útsýni. Alls er stærð byggingarinnar
um 3.200 ferm. fyrir utan bílakjall-
ara og geymslur.
„Fyrirkomulag skrifstofubygging-
arinnar býður upp á margvíslega
möguleika," segir Viðar Daníelsson.
„í henni eru tvö stigahús með sér
inngöngum og tvær lyftur. Hægt
væri að stúka húsnæðið þannig nið-
ur, að fjögur til sex fyrirtæki væru á
hverri hæð. Einnig gætu stór fyrir-
tæki helgað sér heilu hæðirnar eða
jafnvel allt húsið.
Byggingunni verðui- skilað fullfrá-
genginni að utan, en að innan verða
útveggir málaðir og með lagnastokk.
Gólf verða múrhúðuð og tilbúin fyrir
gólfefni og loft tilbúin til klæðningar
og málunar. Salerni, anddyri og lyft-
ur verða fullfrágengnar og tilbúnar
til notkunar og bílastæði og kjallari
verða sömuleiðis tilbúin. Lóð verður
malbikuð og lögð túnþökum.
Fjölbýlishúsin verða þrjú sem að
framan greinir og með samtals 63
íbúðum og standa á lóð sunnan við
Skúlagötuna. Þau verða steypt og
klædd með granítasalla að utan og
ljós að lit. Hæsta húsið verður átta
hæðir og ris, en hin tvö verða sex
hæðir og ris. Húsin mynda hálflokað-
an inngarð, sem snýr í suður og snúa
allar svalir og helztu íveruherbergi
inn að þessum garði. Undir honum
verður bílageymsla. Aðkoma að íbúð-
unum verður frá Skúlagötu og eitt
bílastæði verður á hverja íbúð, þar af
verða 50 stæði yfirbyggð. Allar
blokkirnar eru lyftuhús og innan-
gengt í lyftur úr bílastæðum.
Ibúðirnar eru hannaðar i samráði
við Húsnæðisnefnd Reykjavíkur-
borgar, sem kaupir íbúðirnar. Þær
eru mismunandi að stærð, frá 45 og
upp í 120 ferm og frá einu og upp í
fimm herbergi. Að sögn Viðars Dani-
elssonar eru þetta mjög hentugar
íbúðir og nýtist plássið í þeim vel.
Eldhús og borðkrókur í íbúðunum i
hæstu blokkinni verða með ská-
glugga með útsýni að Esjunni. Hinar
blokkirnar verða með þessum mögu-
leika á gaflendunum. Þakíbúðirnar í
öllum blokkunum eru sérhannaðar
með miklu útsýni.
Að sögn Viðars hefur markaður-
inn iyrir íbúðarhúsnæði verið góður
undanfarna mánuði. „I Kópavogsdal
erum við búin að byggja 220 íbúðir
og allar þessar íbúðir eru nú seldar
og fólk flutt inn í þær,“ segir hann.
„En það er alls ekki svo, að við séum
að fara burt úr Kópavogsdal. Þar er-
Nýtt byggingar-
svæði í Kópavogi
Á nýju byggingarsvæði í Kópa-
vogi, sem liggur í eystri hluta Fífu-
hvammslands, beint í austur frá
Lindahverfinu, hefur Viðai- hf. fengið
úthlutað byggingasvæði fyrir 130
íbúðir sem alverktaki. Það þýðir, að
fyrirtækið skipuleggur svæðið og
annast þai- alla gatnagerð. í þessu
hverfi er gert ráð fyrir 1000 íbúðum í
heild og það mun væntanlega byggj-
ast upp á næstu árum. Hverfinu hef-
ur þegar verið gefið nafnið Salir, þar
sem öll götuheiti munu enda á orðinu
salir.
„Það svæði, sem ég hef fengið út-
hlutað í Salahverfinu er skipulagt af
Albínu Thordarson arkitekt," segir
Viðar. „Nú er unnið að hönnun hús-
anna, en arkitekt er Orri Árnason.
Hann lærði arkitektúr á Spáni og
hefur unnið þai- um árabil. Orri fitjar
upp á ýmsum nýjungum í hönnun
sinni, þannig að húsin verða í senn
falleg og þægileg að búa í. Bygginga-
framkvæmdir á þessu svæði eiga að
hefjast í febrúar eða marz. á næsta
ári.“
Hjá Viðari hf. starfa nú um 35-40
manns fyrir utan undirverktaka.
„Rekstur fyrirtækisins var réttum
megin við strikið í fyrra og hann hef-
ur gengið ágætlega í ár, sagði Viðar
Daníelsson að lokum. „Eftirspurn
eftir bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði
er nú mun meiri en var, enda er ís-
lenzkur byggingariðnaður að komast
upp úr þeirri lægð, sem hér rikti um
árabil. Því er ég bjartsýnn á
framtíðina “
Fasteignasalan Suðurveri ehf.
Stigahlíð 45-47, 1Q5 Reykjavík
Sími 581 2040 Fax 581 4755
Fersk fasteignasala
Einar Örn Reynisson, Reynir Þorgrímsson,
Helgi Hákon Jónsson, viðskiptafr. og löggiltur fasteignasali.
TVÆR GÓÐAR í GAMLA BÆNUM
ÞINGHOLTSSTRÆTI
Rúmgóð 4ra herbergja íbúð með útsýni í hjarta bæjar-
ins. íbúðin er vel skipulögð 93,5 fm í lyftuhúsi. Vestur-
svalir. Sameiginlegt þvottahús í kjallara. Skuldlaus eign.
íbúðin er laus. Verð 8,4 milj.
NÝTT í SÖLU - NJARÐARGATA
Efri hæð og ris, samtals 106,1 fm. Á hæðinni eru tvær
stofur, borðstofa, eldhús og baðherbergi. Á efri hæðinni
eru 4 herbergi, þar af eitt með kvisti, í kjallara er eitt her-
bergi. (búðinni hefur verið vel við haldið. Gott tvöfalt
gler og Danfoss á ofnum. Verð 7,4 milj.
BRYNJ0LFUR J0NSS0N
Fasteignasala ehf., Barónsstíg 5,101 Rvík.
Jón Ól. Þórðarson, hdl., lögg. fasteignasali
Fax 511-1556. Farsími 89-89-791
SÍMI511-1555
Opið laugardaga 11.00-14.00
Einbýli - raðhús
ÞINGASEL Ca. 350 fm glæsilegt
og vandaö einbýlishús á tveim hæö-
um. Tvöfaldur bílskúr. Möguleiki á
aukaíbúö. Gróinn fallegur garður meö
sólverönd og sundlaug. Ahv. 6,7 m.
hagstæö lán.
LÁHOLT MOS Glæsilegt 152 fm
einbýli á einni hæö. 46 fm bílskúr og 4
svefnherbergi. Arinn, í stofu. Fallegt
útsýni til Esjunnar. Verð 13,9 m. Áhv.
8,2 m. húsbr. Skipti á 4ra herb.
íbúð.
REYKJAMELUR MOS. 140
fm einbýlishús á einni hæö. Stór stofa,
stórt eldhús. Skipti á minni eign í Mos-
fellsbæ. Verð 12,5 m. Áhv. 3,8 m.
LINDARBRAUT SELTJ,-
NESI Ca 300 fm vandaö einbýlishús
meö studiói á neöri hæö og 43 fm bíl-
skúr. Eign í algjörum sérflokki. Verð
19,5 m. Áhv 3,7 m.
HLÍÐARTÚN MOS. Ca 170 fm
einbýli á einni hæö ásamt 40 fm bíl-
skúr, 6-7 svefnherbergi. Möguleiki á
aukaíbúö. VerÖ 12,5 m. Ca 2400 fm
ræktuö lóö. Laust.
HRÍSRIMI Stórglæsilegt parhús,
165 fm meö 28 fm innbyggöum bíl-
skúr. Verö 13,4 m. Áhv. 6,4 m.
Hæðir
ÚTHLI'Ð Stórglæsileg og algjörlega
endurnýjuð 140 fm neöri sérhæö á
þessum frábæra stað. Verö 12,5 m.
Áhv. 4,6 m. Eign fyrir vandláta.
HALLVEIGARSTIGUR Mikiö
endurnýjuð ca 120 fm efri sérhæö og
ris I góðu bakhúsi. Verð 9,8 m. Áhv.
5,2 m.
LANGHOLTSVEGUR Ca. 140
fm efri sérhæð i tvíbýli. Möguleiki á 5
svefnherb. Verð 9,6 m. Áhv. 1,6 m.
GRENIGRUND Falleg og vel
skipuylögö 130 fm efri sérhæö í tví-
býli. 4 svefnherbergi. 32 fm bílskúr.
Verð 9,8 m. Áhv. 5,8 m.
4ra herb. og stærri
BLÖNDUHLÍÐ Mikiö endumýjuö
risíbúö sem er mikiö undir súð. 4
svefnherb. Verö 6,7 m. Áhv. 3,2 m.
Laus. Lyklar á skrifstofunni.
EYJABAKKI Glæsileg og mikiö
endumýjuö ca. 80 fm íbúö á 2. hæö.
Mikiö útsýni. Verð 6,9 m. Áhv. bygg-
sj. 3,7 m.
VIÐ SUNDIN Falleg 100 fm íbúö
á 1. hæð í litlu fjölbýli ásamt stóru
herbergi í kjallara. Verð 7,5 m. Áhv.
2,5 m. byggsj. Laus.
3ja herb.
BÁRUGATA NÝTT Sérlega
vinaleg og lítiö niðurgrafin 64 fm kjall-
araíbúö á besta staö viö Bárugötuna.
Verö 5,6 m. Áhv. 3,2 m húsbr. og
byggsj.
ÆGISSÍÐA NÝTT Stórglæsileg,
vönduö og algjörlega endurnýjuö 2ja
til 3ja herbergja risibúö. 4 m. lofthæö í
stofu, franskir gluggar og fl. Áhv. 3,0
m byggsj.
RAUÐÁS Sórlega falleg og vinaleg
75 fm á jaröhæö íbúö meö útsýni yfir
Rauöavatn. Verð 6,3 m. Áhv. 3,5 m.
byggsj. og húsbr.