Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 1
Einar Már Siguróur Pálsson Steinunn/2 Eyvindur P. Eiríksson Kristín Marja/3 Svörtu perlurnar Ormar ofurmenni/ 4 Kristján Krist jánsson skáld Skessa sem leiddist/5 Stjórnmál i ísrael ísland hið nýja/6 Palestína og Arafat/T Bertrand Russell í þýðingu Skúla Pálssonar/8 JRor^íunldAÍdS) MENNING LISTIR ÞJÓÐFRÆÐI PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 blaðJ3 Uppreisnin, ládeyðan .i og týndir lli {i: 'J.Ö\ -tb Er hægt að læra að verða góður rithöfund- ur? Möguleikar alnetsins fyrir rithöfunda og hvemig markaðurinn býr til metsöluhöfunda er meðal efnis sem Jóhann Hjálmarsson | tekur til umræðu. Hann reifar einnig kenninguna um að víðfrægir höfundar Brúnna í Madisonsýslu og Lesið í snjóinn (Smillu) séu ekki til. rni: jp EG HEF ekkert á móti rit- höfundaskólum, þar má örugglega læra hitt og þetta, en ekki að verða rithöfundur." Orðin eru danska rithöfundarins , Klaus Rifbjergs. Tímaritið Kritik ’’ leitaði til hans og fékk þetta svar. í framhaldi sagði Rifbjerg að maður . gæti vissulega orðið eitthvað sem )<. líktist rithöfundi. I Bandaríkjunum 4 þar sem fullt væri af rithöfunda- IG skólum líktust allir rithöfundar hver j; öðrum, en aðeins sá sem brytist /(, undan vananum eða gerði uppreisn, [„ hefði möguleika. o í Danmörku eru skólar fyrir rit- j! höfunda ekki heldur óþekktir. )k. Margir hafa heyrt talað um skálda- skóla Pouls Borums, en úr honum útskrifuðust skáld sem síðar urðu þekkt og þykja enn liðtæk. Það er hins vegar rétt hjá Rifbjerg að það ■ : er ekki hægt að læra að verða góð- ! ur rithöfundur. Vinnubrögð og frá- gang má læra eins og dæmin sanna, þetta staðfesta jafnvel námskeið hér heima á vegum Háskólans, Verslunarskólans og fleiri skóla þar sem kunnáttumenn leiðbeina í rit- list. Það vekur þó athygli að ljóðin sem eru uppspretta þessara skálda- skóla eru furðu keimlík og virðast einkum draga dám af kunnum fyrir- myndum, eftirlætisskáldum kenn- aranna. „Skapandi skrif“ eða eitthvað álíka sem menn geta tileinkað sér í skólum verður þó varla til að drepa rithöfundaefni. Gerist það má segja að bættur sé skaðinn því að þá vantar nauðsynlega „uppreisn" í nemandann. Enginn skyldi þó misvirða þetta starf því að furðu oft koma bækur byijenda út í þannig búningi að leiðsögn hefði getað bjargað mörgu, til dæmis fengið höfundana til að bíða lítið eitt með útgáfu. Ný tækni, möguleikar og hættur Þetta síðastnefnda varð á tíma- bili áberandi þegar fjölritunartækni gerði það ódýrara að láta margfalda bækur. Nú skapast nýir möguleikar með alnetinu þegar menn geta fengið sér heimasíður og birt þar allt hugsanlegt, ekki síst ýmiss kon- ar hugverk. Sú hætta er þá fyrir hendi að heilu bækurnar fari á net- ið ólesnar yfir af öðrum en höfund- inum og kannski nánustu aðdáend- um hans. Slíkar bækur fá þá ekki SÚRREALISTINN. Verk eftir Viktor Brauner frá 1947. hersluna sem forlög og gagnrýnir menn geta boðið upp á eða bjóða upp á. Ládeyðan ríkir. Margir rithöfundar eru farnir að nýta sér alnetið og í hófí getur það verið afar gagnlegt, ekki síst í því skyni að hvetja notendur til að ná sér í raunverulegar bækur að lesa. Fáir hafa þolinmæði til að sitja við skjáinn yfir heilu ritverki, undirrit- aður kann því til dæmis samt ekki illa að geta fengið smjörþefinn af bókmenntum um Netið. í pistlum í þessu blaði hef ég oft bent á hvernig markaðsmenn okkar tíma búa til rithöfunda og bækur, láta semja það sem líklegt er til að seljast. Handrit, útgáfuréttur, einkaleyfi til kvikmyndunar skáld- sagna eru frágengnir hlutir, höf- undurinn/höfundarnir hafa í sum- um tilvikum fengið greitt fyrirfram og engar smáupphæðir þegar líkleg metsölubók er í deiglu. Stuðningur við þessa svartsýnu, að ég ekki segi ógnvænlegu, skoðun eða hugmynd fékkst nýlega í grein eftir Einar Kárason rithöfund (Dag- ur 26. nóv. sl.). Hann segir frá bókastefnu sem hann sótti í Dan- mörku, en á henni varð mönnum tíðrætt um að höfundar væru kannski ekki lengur til (eitthvað minnir þetta á umræðu sem Þröstur Helgason hefur verið duglegastur við að vekja þótt fátt hafi verið um andsvör, samanber greinina Tilurð höfundarins eftir Þröst í Skírni). í Danmörku sögðu menn að höf- undur skáldsögunnar Brýrnar í Madisonsýslu, Robert James Wall- er, væri ekki til heldur einungis afkvæmi markaðarins, markaður- inn holdi klæddur. Kenningar um tilurð skáldsögunnar voru þessar að sögn Einars: „Hún gengur út á að bókin hafí í raun verið útkoman úr snjallri markaðskönnun, eða rannsókn á því hvernig bók væri líklegust til að ná metsölu í Banda- ríkjunum." Hvað varðar efasemdir um Peter Hoeg skrifar Einar aftur á móti af lítilli hrifningu um þá kenningu: „Ég þekki fólk sem hefur hitt Peter Hoeg í eigin persónu, og það segir mér að hann sé heilsteypt náttúru- barn, einsog við sé að búast af slík- um höfundi, honum finnist meira að segja andstætt náttúrunni að borða með hníf og gaffli, og í matar- boðum snæðir hann bara með hönd- unum, kjötið, kartöflurnar, og líka sósuna og rauðkálið." Brautryðj- andinn Jón úr Yör • JÓN úr Vörles úrtjóðum sínum er með úrvali ljóða skáldsins í sam- antekt Aðalsteins Ásbergs Sigurðs- sonar sem einnig bjó þau til útgáfu. Tilefni útgáf- unnar er 80 ára afmæli skáldsins fyrr á árinu, en einnig eru rétt 60 ár frá því fyrsta bók JónsúrVör, Ég ber að dyrum, kom út. Hljóðbókin hefur að geyma ljóð úröllum 12 ljóðabókum skálds- ins, sem út komu á árunum 1937- 1984. í kynningu segir að Jón úr Vör sé brautryðjandi í íslenskri ljóðlist: „Með Þorpinu sem kom út 1946 tók hann sér sæti meðal fremstu skálda þjóðarinnar og markaði tímamót i íslenskri ljóðagerð.“ Hljóðritanir eru frá Ríkisútvarp- inu og Hljóðbókagerð Blindrafélags- ins. Bókin er á einni snældu. Verð 1.590 kr. Viðkvæmur og dulur WILLIAM Butler Yeats (1865- 1939), af flestum talinn höfuðskáld íra, er endalaus uppspretta bóka og birtast margar ævisögur um hann árlega. Tvær eru nýútkomnar: W. B. Yeats. The man and the milieu eftir Keith Alldritt (útg. John Murray, 388 síður — 25 pund) og W. B. Yeats. A life eftir Stephen Coote (útg. Hodder and Stoughton, 612 síður — 25 pund.) Aldritt lýsir Yeats í upphafí sem viðkvæmum og dulum ungum manni, dreymandi um mán- ann, en Coote segir hann hafa verið samkvæman sjálfum sér, það sem hann í rauninni var. Ástamál skálds- ins og áhugi á yfirskilvitlegum efn- um fá sína umfjöllun í báðum bókun- um. Yeats fékk Nóbelsverðlaunin 1923. Sagt er að hann hafí hrifíst af leikritum Jóhanns Siguijónssonar sem hann sá á sviði í London. Um það stendur reyndar ekkert í nýju ævisögunum, en margt hefur verið skylt með Jóhanni og Yeats, ekki síst draumhyglin og ljóðrænan sem setur mark á verk þeirra. Jón úr Vör

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.