Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 B 7 Saga Arafats, Palestínu og Gyðinga BÆKUR Ævisaga ARAFAT Kempan með kafíuna. Eftir Janet og John Wallach í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur og Þorsteins Thorarensen. Fjölva útgáfan, Reykjavík, 1997,544 bls. í ALÞJÓÐLEGUM stjórnmálum síðustu áratuga hafa örlög Palest- ínumanna og Gyðinga verið eitt- hvert erfiðasta úrlausnarefnið. Þótt samkomulag hafi náðst árið 1993 milli ísraelsríkis og PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, er vandræðunum ekki lokið því að erfiðlega gengur að framkvæma samkomulagið og ekkert gengur í að vinna úr þeim ágreiningsefn- um sem skilin voru eftir í samn- ingnum í Ósló. Þessi vandi verður því með okkur næstu áratugina. Það er þess vegna kærkomið að fá á íslenzku lesefni sem upplýsir bakgrunn þessa vanda og rekur rás mikilvægustu viðburða. Fjölva útgáfan gefur nú út þess- ar vikurnar tvær bækur um mál- efni Austurlanda nær. Önnur bók- in segir frá Símoni Peres, einum af forystumönnum ísraels, hin er ævisaga Arafats, leiðtoga Palest- ínumanna. Þessar bækur saman gefa nokkuð góða innsýn í þann vanda sem við er að glíma í sam- skiptum Gyðinga og Palestínu Araba. í þessari bók er greint frá ævi Arafats alveg fram að árinu í ár. í bókinni er formáli eftir Símon Peres og Steingrímur Hermanns- son, fyrrverandi forsætisráðherra, Nýjar bækur • TÓTA og tíminn er eftir Berg- ljótu Arnalds. í bókinni segir frá því þegar Tóta vaknaði við eitthvert skrítið hljóð. Er hún gægðist inn í stofu sá hún lít- Bergljót Arnalds inn, einkennilegan karl klöngrast út úr gömlu stand- klukkunni. Bókin er ævin- týrabók ætluð börnum sem vilja læra á klukku. Bókin er prýdd mörgum myndum. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 38 bls. Leiðbeinandi verð: 1.580 kr. segir frá för sinni á fund Arafats árið 1990. Aftast í bókinni er lit yfir helztu at- burði í sögu þess um- deilda svæðis sem Pal- estínumenn og Gyð- ingar gera tilkall til og búa saman á og hefst tæplega tvö þúsund árum fyrir Kristsburð og nær fram til 1997. Sá listi kemur að nokkru leyti í stað nafnaskrár, sérstak- lega af því að vísað er í blaðsíður, en það er samt bagalegt að hafa ekki nafnaskrá í svo stórri bók sem þessari. En það er mikil tízka á enskri tungu nú um stundir að stinga ekki niður penna við samn- ingu ævisagna fyrir minna en þijú til fjögur hundruð síður og þessi er nokkuð á sjötta hundraðið. Það eru nokkrir þræðir í þess- ari bók. Það er að sjálfsögðu ævi- saga Arafats. Þar er einnig að finna frásögn af forystumönnum ísraela, Peresi, Rabín og Netan- yahu, af leiðtogum Araba, Nasser, Sadat, Hússein Jórdaníukonungi, Assad Sýrlandsforseta svo að þeir helztu séu nefndir. Einnig er fjall- að um Bandaríkjaforseta sem Ar- afat hefur átt margvísleg sam- skipti við. í þessari bók er einnig rakin saga Fatah samtaka Arafats og PLO og hvemig þau hafa hrak- izt land úr landi þar til nú að þau eru komin til Palestínu og sömu- leiðis er farið yfir sögu ísraels og þeirra stríða sem það hefur átt við granna sína, venjulega að fmm- kvæði þeirra. Auðvitað er Arafat þráðurinn í bókinni og frásögnin er öll honum tengd. Höfundarnir rökstyðja þá skoðun sína að Arafat sé fæddur í Jerúsalem í húsi ættar sinnar sem þar stóð. En stórmúftinn í Jerúsal- em, Haj Amin, var náfrændi Ara- fats. Þessi múfti studdi nazista í síðari heimsstyijöldinni af því að þeir hötuðu Gyðinga jafn ákaft og hann. Hann gerði síðan þau af- drifaríku mistök við stofnun ísra- elsríkis að hafna boði Sameinuðu þjóðanna um tvískiptingu Palest- ínu og komst upp með að tala í nafni Palestínumanna. Hann var ótrúlega ógæfulegur og heimskulegur í ákvörðunum sínum. Arafat leit að sjálf- sögðu upp til þessa frænda síns og lengi framan af ævinni var hann álíka ógæfuleg- ur og stórmúftinn. Arafat menntaðist sem verkfræðingur í Kaíró og tók mikinn þátt í stúdentapólitík og virðist hún hafa orðið honum stökk- pallur inn í stjómmál. Yasser En hann hélt til vinnu í Kúveit árið 1957 og dvaldi þartil 1965. Arafat auðgað- ist vel á verkfræðingsvinnunni og kom undir sig fótunum efnahags- lega á þessum ámm. En árið 1959 stofnaði hann ásamt félögum sín- um Fatah samtökin sem hann hefur leitt frá upphafi. Það var svo ekki fyrr en árið 1965 að Fatah gerði fyrstu skæruliðaárásina á áveitukerfi í ísrael. Það ár hættir Arafat sem verkfræðingur og flyzt til Sýrlands en þar höfðu Fatah samtökin aðsetur á þessum áram. Fatah samtökin undir forystu Arafats verða síðan illræmdustu hryðjuverkasamtök Palestínu- manna sem réðust að ísraelskum hermönnum hvenær sem þau gátu en myrtu saklausa borgara, konur og börn_ eins og þau frekast gátu bæði í ísrael og um víða veröld. Frægust og illræmdust urðu sam- tökin af flugránum og margvísleg- um morðum þeim tengdum en þó ber hæst morðin á ísraelsku íþróttamönnunum á Ólympíuleik- unum í Miinchen árið 1972. Það kemur hvergi fram að Arafat sjálf- ur hafi tekið þátt í morðárásum af þessu tæi en hann hefur áreiðanlega fyrirskipað þær ýmsar og ber því ábyrgð á morðum sak- lausra borgara. Það er einn kostur þessarar bókar að Arafat er ekki hlíft við þessum þætti í ferli sínum. Annar ógæfulegur þáttur í ferli hans og Fatah samtakanna og raunar PLO er ferill þeirra í Arabaríkjunum. Arafat verður ekki forseti PLO fyrr en 1969 en þau voru upphaflega stofnuð árið 1964 af leiðtogum Arabaríkjanna til að reyna að hafa heimil á skæruliðunum. Ferill þeirra er ótrúlegur. Hvar sem þau hafa tek- ið sér bólfestu hafa þau skilið eft- ir sig sviðna jörð. Það er sama hvort það var Jórdanía, Sýrland eða Líbanon. Yfirvöld í Jórdaníu með Hassan konung í broddi fylk- ingar urðu að beita hernum af hörku til að reka skæruliðasam- tökin af höndum sér eftir að þau höfðu skapað algert upplausnar- ástand í ríkinu. Sama urðu Sýr- lendingar að gera og að síðustu ráku Israelsmenn þá úr Líbanon eftir að þeim hafði tekizt að eyði- leggja viðkvæmt jafnvægi í stjórn- kerfi þess lands. Þá hröktust sam- tökin til Túnis þar sem þau voru síðan undir ströngu eftirliti þar til þau gátu haldið til sjálfstjórnar- svæðisins í Gaza og Jeríkó. Araba- ríkin hafa ekki síður en ísrael beitt Palestínumenn hörðu í gegn- um tíðina. Arafat á sér þær málsbætur að hann hefur látið af hryðjuverka- starfsemi en var lengi vel tregur til að beita samtök sem tóku þátt í PLO hörðu til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Árið 1988 lýstu samtökin yfir að þau beittu ekki lengur hryðjuverkum og árið 1993 skrifar Arafat undir samning við ísraela. Hlutskipti Arafats sem leiðtoga Palestínumanna á Gazaströndinni og í Jeríkó og Hebron er ekki öf- undsvert. Það væri nógu erfitt að ná samningum um þau erfiðu mál sem skilin voru eftir í Óslóarsam- komulaginu en að fá forsætisráð- herra á borð við Netanyahu í Ísra- el er umtalsvert óhapp. En nú er svo komið að Arafat er hampað á alþjóðavettvangi en Netanyahu fær ekki einu sinni viðtal við helztu fyrirmenn eins og Bandaríkjafor- seta. Það hljóta allir að vona að sú staða hans hjálpi honum til að ná skaplegu samkomulagi við ísra- el og leggja grunn að lýðræðislegu og friðsömu ríki Palestínumanna. Frásögn Steingríms Hermanns- sonar af fundi sínum með Arafat er skondin af ýmsum ástæðum. Hann virðist ekkert átta sig á af hveiju það var fullkomlega óvið- eigandi að hann hefði samband við fulltrúa Palestínumanna vetur- inn 1987-1988, hann skilur ekki að athugasemdir Morgunblaðsins við för hans á fund Arafats eru ekki við förina heldur við þær út- bólgnu yfirlýsingar sem forsætis- ráðherrann gaf í tilefni fararinnar ef marka má ívitnunina sem hann birtir í frásögn sinni. En hér er bók sem sjálfsagt er að mæla með við áhugamenn um stjórnmál og alþjóðamál. Guðmundur Heiðar Frímannsson Vinátta manns og refs • SPEKI Jesú Krists og Speki Davíðssálma eru með formálsorð- um sr. Sigurðar Pálssonar. í kynningu seg- ir að báðar bæk- urnar séu hugsað- ar sem hjálp við íhugun og skiptast niður í þijátíu stutta kafla þar sem hver kafli gef- ur lesandanum andlegt nesti til íhugunar fyrir hvern dag mánaðarins. Speki Jesú Krists geymir mörg spakmæli hans og önnur minnis- stæð orð sem frá honum eru komin og lesa má í guðspjöllunum. Speki Davíðssálma - Davíðs- sálmar „hafa um aldaraðir verið mönnum einna kærastir allra rita Biblíunnar," segir í kynningu. Jafnramt segir að margir sálmanna sýni djúpa tilbeiðslu mannsins og lotningu fyrir því sem heilagt er. Skálholtsútgáfan gefur út. Hvor bók er 48 síður ogkosta 690 kr. SAGAN af Brúsa er saga um vináttu manns og refs, um það hvenær maður veiðir ref og hvenær maður veiðir ekki ref. Höfundurinn, Finnur Torfi Hjör- leifsson, hefur áður sent frá sér þrjár ljóðabækur og nokkrar kennslubækur í ljóð- list en gefur nú út sína fyrstu sögu handa börnum. Teikningar í bókinni eru eftir Þóru Sig- urðardóttur. Finnur Torfi segir að sig haf i langað til að skrifa sögu fyrir börn þar sem dýr væru ekki gerð að persónum út frá sjónar- miðum mannlegs samfélags heldur mættu manninum í sínu náttúrulega umhverfi. „Sagan lýsir á raunsæjan hátt aðstæðum refsins í náttúrunni þó auðvitað sé þetta skáldskap- ur,“ segir Finnur Torfi. I bókinni rek- ur höfundurkynni sín af refnum Brúsa og fjölskyldu hans. Brúsi lifir villtur úti í náttúrunni og er fljótur að forða sér undan veiðimannin- um. Smám saman takast kynni með manni og rebba og þeir læra að treysta hvor öðrum. Maður- inn færir refnum mat og öðlast í stað- inn vináttu hans. „Ég kynntist ung- ur villtum refum þar sem ég ólst upp á Vestfjörðum og ég hafði það að leik sem barn að kallast á við refi. Síðan hef ég af og til lent í návígi við dýrið og hef smám saman verið að læra að skilja refi, lesa úr hátt- arlagi þeirra, látbragði og hljóð- um, Líkt og góðir hundaeigendur gera,“ segir Finnur Torfi. „Ref- ir eru að mörgu leyti aðdáunar- verð dýr. Bæði eru þeir mjög fallegir og svo lifa þeir svo góðu fjölskyldulífi." Höfundur fer ekki í grafgötur með að hann er mótfallinn grenjaveiðum manna á refum, honum þyki aðferðin ómannúðleg. „Eg set mig þó ekki upp á móti refaveið- um almennt, einungis því þegar veiðimenn sitja fyrir hvolpunum við heimili refsins," segir Finnur Torfi. Hann hefur nú misst sjón- ar á vini sínum og sögupersón- unni Brúsa, segist ekki hafa hugmynd um hvað varð af hon- um og hvort framhald verði á rebbasögu. „Börn hafa spurt hvort sagan sé sönn, hvort ég hafi virkilega getað talað við refinn og eini galdurinn við að skrifa þessa sögu var fólginn í því að gera samband sögumanns og refsins trúverðugt. Hafi mér tekist að gera þessi samskipti manns og refs eðlileg fyrir börn- unum þá er ég ánægður." Sigurður Pálsson Finnur Torfi Hjörleifsson Nýjar bækur • SÁLIN vaknar er eftir Kate Chopin í þýðingu Jóns Karls Helga- sonar. Söguhetjan, Edna, uppgötvar að tilvistin hefur upp á fleira að bjóða en hefð- bundið hjónaband og barnauppeldi. Hún leitar útrásar fyrir tjáningarþöf og tilfinningar og hirðir lítt um þær skorður sem henni eru settar sem eiginkonu og móður. Útgefandi erBjartur. Bókin er 160 bls., prentuð í Gutenberg. Kápugerð annaðist Snæbjörn Arn- grímsson. Verð: 2.680 kr. Jón Karl Helgason • ÆVINTÝRIÐ um Birtu og Skugga er barnabók eftir Amheiði Borg. Birta litla ljó- sálfur er sendiboði gleðinnar á Jörð- inni. Hún svífur umogleitastvið að töfra fram bjartsýni með sprota sínum, en á í baráttu við Skugga karlinn sem dreifir í kringum sig döpr- um hugsunum. Hún reynir að fá bömin til að ýta skugganum burt með því að hleypa birtunni inn. Útgefandi erMál ogmenning. Bókin er 32 bls., prentuð íDan- mörku og kostar 1.390 krónur. Amheiður Borg • ALDAHVÖRF er eftir Eðvarð T. Jónsson. Ljóðin em söguleg og íjalla um fyrstu hetjur og píslar- votta bahá’í trúar- innar. „Ljóðmæland- inn lifir sig inn í aðstæður í Persíu á 19. öld, þar sem bahá’íar mættu mikilli andúð og ofbeldi fyrir sína trú sem sam- ræmdist ekki Isl- am,“ segir í kynningu. í þessri fyrstu ljóðabók Eðvarðs yrkir hann á hefðbundin hátt og má meðal annars finna nokkrar sonnettur í þessu kvæðasafni sem er alls 13 ljóð. Útgefandi erHvarf. Bókin er 32 bls. Prentuð hjá Félagsprent- smiðjunni ehf. Myndir í bókinni eru eftirBessa Bjarnson. Verð: 1.000 kr. UPP ÚR þessu fóram við Brúsi að tala saman og urðum vinir. En Brúsi hélt samt áfram að vera villtur refur. Ég mátti ekki stijúka honum eða klappa eins og mér sýndist. Honum var til dæmis illa við að ég tæki utan um hálsinn á honum. En ég mátti strjúka honum um bakið og aftur á skott. Og ef vel lá á honum velti hann sér um hrygg, og ég mátti þá klóra honum á bringunni, en það var sjaldan. Hvemig fórum við að því að tala saman? Var einhver að spyija að þessu? Það er Von að spurt sé. Refir tala ekki mannamál, og menn tala yfirleitt ekki refamál, en þeir geta lært það. Refir tala ekki með orðum eins og við. En þeir gera sig skiljanlega með ýmsum hljóð- um, eins og ég var að segja frá rétt áðan, og svo líka með lát- bragði og svipbrigðum. Maður verður að taka vel eftir limaburði refsins og öllum hreyfingum og fylgjast vel með svipnum á andlit- inu á honum til að skilja hvað hann vill segja. Getið þið séð á andliti manns hvernig honum líð- ur, hvort hann er glaður eða hrygg- ur, hvort hann er reiður eða í fýlu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.