Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 B 3 Ferðalangur ÖÐRU sinni hefur bókmenntaverðlaun- um Halldórs Laxness verið úthlutað og að þessu sinni komu þau í hlut Eyvindar P. Eiríkssonar fyrir verkið Landið hand- an fjarskans. Sagan segir frá ungum karli sem lendir í stríði og leitar æ síð- an að friðsælum heimkynnum, en leit- in er löng og ströng. Hvernig vaknaði hugmyndin að sög- unni? „Kveikjan að verkinu er sög- ur sem afasystir mín sagði mér fyrir 30 árum, eftir erlendum forföður okkar sem settist að á Islandi fyrir 200 árum. Hann sagðist hafa lent í skelfilegri styrjöld og þá sett sér að leita þess lands, þar sem ekki væru hermenn og ekki stríð,“ segir Eyvindur og bætir við „en þessi saga mín er hrein skáldsaga". Það tekur tíma að finna stund og stað þegar sagan byrj- ar. Hvers vegna þessi óvissa? „Það skiptir ekki megin máli hvar hún gerist. Viljandi er staðsetningin höfð framandi, þetta er eitthvert land og mann- líf í fjarlægð þó margt sé kunn- uglegt í þessu mannlífi, enda er það nú oftast svo að manniíf- ið er sjálfu sér líkt. Þegar mað- ur er ungur og alinn upp á ein- um stað, er allt kunnuglegt og þá skiptir ekki máli hvað það heitir. Ég hugsa sögusviðið sem markað svæði, greinilega land sem ríki deila um. Vissulega hef ég ákveðna fyrirmynd, svæði sem ég þekki, einfaldlega til þess að geta lýst öllu vel. I sama tilgangi kannaði ég vand- lega heimildir um tiltekinn tíma og tiltekna styrjöld. Við sem höfum verið svo heppin að sleppa við stríð, þurfum eitt- hvað áþreifanlegt, því lítið er að marka það stríð sem við sjáum í bíómyndum." Viltu ljóstra því upp hvaða fyrir- mynd þetta er? „Það er svo sem ekkert leyndarmál að þetta er austur- hluti Finnlands, báðum megin við rússnesku landa- mærin. Ég leik mér einnig aðeins með tungumálið, en það á ekki að trufla Iesturinn." Sögupersónan flækist víða. Hvaða land er landið hand- an fjarskans? „Ég er meðvitað og ómeðvit- að að búa til þennan fjarska. Landið handan fjarskans getur vísað í báðar áttir, vísar til landsins og stríðsins sem sögu- persónan kemur úr og er hand- an fjarskans fyrir lesandanum, en titillinn getur líka vísað á landið í hafinu, landið handan við fjarskann frá sögupersón- unni séð,“ segir Eyvindur að lokum. Sonni var farinn að brosa við sjálfum sér og hálf- gagnsæju myrkrinu. Hann hnipraði sig saman í næturkælunni með höf- uðið á læri Stara. Það krimti í Stara og hann strauk honum um kollinn, dökkan og hrokkinn. - Glaður, Sonni, glaður. Líf geymir síst dauða. Líf geymir líf 9g mest líf. Og dauði enginn dauði. í dauða líka líf. Mundu það, son- ur. En margur á bágt. Aumingja maður. Onkaksjeon. Þann dag sem þú hittir mann sem leggur á hafs- djúp að leita þessa lands, talaðu við hann, og ef þér sýnist það góður maður sem þú treystir, farðu með honum yfir þann stóra sjó. Við höfum ekki farið annað en poll hjá því hafi. Þar sjóar grimm- ir og öldur fjöll. Skip lyftist upp á fjall og fellur aftur niður í dal. Ekki óttast það. Enda örlög þín ekki í þínum höndum. Stari þagði um^stund. Úr Landinu handan fjarskans Eyvindur P. Éiríksson BÆKUR___________ Hvunndagskviða BÆKUR Skáldsaga HÚS ÚRHÚSI eftir Kristinu Marju Baldursdóttur. Mál og menning, Reykjavík 1997. 285 bls. ÞAÐ eru ekki rósfingraðar morg- ungyðjur sem byija daginn, og kafl- ana, í viðburðasnauðu lífi Kolfinnu Karlsdóttur: því hlutverki gegna „reynitrén tvö“ sem standa eins og táknrænir örlagaverðir, fyrir utan herbergisgluggann hennar í móðurhúsum, vöm gegn sólinni (hinu karllega) og öðru(m) utanaðkomandi. En trén standa á sama tíma fyrir þau innri höft sem varna Kolfmnu að finna sjálfa sig og sjálfstæði. Söguhetja þessarar annarrar skáldsögu höfundar, en í hitteð- fyrra kom út skáldsag- an Mávahlátur, stendur á þrítugum krossgöt- um. Hún er nýhætt í sambúð og flutt heim til mömmu; nýbúin að missa atvinnu en leysir vinkonu sína af við hús- þrif þar til eitthvað betra kemur i leitirnar. Kolfinna er upp á aðra komin og sjálfsmynd hennar er í molum: þegar hún lítur í spegil í byijun bókar hrekkur hún ýmist við eða sér ókunnuglega manneskju, „timbr[aðaj, tuttugu og níu ára, föl[a] og rauðeygð[a], með ljósa rót í svörtu slitnu hári“ (36). Hún er þar að auki ómenntuð og illa að sér í flestum málum.Vinkon- urnar kalla hana „soddan lúser“ og „soddan grænmeti" og það rennur upp fyrir Kolfinnu að hún er „ein- hleyp, einangruð, einsömul og ein- mana“ (189). Hús úr húsi er þroskasaga Kol- finnu og sýnir göngu hennar, hús úr húsi, í leit að sæmilega heillegri sjálfsmynd og „fögru lífi“ en það „leitarminni" er lagt fyrir hana í fyrsta kafla. Þroskabrautin markast af átökum hugmynda sem húseig- endurnir fjórir sem Kolfínna þrífur hjá eru fulltrúar fyrir. Lögfræðing- urinn talar fyrir íhaldsöm karlleg sjónarmið; líffræðingurinn er fulltrúi hins óhefðbunda og gagnrýnir ríkj- andi hugmyndir; óperusöngkonan Sigurdís hefur gengið karlveldi á hönd og týnt sér í yfirborðslíferni og falskri sjálfssköpun; gamla kon- an, Listalín, gefur Kolfinnu tóninn, en þó ekki sem bein fyrirmynd. Kolfinna sér sjálfa sig séða, þ. e. eins og karlmenn sjá hana. Hún lætur hið karlrembulega viðhorf (áhorf) skapa sig (hún er „Karlsdótt- ir“) og þegar lögfræðingurinn, Ket- ill, horfir á eftir henni hefur hún »áhyggjur af vaxtarlagi sínu. Séðu aftan frá“ (18). Hann freistar hennar enda maðurinn ríkur, mennt- aður og glæsilegur. Hún kiknar í hnjánum þegar hann ávarpar hana „madame“ og hlustar möglunarlaust á hann segja að karlar ,,elsk[i] konur sem kunna ögn að þegja" (198). Hún hreyfir heldur ekki mótmælum þegar hann heldur því fram að „hvergi sé betra að búa en á ís- landi“ og að íslending- ar séu „stéttlaus þjóð [...]þar sem verkamað- ur býr við sömu vel- megun og ráðherra" Þessa goðsögn, í hrópandi mót- sögn við þann stéttamun sem fram kemur í bókinni, brýtur líffræðingur- inn niður. Hann hefur aðra skoðun á „þessu illa stjórnaða landi þar sem menn þurfa að vinna rassgatið af sér en geta samt ekki farið til tann- læknis." Hans hlutverk er að ögra Kolfinnu og hrista hana úr doðanum: ,,[Æ]tlarðu alltaf að vera einföld og ólesin og láta aðra ráðskast með þig? (180). Hús úr húsi styðst við gamalkunn minni. Kolfinna er eins konar kolbítur eða Öskubuska sem gerir sig líklega til að rísa úr ösku- stó. Hún er í svipaðri aðstöðu og Rita í kvikmyndinni „Rita gengur menntaveginn" (ónákvæm þýðing á „Educating Rita“) og Elsa (?) Doo- little í „Pygmalion" („My Fair Lady“) eftir Bernard Shaw. Allar lenda þær í höndunum á „sér betri“ og menntaðri karlmönnum sem reyna að móta þær. Að þetta sögu- mynstur skuli enn talið nýtilegt seg- ir sína sögu um aðstæður kvenna í dag, þrátt fyrir alla jafnréttisum- ræðu. Það er margt vel gert í Hús úr húsi, þessari ódysseifsför hvunn- dagshetju, sen siglir milli húsa, inn- an um skúringafötur, viskustykki og ryksugur, og lendir í átökum við íbúa þeirra sem tæla hana og toga. Samt er eins og frásögnina skorti þann óljósa, óræða streng sem gerði Mávahlátur áhugaverðan. Sagan er á melódramatískum nótum og ber flest einkenni „sápunnar“, svoköll- uðu. Hversdagsleikinn er auðvitað löngu fullgilt yrkisefni skálda og rithöfunda en stundum er þó eins og skáldskapurinn rísi varla upp úr löðrinu sem gengur undan skrúbbi söguhetjunnar. Endurteknar heim- sóknir og þrif í húsunum fjórum gera söguna helstil langdregna. Atökin eru keimlík í hvert skipti og fyrirsjáanleg. Þá eru sumar lausnir einum of einfaldar og klisjukennd- ar: t.d. upphafning Kolfinnu í Lista- safnsferð fyrir framan málverkið „Við þvottalaugarnar“ eftir Krist- ínu Jónsdóttir (en áhugaleysi gagn- vart öðrum verkum), svo og inn- blásturinn sem hún fær frá stöllu sinni Sölku Völku. Samtöl eru oft bráðskondin og lýsingar skemmtilegar. Í því sam- bandi ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á „lágstéttarlegu“ vin- konuna Margréti sem er (afsakið) íslensk brussa lifandi komin. Samt er ég ekki frá því að textann hefði mátt skera og þétta. Hann er stund- um ekki nógu „markviss" og (skop) líkingar þvingaðar, eins og höfundur vilji kreista þær úr hversdagsleikan- um, rétt eins og móðir Kolfinnu kreistir úr flösku tómatsósuna yfir kjötbúðinginn sinn. Sósan minnir Kolfinnu á blóðslettur en skömmu síðar „týna“ droparnir, lífi hver af öðrum“ (!) í munninum á mömmu (114-115). Einhveiju sinni klæðir Kolfínna sig úr hverri spjör heima hjá sér og gengur svo „tígulega inn á baðið án þess að blygðast sín fyr- ir nekt sína“ (207). Þessi athugsemd á kannski að vera skopstæling á rauðum ástarsögum eða ljósblárri erótík en er í samhenginu óþarfa málalenging. Geir Svansson Kristín Marja Baldursdóttir (200). Kostuleg BÆKUR Frásagnir AGGA GAGG MEÐSKOLLUM Á STRÖNDUM eftir Pál Hersteinsson. Ritverk, 1997 - 139 bls. ÁRIN 1978 og 1979 dvaldi Páll Hersteinsson meira og minna á Ströndum við refarann- sóknir. Páll segir frá nánast öllu sem drífur á daga hans þar vestra. Hann segir frá rannsókn- um sínum, gangi þeirra, rann- sóknaraðferðum og niðurstöðum. Hann lýsir veðri, náttúru og nágrönnum sínum af hvaða dýrategund sem er, þar á meðal sveitungum hans, sögum og atburðum. Verkið er sam- felld frásögn þar sem allt þetta fléttast sam- an og gefur mjög góða mynd af lífinu í sveit- inni. Mannlíf á Ströndum er gott þó sífellt fækki þar fólki sem býr þar árið um kring. Eins og íslendinga og sveitamanna er siður eru sagðar sögur af fólki, sannar og færðar í stílinn og eru þær mun lífseigari en fólkið sem þær fjalla um. Sveitamenn á Ströndum eru mishrifnir af rannsóknunum því refirnir á svæðinu eru friðaðir á meðan og óttast þeir að refirnir leggist á fé. Auk þess hafa þeir mismikla von um árangur þegar langskólagengið borg- arbarn á í hlut og fer að glíma við náttúr- Páll Hersteinsson una. Gamli sveitasíminn sér líka til þess að allir geta fylgst náið með framgangi mála þegar Páll er að tala við sína nánustu fyrir sunnan. Dagarnir eru viðburðaríkir og þó kannski enn frekar næturnar því þá er fótaferðatími refanna og aðlagaði Páll sig nokkuð að honum. Rannsóknirnar beinast einkum að vistfræði refa en taka óvænta stefnu þegar Páli áskotnast lítill yrðlingur af unnu greni. Páll elur yrðlinginn upp sem verður hið blíðasta gælu- dýr. Litla tófan verður uppáhald allra og er lítið eitt eldri en frum- burður höfundar og bætir hon- um, að einhveiju leyti, upp fjar- vistirnar frá barninu. Jensína, en svo heitir tófan, vinnur hug og hjarta lesandans líkt og allra annarra sem kynnast henni. Verkið er ákaflega skemmtilegt aflestrar og ættu allir sem hafa einhvern áhuga á landi og þjóð, náttúru, dýrum eða mönnum að hafa gaman af. Lýsingar eru góðar, fólk- ið stendur manni ljóslifandi fyrir sjónum og auðvelt er að lifa sig inn í aðstæður og nátt- úrustemmningar. Textinn kitlar hláturtaug- arnar óspart og kveikir í manni löngun til að æða upp um fjöll og firnindi og leggjast í útilegur, jafnt að vetri sem sumri. Ljósmynd- ir eru fjölmargar og góðar. Dvöl Páls á Ströndum hefur ekki síður áhrif á lesandann en hann sjálfan. Verkið fær mín bestu með- mæli. Kristín Ólafs Ráðvillt í göróttum heimi BÆKUR Barnabók BITA - KISA Leikur að ljóði og sögu. Höfund- ur: Jóhanna Á. Steingrímsdóttir. Myndskreyting: Jean Posocco. Útgefandi: Fróði 1997,27 síður. HÉR segir af kisulóru, sem sólvermdan dag heldur að heim- an, „svona til að skoða nágrenn- ið“, þrátt fyrir varnaðar-„orð“ og úrtölur móður. í fyrstu er glens og gaman, því furður veraldar eru margar. Dag þrýtur, - svengd sækir að, og kisa ætlar heim. En leiðina þekkir hún ekki, orðin ramvillt í göróttum heimi. Sumar leið, - vetur tók við, og sorgbitinn - hrakinn og hijáður leitar kettlingurinn skjóls og yls. Helzt eru það lítil börn sem víkja góðu að honum, aðrir allir illu einu. Svo vorar, - snjór hverfur af grund, hún litkast við faðmlög sólstafa, tekur að „bera á borð“ krásir, - jafnvel fyrir ketti. Gleðin fyll- ir bijóst á ný, og kisan þenur raddbönd til „söngs“. Draumaprins nemur þennan unað vorsins í eyra, - þau hittast, halda móti morgnum nýrra daga. Einföld saga? Nei, saga lífs á jörðu í ríki Jóhanna Á. Steingrímsdóttir dýrs og manns. Látlaust, á fögru máli, segir Jóhanna söguna á tvennan hátt. Fyrst í óbundnu máli, síðan endurtekur hún hana í ferskeytlum. Eins og höfundur bendir réttilega á, þá er flestum mun auðveldara að muna sögu sé hún færð í ljóð. Þetta hefir íslenzk þjóð lengi vitað, færði því heilræði og hollráð í slíkt form, nægir að benda á Passíusálmana því til sönnunar. Af þessu leiddi, að börn lærðu að tjá hugsun sína með stuðlum og rími, og til voru þær sveitir, að margir hagyrðing- ar voru á hveijum bæ. Ur slíku umhverfi mun Jóhanna komin, og vill nú kenna börnum þessa gömlu list, - galdur sem tunga okkar ein ræður yfir. Hún velur einfald- an hátt, og alltaf hinn sama, laðar þannig að ljóðsins formi. í upphafi gerir hún grein fyrir gerð bókar. Þar hefði eg kosið, að hún hefði skýrt stuðlasetningu, höfuðstaf og rím, því grunur minn er, að þau fræðin hafi æðimörg- um gleymzt. Jóhanna á þakkir fyrir bráðsnjalla hug- mynd, - gjöf til foreldra og barna, vegvísi inn í ævintýra heim orða. Myndir eru skemmtilegar og fagrar, sumar (t.d. bls. 9) undurfagrar. Þökk sé öllum er að unnu, því gleðigjafi er kverið. Sig. Haukur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.