Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Imyndunin
alltaf í spilinu
BÆKUR
Skáldsaga
FÓTSPOR Á HIMNUM
eftir Einar Má Guðmundsson. Oddi
hf. prentaði. Mál og menning, 1997.
216 bls. Leiðb. verð: 3.680 kr.
„AÐ MIÐLA liðinni tíð með ljóð-
rænum hætti til þeirra sem yngri
eru,“ segir Einar Már Guðmundsson
vera hlutverk bók-
menntanna í viðtali við
Morgunblaðið um nýút-
komna skáldsögu sína,
Fótspor á hirrmum.
Þetta viðhorf hefur ver-
ið uppi í flestum skáld-
sögum Einars Más og
hefur sett mark sitt á
stíl hans. Ljóðrænn
prósi eru einkur.n&rorð
sem oft heyrast um sög-
ur hans og einnig hafa
menn ekki þreyst á að
nefna frásagnargleðina
sem augljóslega liti all-
an hans texta. Þessi orð
eiga öll við um nýju
skáldsöguna og kannski
má segja að í henni
hafí Einar Már slípað
stíl sinn og frásagnarhátt enn frek-
ar, þróað og þroskað persónulega
aðferð sína sem mönnum þótti hafa
náð ákveðinni fágun í síðustu skáld-
sögu hans, verðlaunabókinni Engl-
um alheimsins.
Eins og svo oft áður sækir Einar
Már efniviðinn í söguna í sitt nán-
asta umhverfi. Eins og fram hefur
komið í viðtölum er þessi saga að
nokkru byggð á frásögnum sem
hann hefur heyrt um frændur sína
og forfeður en einnig hefur hann
að eigin sögn lagst í töluverðar sagn-
fræðirannsóknir. Skáldskapurinn er
þó_í fyrirrúmi sem fyrr.
í Fótsporum á himnum segir
sögumaður, sem er samtímamaður,
sögu afa síns og ömmu, barna þeirra
og vina sem byggðu Reykjavík í
bytjun aldarinnar. Sagan hefst raun-
ar á mynd úr æsku ömmunnar þar
sem hún verður vitni að sveitarflutn-
ingi fátæks fólks á síðustu öld en
lýkur einhvern tímann á fimmta ára-
tug þessarar aldar þar sem hún rífst
við forkólf hvítasunnusafnaðarins
um það hvort guð sé í Sjálfstæðis-
flokknum og heimtir til sín soninn
Ragnar úr borgarastyijöldinni á
Spáni, nokkurn veginn heilan á húfi.
Ekki ætla ég að rekja nákvæm-
lega atburðina sem verða þarna á
milli en sagan berst víða og margir
koma við hana. Er óhætt að segja
að persónugalleríið sé fjölskrúðugt.
Amman Guðný er í miðpunkti ásamt
syni sínum Ragnari og Olla vini
hans sem fór með honum til Spánar
að sögðum þessum orðum við konu
sína, Unni fögru: „Á Spáni er maður
sem heitir Franco. Ég hef hugsað
mér að skjóta hann. Síðan kem ég
aftur og elska þig jafn heitt og áð-
ur.“ Grímur, vinur þeirra Ragnars
og Olla, er svo harður í horn að taka
í knattspyrnunni að upplagt þykir
að hann reyni fyrir sér í hnefaleik-
um, þannig verður einn almesti
hnefaleikamaður ís-
lands til nánast fyrir
tilviljun. Var hann aldr-
ei kallaður annað en
Grímur boxari. Afinn,
Óli ragari, þykir ekki
hafa komist vel frá eig-
inmanns- og föðurhlut-
verkinu en er orkumeiri
sjósóknari en flestir.
Hann var ekki orðinn
fimmtugur þegar hann
lést „en sé tíminn
mældur í sjósókn og
aflabrögðum lifði hann
í margar aldir“. Aðrir
synir þeirra hjóna
koma minna við sögu,
einna helst Kári sem
boxaði eins og Grímur
en varð þó frægastur
fyrir sleggjukastið. Marga fleiri
mætti nefna en of langt mál yrði
að telja þá hér.
Þetta er íslensk saga. Ekki bara
vegna þess að hún hefur að geyma
alla þessa kynlegu kvisti heldur líka
vegna þess hvernig hún segir frá
þeim og atburðum. Orðum er ekki
eytt á það sem ekki skiptir máli, það
sem ekki þykir nógu sérstakt og
stórt; „Með aldrinum breytist fólk í
sagnfræðinga og hreinsar burt atvik
einsog orma úr fiski“, segir sögu-
maður. Það eru viðburðirnir sem
skipta máli, hnitnu tilsvörin á örlaga-
stundunum, það er ekki dvalið við
hvunndaginn, hið smáa. Þetta er
stóratburðasaga, stundum eins og
stiklað sé á stóru með ljóðrænum
milliköflum. Öðru hveiju vill brenna
við að hin epíska framvinda/sam-
fella rofni. Frásögnin verður hálf-
gert stakkató þegar verst lætur (í
hugann koma kvikmyndir Friðriks
Þórs sem Einar Már hefur skrifað
handrit að og einkennast af þessum
sama frásagnarhætti klippingarinn-
ar, til dæmis Börn náttúrunnar og
Bíódagar).
Stundum má sjá ákveðna (kannski
augljósa) skírskotun í mannlýsingar
og frásagnarbrögð íslendinga
sagna. „Hún fór einförum og sagði
aldrei fleira en hún þurfti," segir
um Signýju nokkra á Oddsstöðum.
Sagt er frá á knappan hátt, sviðs-
Einar Már
Guðmundsson
BÆKUR
setningar eru einfaldar, í þeim er
komist beint að efninu en ljóðrænir
útúrdúrar fylla í þar á milli. Mikið
er sagt í sem fæstum orðum, hlið-
skipun er ríkjandi og setningar eru
stuttar og einfaldar: „Ingibjörg móð-
ir hans grét en bræður hans mæltu
fátt.“ Eða: „Voru þá margir sárir í
báðum liðum.“
Staða sögumanns er hins vegar
allt önnur en í íslendinga sögum.
Hér dylst hann ekki á bak við efnið
heldur er sínálægur, lætur til dæmis
vita hvernig sögu hann sé að segja
og segir frá heimildum sínum eða
heimildaleysi. Innskot hans eru fjöl-
mörg. Oft leggur hann út af sögunni
og er augljóst með hveijum hann
hefur samúð, sjónarhorn hans er sós-
íalískt:...en þetta voru aðeins hug-
arórar vannærðra stráka sem reknir
voru áfram með harðri hendi, voru
aldrei kallaðir annað en skussar og
trassar, stöðugt minntir á hvaðan
þeir komu og hveijir þeir voru.“
Um leið og Fótspor á himnum er
fjölskyldusaga er ætlun Einars Más
að segja sögu þjóðar sem kom hálf-
meðvitundarlaus inn í þessa nýju
öld, inn í nýjan og framandi heim.
Þetta er auðvitað sagan um flutning-
inn úr sveit í borg en þetta er bara
allt önnur útgáfa af henni en sú sem
við þekkjum úr sögum eldri kyn-
slóða, rithöfundanna frá sjötta og
sjöunda áratugnum, eins og Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar og Indriða
G. Hjá þeim var sveitarómantíkinni
teflt gegn firringu og upplausn borg-
arlífsins. Einar Már andæfir þessum
ímyndum, þessum einfölduðu and-
stæðum. Um sveitamynd hans má
benda á fyrrnefndan upphafskafla
bókarinnar þar sem Guðný amma
fylgist með sveitarflutningi. Sagt er
frá illri meðferð bræðranna í sveitar-
dvöl þeirra, en einnig frá uppgötvun
systur þeirra á unaðssemdum sveit-
arinnar. Eins og í fyrri verkum sín-
um finnur Einar Már hins vegar leik,
fantasíu og sköpun inni í köldu
umhverfi borgarinnar, þar er þrátt
fyrir allt dýnamík í mannlífinu. En
sveitaþjóðin á líka töluvert erfitt með
að fóta sig á mölinni, í nýjum tíma
og nýjum heimi. Einnig þar leysast
fjölskyldur upp eins og raun varð á
um fjölskyldu þeirra Guðnýjar og
Óla ragara.
Hér er þó ekki um neinn realisma
að ræða. Markmiðið er ekki sann-
leikurinn, veruleikinn, heldur ávallt
skáldskapurinn sjálfur og sannleikur
hans, einhvers konar skáldaður
veruleiki eða ljóðrænn veruleiki sem
lýtur sínum eigin lögmálum. Eins
og áður sagði lætur sögumaður held-
ur aldrei skína í annað en að horft
sé úr fjarlægð. Og ímyndunaraflið
er alltaf með í spilinu, eins og titill
bókarinnar gefur kannski til kynna.
En það er líka bara þannig sem
minnið vinnur úr hlutunum.
Þessi bók ætti ekki að valda aðdá-
endum Einars Más vonbrigðum en
hún ætti heldur ekki að koma þeim
á óvart; það má nánast segja að hún
sé röklegt framhald af fyrri bókum
hans.
Þröstur Helgason
Hef alltaf verið
hrifinn af lang-
tímamarkmiðum
RITHÖFUNDURINN
Sigurður Pálsson hef-
ur sent frá sér níundu
ljóðabókina, Ljóðlínu-
spil, sem er þriðja
bókin í þriðja þríleik
höfundar. Áðrar bæk-
ur þessa þríleiks eru
Ljóðlínudans og
Ljóðlínuskip.
Orðið spil felur í
senn í sér fastan
ramma og leik. Upp-
bygging bókarinnar
nær lóðrétt frá jörðu
til himins. í byijun er
dregin upp nærmynd,
niðri við svörð, þaðan
sem horft er til him-
ins. I lokin hefur sjónarhornið
færst frá jörðu til himins, veröld-
in öll hefur fjarlægð handan-
heimsins, sjónarhorn sem er skýj-
um ofar. „Spilin 52 í spilastokkn-
um gefa endalausa möguleika.
Þannig er um lífið, maður fæðist
og deyr og þess á milli hefur
maður endalausa möguleika, og
vonandi líka eftir að maður
deyr,“ segir Sigurður. Líkt og
sjóarar kasta út línuspili á höf-
undurinn sitt ljóðlínuspil sem
hann kastar út í von um að fiska
ljóðfeng úr undirvitundinni. Bæði
úr sinni eigin undirvitund, úr vit-
und þjóðarinnar og veraldarinn-
ar allrar. Frá því smæsta til hins
alstærsta.
Enn er stiginn ljóðlínu-
dans og dansinn á það sam-
eiginlegt með bóklestri að
þar mætast tveir pólar.
„Mér þykir dansinn mjög
heillandi og get endalaust
horft á fólk dansa, þ.e.
danspör. Nútiminn kom
með einræðuna inn í dans-
inn en þessi dans tveggja
póla eftir ákveðnu hljóm-
falli er í raun nákvæm
táknmynd fyrir lestur.
Maður les texta sem er
skrifaður af öðrum og hver
og einn býr til sitt hljóm-
fall, sína tillögu að merk-
ingu,“ segir Sigurður. „Ég
tek það aldrei nógu oft
fram að lestur er fijáls.
Menn þurfa engan leiðar-
vísi með lestri, allra síst frá
höfundinum. Lestur er
hvorki einræða né móttaka
á einni merkingu heldur
samtal, - samspil þess sem
skrifar og þess sem les.
Dans tveggja sem heldur
áfram öldum saman.
Við dönsum enn við
Shakespeare, Dante
og Sófokles og það
er unaðssemd text-
ans. Með bókinni er
dauðinn afnuminn."
Varðandi skipu-
lagða uppbyggingu
eigin ljóðheims í
þremur þrílógíum
segist Sigurður alltaf
hafa verið hrifinn af
langtímamarkmið-
um. „Mér finnst
hrollvekjandi hvað
við íslendingar erum
lausir við langtíma-
markmið. Við viljum
skammtímalausnir strax og svo
viljum við gleyma. Innst inni trú-
um við ekki á hluti eins og skóg-
rækt og þolum ekki biðina eftir
því að gróðursetningin skili ár-
angri eftir 30 eða 40 ár. Því má
segja að þetta sé hvatning mín
til þjóðarinnar um að setja sér
langtímamarkmið," segir Sigurð-
ur. „Ljóðagerð mín hefur smám
saman víkkað út í stærra sam-
hengi sem var ekki jafnljóst þeg-
ar ég fór af stað. Þetta er eins
og að ætla upp í Bláfjöll og svo
ertu óvart lentur á hringveginum
og þá er ekki annað að gera en
halda áfram. Ég ætlaði fyrst upp
í Bláfjöll en ég er kominn út á
hringveg ljóðsins."
Himnastigi
Ökklar kvenna
Stiklandi stjáklandi yfir mig
Ökklar kálfar
Ligg á bakinu á eldhúsgólfi
Stiklandi
Fjórar konur
Uppgötva nýtt sjónarhorn
Fimm ára
Löngu síðar skildi ég
Að manneskjan er dragspil
Emjandi harmonikka
Þanin af þrá
Milli jarðar og himins
Himnastigi
AHa leið frá ökkla
Sigurður
Pálsson
Að fara yfir um
BÆKUR
Skáldsaga
HANAMI
eftir Steinunni Sigurðardóttur.
Mál og menning 1997 - 203 síður,
3.680 kr.
„HVENÆR drepur maður mann,
og hvenær drepur maður ekki
mann?“ spurði Jón Hreggviðsson í
íslandsklukkunni á sínum tíma. í
Hanami, nýrri skáldsögu Steinunnar
Sigurðardóttur, er varpað fram
áþekkri spurningu, þó rétt sé að
orða hana aðeins öðruvísi: Hvenær
er maður lífs og hvenær er maður
liðinn?
. Fjölskyldufaðirinn og ■ sendibíl-
stjórinn Hálfdan Fergusson, maður
á miðjum fertugsaldri, fær skyndi-
lega þá flugu í höfuðið að hann sé
„dauður takk“ (8). Þessi óhuggulega
fullvissa kemur „lífi“ hans að sjálf-
sögðu í uppnám, setur mark sitt á
samskipti hans við sína nánustu og
annað samferðafólk. Eins og gefur
að skilja gengur manninum erfiðlega
að sannfæra vini og fjölskyldu um
að hann sé ekki lengur á meðal vor,
enda ekki sjáanleg á honum nein
teljandi dauðamerki. í stað skilnings
og samhygðar vegna þeirrar ógæfu
sem dunið hefur yfir Hálfdan - að
„mega ekki deyja í dauðanum" (56)
eins og hann orðar það hrelldur -
er honum ráðlagt að leita sér hjálp-
ar. Augljóst er af viðbrögðunum að
vinir og vandamenn telja að Hálfdan
sé farinn yfir um - sem hann vissu-
lega er, þó í tvíræðum skilningi sé.
En þó meinlokan sé þrálát, er Hálf-
dan alls ekki dauður úr öllum æðum,
ef svo má að orði komast um mann
í hans ástandi. Yfirkominn af þeirri
tilhugsun að kannski sé verið að
blekkja hann - láta sem hann lifí
þó hann sé dauður, jafnvel komast
hjá því að jarða hann sómasamlega,
hvað þá að skrifa um hann minning-
argrein - ákveður hann að koma
sinni eigin jarðarför í kring, og kom-
ast þá að því í leiðinni hver hann í
rauninni var. Hvernig til tekst og
hvað af öllu þessu hlýst skal ósagt
látið að sinni, til að ræna ekki konf-
ektinu frá lesendum. Hinsvegar er
skemmst frá því að segja að hér fer
af stað skrautleg atburðarás sem
berst alla leið austur til Japans, þar
sem skammlíf kirsubeijablóm koma
við sögu.
Steinunn Sigurðardóttir fer á
kostum í þessari bók, þar sem hug-
arflugi, húmor og frásagnargleði eru
lítil takmörk sett í undarlegri blöndu
raunsæis og absúrdisma. Með einni
óþarfa undantekningu (81-82) ein-
skorðast sjónarhornið við Hálfdan
Fergusson og fer vel á því. Bygging
sögunnar og flétta ganga vel upp
sem heild. A köflum eru veruleika-
tengslin þó teygð til hins ýtrasta og
reynir þá oft á sam-
starfsvilja lesandans til
að fallast á veruleika
sögunnar. Meginstyrk-
ur bókarinnar liggur í
einstökum sviðsetning-
um sem bera vott um
næmi, fegurðarskyn og
kímni höfundar. Stein-
unn Sigurðardóttir hef-
ur einstakt lag á því að
skemmta lesendum sín-
um án þess þó að grín-
gleðin yfirskyggi aðrar
frásagnareigindir. Hú-
morinn nýtur sín ekki
síst í lýsingum á sam-
skiptum Hálfdans við
eiginkonu sína og sam-
tölum þeirra hjónanna. Þar leikur
höfundur sér að orðum og hugtökum
sem tengjast lífi og dauða og veltir
merkingu þeirra við af fullkomnu
miskunnarleysi, oft með óborganleg-
um árangri. Umhverfislýsingar eru
margar næmar og fallegar. Sama
er að segja um einu ástarlífssenu
sögunnar þó að hún þjóni engum
tilgangi fyrir framvinduna. Óneit-
anlega grunar mann að þar sé verið
að uppfylla „söluform-
úluna“ sem nú á dögum
krefst þess að bækur
innihaldi minnst eina
ofbeldissenu og eina
kynlífssenu. Látum það
vera, Steinunn skrifar
vel; hún verður hvorki
klúr né væmin - sem
er harla gott - og fer
aldrei offari með grín
sitt eða alvöru.
Á bak við þessa
fyndnu og fallegu frá-
sögn vaka margvísleg-
ar hugleiðingar um
verðmæti og/eða fánýti
lífs og dauða. Að
minnsta kosti tekst
Steinunni að gera mörkin þama á
milli æði óljós með persónusköpun
manns sem vaknar til lífsins þegar
hann er að eigin dómi dauður. í
þeim skilningi fylgir sagan hinu
klassíska arfsagnamynstri um líf,
dauða og endurfæðingu, þar sem
sífellt er ýtt við óræðum spurningum
um það hvað það eiginlega sé sem
gerir lífið að lífi.
Ólína Þorvarðardóttir
Steinunn
Sigurðardóttir