Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ KEVIN Spacey og John Cusack í hlutverkum sínum í myndinni „Midnight in the Garden of Good and Evil“. Eastwood ræktar garð- inn sinn ______Clint Eastwood hefur leikstýrt myndinni Miðnætti í garði góðs og ills með Kevin Spacey og John Cusack í aðal- Eastwood, Cusack og Alison, dóttir Eastwoods, setjast niður á milli atriða. hlutverkum. Arnaldur Indriðason skoðaði um hvað myndin snýst og hvernig hún varð til en vel má vera að hún eigi eftir að trana sér fram þegar kemur að ósk- arsverðlaunatilnefningunum. Núorðið þegar Clint Eastwood tekur að sér að leikstýra bíómynd vekur það forvitni manna. Ekki síst þeg- ar sagan sem hann hefur ákveðið að kvikmynda hefur verið í 173 vikur á metsölulista The New York Times. Hann er ekki að gera neina Dirty Harry mynd. Og hann er ekki að búa til vestra. Hann er hins vegar að búa til ákaflega dramatíska og sérkennilega mynd um einkennilega Suðurríkjamenn eins og þeir koma fram í metsölu- bókinni Miðnætti í garði góðs og ills eða „Midnight in the Garden of Good and Evil“. Sagan eftir John Berendt er að talsverðu leyti byggð á--------- sönnum atburðum sem áttu sér stað í borginni Sa- vannah í Georgíu þegar fommunasali að nafni Jim Williams skaut ástmann__________ sinn til bana árið 1981. ” Williams þessi, sem nú er látinn, var samkvæmisljón í Savannah og hafði sérstakan áhuga á munum frá nasistatímanum en morðvopnið sem hann notaði var þýsk Luger- byssa. Aðrir sem koma við sögu eru m.a. bolabítur í smóking og dragdrottningin, The Lady Chablis, er heldur því fram að hún/hann sé ólétt(ur). Þegar hand- ritshöfundurinn, John Lee Hancock, var fyrst boðið að snúa sögunni yfir í kvikmyndahandrit Það er engin leið að gera úr þessu bíómynd hafnaði hann því. „Eg hugsaði með mér: Það er engin leið að gera úr þessu bíómynd.“ Hann gerði það nú samt á endanum og Eastwood fékk þá Kevin Spacey og John Cusack í aðalhlutverkin. Spacey leikur Jim Williams en Cusack er sögumaðurinn John Berendt, blaðamaður frá Manhattan sem nefndur er John Kelso í myndinni. Saga Berendts hefur vakið mikla athygli á Savannah en bæj- arbúar munu ekki tala um hana öðruvísi en sem Bókina. Ferða- menn flykkjast á söguslóðir henn- ar og þegar Eastwood ætlaði að taka upp atriði á matsölustaðnum Clary’s Cafe varð að moka út öll- -------um kökum, bókum og minjagripum sem báru nafn bókarinnar. Sjálfur getur Berendt ekki snætt þar lengur þegar hann kemur í bæinn. „Það er næstum hlægilegt fyrir mig að koma þar inn núna,“ segir hann. „Helmingur fólksins á staðn- um er með myndavélar og áður en ég veit af er það farið að taka myndir af mér og heilsa uppá mig.“ „Oftast er það svo þegar þú leik- ur einhvern," segir Spacey, sem á undanfömum misserum hefur sýnt sig vera einn besti karakterleikari sem starfar í Hollywood, „að hann hefur orðið til í huga rithöfundar. Það sem ég hafði úr að moða í Leikararnir Kevin Spacey og Jude Law í myndinni „Midnight“. þetta skiptið var heil mannsævi.“ Áður en tökur hófust fór hann til Georgíu, dvaldi á ættaróðali Willi- ams við Tyrkjasprænu, fór að gi'öf hans við Gordon, kynntist vel fjöl- skyldumeðlimum hans og átti kvöldstund í Mereerhúsi þar sem . Williams lifði, lést og tók í gikkinn. „Það var frábært að geta setið í húsbóndastólnum og reykt vindla- tegundina hans og dreypt á vodka og tónik af barnum hans,“ hefur Entertainment Weekly eftir leik- aranum. Bíómyndin á sér langa sögu sem hófst með morði Williams og áhuga sem ungur blaðamaður á Manhattan, Berendt, fékk á því. Hann flaug suður til Georgíu og heillaðist af landi og fólki. Hann hóf að rita bók um Williamsmálið. „Ég neitaði að skrifa undir pressu,“ segir höfundurinn. „Vinir minir voru sífellt að spyrja mig Dragdrottningin Chablis fer með stórt hlutverk í nýju Eastwood-myndinni. hvenær ég yrði búinn með söguna en ég hafði ekki fengið neina fyrir- framgreiðslu og hafði ekki neina peninga frá útgefendum þannig að ég tók mér þann tíma sem ég taldi mig þurfa til þess að gera þetta rétt.“ Eitt- hvað hefur hann gert rétt því Miðnætti í garði góðs og ills, sem út kom árið ______ 1994, hefur selst í tveimur milljónum eintaka, fór þegar inn á metsölulistana og neitar að fara þaðan. Hún hefur enn ekki komið út í vasabroti og útgefandinn, Random House, hefur ekki í hyggju að prenta hana í því formi í tilefni myndarinnar heldur smeyg- ir nýju slíðri á kápuna með útliti er tengir bók og kvikmynd. Eastwood fær áhuga í Hollywood virtist ekki mikill áhugi á sögunni í fyrstu. Stóru Höfuðáhersla á hið skrýtna og hið skondna kvikmyndaverin litu ekki við henni og það var ekki fyrr en umsvifalít- ill framleiðandi, Arnold Stiefel, hafði keypt kvikmyndaréttinn á 25.000 dollara að hlutirnir fóru að gerast. Stiefel þessi er umboðs- maður tónlistarmanna á borð við Rod Stewart og það síðasta sem hann gerði á filmu var „Graffiti Bridge“ með Prince, sem Stiefel sjálfur segir að sé „kannski versta bíómynd sem gerð hefur verið“ og kveður síst of fast að orði. Hancock var fenginn í handrits- gerðina en Berendt hafnaði því að skrifa handritið sjálfur, þoldi ekki niðurskurðinn sem þurfti að gera. Stiefel var ánægður með hand- ritsdrög Hancocks og sýndi það Wamer Bros. sem lagði til að ein- hver annar yrði fenginn í skrift- irnar. Viðbrögðin eru skiljanleg því sagan fellur ekki að neinum fyrirframmótuðum sölumyndum. „Hún er ekki gamanmynd," segir Hancock, „en í henni er dragdrottning og bolabítur sem ber vitni í morðmáli. Hún er ekki hrollvekja en í henni er þó vúd- úgyðja sem dvelur í kirkjugörð- um. Hún er ekki dramatísk en í henni er þó maður sem drepur elskhuga sinn og er ákærður fýrir morð.“ Þegai- Warner Bros. hikstaði sendi Hancock handritið tO Clint Eastwoods en þeir höfðu unnið saman að myndinni „A Per- fect World“ árið 1993. „Hann hringdi í mig nokkrum dögum síð- ar og spurði: Hver er staðan í þessu máli? Það þýðir á Clintísku að hann hefur áhuga,“ segir Hancock. Sama dag hringdi Eastwood í ráðamenn Wamer Bros. og lýsti yfir áhuga sínum á að gera mynd- ina og áður en dagur var að kvöldi kominn hafði hann fengið grænt ljós. Hafa verður í huga í þessu sambandi að hann hefur gert nán- ast allar myndir sínar hjá Wamer Bros. og þar er litið á hann sem nokkurs konar hálfguð og ávallt reynt að fara að óskum hans og láta honum líða sem best; kvik- myndaverið hefur grætt hundruð milljóna á Eastwood. Hancock hafði áður reynt að draga sem mest úr sérkennilegheitunum i sögunni en sneri nú dæminu við að ósk Eastwoods og lagði höfuðá- herslu á hið skrýtna og hið skondna. Mesta breytingin sem gerð var á sögunni viðkom réttar- höldunum. Williams fór fjórum sinnum fyrir dómara vegna morð- málsins en í myndinni hafa réttar- höldin verið sameinuð í eitt. Aðrir leikarar sem fram koma í myndinni eru Ástralinn Jack Thompson, sem leikur lögmann . Williams, Jude Law, sem leikur vin Williams og svo fer dóttir Eastwoods, Alison, með áberandi hlutverk sem þokkadís frá Suður- ríkjunum að nafni Mandy. Eastwood notar mikið sömu tæknimennina við gerð mynda sinna og ahdrúmsloftið á tökustað mun einstaklega afslappað þar sem Eastwood ræður ríkjum. „í eina skiptið sem ég verð verulega reiður er þegar einhver er alls ekki að gera eins vel og hann get- ur en hengslast um,“ segir hann, sem áður stýrði hinni fimmfóldu óskarsverðlaunamynd „The Un- forgiven“. Leikarar sækjast eftir að starfa með honum. Cusack á varla nógu sterk orð til þess að lýsa yfirburðum Eastwoods í Hollywood þar sem leikstjórinn hefur yfirleitt lítið um það að segja hvernig bíómynd _^___ verður til. „Ég mundi — halda að það væru kannski tveir eða þrír kvikmynda- gerðarmenn á lífi í dag sem fá að ráða eins miklu og Clint um myndirnar sem þeir gera. Það er hann og það er Woody Allen og Stanley Kubrick - þeir eru aðeins örfáir sem geta sagt: Þetta er myndin mín. Það tekur mig þenn- an tíma að gera hana og þetta eru leikararnir sem ég vil hafa í henni. Það er sérstakur heiður að fá að vinna með þessum hætti í Hollywood“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.