Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 B 7
FRÉTTIR
Minnsti
mynd-
spilarinn
SUÐUR-KÓRESK sýningarstúlka
með frumgerð heimsins minnsta
mynddiskspilara (DVD), sem fyr-
irtækið Samsung hefur búið til
og greindi frá í gær. I tilkynn-
ingu fyrirtækisins segir að með
þessu tæki geti fólk notið há-
gæða mynda og tóna, tengja
megi tækið við venjulegt sjón-
varp eða þar til gerðan höfuð-
búnað á borð við þann er sýndur
var. Spilarinn er á stærð við
meðal bók, og DVD-sniðið nýtist
fyrir kvikmyndir, tónlist og leiki.
Mun meira af gögnum kemst fyr-
ir á DVD-diski en venjulegum
tónlistardiski eða mynddiski, og
Keuters
reiknað er með að DVD taki við
af þeim í framtíðinni. Þetta tæki
er enn á hönnunarstigi og segir í
tilkynningu frá Samsung að
væntanlega verði tækið komið á
almennan markað síðla á næsta
ári.
Danir herða aðgerðir
í innflytjendamálum
Kaupmannahöfn. Reuters.
DANSKA stjórnin hefur kynnt til-
lögur um herta stefnu í málefnum
innflytjenda í því skyni að slá á óá-
nægju almennings. Thorkild
Simonsen innanríkisráðherra
kynnti tillögurnar á dögunum en
þær eiga m.a. við um sameiningu
fjölskyldna, dvalarleyfi og rétt til
að vísa þeim útlendingum úr landi,
sem hafa gerst brotlegir við lög.
I tillögunum segir ennfremur að
draga eigi úr bótagreiðslum til
innflytjenda og grípa til hertra að-
gerða til að koma í veg fyrir hag-
kvæmnishjónabönd í því skyni að
fá dvalarleyfi eða hæli í Dan-
mörku. Þá verður innflytjendum
skylt að stunda nám í dönsku og
danskri menningu. Sæki þeir um
búsetuleyfí eftir þriggja ára dvöl í
Danmörku, verða þeir að gangast
undir próf í dönsku.
Stjórnin mun á næstu vikum
ræða tillögurnar við stjórnarand-
stöðuflokka á þingi og vonast hún
til þess að þær verði að lögum á
vori komanda.
Samkvæmt skoðanakönnun tel-
ur um þriðjungur Dana að inn-
flytjendur skapi mikinn vanda.
Hlaut danski Þjóðarflokkurinn
tæplega 7% atkvæða í nýafstöðn-
um sveitarstjórnarkosningum en
flokkurinn hefur baráttu gegn inn-
flytjendum á stefnuskrá sinni.
Boeing 737 er nýr rúmgóður hraðboði í liði DHL
sem flýgur fimm sinnum í viku til Brussel með
viðkomu í East-Midlands á Englandi.
I Brussel rekur DHL fullkomnustu flokkunar- og
dreifingarstöð sinnar tegundar í Evrópu þaðan
sem sendingum er dreift með flugflota DHL um
allan heim.
Aukið rými í stærri flugvél tryggir þér forgang í
flutningi, hraða og örugga afhendingu.
Okkar flug - þinn forgangur
WORUJW/OE EXPRESS '
Við stöndum við skuidbindingar þínar
Sími 535 I 100