Morgunblaðið - 17.12.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Loftslagssamningurinn í Kyoto: Dugar ekki fyrir stóriðjuáformum ['i/pwtmwpiwn, ÞAÐ var bara ekkert sterkara stöff að fá, strákar . . . Pelsun að ljúka hjá loðdýrabændum Spennandi tími upp- boða framundan Morgunblaðið/Helgi Bjarnason SIGURÐUR Hansen minkabóndi á Kringlumýri með feiminn hvítan mink. „DRÁPSTÍMINN er alltaf leiðin- legur. Það er hins vegar jákvætt og gerir starfíð auðveldara að við er- um jafnframt að velja okkur lífdýr og með því að leggja grunn að framtíðinni," segir Sigurður Han- sen minkabóndi á Kringlumýri í Skagafirði. Loðdýrabændur eru nú að ljúka við að pelsa, það er að slátra hvolpunum og flá, og framundan er spennandi tími upp- boða í útlöndum þar sem tekjur bænda ráðast ekki síður en heima á búunum. Tölvur velja lífdýrin Sigurður segist vera nokkuð ánægður með skinnin í ár. „Við höfum haft gott og jafnt fóður sem er grundvallaratriði í loðdýrarækt- inni. Ég sé ekki annað en að við sé- um á réttri leið,“ segir hann. Hann segir að þó unnið hafi verið að kyn- bótum á minkastofninum standi ís- lenskir bændur enn nokkuð að baki starfsfélögum sínum í Danmörku. Nú hefur Loðdýraræktarfélag Skagafjarðar flutt inn mink frá Danmörku og ref frá Finnlandi til að kynbæta stofninn. Lífdýrin eru í sóttkví og Sigurður vonast til að fá dýr til nauðsynlegrar blóðblöndun- ar þegar innfluttu dýrunum verður úthlutað og bindur vonir við að framfarir verði þá í ræktuninni. Loðdýrabændur hafa verið að tölvuvæða kynbótastarfið og þegar blaðamann bar að garði voru Sig- urður og starfsmenn hans einmitt að grúska í því. Nota þeir danskt kynbótaforrit og þar sem Sigurður er ekki búinn að nota það á búi sínu í heilt ár notar hann einnig gömlu aðferðina, það er að velja sjálfur líf- dýrin. Ferlið byrjar eftir áramót. Þá eru fullorðnu dýrin skráð í tölv- una og keyrð út spjöld með upplýs- ingum um þau. A þessi spjöld er síð- an skráður árangur gotsins og eftir að upplýsingamar eru komnar inn í tölvuna eru prentuð út spjöld fyrir alla hvolpana. Loks þegar slátrun nálgast er skráð niður þyngd dýrs- ins og skinngæði og tölvan velur síðan lífdýrin með fyriríramákveð- inni blöndu af skinnstærð, gæðum og væntanlegri frjósemi dýrsins. Hvekktur á spádómum Sigurður hefur lengst af verið með 600 minkalæður á búi sínu en á síðasta ári stækkaði hann veru- lega við sig, er með 900 læður auk þess sem hann byggði gott að- stöðuhúsnæði. Þetta lýsir bjartsýni á framtíðina enda hefur reksturinn snúist við eftir miklar og langvar- andi þrengingar í atvinnugreininni. „Rekstrarumhverfið er orðið allt annað. Við fengum gott ár fyrir tveimur árum. Verðið lækkaði í fyrra og var ekkert of gott. Ég er hins vegar bjartsýnn á komandi söluár,“ segir hann. Litlar birgðir eru af loðskinnum í heiminum. Síð- asta uppboð liðins söluárs var í september og hefur Sigurður það eftir markaðsmönnum að öll skinn- in sem þar seldust séu komin í vinnslu. Sigurður sendir sína framleiðslu á uppboð hjá danska uppboðshús- inu í Kaupmannahöfn. Þar er fyrsta uppboð nýs söluárs um miðj- an desember. „Við eigum frekar von á góðu ári. Reyndar er maður orðinn svolítið hvekktur á spádóm- um, þeir hafa oft reynst illa. Nú eru hins vegar ýmis teikn á lofti um bjartari tíð. Þegar maður fer yfir stöðuna er efnahagsástandið í Asíu eini neikvæði þátturinn. Það getur haft áhrif á söluna því Asíu- menn hafa verið stórir kaupendur á uppboðinu í Kaupmannahöfn. A móti kemur að mikið af skinnunum sem þeir kaupa fer á markað í Bandaríkjunum en ekki Asíu og er ekki víst að efnahagserfiðleikamir hafi mikil áhrif þegar upp verður staðið. Bandaríkjamarkaður er vaxandi og Rússar hafa keypt mik- ið, einnig Italir og Grikkir." Listin að lifa Kemur málefn- um eldri borg- ara á framfæri LISTIN að lifa er heitið á tímariti sem Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni gefur út. Nú er nýkomið út sjötta tölublað ritsins og hefur Landssamband eldri borgara gengið til liðs við félagið í Reykjavík um útgáfu blaðsins. Rit- stjóri þess er Oddný Sv. Björgvinsdóttir. „Blaðið Efri árin kom út einu sinni til tvisvar á ári til ársins 1996 og alltaf fréttabréf með á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík. Það var síðan í fyrra að forsvarsmenn Fé- lagsins komu að máli við mig og báðu mig að móta og koma út veglegu blaði á ný fyrir eldri borgara." Oddný segir að nú hafi Lands- samband eldri borgara ákveðið að ganga til liðs við félagið í Reykja- vik með útgáfu á blaði og með því eflist útgáfan. - Hversu oft kemur blaðið út? „Við höfum þegar gefið út sex blöð en markmið okkar er að gefa það út fjórum sinnum á ári, þegar mest er um að vera í starfi aldr- aðra, þ.e.a.s. í september, nóvem- ber, febrúar og apríl. -Er þörfín fyrir svona blað brýn? ,Já það er enginn vafi á því og með þessu móti er hægt að koma sjónarmiðum aldraðra á framfæri og halda utan um máleftii þeirra. Aldraðir eiga í eilífri hagsmunabar- áttu og efnistök endurspegla það eflaust að einhveiju leyti. Aldraðir hafa eiginlega verið utangarðshóp- ur í þessu samfélagi. Með því að eldri borgarar taki sig saman um útgáfu á félagsriti fyrir þennan ald- urshóp á landsvísu má segja að ritið verði sameiningartákn. Það er fyrir mörgu að berjast til að roskið fólk geti lifað mann- sæmandi lífi.“ Oddný segir að hún leitist við að kynna nýjungar í blaðinu hvort sem þær snúa að heilsu fólks eða réttindum. Þá hefur öldrunardeild Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar keypt opnu tvisvar á ári í blaðinu til að koma sínum málum á fram- færi. Við segjum frá ýmsu í blaðinu sem stendur þessum aldurshópi til boða og hvetjum fólk til að sækja námskeið og fara á endur- menntunamámskeið hjá Háskól- anum, fara á tölvunámskeið, grúska í ættfræði eða finna sér eitthvað áhugavert að fást við.“ - Er starf aldraðra blómlegt? „Já og þó svo að hagsmunamál- in eigi sinn sess í blaðinu gerum við því skO sem aldraðir eru að fást við. Þeir eru virkir í alls kon- ar starfi, kórsöngur er með mikl- um blóma, þeir setja upp leikrit, dansa og spila. Fjölbreytt ferða- lög eru líka í boði á vegum félags- ins bæði innanlands og utan. Eldri borgarar þurfa að vera virkir bæði andlega og líkam- lega til að halda heilsu sinni og geta komið reynslu sinni á framfæri til yngra fólks. Það er sorglegt ef öll orka þessa fólks þarf að fara í hags- munabaráttu. Fólk um fimmtugt ætti að ganga til liðs við þessi vax- andi samtök sem eru ekki stofnun heldur fjöldahreyfing eins og sást best á fundinum við Alþingishúsið 27. október síðastliðinn þegar um 7.000 manns mættu. Ég gaf blaðinu heitið Listin að lifa. Það er nefnilega mikil list Oddný Sv. Björgvinsdóttir ►Oddný Sv. Björgvinsdóttir tók stúdentspróf frá MA 1960, kenn- arapróf frá KÍ 1961 og síðar BA próf í ensku og fslensku frá Há- skóla íslands. Oddný var framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda um árabil og blaðamaður á Morgunblaðinu um skeið. Nýlega kom út bókin Safaríparadísin Kenýa eftir hana. Oddný er ritstjóri félags- rits eldri borgara sem heitir Listin að lifa. Eiginmaður Oddnýjar er Heimir Hannesson og hún á fimm börn. Fólk sem kann að njóta augnabliksins fyrir marga að halda áfram að lifa lífinu með gleði eftir að þeir hætta að vinna. Það er ekki aðeins að fólk hafi minna milli handanna heldur eru viðbrigðin kannski mest við að hafa ekki vinnu að vakna til. Við tökum ýmsa tali sem kunna að njóta þessa líf- skeiðs og hafa gaman af því að geta stundað áhugamálin." - Skrifar roskið fólk í blaðið? „Já, bæði koma þeir að blaðinu með greinaskrifum og síðan eru alltaf viðtöl við einhverja einstak- linga sem hafa frá mörgu að segja. Þessi aldurshópur þarf að huga að hreyfingu, hann á að gæta að mataræðinu til að halda heilsu sem lengst og margir af viðmælendum okkar hafa einmitt getað hvatt lesendur til að gera þetta og líta með bjartsýni til elli- áranna.“ Od(lný segist hafa mjög gaman af vinnu sinni. „Margt eldra fólk er mjög hresst og þetta er yfir- leitt mikið hugsjónafólk sem kann að meta lífsgildin og hefur tíma til þess að njóta líðandi stundar. Það er einmitt sorglegt að skynja kynslóðabilið sem hef- ur myndast og að ungt fólk skuli ekki fá fleiri tækifæri til að um- gangast sér eldra fólk. Það býr að reynslu sem það gæti svo auð- veldlega miðlað áfram og gæti kennt ungu fólki að njóta augna- bliksins." --------- Oddný segir að Fé- lag eldri borgara í Reykjavík stefni að kaupum á stærra hús- næði fyrir ört vaxandi starfsemi sína. Fólk undirbýr sig of seint fyrir elliárin. Ef fólk hugar að þeim með fyrir- vara, finnur sér áhugamál og reynir að leggja fyrir er það til- búnara en ella að hætta vinnu þegar að því kemur. Fólk sem hefur verið virkt í þjóðfélaginu og á erfitt með að hætta vinnu á ákveðnu aldursskeiði gengur oft inn í krefjandi sjálíboðastarf og miklar fundarsetur til að berjast fyrir hagsmunamálum sínum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.