Morgunblaðið - 17.12.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.12.1997, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ JKwgujtMiifrtí STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EVROPA SAMEINAST FRAMAN af þessum áratug snerust umræður innan Evr- ópusambandsins mikið um það, hvort bæri að hafa for- gang, víkkun eða dýpkun Evrópusamstarfsins. Með víkkun var átt við fjölgun aðildarríkja en dýpkun vísaði til nánari samruna þeirra ríkja er þegar voru aðilar. Á undanförnum árum hafa verið tekin skref í átt að báð- um þessum markmiðum. Ríkjaráðstefnurnar í Maastricht og Amsterdam snerust fyrst og fremst um dýpkun samstarfsins en jafnframt bættust þijú ný aðildarríki í hópinn, Svíþjóð, Austurríki og Finnland. Einhver mikilvægasta ákvörðunin um framtíðarþróun ESB var svo tekin á fundi leiðtoga aðildarríkjanna í Lúxemborg um helgina. Ellefu ríkjum til viðbótar við þau fimmtán, sem þegar eiga aðild, hefur verið boðið að hefja aðildarviðræður á næsta ári. Evrópusambandið hefur verið í stöðugri þróun frá því fyrstu skrefin voru stigin á síðari hluta sjötta áratug- arins. Fjölgun aðildarríkja hefur hins vegar gengið hægt. Þeim fjölgaði úr sex í níu árið 1973, úr níu í tíu árið 1982, úr tíu í tólf árið 1986 og loks úr tólf í fimmtán 1994. Þótt vissulega sé ekki gert ráð fyrir, að öll ríkin ellefu gerist aðilar á sama tíma, hafa línurnar verið lagðar um þróun sambandsins fram á næstu öld. í fyrstu atrennu munu sex ríki hefja formlegar aðildarviðræður. Með framkvæmd Lúxemborgarákvörðunarinnar breytist ESB úr samstarfi iðnríkjanna í Vestur-Evrópu í náið banda- lag álfunnar allrar. Þessi ákvörðun vekur upp margar spurn- ingar um þróunina innan ESB. Til þessa hefur þungamiðja Evrópusamstarfsins verið samvinna Frakklands og Þýska- lands. Er aðildarríkin nálgast þriðja tuginn má búast við að erfiðara verði fyrir Frakka og Þjóðveija að ráða ferðinni í sama mæli og hingað til. Sjónarmiðin sem taka verður til- lit til verða fleiri og togstreita ólíkra hagsmuna, þegar stefna er mótuð, meira áberandi. Það má spyija hver áhrifin verði á þau skref í átt til dýpk- unar, sem þegar hafa verið tekin. Er framkvæmanlegt að móta sameiginlega utanríkis- og varnarstefnu þegar a.m.k. 26 þjóðríki verða að koma að hverri ákvörðun? Mun sameigin- legur gjaldmiðill ná fótfestu í álfunni allri? Ekkert eitt svar er til við þessum spurningum. Þegar litið er yfir söguna blasir við að flókin ágreiningsefni hafa oft verið milli Evrópuríkja og þau hvað eftir annað orðið upp- spretta átaka. Það væri risavaxið skref í átt til friðar og stöðugleika í Evrópu, ef tækist að koma samskiptum ríkj- anna innan Evrópusambandsins í svipað horf og samskipti Frakklands og Þýskalands hafa verið síðustu áratugi. Aðild þeirra að sameiginlegum stofnunum og markaði er forsenda þess að það megi takast. Hins vegar er hægt að draga í efa að 26 ríkja Evrópusam- band geti staðið jafnfætis Bandaríkjunum á alþjóðavettvangi í náinni framtíð. Bandaríkin urðu til á löngum tíma og það kostaði harðar deilur og blóðuga borgarastyijöld áður en komið var á sameiginlegu miðstjórnarvaldi. Afl Bandaríkj- anna felst ekki eingöngu í íbúafjölda, efnahags- og her- styrk. Það má ekki síður rekja til þess að Bandaríkin hafa pólitískt bolmagn til að beita mætti sínum. í máli leiðtoga ESB má oft greina vilja til að Evrópusam- bandið öðlist sambærilega getu. Hún verður hins vegar ekki til við samningaborð í Lúxemborg, Brussel eða Maastricht. Hún verður til með gangi sögunnar. Rétt eins og sameigin- legur gjaldmiðill verður ekki að veruleika með því að stjórn- málamenn taki ákvarðanir heldur vegna þess að þýskir spari- fjáreigendur sannfærast um að skynsamlegra sé að festa sparifé sitt í evró en svissneskum frönkum. Reynsla undan- farinna ára sýnir að ekkert mun gerast sjálfkrafa í þessum efnum. Afskipti ESB í Bosníu eru skýrt dæmi um þau ljón sem eiga eftir að verða á vegi ESB. Evrópusambandið verð- ur að sanna sig gagnvart íbúum álfunnar. Til skemmri tíma litið verða hins vegar erfiðustu verkefn- in á sviði efnahagsmála. Rétt eins og Vestur-Þjóðveijar urðu að hjálpa frændum sínum í austurhluta landsins upp úr ösku- stónni verða hin auðugu Evrópuríki nú að rétta ríkjum Aust- ur-Evrópu hjálparhönd. Reynsla Þjóðverja sýnir, að það verð- ur risavaxið verkefni er valda mun pólitískri spennu. Minna fé verður aflögu fyrir Miðjarðarhafsríkin er notið hafa góðs af sjóðakerfi ESB til þessa og útilokað er að hægt verði að framfylgja hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB áfram, er stór en frumstæð landbúnaðarríki á borð við Pól- land fá aðild. Evrópusambandið hefur tekið að sér stórbrotið verkefni. Það kann að sýnast óviðráðanlegt en er engu að síður til marks um framsýni og hugrekki. SVÆÐISSKIPULAG SKAGAFJARÐAR Virkjanir enekki stóriðja Gert er ráð fyrir virkjun Héraðsvatna en ekki stóriðju í tillögu að svæðisskipulagi Skagafjarðar sem væntanlega verður auglýst á næstu dögum. Tillaga er um brú yfír Héraðsvötn við Villinganes til að opna hringveg um framhéraðið. Helgi Bjarna- son kynnti sér tillöguna. ÁRNI Ragnarsson arkitekt n skipulagi S1 SAMSTARFSNEFND um svæðisskipulag Skaga- fjai'ðar hefur gengið frá endanlegri tillögu sinni og óskað eftir því að Skipu- lagsstjórn ríkisins auglýsi hana. Skipulagsstjórn Ijallar væntanlega um hana á fundi sínum í dag. Fyrir- hugað er að kynna skipulagið fyrir íbúum héraðsins í byijun næsta árs. Svæðisnefndin mun fara yfir at- hugasemdir og ferlið endar með því að óskað verður eftir staðfestingu umhverfisráðherra á skipulaginu. í Skagafirði eru tólf sveitarfélög og í nefndinni eiga sæti tveir fulltrú- ar frá hveiju þeirra auk formanns, Hermanns Guðjónssonar, sem skip- aður er af umhverfisráðherra. Sam- vinnunefndin réð Lendisskipulag ehf., þá Árna Ragnarsson á Sauðár- króki og Pál Zóphóníasson í Vest- mannaeyjum, sem ráðgjafa. Stuðlaði að sameiningu Eftir að vinna við svæðisskipu- lagið hófst voru teknar upp viðræð- ur um sameiningu sveitarfélaga sem nú hafa leitt til þess að ellefu af tólf sveitarfélögum héraðsins sam- einast í vor. Árni Ragnarsson segir að þannig hafi verið unnið að svæðisskipulaginu að það gæti að fullu nýst þótt sveitarfélögin gengju í eina sæng. Ljóst er að auðveldara verður að vinna að framkvæmd þess þegar meginhluti héraðsins verður innan eins sveitarfélags. „Við höfum verið að teikna upp Skagafjörð og átta okkur á því hvernig sveitarfélögin gætu í sam- einingu stuðlað að uppbyggingu atvinnu og þjónustu í öllu héraðinu. Ég get ekki metið áhrif þessarar vinnu, tel hana þó frekar hafa stuðl- að að sameiningu en hitt,“ segir Árni. í fyrstu tillögum að svæðisskipu- lagi voru metnaðarfull áform um náttúruvernd, til dæmis um ný verndarsvæði eða fólkvanga sam- kvæmt náttúruverndar- lögum í Drangey, Tinda- stól og Austurárdal. Árni segir að þessar hugmynd- ir hafi ekki náð fram að ganga í samvinnunefnd- inni, sérstaklega vegna þess að margir bændur hafi efa- semdir um náttúruvernd eins og Náttúruverndarráð framkvæmdi hana. Nefnir hann sem dæmi að vötn á Skaga hafi á sínum tíma verið sett á náttúruminjaskrá án nokkurs samráðs við landeigendur eða sveitarstjórn. Virkjanamöguleikar Að undanförnu hefur verið rætt um hugsanlega stóriðju í Skagafirði og iðnaðarráðherra kynnt mögu- leika á að staðsetja þar olíuhreins- unarstöð. Ekki er beinlínis gert ráð fyrir stóriðju í svæðisskipulaginu. Árni segir að leggja þurfi í veruleg- an kostnað við rannsóknir og undir- búning stóriðju til þess að hægt sé að taka afstöðu til hennar í svæðis- skipulagi. Þeir peningar séu ekki fyrir hendi. Þegar fram kæmu beinar tillögur um stóriðju mætti breyta svæðisskipulaginu, ef um það næðist samstaða. Þótt ekki sé tekin af- staða til stóriðju er gert ráð fyrir því að vatnsprka Héraðs- vatna verði virkjuð. Á tillöguupp- drætti er sýnt stöðvarhússtæði við Flatatungu og miðlunarlón. Gert er ráð fyrir miðlunarlóni Stafnsvatna- virkjunar og stöðvarhúsi neðan við Þorljótsstaði. Loks er gert ráð fyrir svæði fyrir stöðvarhús við Merkigil vegna virkjunar Austari-Jökulsár. Sérhæfing þéttbýlisstaða I svæðisskipulaginu er lögð mikil áhersla á landbúnað og byggð í Skagafirði. Ársverkum fækkar stöðugt í hefðbundnum landbúnaði og ekki útlit fyrir að hægt verði að snúa þróuninni við. í tillögunum eru ýmsar hugmyndir um samstarf sveitarfélaganna til að efla atvinnu, til dæmis þannig að fólkið geti áfram búið í sveitinni en sótt sér vinnu og þjónustu annað. ------------ „Við bendum á möguleika Hugni til nýtingar auðlinda í um we Skagafírði og að vegirnir þjóni þessum markmið- swa®0 um,“ segir Árni. samþ) Einnig er lögð áhersla á að styrkja þéttbýlisstaðina með ákveðinni verkaskiptingu og upp- byggingu í samræmi við hana. Ætlast er til að sveitarfélögin skil- greini samstarfssvið eða sameigin- legar stofnanir og komi sér saman um það hvar þær eigi að vera. Þann- ig er lagt til að samstarfi á sviði náttúrunytja og -fræða verði beint til Hóla í Hjaltadal, starfsemi á sviði samgangna, kynningar og sölu beint í Varmahlíð og stjórnsýslu og heilbrigðis- og menntamálum verði Framkvæmd- in auðveldari í einu sveit- arfélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.